Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 52 fréttir Óánægja meö uppsagnir hjá íslenska álfélaginu: Rekinn eftir 30 ára starf í álverinu - merkilegt að þaö þyki fréttnæmt, segir blaðafulltrúi félagsins „Ef atvinnurekanda líkar ekki við starfsmann vegna þess að hann er rangeygur eða rauðhærður eða örv- hentur eða bara eitthvað annað þá getur hann sagt honum upp á lögleg- an hátt ef aðeins uppsögnin er með tilskildum fyrirvara," segir Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður hjá íslenska álfélaginu, en hann segir óánægju vera meðal starfsmanna ál- versins vegna uppsagna að undan- fórnu. Að sögn Gylfa hefur fjórum starfsmönnum, þar af einum verk- stjóra, verið sagt upp frá því snemma í sumar og einn trúnaðar- maður hefur hætt eftir að hafa ver- ið boðinn starfslokasamningur. Nú síðast á mánudag hafi tveimur starfsmönnum verið sagt upp störf- um, einum í skautsmiðju og öðrum á rannsóknarstofu en sá starfsmað- ur hafi starfað hjá álverinu í tæp 30 ár. Stjórnendum líki við starfsmenn Gylfi segir að á sama tíma og vel gangi hjá fyrirtækinu en óvenju- mikið los hafi verið á starfsmönn- um þess sé það hart að mönnum sé sagt upp án skýringa eins og gert hafi verið í þremur af fjórum áður- greindum tilfellum. Starfsmannin- um á rannsóknarstofunni var sagt upp vegna breytinga á vaktafyrir- komulagi. „Hann vann að gæðamál- um sem er málaflokkur sem er fyr- irtækinu nauðsynlegur og hefur þekkingu sem við teljum að sé fyllsta ástæða til þess að nýta og við höfum farið fram á að honum verði boðið annað starf en það er ekki inni í myndinni. Verkstjóranum í skautsmiðjunni var sagt upp fyrir stuttu en enginn skilur af hverju og það eru engar skýringar gefnar. Það virðist vera komin upp sú stefna hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins að þeim þurfi að líka sérstaklega við menn til þess að þeir haldi vinn- unni.“ Trúnaðarmaður missir móðinn Gylfi segir að í sumar hafi trún- aðarmaður í skautsmiðjunni hætt vegna þess að hann taldi sér ekki vært í fyrirtækinu. „Starf hans var lagt niður sem okkur þótti vægast sagt mjög skrýtið því framleiðslan sem hann vann í þótti góð. Honum var boðið annað starf en jafnframt látinn vita að þeir væru tilbúnir að borga honum riflega ef hann hætti. Vegna framkomu stjórnenda fyrir- tækisins gagnvart honum undan- farna mánuði sá hann fram á að hann myndi ekki njóta sín hér sem starfsmaður og valdi að taka starfs- lokasamning." „Mórallinn er einfaldlega í núlli um allt fyrirtækið. Þetta eru allt mjög einkennileg og alvarleg mál vegna þess að fólki er ekki sagt upp vegna þess að það hafi gerst brotlegt í starfi eða slíkt. Hér á landi eru ekki lög sem vernda launþega gegn óréttmætum upp- sögnum enda hafa íslensk stjórn- völd, með stuðningi atvinnurek- enda, ekki viljað innleiða tilskipun Alþjóða vinnumálasambandsins um réttarstöðu launafólks en víð- ast hvar í Evrópu hefur hún verið lögbundin," segir Gylfi. „Engum til góðs að opinbera málið“ „Það er sífellt verið að endurnýja ýmsan búnað í verksmiðjunni og stundum hefur það í fór með sér breytingar á vinnufyrirkomulagi. Því miður þarf stundum að segja upp fólki í kjölfarið en sem betur fer er ástandið á hinum almenna vinnumarkaði gott og þeir örfáu sem hafa yfirgefið okkur hljóta að hafa mörg atvinnutækifæri," segir Fjórum starfsmönnum, þar af einum verskstjóra, verið sagt upp í álverinu í Straumsvík frá því snemma í sumar og einn trúnaðarmaður hefur hætt eftir að hafa