Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 15
X>"V LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 15 Stemningin var hreint ótrú- leg. Á sjötta þúsund manns troð- fylltu áhorfendastæðin í Frosta- skjóli síðastliðinn sunnudag þeg- ar KR tók á móti ÍBV. Leikur ársins sögðu kollegar mínir á Bylgjunni og ekki ætla ég að andmæla þeim að þessu sinni. Leikurinn hófst kl. 18 en klukkustund áður voru harðir stuðningsmenn beggja liða þegar byrjaðir að hreiðra um sig til að. tryggja sér góðan stað. Ekki veit ég hvernig leikmönnum liðanna var innanbrjósts fyrir leikinn - ég get rétt getið mér þess til. En taugaveiklunin skein úr andlit- um áhorfenda. Gömlum KR-ing- um leið ekki vel enda ekki í fyrsta skipti sem lið þeirra á að- eins endasprettinn eftir til að tryggja sér íslandsmeistaratilil. Síðustu ár hafa menn hins vegar sprungið - klúðrað málum. Ég var mættur eins og vana- lega með KR-trefiIinn og dreng- urinn var í fullum KR-stríðs- skrúða. Stúkan var þegar troð- full enda 15 mínútur í leik. Úti um allt voru „sérfræðingar" að ræða saman. „Jafntefli er í lagi,“ sagði einn KR-ingur sem hefur áratuga reynslu í að bíða eftir titlinum. „Kilmarnock-leikurinn gæti setið í mönnum, sérstak- lega Bjarka," heyrðist í öðrum sem sjálfsagt hefur farið til Skotlands. KR-ingar eru dug- legri en flestir aðrir að fylgja sinu liði hvert sem er. Titill innan seilingar Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í leikslok enda þungu fargi létt af leikmönnum og stuðnings- mönnum KR. Þriggja marka sigur yfir helsta keppinautnum var Alltaf á móti KR Fyrstu mínútur leiks- ins lofuðu ekki góðu en hægt og örugglega tóku KR-ingar leikinn i sinar hendur. Sigþór Júlíus- son skoraði fallegt mark á 15. minútu og eftir það virtist leiðin greið. Nokkru síðar fengu mín- ir menn vítaspyrnu en Birkir Kristinsson, mark- vörður Eyjamanna, gerði sér lítið fyrir og varði. „Ég trúi þessu ekki,“ hrópaði grátklökkur vesturbæingur sem óttaðist ekkert meira en að leikurinn frá síðasta ári væri að endurtaka sig þegar Vestmanna- eyingar tóku KR-inga i kennslu- stund í Frostaskjóli í hreinum úr- slitaleik. Skelfing hans varð síðan algjör þegar Eyjamenn fengu víta- spyrnu á 32. mínútu - þá urðu all- ir hljóðir í stúkunni enda fáir sem höfðu skilning á dómgæslunni. „Djöf... hann hefur alltaf verið á móti KR,“ sagði sessunautur minn nötrandi af bræði yfir dóm- aranum. Hann kunni mörg dæmi sem renndu stoðum undir þessa fullyrðingu. KR-ingar hafa gott minni og gleyma fáu. En við gátum verið rólegir. Besti markmaður landsins, Krist- ján Finnbogason, lokaði markinu og varði vítaspyrnuna með tilþrif- um. Eftir það var aldrei spurning um úrslitin og áður en flautað var til hálfleiks hafði Einar Þór Daní- elsson bætt við öðru marki. í síðari hálfleik spUuðu mínir menn eins og þeir sem valdið hafa. í stað taugaveiklunar fór ánægjubylgja um áhorfendapaU- ana með tilheyrandi hrifningaróp- um. Nú leið KR-ingum vel, bros- andi, enda sjálfstraust strákanna á veUinum smitandi. Rétt til að undirstrika yfirburðina bætti galdrakallinn hann Guðmundur Benediktsson við þriðja markinu úr vítaspyrnu. staðreynd og íslandsmeistaratitill innan seilingar. Syngjandi og dansandi sjá KR-ingar fram á að langþráður meistaratitill verði þeirra. Var nema von að kátt væri á skemmtistað þeirra, Rauða ljón- inu, þar sem nokkur hundruð stuðningsmanna komu saman ásamt leikmönnum til að fagna sigri. Vestmannaeyingar héldu hins vegar haus eftir leikinn þótt það hafi örugglega verið sárt að tapa. „Stærsti munurinn á þessum lið- um var sá að þeir höfðu meiri sig- urvUja og höfðu trú á því sem þeir voru að gera,“ sagði Hlynur Stef- ánsson, fyrirliði ÍBV, í viðtali við DV. Hlynur er