Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 DV
30 bókarkafli
Mál og menning mun á næstu dögu gefa út bókina, Jón Leifs - tónskáld í mótbyr eftir sænska tónlistarfræðinginn Carl-Gunnar
Áhlen. Bókin fjallar um ævi og verk Jóns og er hár gripið niður í 12. kafla bókarinnar, sem hefst á bráfi hans til Annie, konu hans.
Millifyrirsagnir og styttingar eru blaðsins.
Jón Leifs við Öxará. Myndirnar eru úr bókinni.
„Nú er liðiö á þriðja ár síðan ég
hef samið eina einustu nótu. Hvilíkt
ástand! Ég fmn að sá dagur kemur
að ég muni, án tillits til konu og
bama, systkina og móður, slíta mig
lausan, grafa mig niður einhvers
staðar til að finna sjálfan mig á ný.
Ég held aðeins að þetta geti ekki
orðið án þess að ég vanræki fjöl-
skyldu mina af skammarlegu sam-
viskuleysi, en þið verðið að vera því
viðbúin og taka þátt í því...“ Jón
Leifs til Annie, Reykjavík 21.3.1935.
Glóandi sprunga var að myndast
í sál Jóns Leifs. Þessar línur sem
hann skrifar i Reykjavík áriö 1935
til konu sinnar í Rehbrúcke eru fyr-
irboði mikilla atburða. Þegar bréfið
er skrifað, vantaði aðeins tvo daga
upp á 17 ára samvist þeirra.
Annie var tvimælalaust sú sterka
í fjölskyldunni. Án viljastyrks henn-
ar og stuðnings hefði Jón líklega
aldrei vogað sér að leggja út á tón-
smíðabrautina. Að vísu hafði hann
mætt þar miklu andstreymi en
óbilandi og næstum spámannleg trú
Annie á hæfíleika hans til tónsköp-
unar hjálpaði honum ævinlega að
rísa upp á ný: „íslendingar vita ekki
hvem mann þeir eiga i þér, snilling
og ættjarðarvin, það snertir þá ekki.
Tími þinn þama norður frá er ekki
kominn enn.“ Annie Leifs til Jóns
Leifs, Rehbrúcke 19.8. 1935.
Nú hafði Jón verið burtu frá
konu sinni í tvo mánuði og átta
daga og var gripinn örvæntingu.
Hann hafði áttaö sig á því að starfið
sem nýr fastráðinn tónlistarstjóri
við íslenska Ríkisútvarpið - fyrsta
eiginlega staðan sem hann gegndi
um dagana - krafðist allrar starfs-
orku hans. Dagarnir fyiltust af ým-
iss konar amstri sem ýtti undir ein-
manaieika hans og vonbrigði. Tím-
inn leið án þess að hann kæmist til
að gera þaö sem hann vildi, að
semja tónlist.
Fjögur ár voru liðin frá síðasta af-
reki hans. Á eftir orgelkonsertinum,
Beethoven-tilbrigðunum og Þjóð-
hvöt hafði hann aðeins samið smá-
verk fyrir orgel og sönglög. Hann
var sem á glóðum, ekki aðeins
vegna tónlistarinnar sem ósamin
var heldur var hann einnig bálskot-
inn i annarri konu.
Draumadísin Ursula
Lentrodt
Jón hafði löngum gert sér títt um
konur, eins og stúlkumar í ferða-
hópnum sem hann var leiðsögumað-
ur fyrir á íslandi siðsumars 1934.
Eða hina kynæsandi fröken Boldt
frá Berlin-Fridenau, ungu stúlkuna
með hundinn sem hann hitti á
strandstígnum i Travemúnde sum-
ariö 1930. Þá lék hann sér ýmist við
dætur sínar ungar eða að eldinum,
meðan Annie dvaldist í Leipzig. Sú
sem áhugi hans beindist nú aö hafði
væntanlega verið umræðuefni um
langa hríð þegar Annie skrifar frá
Rehbrúcke 7. febrúar 1935 og bendir
kankvís á að „frú U.L.“ hafi ekki
sést í Fílharmóníusveitinni, og ekki
heldur hljómsveitarstjórinn Carl
Schuricht sem oft var ekki allfjarri
henni.
Frú Ursula Lentrodt var 27 ára og
naut ævinlega hylli hljómsveitar-
stjóranna sem flykktust um hana.
Schuricht, sem í aldarfjórðung hafði
verið nánast í guða tölu, var því
ekki einn um hituna. í Ulm var það
hinn ungi Herbert von Karajan, í
Mainz og Bad Nauheim var það
Hans Berthold. Enn einn sem kom
við sögu var Fritz Lehman í Bad
Pyrmont. Hljómsveitimar í þessum
borgum voru áfangar á þráðbeinum
tónlistarferli Ursulu Lentrodt sem
hörpuleikara í hljómsveit og sem
einleikara. Þrjú ár, 1931-1933, hafði
hún auk þess dvalist i Stokkhólmi
ásamt fyrri manni sínum, Dr. Erich
Burger, og lék þá í hljómsveit
Oscars-leikhússins. Árið 1935 tengd-
ist hún Deutschlandsenders hljóm-
sveitinni í Berlin. Eftir stríð lék
hún með útvarpshljómsveitinni í
Bæjaraiandi og loks var hún gerð að
prófessor í Múnchen.
Jón hitti Ursulu Lentrodt í Wies-
baden í júní 1934, þegar Fastaráðið
var stofnað. í minningu þess fundar
samdi Jón skrítið verk og hreint
ekki líklegt til að vera honum að
skapi: Næturljóð fyrir einleiks-
hörpu op. 19a.
