Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 72
Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 FFSÍ og kvótasvindl: Stefnir í skaðabótamál - segir Grétar Mar „Báturinn var sviptur veiðileyfi í \ 7’*» hálfan mánuð en þetta er í málaferl- um vegna þess að þau 330 kíló af þorskflökum sem um ræðir fóru aldrei í land,“ seg- ir Grétar Mar Jónsson, skipstjóri og nýkjörinn for- seti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, sem tekinn var fyrir meint kvótasvindl í sumar. Fiskistofa tók flök um borð í Látaröst ÍS 100 og beitti viðurlögum. „Kokkurinn hafði flakað þetta að mestu og sett i bjóðafrysti. Eftir hálfs- mánaðar útivist tókum við þetta upp til að salta og ætlunin var að skipta hluta þess niður á mannskapinn og nota annað í fæði um borð. Þetta er í málaferlum og við stefnum á skaða- bótamál," segir Grétar Mar. -rt Grétar Mar Jónsson. í gömlu kirkjunni í Grindavík, sem var reist um 1920, er nú dagmömmuhelmilið Kirkjukot. Nýlega er búið að klæða gömlu kirkjuna og gera hana sem nýja. Það var glatt á hjalla hjá krökkunum þegar Ijósmyndari DV átti leið hjá í suddanum nýverið. DV-mynd Hilmar Þór 101 lögreglumál hefur verið skráð á mann sem sætir kærum og ákærum: Svik, ofbeldi og líflátshótanir ekki náðst í manninn til yfirheyrslu vegna meintra svika með bílaviðskipti „Það hefur rignt inn kærum á hendur þessum manni að undanfömu vegna bílaviðskipta," sagði talsmaður lögreglunnar aðspurður um marg- dæmdan mann, Brynjar Öm Valsson, þrítugan Reykvíking. Lögreglan segir að hann hafi komið í 101 skipti við sögu hennar siðustu árin. Héraðsdómur Reykjavíkur er að þinga vegna þriggja sakamála á hend- Vandaðar kveðjur ur manninum. Þar er um að ræða eitt mál sem snýr að líflátshótun gagn- vart syni og fjölskyldu manns í Reykjavík, ákæra sem snýr að um- fangsmiklum fjársvikum á fyrri hluta ársins og þriðja málið er líkamsárás. Maðurinn hefur auk þessa hlotið a.m.k. 5 refsidóma sem enduðu með því að hann fékk 10 mánaða fangelsi árið 1996. Brotin vom þjófnaðir, lík- amsárás, margs konar auðgunarbrot, bílþjófnaður og umferðarlagabrot. „Þessi maður spannar nánast alia flóruna í sakamálum," sagði einn heimildarmanna DV innan lögregl- unnar. Kærumar sem nú em í gangi hjá lögreglunni snúa mestmegnis að bíla- viðskiptum þar sem maðurinn gerir kaupsamninga við bíleigendur, skrif- ar undir og efnir svo ekki samning- inn. Þegar fólk ætlar síðan að leita réttar síns er litið hægt að gera - að Brynjar Orn Valsson er margdæmd- ur og sætir bæöi kærum og ákær- um. DV-mynd GVA engu er að ganga. DV hefur heimildir fyrir því að í einu slíku tiifelli hafi maðurinn hótað viðkomandi, sem vildi láta bílaviðskipti ganga til baka eftir að hafa frétt hver hann var, lög- reglunni ef hann kæmi sér ekki í burtu. En hvemig má það vera að maður- inn gengur laus? Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar hefur ekki náðst í Brynjar til að taka af honum skýrslu. Lögreglan er einnig með mál á hendur honum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar er fyrst til að taka fjársvikamál þar sem honum og vin- konu hans er gefið að sök að hafa í átta skipti svikið vörur, pjónustu og verðmæti út úr jafnmörgum fyrir- tækjum og einstaklingum upp á 707 þúsund krónur á aðeins tveimur sólarhringum. Allt með fölskum tékkum. Þar er um að ræða sjónvarp og myndband upp á 160 þúsund af ein- staklingi, leðurklæddan sófa í versl- un TM upp á 188.500 krónur, ferða- tölvu upp á 139 þúsund frá Tækni- vali BT, fjóra hjólbarða upp á 65 þúsund frá Sólningu, fjórar álfelgur frá Gúmmívinnustofunni upp á 58 þúsund, geislaspilara og fleira frá Bílanausti upp á 68 þúsund, leigu- bílaakstur fyrir 9 þúsund hjá bíl- stjóra og loks bílaviðgerð upp á 12 þúsund á verkstæði við Smiðjuveg i Kópavogi. í öðru lagi er Brynjari gefið að sök líflátshótun gagnvart syni manns og fjölskyldu hans fyrir utan heimili mannsins að Sogavegi í Reykjavík. Að síðustu er hann ákærður fyrir líkams- árás gagnvart rúmlega tvítugum manni fyrir utan Hótel Esju í septem- ber. Ekki liggur fyrir hvort þetta þre- faida sakamál verður sameinað hugs- anlegum ákærum vegna meintra fjársvika í bílaviðskiptum. -Ótt Sími 569 4000 VAR HALDI0 UPP A PRIGGJA STAFA TÖLUNA? v° u <T» V r / V % * * OO v2 í ' udagur «T» V Mánudagur Veðrið á sunnudag: Súld sunnanlands Á sunnudag verður suðvestanátt, 10-15 m/s vestast á landinu en ann- ars 5 til 10 m/s. Súld eða rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu á norðvesturlandi. Hiti 5 til 10 stig Veðrið á mánudag: Slydda eða snjókoma A mánudag verður suðvetan og vestaátt, 13-18 m/s og slydda eða snjó- koma, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 73. 4 4 4 Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.