einn þeirra sem notið hafa velgengni á vellinum en hafa skapgerð tU að taka mót- læti: „Þeir voru vel að sigrinum komnir og ég óska þeim til ham- ingju með hann á 100 ára afmæl- inu. Lið eins og KR, sem er komið með aðra höndina á titilinn, sleppir honum aldrei." Sigurganga KR heldur áfram og á miðvikudag þurftu strákarn- ir úr Umgjörðin Umgjörðin um heimaleiki KR minnir helst á karnival. Nokkru áður en leikirnir hefjast byrja stuðningsmennirnir að streyma á völlinn. Göturnar í vesturbænum fyllast af fólki á öllum aldri. Án þess að kasta rýrð á aðra verður því haldið fram að stuðningsmenn KR séu bestu og traustustu stuðn- ingsmennimir á íslandi - þeir styðja við bakið á sinum mönnum í gegnum þykkt og þunnt. KR-ing- ar yfirgefa ekki völlinn þó á móti blási. Að vera KR-ingur ristir dýpra en svo að ekki sé hægt standa af sér mótlætið. En auðvit- að er skemmtilegra þegar vel gengur og nú hafa margir gamlir KR-ingar dustað rykið af treflin- um og eru byrjaðir að mæta á völlinn eftir langa fjarveru. Lukkudýr KR, Rauða ljónið, hefur sett skemmtilegan svip á leikina og á stóran þátt í að byggja upp stemningu sem á sér varla hliðstæðu hér á landi. Ljón- ið er gott dæmi um hvernig hægt er með einfóldum hætti að skapa skemmtilegt andrúmsloft á íþróttavelli. Og þegar leikmenn koma marsérandi inn á völlinn undir laginu Carnaval de Paris taka stuðningsmennirnir svo Scmnarlega við sér, enda Rauða ljónið dansandi og spriklandi úti um allt. Hlutafálagavæðing Mér sýnist að önnur félagslið geti lært töluvert af forystu KR en gífurlegar breytingar hafa verið gerðar á innra skipulagi, meðal annars með stofnun KR-Sport hf., en hlutabréf þess eru á almennum hlutabréfamarkaði. Við eigum ör- ugglega eftir að sjá fleiri félags- liö feta hlutafélagsleiðina en þar hefur Fram ásamt KR rutt brautina. Gífurlegar breytingar eru og hafa orðið á umhverfi íslenskra íþróttafélaga undcuifarin ár. Upp- stokkunin er langt frá því búin. Ég hef áður bent á að gamli ung- mennafélagsandinn, þar sem áhugamennskan sat i öndvegi, hefur látið undan gagnvart at- vinnumennsku. Rómantíkinni hefur verið vikið til hliðar fyrir bláköldum veruleika peninga- hyggjunnar. Auðvitað hafa marg- ir reynt að spyrna við fótum en barátta gegn framtíðinni í þessum efnum er vonlaus eins og annars staðar. Hlutafélög í tengslum við íþrótt- ir eru ekki óþekkt fyrirbæri hér á landi - þau hafa verið stofnuð um einstaka íþróttamenn og yfir- burðagæðinga. Hlutafélagavæðing Fram og KR er hins vegar um- fangsmeiri en áður hefur þekkst. í janúar síðastliðnum fjallaði ég um hlutafélagavæðinguna og sagði meðal annars: „Róðurinn fyrir þessi tvö félög verður ekki léttur en takist vel til geta þau brotið blað í íslenskri íþróttasögu. Sú þróun sem hafln er með hluta- félagavæðingu íþróttafélaga er í takt við það sem hefur verið að gerast í öðrum löndum, fyrst og fremst á Bretlandseyjum, en einnig víðar, s.s. í Noregi og Danmörku." Mikilvægt er að tilraun þessara tveggja félaga takist - að þau beri gæfu til að uppskera eins og til hefur ver- ið sáð. KR virðist vera á góðri siglingu en róðurinn er erfið- ari hjá Fram að þessu sinni. Úli Björn Kárason rítstjóri Safamýrinni að játa sig sigraða i fremur bragðdaufum leik á Laugardalsvellinum. Allt bendir þvi til að ís- landsmeistaratitillinn í knattspyrnu karla fari í vesturbæinn í fyrsta skipti í 31 ár. Stúlkurnar hafa þegar unnið íslands- mótið í kvennaknattspyrnu og eiga góða möguleika á a< vinna tvöfalt í ár. Strákarnir geta leikið sama leikinn með því að sigra Akurnesinga í bik- arúrslitaleiknum síðar í þessum mánuði. Ekki ónýt afmælisgjöf að vinna tvöfalt bæði í karla- og kvennaknattspyrnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.