verið boðinn starfslokasamningur. Hrannar Pétursson, blaðafulltrú ÍSALs. Hrannar Pétursson, blaðafulltrúi ís- lenska álfélagsins. „En að sjálfsögðu er tekið tillit til aldurs og þess hversu lengi menn hafa verið hjá fyrirtækinu þegar gengið er frá starfslokum. Það er mjög sjaldgæft að starfsmanni sé sagt upp af öðrum orsökum en ef það gerist er það engum til góðs að gera það að opinberu máli. A.m.k. teljum við okkur bundna trúnaði við starfsmenn. Hins vegar er merkilegt að það þyki fréttnæmt í hvert skipti sem starfsmanni er sagt upp hjá ISAL, sérstaklega þegar lít- ið eða ekkert er fjallað um fjölda- uppsagnir í öðrum fyrirtækjum á höfuöborgarsvæöinu,“ segir Hrann- ar. Landflutningamenn: Lækkun án dramatíkur „Okkar tillaga er sú að fara að fordæmi Norðmanna og fleiri sem hafa gert samkomu- lag um að skattleggja bensín- og olíulítrann að ákveðnu há- marki og stoppa þar. Tillagan miðar við að verðið verði svip- að og það var í vor,“ segir Guðmundur Arnaldsson, for- maður Samtaka landflutninga- manna og framkvæmdastjóri Landvara, félags íslenskra vöruflytjenda. Guðmundur segir samtökin ekki á leið í beinar aðgerðir en ætla að óska eftir fundi með fjármálaráðherra eftir helgi. „Þetta leggst nú í ekki þannig í mig að við verðum með ein- hvern showbissness i for- grunni. Við erum að skoða, m.a. í samvinnu við FÍB, hvernig eðlUegast væri af rík- isvf ldinu að taka á. málinu til þess að hleypa áhrifunum ekki inn í hagkerfið með þeim hætti sem þau eru að gera,“ segir hann. Guðmundur á von á jákvæð- um undirtektum hjá stjórn- völdum. „Málið er bæði at- vinnu- og þjóðfélagspólitískt og það er einfaldlega hag- kvæmt að fá ekki áhrif slíkra hækkana inn í verðlag í hag- kerfið. Rökin í málinu eru klár og þau hljóta að vilja hlusta á þau.“ -gar Skeiösfossvirkjun: Umfangsmiklum endurbótum að Ijúka DV, Fljótum: Nú er að ljúka umfangsmiklum endurbótum á Skeiðsfossvirkjun i Fljótum og hafa að jafnaði 15-20 manns starfað þar frá því í byrjun marsmánaðar. Langmest hefur ver- ið unnið við stíflugerð virkjunar- innar. Þar voru brotnir burtu um 500 rúmmetrar af steypu og svipað magn steypt i staðinn. Steypan var orðin sprungin og laus frá enda að megninu til frá árinu 1944 þegar garðurinn var upphaflega byggður. Stíflugarðurinn er talsvert mann- virki, 84 metrar á lengd og mesta hæð er 25 metrar. Eftir þessa miklu aðgerð er þó útlit hans óbreytt. Fleiri mannvirki á svæði virkj- unarinnar voru lagfærð. Þannig var vatnsjöfnunarturninn pússaður innan og klæddur utan með áli. Út- rásarveggir stöðvarhúss voru end- urbyggðir og þrýstivatnspípan mál- uð og endurbætt. Verktaki við þess- ar endurbætur var GR-verktakar úr Garðabæ. Tilboð þeirra hljóðaði upp á tæpar 100 milljónir króna. Guðmundur Magnússon, verk- og Nú er að Ijúka umfangsmiklum endurbótum á Skeiðsfossvirkjun í Fljótum. DV-myndir ÖÞ Guðmundur Magnússon, verk- og framkvæmdastjóri. framkvæmdastjóri, sagði að verkið hefði staðist áætlun og framkvæmd- in í heild gengið vel. Hann sagði að GR-verktakar hefðu hingað til eink- um verið í nýbyggingum og því væri þetta öðruvísi verk en þeir væru vanir að fást við og það hefði verið verulega spennandi að takast á við þetta. Guðmundur var mjög ánægður með dvölina við Skeiðsfossvirkjun, tíðarfarið í sumar hefði verið alveg einstaklega hagstætt sem lýsti sér í því að mannskapurinn hefði aðeins tvisvar þurft að vinna í regnfótum allt sumarið. -ÖÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.