Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 DV éttir Barnahús vettvangur kynferöisbrota gegn börnum: Yfir hundrað kynferðis- afbrotamál á einu ári - átta af hverjum tíu þolendum eru stúlkur Bamahús er fyrsta stofnun sinn- ar tegundar á Norðurlöndum en hún gegnir fyrst og fremst þjónustu- hlutverki fyrir þolendur kynferðis- afbrota. Eitt ár er síðan Bamahús tók til starfa en meginmarkmið starfseminnar er að veita fórnar- lömbum kynferðisafbrota alla þá þjónustu sem þörf er á á einum stað. Þá er Bamahús vettvangur þverfag- legs samstarfs í könnun og meðferð kynferðisbrota gegn bömum. Alls bárust stofnuninni 125 mál bama á aldrinum 2-18 ára á einu ári eða frá 1. nóvember á síðasta ári til 1. nóv- ember síðastliðins. Af þeim hafa 86 börn staðfest gmn um kynferðisof- beldi en alls vom 39 böm sem sögðu ekki sjálf frá rauninni. Þriðjungur þeirra er búsettur á landsbyggðinni en hinir í Reykjavík og nágrenni. Átta af hverjum tíu þolendum era stúlkur og em ílestir á aldrinum 14-17 ára en töluvert á aldrinum 6-9 ára. Rúmlega fjórðungur geranda em unglingar hér á landi en í Evrópu er þriðjungur gerenda unglingar. I mjög fáum tilvikum er frásögn þolenda uppspuni eða um 3%. Þessar tölur era í samræmi við aðrar niðurstöður en þær hafa verið á milli 2-8%. Það er ekki á færi hvers og eins að sinna þolendum kynferðisafbrota en hjá stofnuninni starfar fólk sem hefur sérhæft sig í kynferðisafbrotamálum. Þess ber að geta að kynferðisafbrot eru tilkynningarskyld til Barna- vemdaryfirvalda og er mikilvægt að almenningur sinni þeirri skyldu. -hól Dæmdur fyrir að verja sig með hnífum 21 árs Hafnfirðingur hefur verið dæmdur í 6 mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að hafa „varið sig“ með tveimur hnífum, eigin hníf og hnífi manns sem réðst að honum með höggum og spörkum fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Royal í Hafnarfirði í apríl. Mennirnir höfðu að sögn vitna verið „mjög leiðinlegir" um kvöld- ið, slegist m.a. með hnífum sínum inni á salerni veitingastaðarins en þá komust báðir hnífamir í hend- ur ákærða. Nokkru síðar barst leikurinn út á götur Hafnarfjarð- ar. Fóru þá mennimir aftur saman og réðst hnífalausi maðurinn á hinn sem brá báðum hnífunum á loft með þeim afleiðingum að taug í handlegg hins fór í sundur. Samkvæmt þessu var sakbom- ingurinn sakfelldur fyrir stór- felida líkamsárás en mið var tekið af því við dómsuppsögu Jónasar Jóhannssonar héraðsdómara að „ásetningur ákærða var ekki styrkur" og kenna mætti framferði þess sem slasaðist að miklu leyti um það hvemig fór. -Ótt I gær var formlega opnað merkilegt verðlaunahús Sigurbjörns Bárðarsonar hestamanns að heimili hans að viðstöddum forseta íslands, borgarstjóra og fleiri góðum gestum. Á myndinni er Sigurbjörn ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Söru Sigurbjörnsdóttur. í baksýn má sjá hluta af gríðarmiklu verðlaunasafni Sigurbjörns og þykir þetta nýja safn einstakt á íslandi og þó víðar væri leitað. DV-mynd Hilmar Þór : íslensku gæðaverðlaunin afhent í annað sinn íslensku gæðaverðlaunin vom afhent í Óperunni í gærdag að viðstöddu fjöl- menni. Forsætisráðherrann, Davíð Oddsson, afhenti verðlaunin en þau féllu í skaut Verk- og kerfisfræðistof- unnar. Verðlaunin em Stuðlaberg úr Baulu eftir Pál Guðmundsson og em þau táknræn fyrir gæði og íslenska nátt- úra. Við sama tækifæri fengu Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskips og Pétur K. Maack verkfræðiprófessor sérstaka viðurkenningu úr hendi Gæðastjómun- arfélagsins fyrir áralangt starf að gæða- stjómunarmálum. Þetta er í annað sinn sem íslensku gæðaverðlaunin em af- hent en formaður Gæðastjómunarfé- lagsins er Eyjólfúr Sveinsson. -hól Davíð Oddsson forsætisráðherra afhendir Ara Arnalds, framkvæmdastjóra hjá Verk- og kerfisfræðistofunni, íslensku gæðaverðlaunin 1999. DV-myndir Pjetur Hönnunar- dagur í gær efndu Samtök iðnaðarins til sérstaks hönnunardags sem reyndar er sá sjöundi 1 röðinni síð- an 1988. Hér má sjá Finn Ingólfsson iðn- aðarráðherra þegar hann heim- sótti fyrirtækið Epal þar sem kynntar voru nýjungar í húsgagna- hönnun. Keisaraliöiö þreifar fyrir sér: Lille Put í sigtinu „Stór hluti af keisaraliðinu er kominn hingað inn og mér líst rosa- lega illa á það. Þetta em þreytandi gestir með kjaftæði og tómt vesen,“ sagði barþjónninn á veitingastaön- um Lille Put við Laugaveginn um nýja gesti sem eru famir