Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 71 <*_ TII L * ' . 111 hamingju með afmælið 14. nóvember 90 ára Kristín S Jónsdóttir, Vesturbergi 138, Reykjavík. Margrét Guðmundsdóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 75 ára Inga Jóna Ingimarsdóttir, Akurgerði 1, Reykjavík. Kristin Tómasdóttir, Hagalandi 9, Mosfellsbæ. 70 ára Dagný Karlsdóttir, írabakka 24, Reykjavík. Fanney Erna Magnúsdóttir, Stigahlíð 44, Reykjavík. Guðjón Siguijónsson, Króktúni 3, Hvolsvelli. Ingimundur Jónsson, Lindarhvammi 12, Hafharfirði. Jane María Ólafsdóttir, Suðurgötu 4, Keflavík. 60 ára Björn Þorvaldsson, Vesturströnd 9, Seltjamamesi. Guömundur Guðbrandsson, Saurbæ, Áshreppi. Guðrún Álfgeirsdóttir, Veghúsum 31, Reykjavík. Halldór Ingi Hannesson, Gunnarssundi 10, Hafnarfirði. Jón Jónsson, Tjarnarbraut 39b, Egilsstöðum. Kristín Georgsdóttir, Illugagötu 73, Vestmannaeyjum. Magnús Sólmundarson, Holtagerði 28, Kópavogi. 50 ára Elísabeth H Einarsdóttir, Höfðastíg 17, Bolungarvík. Gustav Adolf Ólafsson, Ástúni 2, Kópavogi. Hafsteinn Aðalsteinsson, Úthlíð 3, Hafnarfirði. Haraldur Guðbergsson, Barmahlíð 4, Sauðárkróki. Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Strandgötu 69c, Eskifiröi. Lára Halla S Elinbergsdóttir, Stórholti 6a, Akureyri. Magnús Nordgulen, Löngufit 22, Garðabæ. Petrea Jónsdóttir, Vallarbraut 6, Seltjamamesi. 40 ára Aðalbjörg Jóakimsdóttir, Reykjahlíð 14, Reykjavík. Einar Óli Sigurbjömsson, Kelduhvammi 5, Hafnarfirði. Kristján Einar Daviðsson, Lónabraut 37, Vopnafirði. Marléne Pemier, Hverfisgötu 75, Reykjavík. Ólafur Rafn Ólafsson, Garðshomi, Akureyri. Róbert Vinsent Tómasson, Sævargörðum 15, Seltjarnarnesi. Sigríður Guðrún Friðriksd., Brekkusíðu 14, Akureyri. Vilbergur Magni Óskarsson, Einihlíð 3, Hafnarfirði. Andri Isaksson Andri ísaksson, prófessor og fyrrv. yfirdeildarstjóri hjá UNESCO í París, Hjallabrekku 14, Kópavogi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Andri fæddist i Reykjavík og ólst þar upp og á sumrin í Hjaltadal í Skagafirði. Hann lauk stúdentspróf- um frá MR 1958, lauk Licence- lettres-prófi í sálfræði með félags- fræði sem aukagrein við Sorbonne- háskóla í París 1965, MA-prófi frá Kaliforníuháskóla í Berkley í Bandaríkjunum 1970, og stundaði framhaldsnám og rannsóknir við Gautaborgarháskóla og við Múnchenarháskóla 1971-72 og 1978-79. Andri var skólasálfræðingur við Sálfræðideild skóla á Fræðsluskrif- stofu Reykjavikur 1965-66, sérfræð- ingur við skólarannsóknir í mennta- málaráðuneytinu 1966-68, deildar- stjóri skólarannsóknardeildar við sama ráðuneyti 1968-73, prófessor í uppeldisfræði við HÍ 1973-92, og yf- irdeildarstjóri í framhaldsskóla- og verkmenntadeild höfuðstöðvar UNESCO í París 1992-99 er hann fór á eftirlaun. Andri var formaður Sambands ís- lenskra stúdenta erlendis 1965-66, ritari íslensku UNESCO-nefndarinn- ar 1966-80, formaður landsprófs- nefndar miðskóla 1967-69, starfaði í nefndum sem undirbjuggu löggjöf um grunnskóla 1969-71 og 1972-74 og sat í ýmsum öðrum nefndum um ný- skipan menntakerfisins, var formað- ur Sálfræðingafélags íslands 1972-76, var svæðisráð- gjafi UNESCO, um kennslumálanýjungar 1 Suðaustur-Evrópu 1980-83, með aðsetur í París, og skrifstofustjóri Tengslaskrifstofu UNESCO hjá SÞ í New York 1988-92. Fjölskylda Andri kvæntist 28.12. 