Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 DV Qtlönd Mæður rússneskra hermanna krefjast bætts aðbúnaðar fyrir syni sína: Óttast að verða skotn- ar á færi í Tsjetsjeníu Rússneska baráttukonan ída Kúklína tekur við verðlaunum úr hendi sænska auðkýfingsins Jakobs von Yxkulls fyr- ir hönd samtaka mæðra rússneskra hermanna. Samtökin fengu verðiaunin árið 1996. Verðlaun þessi, sem eru köll- uð „hin nóbelsverðlaunin", eru veitt þeim sem Yxkull telur að verðskuldi hin eiginlegu friðarverðlaun Nóbels. Nú er af sem áður var. Mæður rússneskra hermanna sem berjast við uppreisnarmenn múslíma í Kákasuslýðveldinu Tsjetsjeniu hafa ekki fjölmennt suður, eins og í stríð- inu 1994 til 1996, til að sækja syni sína og fara með þá heim. Núna þora þær ekki að fara af ótta við að verða hreinlega skotnar á færi. Ekki af uppreisnarmönnum, heldur af rússneskum hermönnum. „Herinn hefur fyrirskipað að skjóta eigi samstundis alla þá sem fara inn i herbúðirnar og ekki eru hermenn," segir ída Kúklína sem situr í stjórn samtaka mæðra rúss- neskra hermanna. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að mæðumar þora ekki til átaka- svæðanna til að reyna að semja við yfirmenn hersins á staðnum. Lögðu land undir fót Þegar átökin í fyrra Tsjetsjeníu- stríðinu stóðu sem hæst lögðu mæð- ur hermanna land undir fót í hund- raðavís og fóru til átakasvæðanna til að reyna að fá syni sína leysta undan herþjónustunni með mútum, lagakrókum ellegar sannfæringar- kraftinum einum saman. Konumar nutu aðstoðar samtakanna Her- mannamæðra sem voru stofnuð fyr- ir tíu árum til að berjast gegn ömur- legum aðbúnaði í rússneska hern- um. Synir kvennanna, rússneskir pilt- ar í herþjónustu, voru auðmýktir á alla lund, pyntaðir og notaðir sem fallbyssufóður. Þess vegna héldu þær af stað. Og margar höfðu erindi sem erfiði, höfðu syni sína með sér heim. Allir fylgjandi stríðinu Núna er sem sé öldin önnur. Ekki nóg með að konurnar þori ekki suð- ur til Tsjetsjeníu, heldur er stemn- ingin heima í Rússlandi allt önnur nú en í fyrri átökunum. Þá studdi almenningur mæðurnar því óbreyttir Rússar sáu ekki hvaða er- indi Rússar ættu í átök í Tsjetsjen- íu. Um þessar mundir eru tveir af hverjum þremur Rússum fylgjandi stríðsrekstrinum og Vladímír Pútín forsætisráðherra nýtur mikillar lýð- hylli einmitt vegna þessa. Mæður ritskoðaðar ída Kúklína segir að ritskoðun komi í veg fyrir að hermannamæð- urnar geti komið umkvörtunarefn- um sínum á framfæri við fjölmiðl- ana. Kúklína segir að skorturinn á þjálfun í hemaði og hermennsku sé einna verstur. Bórís Jeltsín forseti lofaði fyrir nokkrum mánuðum að enginn hermaður yrði sendur til Tsjetsjeníu nema hann hefði fengið að minnsta kosti eins árs þjálfun áð- ur og að enginn yrði neyddur til að fara. Mánuði síðar var nauðsynleg þjálfun stytt niður í sex mánuði og enginn fær lengur tækifæri til að neita að fara til Tsjetsjeníu. Það finnst ídu Kúklínu alveg ótækt. „Á fyrsta árinu vinna margir her- mannanna bara við landbúnaðar- störf og þeir fá aðeins að skjóta einu sinni eða tvisvar úr riffli. Þetta get- ur aðeins endað á einn hátt fyrir svona hermann: Hann verður fórn- arlamb, hann deyr,“ segir Kúklína. Yfirmönnum stendur á sama Hermannamæðurnar saka yfir- menn rússneska hersins um að standa hjartanlega á sama um óbreyttu soldátana. „Það er ekki tekið neitt tillit til lífs hermannanna, öryggis þeirra og mannréttinda. Þeir eru meðhöndl- aðir eins og þrælar, þeir em