Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1999, Blaðsíða 17
4 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999 Prinsessan eilífa Þótt tvö ár séu liðin frá því Díana prinsessa lést er hún enn þá „heitasta“ efnið sem fjölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjun- um geta látið sér detta í hug. í Bandaríkjunum velta fjölmiðl- ar því fyrir sér hvort hún sé þegar að gleymast en í Bretlandi skoða þeir hvað heföi gerst hefði hún lifað. Hvað hefði orðið um Díönu prinsessu ef hún hefði ekki dáið þann 31. ágúst 1997? Hefði hún gifst Dodi Fayed? Væri hún búin að eignast dótturina sem hún þráði? Hefur dauði hennar leitt af sér já- kvæðar breytingar á ímynd bresku kon- ungsfjölskyldunnar? Nú eru liðin tvö ár frá því að Díana lét lífið í bílslysi í París ásamt elskhuga sínum, Dodi al Fayed, sem hún hafði átt í eldheitu ástarsambandi við frá því í júlí þegar ástarsambandi hennar við pakistanska hjartasérfræðinginn Hasnat Khan lauk. Það samband hafði Díana tekið mjög alvarlega og valdið konungsfjölskyldunni miklum áhyggj- um vegna þess hvað hún gerði lítið til að leyna því. Fjölskyldan hafði ekkert á móti þvi að hún byndist Khan en vildi að hún léti eiga sig að flagga því í fjöl- miðlum. Díana lét það sem vind um eyru þjóta og þegar hún fór til Pakistan árið 1996, í þeim tilgangi að vekja at- hygli á krabbameinssjúkrahúsi vina sinna, Jeminu og Imrans Khan, gölluðu fjölmiðlar ítarlega um ferðina, einnig um heimsóknina sem hún fór í til for- eldra Hasnats Khans án þess að vera boðið. í mai 1997 heimsótti Diana pakistönsku fjölskylduna aftur þar sem henni var mikið i mun að henni líkaði vel við hana. Hjartasérfræðingurinn var mótfallinn heimsókninni, var orðinn langþreyttur á þörf Díönu fyrir sviðs- ljósið og lokaði á hana dyrunum. Vildi ná Karli aftur Um miðjan júlí 1997 sáust Karl ríkis- arfi og ástkona hans til margra ára, Camilla Parker-Bowls, saman opinber- lega í fyrsta sinn þegar Camilla hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í Highgrove. Díana gerði sér grein fyrir þvi að nú yrði ekki aftur snúið og hætti að tala um Karl sem „eiginmann" sinn. Þótt hún hefði eytt tveimur árum i að skapa sér nafn sem bjargvættur og verið óþreytandi að berjast fyrir alls konar góðgerðarfélög hafði afstaða Karls til hennar ekki breyst. Hún hafði vonað að hann sæi hvað hún væri orðin jarð- bundin og róleg og var þess fúllviss að þau myndu taka saman aftur þegar hann gerði sér grein fyrir því að hún væri ekki lengur litla, óábyrga fiðrildið sem hann hafði kvænst. En allt kom fyrir ekki. Þegar Díana tók það upp hjá sjálfri sér að verða helsti baráttujaxlinn á móti jarðsprengj- um og ferðaðist til Angóla og víðar í þeim tilgangi að vekja heiminn til um- hugsunar um afleiðingar þeirra hafði ihaldsþingmaður einn orð á því að hún væri „gangandi handsprengja". Hún var illa sátt við að hafa tapað þeirri stöðu sem hún hafði misst sem meðlimur í bresku konungsfjölskyld- unni og ímyndina sem því fylgdi. Heima var hún eirðarlaus og var stöðugt að spyija fólk að því hvort hún ætti að taka að sér fjármögnun fyrir einhverja nýja góðgerðarstofnun. Þráði að vera elskuð Nánustu vinir Díönu eru ekki í vafa um að hún hafi verið yfir sig ástfangin af Dodi þótt sambandið hafi verið stutt. Hún þráði ekkert meira en að vera elskuð og var sannfærð um að Dodi elskaði hana af alhug. 26. ágúst, fimm dögum áður en hún dó, hringdi Díana í vinkonu sína, lafði Elsu Bowker og sagði að hann dekraði við hana. „Ég hef aldrei verið svona dekruð,“ sagði hún og bætti við: „Ég er svo sterk núna. Ég óttast ekkert." Þótt ýmsir hafi haldið því fram að konungsfjölskyldan hefði aldrei sam- þykkt ráðahag Díönu og Dodis hníga öll rök að því að meðlimum hennar hafi staðið nokk á sama. Synir Díönu hefðu hvort eð er búið áfram hjá fóðurfjöl- skyldunni og aldrei hitt Dodi nema í stuttum ffíum. Hann og Díana áttu margt sameiginlegt. Bæði höfðu farið í gegnum erfiðan skilnað foreldra í æsku og alist upp án nærveru móður. Díana þurfti aðeins samþykki Karls og son- SVÍðsljÓS r ------- *** anna og nokkuð ljóst að það samþykki hefði fengist. Eldri sonur hennar, Willi- am prins, óskaði þess eins að hún yrði hamingjusöm og hann þyrfti ekki að skammast sín oftar fyrir uppátæki hennar, sem öll birtust í heimspress- unni auk endalausra ffétta af nýjum elskhugum - sem þykir auðvitað ekki par fínt hjá breska aðlinum, hverra böm era með prinsinum í Eton-einka- skólanum. ímynd konungsfjölskyldunnar endurliönnuð Eftir ffáfall Díönu var ráðist á bresku konungsfjölskylduna með kjafti og klóm. Fjölskyldan var sökuð um að vera köld, ópersónuleg, fjarlæg og eyðslusöm; hana skorti einlægni og skilning á lífi annarra; hún væri úr tengslum við raunveraleikan og kynni ekkert með peninga að fara. Það var ljóst að ráðgjafar konungs- fiölskyldunnar, sem höfðu ráðlagt með- limunum að halda sig fiarri hópangist- inni sem greip um sig við dauða Díönu, höfðu hrapallega rangt fyrir sér og vora orðnir úreltir. Fölskyldan vissi ekki sitt ijúkandi ráð en þá birtist bjargvættur- inn í líki forsætisráðherrans, Tonys Blairs, sem gerði Díönu ódauðlega með því að kalla hana „prinsessu fólksins." Tony skaffaði fiölskyldunni ímyndarsér- fræðinga Verkamannaflokksins sem hefur unnið ötullega að því síðan að færa fiölskylduna nær fólkinu svo vin- sældimar era eitthvað að aukast. ^Geislaspilari RENAULT MEGANE ScmcScm ( AÐEINS 15 BÍLAR SELDIR í PESSARI ÚTGÁFU ) r~ Fossháts M BifrotÖQ3koöun ^ B&L 1 Hestháls . Grjóthéls \\ Vo3turiandsvogtjr Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 RENAULT ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.