Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 8 ij fréttir Bensínokur leggst harkalega á fjárhag fjölskyldna: Almenningur blóðmjólkaður si verði 95 oktana ráiram janúar feÉrúar friars 'júll ágúst september eeci Fullt samráð vegna áhrifa bensínverðs á neyslu- vísitölu og auknum skuldum heimil- anna og atvinnufyrirtækja vegna vísi- töluhækkana. Sem dæmi um bein áhrif af hækkunum bensínverðs er gjarnan nefnt að daginn eftir að bensín hækkar þá hækka leigubílar taxta sína. Sömu sögu er að segja hvað varðar alla þjónustu þar sem bílar koma við sögu; þar er umsvifa- laust hækkað og neytandinn borgar brúsann. Bíllinn er stærsti liðurinn í útgjöldum heimilanna ef frá er tal- inn húsnæðiskostnaður. Að meðal- tali er hverjum bíl ekið árlega sem nemur 15 þúsund kílómetrum. Þegar reiknað hefur verið með því að með- alfjölskylda eigi einn og hálfan bíl má því reikna með að eknir kíló- metrar séu sem nemur 22.500 kíló- metrar. Ef reiknað er með eyðslu sem nemur 10 kílómetrum á klukku- stund þá þarf fjölskyldan 2,3 tonn af bensíni á ári. í þessu kristallast hagsmunirnir og hver króna í hækk- un þýðir að bílaflotinn kostar fjöl- skyld Þögul verkalýðshreyfing Það er raunar engin ánægja með framgang verkalýðshreyfmgarinnar í þessu mesta hagsmunamáli neytenda. Hreyfingin virðist láta sér málið í léttu rúmi liggja og einn viðmælenda sinna slíkum tittlingaskít sem bens- ínhækkanirnar væru í þeirra 'augum. Það er þó undarleg afstaða ef rétt er vegna þess að haldist það bensínverð sem nú er í gildi kostar það meðalfjöl- skyldu allt að 150 þúsundum króna á ári, að meðtöldum óbeinum áhrifum. Þessi kostnaður er í beinum bensin- kaupum, hækkunum þjónustuliða una sem nem- ur 23 þúsund krónum aukalega. Til eru þeir sem segja að fólk eigi að mæta hærra bensínverði með því að draga úr akstri og spara. Kenningin er í sjálfu sér einfóld en er- lendar kannanir sýna, að sögn Run- ólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, að akstur er það síðasta sem fólk sker niður. „Það er rangt að lægri skattar á bensín auki þensluna. Bens- ínhækkun er ekki eitthvað sem dreg- ur úr þenslunni heldur fer slík hækk- un strax út í verðlagið og spinnur upp vísitöluna. Fatnaður og matur er skorið niður, sem og öll afþreying, áður en bílnum er lagt. Þarna er því fyrst og fremst um að ræða kostnað sem hrundið er út í samfélagið með tilheyrandi margfóldunaráhrifum," segir Runólfur. Hann segir að þetta sé skiljanlegt í því ljósi að bíllinn gegni lykilhlut- verki fyrir fólk til að komast til vinnu og koma börnum í skóla og leikskóla. Gangverk þjóðfélagsins snúist því um bílinn meira eða minna. „Fólk á enga valkosti í almennings- samgöngum. Kaupmannahafnarbúum bjóðast t.d. allt aðrir valkostir en ger- ist hér þar sem dregið hefur verið úr almenningssamgöngum á undanfórn- um árum. Þá spilar veðráttan nokkuð inn í en bíllinn hefur gjarnan verið kallaður eins konar yfirfrakki. Þá eru þær einstöku aðstæður hér að landið er mjög dreifbýlt. Bíll á landsbyggð- inni er nauðsynlegur því fólki sem þarf að fara um langan veg til að sækja þjónustu. Hann er því ekki að- eins nauðsynlegur heldur beinlínis öryggistæki," segir Runólfur. DV fékk þau boð frá Davíð Odds- syni forsætisráðherra að verið væri að skoða þessi mál og hvort gripið yrði inn í málin. Á meðan málin eru til skoðunar borga neytendur á bilinu 200 til 400 krónum meira fyrir áfyll- inguna og vísitalan kýlir upp skuldir. Neytendur eru varnarlausir og draga við sig eins og hægt er í mat og klæð- um. Hagsmunum almennings virðist fórnað fyrir hagsmuni olíurisanna og ríkissjóðs. Mikil reiði er meðal almennings vegna bensínhækkana sem dunið hafa á fólki að undanfórnu. Það verður að teljast skiljanlegt að fólki bregði enda nema beinar bensínhækkanir 25 pró- sentum það sem af er árinu. Þannig þurfti sá sem kaupir áfyllingu á bíl sinn af meðalstærð að greiða um síð- ustu áramót sem nemur 2800 krónum. Nú, þegar haustar að, kostar sama áfylling 3500 krónur þannig að eigand- inn þarf beinlínis að punga út 700 krónum aukalega. Bíllinn er í dag réttnefndur ---------------- þarfasti þjónninn og