að sækja staðinn - gesti Keisarans við Hlemm sem eru nú að þreifa fyrir sér á Laugaveginum og í miöbæ Reykjavíkur eftir nýjum viðveru- stað fyrir dagdrykkju sína og al- mennan félagsskap eftir aö Keisar- anum var lokað um síðustu mán- aðamót. „Ég geri ekki upp á milli manna og til mín geta allir komið sem era í hreinum gallabuxum og snyrtilegir til fara. Það gildir það sama hjá mér og á öllum öðmm veitingastöðum í Lille Put við Laugaveginn. höfuðborginni," sagði Vilhjálmur Svan, eigandi Lille Put. „Það má ekki skilja það svo að það hafi komið rúta frá Keisaranum og stoppað hér fyrir utan þegar lokað var þar. Þetta fólk er á öllum veitingahúsum í bænum að þreifa fyrir sér. Maður gæti svo sem náð öÚu þessu pakki ef maður vildi en á því hef ég engan áhuga. Ég er með ágæta fastagesti og í gær- kvöldi vom til dæmis hjá mér ballet- dansarar og búlgarskir kaupsýslu- menn. Þetta er allt í bland hvað við annað,“ sagöi Vilhjálmur Svan. Á Skippemum við Tryggvagötu hafa menn ekki enn orðið varir við Keisaraliðið, að sögn barþjónsins á staðnum: „Þetta fólk er lengi að kom- ast niður eftir Laugaveginum. Það kemur kannski seinna." -EIR stuttar fréttir Deilur á Sultartanga Málmiðnaðarmenn sem starfa við Sultartanga telja óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða vegna ólöglegrar vinnu erlendra starfsmanna i málm- iðnaöi. Þeir reyndu í gær að koma í veg fyrir að tékkneskir rafiðnaðar- menn gengju í störf þeirra. Verktaka- fyrirtækið á Sultartanga telur sig fylgja lögum og reglum á íslenskum vinnumarkaði. Vinnumálastofnun tel- ur svo ekki vera og Félag jámiðnaöar- manna ætlar að halda aðgerðum áfram eftir helgi sjái stjórnvöld ekki til þess að málið leysist RÚV greindi frá. Stýrihópur Ríkisstjómin samþykkti i gær til- lögu Ingibjargar Pálmadóttur, heil- brigðis- og trygg- ingamálaráðherra, um að skipaður yrði fimm manna stýrihópur á vegur neyta til að stjóma undirbúningi stefnumótunar í málefhum aldraðra næstu fimmtán árin. Tilefiiið er sú mikla breyting sem fyrirsjáanleg er á aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu áratugum. Vísir.is greindi frá. Listaverk afhjúpad í dag verður vegleg afmælisgjöf KR-inga til félags síns 1 tilefni 100 ára-afmælis félagsins afhjúpuð við nýja félagsheimilið í Kaplaskjóh. Um er að ræða listaverk sem hann- að er af myndlistarmanninum Pétri Bjamasyni. Á skjón við stefhu SUS Efni álykhmar Varðar á Akureyri um að þeir sem sækja um íslenskan rikisborgarétt ættu fyrst að standast aimennt grunnskólapróf fer alger- lega á skjön við stefnu SUS og þær meginforsendur sem sambandið vinnur eftir, að sögn Sigurðar Kára Kristjánssonar, formanns SUS. Vís- ir.is greindi frá. Óánægja Þórunn Svein- bjömsdóttir, vara- formaður Eflingar, segir að óánægja ríki meðal starfs- manna á leikskól- um með skiptingu viðbótarfjármagns milfi starfsmanna. Mikil óánægja er með skiptingu peninganna milli fag- lærðra og ófaglærðra, þar sem meiri- hluti þess fer til þeirra faglærðu. RÚV greindi frá. Hæfasti ekkí ráðinn Dómsmálaráðherra fór ekki eftir áhti lögskipaðrar nefndar um um- sækjendur um héraðsdómara Suður- lands og réði ekki hæfasta umsækj- andann að mati nefndarinnar. Ing- veldur Einarsdóttir hefúr verið skip- uð í embættið, en tveir aðrir um- sækjendur vom taldir hæfari. Bylgj- an greindi frá. Umsækjendur um stöðuna vom 13 talsins. Delta fær viðurkenningu Lagnaverk í nýrri lyfjaverksmiðju Delta hf. í Hafnarfirði hefur hlotið árlega viðurkenningu Lagnafélags ís- lands fyrir lofsvert lagnaverk. Allt frá árinu 1990 hefúr Lagnafelag ís- lands veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingu á Islandi sem þykja framúrskarandi . Viö- skiptavefurinn á VísLis greindi frá. Ráðstefhu lokið í gær lauk tveggja daga ráð- stefnu um hina norðlægu vídd, sem fram fór i Helsinki. Hahdór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra sótti ráðstefnuna fyrir hönd íslands og Norrænu ráðherranefndarinnar. Ut- anríkisráðherra lagði höfúðáherslu á mikilvægi heilbrigðs lifrfkis og skyn- samlegrar nýtingar náttúraauðlinda. Gæðum hrakar Gæðum á grænmeti hefúr almennt hrakað frá því í byijun október, sam- kvæmt nýju gæðamati á íssalati, tómötum og grænni papriku í verslun- um á höfúðborgarsvæðinu. Um er að ræða samstarfsverkefni neytendasam- takanna og ASÍ-félaga á höfúðborgar- svæðinu. Vísir.is greindi frá. -AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.