1963 Svövu Sigurjóns- dóttur, f. 23.9. 1942, safnakennara og list- sagnfræðingi. Hún er dóttir Sigurjóns Sigurðssonar, kaup- manns í Reykjavík, og Sigrúnar Jónsdóttur veflistakonu. Böm Andra og Svövu em Sigrún, f. 26.6. 1965, dósent í stærðfræði við Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum, gift Robin Thomas, prófessor í stærðfræði við sama skóla en sonur þeirra er Gunnar Mista, f. 19.3. 1999; Þór ísak, f. 3.8.1967, véla- og iðnaðarverkfræð- ingur í Brookfíeld í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum, kvæntur Sandy Hrovat guðfræðingi og er dóttir þeirra Kristjana Grace, f. 6.2. 1997; Hrund Ólöf, f. 15.11. 1972, bygginga- verkfræðingur við doktorsnám í umhverfisverkfræði við MIT í Boston í Bandaríkjunum; Hjalti Sig- urjón, f. 22.7. 1976, líffræðingur hjá íslenskri erfðagreiningu í Reykja- vik. Systkini Andra em Gylfi, f. 7.7. 1938, verkfræðingur i Reykjavík; Ragnheiður Sigurbjörg, f. 20.6. 1941, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Elínborg Sigrún, f. 23.9. 1944, kennari í Reykjavík; Sigurjón Páll, f. 27.8. 1950, starfsmaður Línu- hönnunar í Reykjavik. Foreldrar Andra voru ísak Jónsson, f. 31.7. 1898, d. 3.12. 1963, skóla- stjóri í Reykjavík, og k.h., Sigrún Sigurjóns- dóttir, f. 1.12. 1913, d. 26.10. 1978, kennari. Ætt ísak var bróðir Arnbjargar, ömmu Sigrúnar Stefánsdóttur, fyrrv. forseta bæjarstjómar Akur- eyrar. Önnur systir Isaks var Guð- rún Vilborg, amma Guðrúnar Ágústsdóttur, fyrrv. forseta borgar- stjórnar, og amma Hans Kristjáns Ámasonar, forstjóra og rithöfundar. Hálfsystir ísaks, samfeðra, var Anna María, móðir Jóns Þórarinssonar tónskálds, föður Ágústs, skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings. Þá var Anna María amma Helga Hallgríms- sonar vegamálastjóra. ísak var son- ur Jóns, hreppstjóra á Gilsárteigi og á Seljamýri í Loðmundarfirði Þor- steinssonar, b. á Breiðavaði í Eiða- þinghá Þorsteinssonar, b. á Klúku Pálssonar, b. í Bessastaðagerði Þor- steinssonar. Móðir Jóns hreppstjóra var Anna Jónsdóttir. Móðir ísaks var Sigurbjörg, ljós- móðir ísaksdóttir, b. á Eyvindará Benediktssonar, b. á Eyvindarár Jónssonar. Móðir ísaks var Guðlaug Pétursdóttir. Móðir Sigurbjargar var Guðrún Bjarnadóttir, b. á Teiga- seli í Jökuldal Stefánssonar, og Ragnheiðar Eyjólfsdóttur. Systir Sigrúnar var Anna, hús- freyja og kennari í Hróarsdal. Sig- rún var dóttir Sigurjóns, b. i Nauta- búi í Hjaltadal, bróður Guðmundar, afa Róberts Trausta Árnasonar, deildarstjóra í utanríkisráðuneyt- inu. Sigurjón var sonur Benjamíns, b. á Ingveldarstöðum Friðfinnsson- ar b. á Fjalli Friðfmnssonar. Móðir Friðfinns á Fjalli var Herdís Jóns- dóttir, b. í Skógum Þorkelssonar, bróður Þórðar, langafa Sigurðar, föður Jóns alþm. á Reynistað. Móðir Benjamíns var Una Benjamínsdótt- ir, b. í Kelduvík á Skaga Sigurðsson- ar, eldri Sigurðssonar, bróður Sig- urðar i Keflavík, langafa Valtýs Stef- ánssonar ritstjóra, föður Helgu leikkonu. Móðir Sigurjóns var Elín Guðmundsdóttir, b. á Ingveldarstöð- um í Hjaltadal Sigurðssonar, og Önnu Björnsdóttur, b. á Löngumýri Magnússonar. Móðir Sigrúnar var Elínborg Páls- dóttir, b. á Kjarvalsstöðum í Hjalta- dal Péturssonar. Móðir Elínborgar var Guðrún, systir Kristínar, móður Steindórs Steindórssonar frá Hlöð- um. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Saurbæ í Hörgárdal Sigurðssonar og Þóra, systur Guðrúnar, langömmu Regínu Thorarensen fréttaritara. Þóra var dóttir Tómasar, b. í Ein- hamri og á Barká Tómassonar, bróð- ur Þuríðar, ömmu Hermanns Jónas- sonar forsætisráöherra, föður Stein- gríms, fyrrv. forsætisráðherra. Andri ísaksson. Arnór Pétursson Arnór Pétursson, aðalfulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins og for- maður Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, Hátúni 6b, Reykja- vík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Arnór fæddist í Kópavoginum, ólst þar upp til tíu ára aldurs en síð- an á Akranesi. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akraness 1966, stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavik og lauk þaðan flskimannaprófi 1971. Arnór var háseti á bátum frá Akranesi 1966-69 og stýrimaður 1969-71. Þá slasaðist hann í bif- reiðarslysi og hefur verið bundinn við hjólastjól síðan. Amór hóf störf hjá Trygginga- stofnun ríkisins 1974 og er nú aðal- fulltrúi þar. Arnór lék knattspyrnu með ÍA áð- ur en hann slasaðist. Hann var for- maður fyrsta íþróttafélags fatlaðra á íslandi, íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, frá stofnun 1974-85, og 1986-87, formaður byggingamefndar félagsins vegna byggingar íþrótta- hússs þess 1989-91 er byggingu þess var lokið, er formaður hússtjómar íþróttahúss ÍFR frá 1991, situr í Ólympíunefnd íþróttasambands fatl- aðra frá 1982, hefur starfað í ýmsum nefndum og ráðum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, frá 1974, er formaður Sjáfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, frá 1998, og fulltrúi í aðalstjórn Öryrkjabandalags ís- lands og i stjórn Nordisk Handikapp Forbund frá sama tíma. Arnór var fulltrúi Alþýðubandalagsins í íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur 1980-88, fulltrúi þess í Um- ferðamefnd Reykjavíkur 1984-86, var forseti Kiwanisklúbbsins Esju 1983-84 en hann starfaði i Kiwanis- hreyfingunni 1974-94. Arnór var sæmdur Gullmerki ÍSÍ, Gullmerki íþróttasambands fatl- aðra, riddarakrossi íslensku fálka- orðunnar 1998, æðsta heiðurmeki íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík 1999, og var valinn íþróttamaður fatlaðra 1979 Og 1981. Fjölskylda Arnór giftist 15.11. 1975 Áslaugu Magnúsdóttur, f. 29.12. 1950. Þau skildu 1998. Foreldrar hennar: Magnús Sigurðsson sem er látinn og LOja Sigríður Guðlaugsdóttir, bú- sett i Reykjavík. Dóttir Arnórs og Áslaugar er Magný Ósk Arnórsdóttir, f. 26.10. 1968, búsett í Vogum á Vatnsleysuströnd, gift Þór Kristjánssyni, f. 22.5. 1965 og eiga þau Qögur börn. Systkini Arnórs era Guðfinna Gróa Péturs- dóttir, f. 2.1.1951, búsett í Kópavogi; Guðjón Pét- ur Pétursson, f. 30.8. 1953, búsettur á Akra- nesi; Arinbjöm Péturs- son, f. 21.5. 1955, búsett- ur í Svíþjóð; Þorsteinn Gunnar Pétursson, f. 27.7.1960, búsettur á Akranesi. Foreldrar Arnórs eru Pétur Guð- jónsson, f. 25.5.1928, d. 20.9.1996, bif- vélavirkjameistari, og Sigrún Clausen, f. 20.10. 