Ekkert afbrýðisöm
Ein tilgáta er sú að Jón hafi samið
næturljóðið í Reykjavík síðsumars
1934, strax eftir að hann hitti Ursulu
í Wiesbaden, kannski til að reyna að
komast í samband við hana. Ef svo er
liðu margir mánuðir áður en frúin
fagra svaraði bréfi hans. í glötuðu
bréfi til Annie frá 21. febrúar 1935
virðist Jón hafa talað um bréf frá
Ursulu. Það er skýringin á gremju-
legu svari eiginkonu hans: „Frá frú
Lentrodt hefur þú sem sagt heyrt lifs-
mark fyrst nú? Hefur þú skrifað
henni? Gengur þetta þér svo nærri að
þér líöur ekki vel þótt þú hafir hlakk-
aö til þess. Ég óska þér innilega til
hamingju með ... Það gleddi mig mjög
að þú fyndir þá réttu eða þá réttu fyr-
ir þig; reyndar er ég alls ekkert af-
brýðisöm." Annie Leifs til Jóns Leifs,
Rehbrúcke 28.2. 1935. Skáletruðu orð-
in skrifar Annie á íslensku og lýkur
ekki setningunni.
Frá Reykjavík svarar Jón Leifs:
„Já, ég hafði skrifað frú Lentrodt, var
aftur minntur á hana á ferðalaginu
hingað. Að þú sért alls ekkert afbrýð-
isöm trúi ég varla, og mér virðist rit-
hönd þín benda til annars. Þessa
konu hef ég aðeins séð tvisvar á æv-
inni og það er líklega sjaldgæft að
neitt aivarlegt verði úr slíkum andar-
taksáhrifum. Samt vildi ég hitta hana
aftur svo að gyllivonir mínar verði
annað hvort að engu - eða rætist.
Hins vegar sýnist mér það líka óhugs-
andi að ég yrði nokkru sinni fullkom-
lega „hamingjusamur" með annarri
konu, ef mér fyndist ég um leiö gera
þig óhamingjusama." Jón Leifs til
Annie, Reykjavík 11.3.1935.
Bréf frá nornahúsinu
Líklega var Annie bæði særð og af-
brýðisöm en of stolt til að láta á því
bera. Um viðbrögð hennar við upp-
reisnartilraun eiginmannsins er ekk-
ert meira vitað og strax þrem vikum
síðar var hann kominn aftur til
Rehbrúcke í stutta heimsókn.
Meðan Jón dvaldist á íslandi, 7.
febrúar til 7. apríl 1935, fóru tiltölu-
lega mörg bréf á milli þeirra, en þau
sem enn eru til eru að mestu leyti
vangaveltur og einræður um önnur
bréf sem hafa glatast. Mörg bréf voru
endursend, önnur voru opnuð og
seinkaði þá - á þessum tíma giltu
ströngustu gjaldeyrisreglur í Evrópu
á íslandi og í Þýskalandi. Sum bréfm
þótti Jóni kannski of viðkvæm til að
geyma þegar hann fór í gegnum
einkaskjölin fyrir búferlaflutningana
til Svíþjóðar 1944. Póstsamgöngur
voru reyndar mjög hægar; þau hjónin
urðu að bíða í að minnsta kosti hálf-
an mánuð eftir svari við bréfum sín-
um. Það var ekki fyrr en í ágúst 1935
að póst- og símasamgöngum var kom-
ið á frá íslandi tO Danmerkur og Eng-
lands.
Bréfin frá Jóni í áttundu íslands-
ferðinni voru órólegt krot. Miðað við
það blésu bréf Annie út og urðu að
löngum sögum þar sem af ýtrustu ná-
kvæmni var greint frá lífinu í norna-
húsinu að Moltkestrasse 9 í
Rehbrúcke fyrir utan Berlín. Þar sat
Annie í ísköldu húsinu og skalf af
kulda í græna jakkanum hans Jóns. í
spamaðarskyni var herbergi hans
ekki hitað upp fimbulveturinn 1935.
Hún var að læra íslensku, kenndi á
píanó, útvegaði Snót aukatíma í
frönsku, latínu og stærðfræði, en Líf,
sem var sex ára, lá í rúminu í mánuð
með slæmt kvef og niðurgang. Húsið
var alltaf fuilt af gestum. Systir Annie
og mágur komu í heimsókn frá
Leipzig, og foreldrar hennar höfðu
komið og fundið að öllu. Gamlir vinir
komu oft og gistu. Dekurrófumar vin-
konur hennar komu í te og nöldruðu
yfir kvillum sínum og karlmönnum.
Hún sá um öll bréfaskipti við styrkt-
arfélagið, útgáfufyrirtækið og alla
hljómsveitarstjórana, og gerði áætl-
anir um tónleika með Peppo í Berlín,
gamla íslandsvininum Fritz Pepp-
ermúller sem lék aðra fiðlu í Fílharm-
óníusveit Berlínar.
Heiian dag þurfti hún að sitja og
bíða eftir skilaboðum í síma frá Emst
Zúchner, sem hún var vön að blíðka
með íslenskum frímerkjum, er var
næstum aldrei á skrifstofu sinni í
áróðursmálaráðuneytinu.
Hinn 13. mars ætlar hún sjálf að
fara „í helli ljónsins, þá fáum við að
Hörpuleikarinn fagri, Ursula Lentrodt, sem Jón Leifs lagði ást á en fékk hana
ekki endurgoldna. Myndin er frá 1935.