Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 32
40 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 UV kvikmyndir Upp með hendur: tsr Furðusaga úr daglega lífinu Upp með hendur segir at- hyglisverða sögu nokkurra kvenna sem tóku sig til og rændu nokkra hanka til að eiga fyrir lífsins gögnum óg nauðsynjum. Atburðirnir áttu sér stað við upphaf tíunda áratugarins í Suður-Frakklandi og byggist myndin fyrst og fremst á viðtölum við konurn- ar, sem lýsa reynslu sinni og laganna vörðum sem eltu þær uppi og klófestu þær að lokum. Þetta er svona furðusaga úr daglega lífinu. Konurnar höfðu þekkst frá æsku og svo virðist sem dýrtíð, at- vinnuleysi, lágar bætur og snertur af ævintýramennsku hafi komið þeim út á glæpabrautina. Nokkur ár liðu frá því þær náðust þar til réttað var í máli þeirra og að lokum ákvað dóms- valdið að taka afar vægt á því, kannski vegna þess að þær höfðu lifað sómasamlegu lífi eftir þetta og því lít- il ástæða til að stinga þeim í grjótið. Hins vegar er auðvelt að sjá fyrir sér að hefðu bankaræningjarnir verið blankir karlmenn, hvað þá af öðrum kynþætti, hefði öðruvisi verið tekið á máli þeirra. En það er önnur saga. Um kvikmyndagerðina sjálfa er fátt eitt að segja annað en að Sólveig býr frásögninni látlausa umgjörð sem hæfir efninu, en óneitanlega læðist að manni sá gnmur að þetta sé allt fyrir- taks efniviður í skemmtilega bíó- mynd. Leikstjóri: Sólveig Anspach. Kvik- myndataka: Isabelle Razavet. Tón- list: Martin Wheeler. Ásgrímur Sverrisson Malarhöfbi 2 Iönaöarhúsnæöi/yerslvmar] Til leigu mjög hentugt 302 ferm. rými (salur) sem hentar vel fyrir margvíslegan rekstur.2 stórar innkeyrsludyr, 4-5 metra hóar. Snyrtileg aökoma. Salurinn er allur hvítmólaöur. Tengi fyrir síma(isdn). Allt rafmagn og lagnir, svo og allur frágangur á húsnæöinu aö innan og utan er til fyrirmyndar. Upplýsingar í síma 577-3777/696-1001 Ratcatcher/Rottuveiðarinn Stöku perla innan « um allsleysið Lynne Ramsay, sem sýnir fyrstu bíómynd sína hér á Kvik- myndahátíð eftir að hafa unnið tvisvar til verðlauna í Cannes fyrir stuttmyndir sinar, er myndskáld hins grámyglulega hvunndags þar sem óþolandi tilbreytingarleysi lífsbarátt- unnar er þrúgandi en vonin býr í smáatriðunum. Rottubaninn minnir um margt á bemskuþríleik forvera hennar og samlanda, Bill Douglas, sem á sér sérstakan stall í kvik- myndasögu Skota. Ekki síður er and- rúmsloftið um margt svipað mynd Ken Loach, Kes, frá sjöunda áratugn- um og líkt og sú mynd sem gerð var á síðasta blómaskeiði breskra kvik- mynda, „the swinging sixties", kemur • hún eins og út úr kú inn í núverandi „blómaskeið" þar sem hver myndin á fætur annarri reynir að slá í gegn á forsendum Hollywood. Rottubaninn er þroskasaga James, 12 ára drengs sem býr í Glasgow á fyrri hluta áttunda áratugarins. Borg- inni er haldið í gíslingu af sorphirð- um í verkfalli og var ekki á ástandið bætandi. James verður óvart valdur að dmkknun kunningja síns í síki og sú vitneskja sem hann þegir yfir, nag- ar hann að innan. Jafnframt vill James fá inngöngu í strákaklíku hverfísins en inntökuskilyrðin em honum ekki alveg að skapi. í staðinn dregst hann að eldri stúlku sem býður honum vináttu og væntumþykju án skilyrða. Ramsay leggur mun meira upp úr andrúmslofti og lýsingu á aðstæðum en sögu. Verkið er löðrandi í niður- níðslu, subbuskap og lífsþreytu en auga hennar sér glitra á stöku perlu innan um allsleysið. Hið ljóðræna raunsæi sem Bretar hafa löngum haft á valdi sínu umfram marga aðra hef- ur hér eignast enn einn liðsmanninn. Leikstjórn og handrit: Lynne Ramsay. Aðalhlutverk: William Ea- die, Tommy Flanagan, Mandy Matthews. Ásgrímur Sverrisson Dagskrá laugardaginn 4. sept .SWÍtiikl SNORRABRAUT 14:45 Slam 15:00 Barry Lyndon Beloved 18:00 Beloved 19:00 Tl 21:00 n Sex-Annabel Chong 23:00 n Sex-Annabel Chong PPC MöACIM KJ 15:00 Trick Three Seasons 16:00 Happiness 17:00 Children of Heaven Last Days 18:30 Happiness 19:00 Half a Change Trick 21:00 Happiness Last Days 23:00 Three Seasons 23:30 Happiness vefsiða háiíðannnar vísir.is HASKOLABI 15:00 16:40 17:00 19:00 21:00 21:15 23:00 Run Lola Run Tango Tea With Mussoiini Lucky People Center Int. Black cat White Cat Run Lola Run Time of the Gypsies Limbo Gadjo Dilo Black Cat White Cat Central Station Tango Black Cat White Cat Tango Little Tony____ er klúbbur hátíðarinnar fwaucmn jS Líldit Bílaleíga Dagskrá sunnudaginn 5. sept. SAMW*Sbá SNORRABRAUT 14:45 Slam The Big Swap 15:00 7T 17:00 The Big Swap Slam Bæjarbíó 19:00 Slam Hafnarfirði 19:10 TT Voice of Bergman 21:00 7T Persona Sex-Annabel Chong Hvísl og hróp 23:00 7T Fanney og Alexander Sex-Annabel Chong E 15:00 Run Lola Run 15:00 17:00 19:00 21:00 16:00 Happiness 17:00 HalfaChange Children of Heaven 18:30 Happiness 19:00 Last Days Three Seasons 21:00 Happiness Arizona Dream 23:30 Happiness Trick ífiHö FLUGFÉLAG ÍSLANDS Air lceland ú 16:40 17:00 19:00 21:00 21:15 23:00 23:15 Tango Tea With Mussolini Lucky People Center In Black Cat White Cat Underground Haut les Cæurs Night Shapes Black Cat White Cat Time of the Gypsies Central Station Tango Black Cat White Cat Lucky People Center Run Lola Run TVG-ZIMSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.