pyntað- ir og auðmýktir. Venjulegt fólk get- ur ekki gert sér í hugarlund þá nið- urlægingu sem hermennimir verða fyrir,“ segir ída Kúklína. ída er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna rússneskur almenning- ur styður stríðsreksturinn jafnein- dregið og raun ber vitni. Jú, ríkis- apparatið hefur gert allt sem það getur til að fjarlægja allt og alla sem mæla í móti stríðsrekstrinum. Gagnrýnisraddir heyrast ekki í fjöl- miðlunum og hermönnunum er lof- að svimandi háum launum, á rúss- neskan mælikvarða, eða sjötíu þús- und krónum á mánuði, fyrir að fara í stríð. En peningarnir láta hins vegar á sér standa. Kunni ekki á handsprengjur Þótt of hættulegt sé fyrir mæð- urnar að taka sér ferð á hendur til Tsjetsjeníu eru þeim aðrar leiðir færar til að berjast fyrir lífi sona sinna. Hermannamæðrasamtökin veita lögfræðiaðstoð þeim mæðram sem vilja leita til dómstólanna til að fá syni sína leysta undan herþjón- ustu. Að sögn ídu Kúklínu er heilsufar hermannanna svo slæmt að næst- um þriðji hver þeirra er í raun óhæfur til að gegna hermennsku. Þá berjast mæðrasamtökin fyrir bættri aðstoð við fyrrverandi her- menn. í því sambandi sýnir ída tvær myndir af hermanni sem fékk handsprengjur með í útbúnaði sín- um. „Hann kunni ekki að nota hand- sprengjurnar af því að honum hafði ekki verið kennt það. Hann missti því bæði handleggi og fótleggi. Og það sem er á leggjunum á honum eru gervjlimir. Hann getur aðeins staðið uppréttur á þeim en ekki gengið. Þannig eru gervilimirnir sem hermenn í Rússlandi fá,“ segir ída. Herinn allt of hættulegur Æðsti draumur rússnesku her- mannamæðranna er að breytingar verði gerðar á herþjónustunni. Þær vilja að herskyldan verði afnumin og stofnaður verði atvinnumanna- her. „Öryggi lands okkar er ógnað af því að herinn verður alltaf hættu- legri. Og aðstæður hermannanna verða alltaf verri og verri. Það eina sem dugar er að fá atvinnumanna- her. Það er eina leiðin til að fá rík- ið til að koma fram við hermennina á ábyrgan hátt,“ se'gir Ida. Innan samtaka hermannamæðr- anna eru nú sextiu deildir um allt Rússland. Konurnar vinna með um eitt hundrað og fimmtíu samtökum sem berjast fyrir mannréttindum. „Rússar eru smám saman að verða þreyttir á stríðsrekstrinum. Við merkjum það á þvi að sífellt fleiri mæður koma nú til okkar,“ segir ída. Hún óttast þó að það stoði lítt því innan ríkiskerfisins sé al- mennt samkomulag um að styðja stríðið. „Það er ekki nein andstaða eins og í síðasta stríði,“ segir ída Kúk- lína. Hún segir að herinn vilji ekki friðsamlega lausn á deilunni. Rúss- neskir hershöfðingjar hafa líka síð- ustu daga krafist þess að ekki verði hætt að berjast fyrr en fullnaðarsig- ur verði unninn á uppreisnarmönn- um múslima í Tsjetsjeníu. Hers- höfðingjarnir vilja ekki fara heim með skottið mUli lappanna eins og eftir átökin 1994 til 1996. Byggt á Politiken o.fl. afsláttur af hreinlætís- og blöndunarttekjum Gerðu góð kaup á hreinlætistækjadögum Húsasmiðjunnar. Komdu og fáðu faglega ráðgjöf. Skráðuþig& / vefklúbbinn www.husa.is HU! Slmi 52 IAN husa.is Rússneskur hermaður sýslar með skotfæri í stóra fallbyssu nærri þorpinu Nóvólaskoje í Dagestan, skammt frá landamærunum að Tsjetsjeníu. Þaðan skutu Rússar á uppreisnarmenn múslíma sem þeir hafa verið að berjast pegn undanfarnar vikur. Mæður rússneskra hermanna kvarta sáran undan aðbúnaði sona sinna á vígvellinum í Tsjetsjeníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.