1930, fiskverka- kona og fyrrv. formaður Kvenna- deildar Verkalýsfélags Akraness. Þau bjuggu lengst af á Akranesi. Ætt Pétur var sonur Guðjóns, b. á Gaul Péturssonar, b. á Hróbjargar- stöðum Péturssonar. Móðir Guðjóns var Ingibjörg Vigfúsdóttir. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg Sigurðar- dóttir, útvegsb. í Brandsbúð, bróður Brands, langafa Sigurðar Pálssonar vígslubiskups, föður Sigurðar vígslubiskups. Móðir Sigurðar í Brandsbúð var Steinunn Sigurðar- dóttir, systir Jóns, langafa Kristjáns, afa Kristjáns Eldjáms for- seta. Móðir Péturs var Una Jóhannesdóttir, b. á Slitvindastöðum Guð- mundssonar. Móðir Jó- hannesar var Anna, systir Jóhanns, afa Guð- mundar J. Dagsbrúnar- formanns., af Hjarðarfellsætt þeirra Svavars Gestssonar og Marðar Árnasonar. Sigrún er dóttir Arinbjörns Clausen, vélvirkja á ísafirði Jens- sonar Peters Clausens, vélvirkja á ísafirði, af kaupmannaættum í Kaupmannahöfn. Móðir Sigrúnar var Jóhanna Jó- hannesdóttir, verslunarmanns á ísa- firði Jóhannessonar, og Margrétar Sigmundsdóttur, b. í Sútarabúðum Hagalínssonar og Elínar Arnórs- dóttur, systur Kristínar, móður Sig- urðar, föður rithöfundanna Jak- obínu og Fríðu. Amór tekur á móti gestum í fé- lagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, laugard. 13.11. kl. 20.00. Arnór Pétursson. Sigurður Ingi Svavarsson Sigurður Ingi Svav- arsson bifreiðastjóri, Stuðlaseli 11, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var háseti á toguram frá Reykjavík frá fjórtán ára aldri og síðan matsveinn á bát- um frá Súgandafirði til 1974. Þá flutti hann til Eyrarbakka þar sem hann var fangavörður og varðstjóri á Litla-Hrauni til 1981. Sigurður var matsveinn og bryti á skipum Eim- skipafélagsins 1981-84. Þá hóf hann störf hjá Sanitas og var þar lag- erstjóri og síðan verk- stjóri við dreifingu til 1988. Sigurður hóf sjálfstæð- an atvinnurekstur sem sendibílstjóri á Sendi- bílastöðinni hf. 1988 og hefur verið sendibíl- stjóri síðan. Sigurður hefur setið í stjórn Sendibílastöðvar- innar í fiögur ár og stjórnarformað- ur i þrjú ár. Hann sat í stjóm Súg- Sigurður Ingi Svavarsson. firðingafélagsins 1997-98 og situr nú í undirbúningsstjórn að stofnun nýs Kiwanisklúbbs. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Guðný Pálsdóttir, f. 29.10. 1950, matráðs- kona. Hún er dóttir Páls Ögmunds- sonar og Höllu Sigurðardóttur. Dóttir Sigurðar og Guðnýjar er Eva Lind, f. 29.1. 1992. Börn Sigurðar frá því áður eru Ragnheiður Guðlaug, verslunannað- ur, búsett í Reykjavík og á hún tvö börn, Róbert Þór og Ásu Lilju; Svav- ar Konráð, verslunarstjóri, búsettur í Reykjavík; María Ösk, nemi í Kaupmannahöfn, í sambúð með Niels Boeskov; Arnar Ingi, fram- reiðslumaður, búsettur í Reykjavík; Rakel Rut, búsett í Kaupmannahöfn; Símon Smári, nemi. Börn Guðnýjar frá því áður eru Sæmundur, sjómaður i Grindavík; Ólína Halla, verslunarmaður og lag- ermaður, búsett í Reykjavík en unnusti hennar er Andri Feyr. Systkin Sigurðar eru Helena, f. 1947, Þorsteinn, f. 1949, Margrét, f. 1951, Sesselja, f. 1953, Sólveig, f. 1954, Guðmundur, f. 1955, og Rósa, f. 1961. Foreldrar Sigurðar voru Svavar Sigurðsson og Sólveig Guðmunds- dóttir en þau eru bæði látin. r~- T>- t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.