Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 B Úlgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. kr. m. vsk. endurgjalds. Landshlutar leggjast í kör Samið hefur verið um, að hlutar af símaþjónustu stór- fyrirtækis flytjist austur og vestur á firði. Enn fremur hefur verið samið um, að hlutar af einfaldri forritun tölvufyrirtækis flytjist til Indlands. í þessum dæmum leika íslenzk sjávarpláss sama hlutverk og Indland. Þetta ferli byrjaði erlendis með því að bandarísk fyrir- tæki fluttu símaþjónustu sína til Indlands, þar sem fólk hefur góða menntun og talar góða ensku, en hefur tak- mörkuð tækifæri og krefst ekki hárra launa. Síðan hef- ur ferlið undið upp á sig og nær til flóknari starfa. Nú er forritun smám saman að flytjast til Indlands, sem siglir upp virðingarstigann í flokki láglaunasvæða. Íslenzku sjávarplássin eru hins vegar að fara inn á lægsta þrepið og fagna ákaft að fá tækifæri til að svara í síma fyrir stórfyrirtæki ríka fólksins í Reykjavík. Svo langt hefur minnimáttarkennd gengið í dreifbýli íslands, að menn borga beinlínis fyrir að fá til sín lág- launastörf. Fyrir tveimur árum borgaði Rangárhreppur stórfé fyrir að gerast hluthafi í vinnufatagerð gegn því, að tvö störf yrðu stofnuð við saumaskap á Hellu. Tæplega er unnt að líta svo á, að indverskt ástand ríki á Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinna er rífleg á þess- um svæðum og meðaltekjur hlutfallslega háar. Samt eru ráðamenn svæðanna farnir að hugsa eins og yfirvofandi sé fátækt og atvinnuskortur að indverskum hætti. Ráðamenn fjarðabyggða telja sig samt sjá fyrir, að at- vinna og tekjur muni hrynja. Fólk sé að hugsa sér til hreyfmgs og reyna að koma húsnæði sínu í verð, áður en eignir verði verðlausar. Þeir telja sig hamla gegn þessu með því að útvega fólki störf við sauma og síma. Ráðamenn íslenzkra fjarðabyggða hafa gefizt upp á hefðbundinni lífsbaráttu. Þeir telja ekki, að sjávarútveg- ur haldi byggðum uppi, enda muni kvótaerfingjar flytja suður að hætti utanríkisráðherra. Þeir vanmeta líka gróðavænlega framtíð í grænni ferðaþjónustu. Uppgjöfinni fyrir austan og vestan má líkja við þekkt fyrirbæri fyrri tíma, þegar miðaldra fólk gafst upp á erf- iðri lífsbaráttu og lagðist skyndilega í kör, þótt það hefði ekki áður sýnt eindregin öldrunarmerki. Þannig eru landshlutar farnir að leggjast í kör á miðjum aldri. Álver í héraði er hreinn happdrættisvinningur að mati þeirra, sem hafa gefizt upp í minnimáttarkennd sinni. Eignir hækka aftur í verði og utanaðkomandi ál- versmenn sjá um, að menn hafi öruggt lífsviðurværi. Eyjabakkar eru lítils virði í þriðja heimi íslands. Líta má á verndun Eyjabakka sem lúxus hátekjufólks á höfuðborgarsvæðinu, rétt eins og breytt viðhorf til náttúruvemdar á Vesturlöndum almennt em fylgifiskur auðsældar almennings. Sveitarstjórnarmenn í körinni telja Austfirðinga ekki hafa efni á slíkum lúxus. Afstætt er, hvenær fólk er orðið svo ríkt, að það hafi efni á náttúruvernd. Fátæk húsfreyjan í Brattholti taldi sig hafa efni á að neita að selja Gullfoss fyrr á öldinni, en efnaðir ráðamenn á Austfjörðum eru of fátækir til að geta séð af miðlunarlóni á Eyjabökkum. Spurningin um fátækt er í rauninni spumingin um andlega fátækt. Húsfreyjan í Brattholti var auðug, af því að hún hafði sjálfsvirðingu, sem er af skornum skammti hjá ráðamönnum Austíjarða, er hafa unnvörpum