gegnir lykilhlut- verki fyrir allflesta — til að komast á milli staða á sem skemmstum tíma. “ Að meðaltali á hver fjölskylda sem nemur einum og hálfum bil. Það þýðir að til þess að halda bílunum gangandi er hækkunin á einni áfyll- ingu yfir 1150 krónur. Þetta þykja mörgum blóðug útlát og þá kannski ekki síst vegna þess að ríkissjóður hirðir kúfinn af hækkuninni í gegn- um vörugjald sem nemur 97 prósent- um af cif-verði bensíns. í einíoldu máli þýðir það að þegar bensínverð hækkar um 5 krónur, eins og gerðist í vikunni, þá hirðir ríkið 3 krónur af hækkuninni. Haldist sú bensínhækk- un sem nú hefur orðið í 12 mánuði hagnast ríkiskassinn um 1,2 millj- arða. Af verði hvers bensínlítra sem kostar 87,70 kr. í dag fær ríkið 69 pró- sent eða 56,90 kr. Innkaupsverðið sjálft er aðeins 12,40 krónur og sala og dreifing samsvarandi upphæð. Neytandanum sem blöskrar bens- ínokrið er i þessu ljósi erfitt að átta sig á því hver er hinn raunverulegi óvinur sem læðist í vasa hans. Er það ríkið sem skattleggur í botn og hirð- ir sjálfvirkt hagnað sem sprettur af hærra heimsmarkaðsverði eða er dólgana að finna innan olíufélaganna þriggja sem þá maki krókinn? Fréttaljós Reynir Traustason Stjórnmálamenn og verkalýðsleið- togar eru ekki á eitt sáttir um það hvert fólk skuli beita spjótum sínum. Ögmundur Jónasson, alþingismaður og leiðtogi BSRB, sagði í DV í gær að varast skyldi að kenna ríkinu, sam- eignar allrar þjóðarinnar, um hækk- anirnar. Nærtækara væri að líta til ol- íufélaganna sem mali gull á kostnað almennings. „Stjórnvöld verða auðvit- að að endurskoða ákvarðanir fsínar. Ábyrgðin er þó ekki síður olíufélag- anna,“ sagði Ög- mundur og bendir — á að ársreikningar olíufélaganna und- irstriki gróðann. — Vilhjálmur Egils- son, formaður efna- hags- og viðskipta- — nefndar, sagði ekki ráðlegt að lækka skatta á meðan þensla væri í þjóðfélaginu. Þar vísaði hann til vörugjaldsins sem ekki verð- ur breytt nema með lögum. Vilhjálm- ur taldi hugsanlegt að hægt væri að lækka bensíngjaldið en eðlilegast væri að bíða eftir markaðnum: „Heimsmarkaðsverð hlýtur að fara að lækka eins og það hefur alltaf gert,“ sagði Vilhjálmur. DV benti á að líklega væru forkólfar þar önnum kafnir í verðbréfabraski fyrir lífeyrissjóðina og mættu ekki Gagnrýnt hefur verið að Olíufélagið hf., Skeljungur hf. og Olís hf. séu í ein- um klúbbi og forráðamenn sammælist gjaman um hækkanir yfir kaffibolla. Félögin þrjú eru öll tengd og þar má nefna að Olíufélagið hf. á um þriðjung í Olís. Saman reka fyrirtækin síðan 01- íudreifmgu hf. Sami erlendi byrgir, Statoil í Noregi, er fyrir öll félögin. Það rikir því engin samkeppni á markaðn- um og engin ástæða fyrir forsvars- menn þríburanna að rugga bátnum með því að lækka verð með tilheyrandi verðstríði. Afkoma félaganna er með miklum ágætum og frá sjónarhóli þeirra er væntanlega engin ástæða til að brjóta upp ástandið. Enda er mynd- in skýr þegar hækkanir dynja yfir. Eitt félag ríður á vaðið og hækkar um ein- hverjar krónur og hin fylgja öll á eftir með því er virðist skipulögðum hætti. Félag íslenskra bifreiðaeigenda kærði félögin á síðasta ári til Samkeppnis- stofnunar en hafði ekki erindi sem erf- iði þar sem úrskurðað var að um væri að ræða fákeppnismarkað. Hvað sem líður framgöngu olíufélaganna í mál- inu er það mat manna hjá Félagi ís- lenskra bifreiðaeigenda að þar hafi menn ekki látið stjórnast af græðgi það sem af er árinu heldur hækkað í takt við hækkanir á heimsmarkaðsverði. Á síðasta ári hafi félögin aftur á móti fundið sér matarholu og hækkað bens- ínverð umfram heimsmarkaðsverð í því skyni að efla enn frekar eigin hag. Sem dæmi um hina gríðarlegu hags- muni félaganna má nefna að hækki bensínverð um krónu þá eru í pottin- um 195 milljónir króna sem olíufélögin og ríkið skipta með sér. Ekki eru þó skiptin bróðurleg því ríkiskassinn hirðir sem nemur 120 milljónum króna af summumr. Sundurliðun á verði 95 oktana bensíni - verð 87,70 kr. 1% 0,9 kr. 69% 60,4 kr. 1TSTO1 15% 13,2 kr. 15% 13,2 kr. Opinber gjöld Flutningsjöfnun Innkaupsverö Sala og dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.