lagst í kör og heimta framfæri byggðanna af álveri. Munur Indlands og Austfjarða er, að þar eru forritar- ar að vinna sig upp úr þriðja heiminum, en hér eru ráðamenn Austíjarða að tryggja fólki sínu körina. Jónas Kristjánsson Risaríki að brotna í sundur? Það er ekki lengur spurt um það hvort Austur-Tímor verði sjálfstætt ríki, heldur hvenær og með hvaða hætti. Nú þegar er barist vegna krafna um sjálfstæði í tveimur öðr- um héruðum Indónesíu og mann- skæð átök af ýmsu tagi standa í nokkrum héruðum til viðbótar. Sú spurning gerist því áleitnari, hvort Indónesia, fjórða fjölmennasta ríki heims með 205 milljónir íbúa, kunni að liðast í sundur 1 blóðugum átök- um. Líkara álfu en landi Indónesía spannar álíka vega- lengd frá vestri til austurs og Evr- ópa frá Spáni til landamæra Síber- íu, eða vegalengd eins og frá íslandi suður í miðja Saharaeyðimörkina. Ef Indónesíu vær skipt í einingar sem eðlilegar gætu talist frá sögu- legu og menningarlegu sjónarmiði gætu einingarnar orðið á þriðja hundrað. Engum dettur hins vegar í hug að unnt sé að skipta ríkinu upp í 200 ný ríki, enda hefur þróunin í flestum héruðum orðið til þeirr- ar áttar að sífellt fleira sameinar en færra skilur í sundur. Fjölbreytileikinn sem er fyrir hendi um all- an eyjaklasann og ómöguleikinn á að skipta ríkinu upp í fáeinar samstæðar einingar eru meðal ástæðna þess að þorri ibúa flestra landshluta hefur verið ein- arðalega andsnúinn aðskilnaðarhreyfingum. Ólík tilefni Það er einungis á jöðrum Indónesíu sem aðskilnað- arhreyfingar hafa náð verulegu fylgi, fyrst raunar á Malukueyjum þar sem nú er raunar barist af öðru til- efni. Mannskæð átök sem á eyjunni Ambon, sem er hluti af Malukueyjum, eru vegna flokkadrátta með kristnum mönnum og múslimum, frekar en vegna baráttu fyrir sjálfstæði. Tíðir bardagar í ýmsum hér- uðum á Bomeó, sem Indónesar kalla Kalimantan, em af svipuðum toga. Þetta em yfirleitt átök á milli kyn- þátta, eða trúarhópa, eða þá átök á milli innflytjenda frá öðrum eyjum og innfæddra. Auk Austur-Tímor, sem hefur mikla sérstöðu innan Indónesíu, virðist hins vegar ekki ólíklegt að tvö hémð geti náð sjálfstæði með tímanum, en þó ekki án langvarandi og blóð- ugra átaka. baráttunnar, en herinn hefur drepið þúsundir manna í flöldamorðum á síðustu árum. Irian Jaya Hið víðlenda eh fámenna Irian Jaya, sem er vesturhluti eyjarinnar Nýju Gíneu, á það sameiginlegt með Aust- ur-Tímor og Ache að eiga ekki sömu nýlendusögu og aðrir hlutar indónesíska ríkisins. Þetta auðuga land, sem enn er að mestu hulið miklum regnskógum, og byggt að- eins tæpum þremur milljónum manna, varð ekki hluti af Indónesíu fyrr en árið 1964. Fjöldi manna frá öðrum héruðum Indónesíu hafa flust þangað á seinni árum með hvatn- ingu stjórnarinnar í Jakarta, en hin- ir infæddu hafa líklega fæstir áhuga á áframhaldandi indónesískri stjórn. Skæruliðahréyflngar á eyjarpartin- um hafa lítinn styrk en sennilega þó mikinn stuðning almennings. Framvindan Líklegt er að indónesíska þingið samþykki sjálf- stæði Austur-Tímor fyrir árslok, þrátt fyrir and- stöðu hersins og margra helstu leiðtoga stjómar og stjómarandstöðu. Llíklegt er að fyrir þann tíma biðji Habibie forseti um erlenda aðstoð við löggæslu á eyjunni en her Indónesíu hefur vopnað sveitir manna sem hann hefur misst stjórn á og almenn- ingur lítur á herinn sem hernámslið. Baráttan um Ache verður hörð og blóðug og mun vafalítið standa lengi. Þá er líklegt að sjálfstæðishreyfingum á Irian Jaya vaxi fískur um hrygg á næstu árum. Ólíklegt virðist hins vegar að aðskilnaðarsinnar nái undir- tökunum í öðrum héruðum landsins. Héruðin þrjú, Austur-Tímor, Ache og Irian Jaya eru heimkynni ríflega átta milljóna manna. Þó öll fengju sjálfstæði yrði Indónesía áfram með yfir tvö hundruð milljón- ir íbúa. Langvarandi átök um Ache og Irian Jaya myndu gera þróun lýðræðis þar enn erfiðari. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Ache Einingu Indónesíu stafar öllu meiri hætta af átökunum í Ache, héraði nyrst og vestast á eyjunni Sumatra, en af sjálfstæði Aust- ur-Tímor eða átökunum á Kalimantan og Ambon. Ache hefur þá sérstöðu að þar stóð öfl- ugt rfki heimamanna löngu eftir að Hollendingar höfðu náð að þróa einokunarverslun sína yfir í pólitísk völd á eyjum Indónesíu. Yfirráð Hollendinga í Ache stóðu aðeins í fáeina ára- tugi og voru aldrei traust. Um leið eru íbúar Ache, sem eru innan við fimm milljónir talsins, yfirleitt heitari trúmenn á ís- lamska vísu en meirihluti manna viðast annars staðar í landinu. Við þetta bætist að Ache er ríkt af auðlindum, þar á meðal olíu, sem almenningur telur sig eiga rétt á meiri hlut- deild í. Framferði indónesíska hersins í héraðinu hefur líka orðið að olíu á elda sjálfstæðis- „Einingu Indónesíu stafar öllu meiri hætta af átökunum í Ache á Súmötru en af sjálfstæði Austur-Tímor eða átökunum á Kalimantan og Ambon.“ skoðanir annarra____________________ ** * ............... ! Söknum klettaeyjanna „Við munum sakna Færeyinga héðan og sömu | sögu er að segja af danskri menningu sem á engan : hátt verður söm við sig án klettaeyjanna átján með ! Atlantshafsljósið. William Heinesens, færeysku list- málaranna og sögu Jargens-Frantz Jacobsens um j Barböru. Þar er að fmna sannleik um þjóð sem teng- ist yfir Atlantshafið og sem gerir sjálfri sér bjarnar- ! greiða með því að setja aðeins peningalega | mælistiku á ríkjaheUdina. Sem meira að segja er j röng.“ Úr forystugrein Aktuelt 2. september. Veltur á Indónesum „Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar (á Austur- j Tímor) sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu umsjón með | verða ekki kunn fyrr en eftir viku. Kjörsóknin bend- í ir hins vegar tU að sjálfstæðissinnar hafi fengið ! drjúgan meirihluta. Hvernig munu sveitir sem ! indónesíski herinn hefur vopnað og hvatt til dáða svara? Það veltur að miklu leyti á Indónesum sem geta haft stjórn á þessum vopnuðu sveitum ef þeir vUja. En miUibilsástand ríkir einnig í Indónesiu. Einræðisstjóm Suhartos féU fyrir meira en ári og enn er ekki alveg ljóst hvað tekur við.“ Úr forystugrein Washington Post 2. september. Rússnesk uppskrift „Rússar ætla að halda „frjálsar kosningar“. Fyrst þingkosningar í desember, síðan forsetakosningar næsta sumar þegar Borís Jeltsín fer frá. Peningar stýra kosningabaráttunni. Það er verið að versla með forsetaembættið. Sá sem tekur við Jeltsín verð- ur að hafa völd yfir blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Aðferðin, sem notuð er, er sú aö kaupa fjöhniðla og ráða málpípur sem yfirmenn. Dagblöð og sjónvarps- stöðvar verða verkfæri í valdabaráttunni. Pólítík í þjónustu peninganna er ekki lýðræði. Það er hætta á ferðum." Úr forystugrein Aftonbladet 2. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.