Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 V
» iviðtal
** *
Það kostar um það bil skut-
togaraverð að koma fyrir-
tæki eins og þessu upp. Það
hefur hingað til ekki þótt neitt til-
tökumál á íslandi að kaupa sér
skuttogara. Það hefur verið ákaf-
lega lærdómsríkt ferli að byggja
upp og þróa það sem við erum að
selja og spennandi sóknarfæri eru
fram undan. Ég hef látið öðrum eft-
ir stjómartaumana enda snýst fyr-
irtækið ekki lengur um mig eða
mína vinnu. Ég er starfandi stjóm-
arformaður og sé um samninga við
fjárfesta, samskipti við hluthafana
og ýmis verkefni sem tengjast
skráningu fyrirtækisins á hluta-
bréfamarkaði. En ég er ekki hætt-
ur að fá hugmyndir. Það er alltaf
til nóg af þeim.“
Þannig fjallar Holberg Másson,
sfjómarformaður og aðaleigandi
Netverks, um stöðu mála í fyrir-
tæki sínu. Netverk var stofnað árið
1993 í kringum verkefni sem fólst í
því að leysa ákveðin vandamál
sem tengast gagnaflutningi um
gervihnetti. Gervihnattakerflð In-
marsat er risavaxið kerfi sem nær
allir sjófarendur heimsins nota.
Holberg og félagar hans hjá Net-
verki þróuðu búnað sem auðveldar
samskipti milli skipa og við land
og gerir í stuttu máli skipum kleift
að hafa jafngott samband við land
eins og milli tveggja húsa við sömu
götu. Þetta varðar gagnaflutning,
símasamband, tölvupóst og allar
þær flutningsleiðir sem nauðsyn-
legar þykja í nútímanum. Þessi
búnaður, sem verið hefur á mark-
aði undir nafninu Marstar, náði
fljótt verulegum vinsældum og í
upphafl þessa árs gengu stórir er-
lendir aðilar til liðs við Netverk og
alls komu 500 milljónir í nýju
hlutafé inn í félagið í gegnum
Banque Paribas sem er einn virt-
asti fjárfestingarbanki Evrópu.
Áður hafði Þróunarfélagið lagt
Holberg Másson réð fyrsta starfsmanninn til Netverks 1993. í dag starfa þar 165 manns í þremur löndum og verðmæti fyrirtækisins er áætlað rúmir tveir
milljarðar.
Holberg Másson milljarðamæringur:
Er alltaf á leiðinni
- eldflaugasmiður, loftbelgsstjóri og uppfinningamaður
fram nokkurt hlutafé en eftir
aukninguna er Holberg stærsti
hluthaflnn eftir sem áður en auk
Þróunarfélagsins og Nýsköpunar-
sjóðs er hópur erlendra fjárfesta
með stærstan hlut.
Holberg Másson, stofn-
andi Netverks, hefur
látið öðrum eftir stjórn-
taumana og gegnir
starfi stjórnarformanns.
Hann á rúmlega helm-
ing í Netverki sem er
metið á ríflega tvo
milljarða króna. Stefnt
er að því að auka enn
hlutaféð og skrá fálagið
á hlutabréfamarkaði er-
lendis á næstunni.
Holberg á skrautlegan
feril að baki bæði sem
eldflaugahönnuður og
loftbelgsstjóri
Til þess að róa
hluthafana
“Það eru alls 400 hluthafar, þar af
100 erlendir," segir Holberg þar sem
hann situr á skrifstofu sinni í nýj-
um húsakynnum Netverks við
Skúlagötu. Ferillinn hófst heima hjá
honum á Mímisvegi en fljótlega
þraut plássið og þá var flutt í Þver-
holtið þar sem fyrst voru nýttir 150
fermetrar, síðan 450. í dag nýtir Net-
verk 1000 fermetra af 1900 sem fyrir-
tækið hefur til umráða við Skúla-
götuna en þangað var flutt 1, júní sl.
Þetta var ekki eina breytingin á
árinu því í byrjun árs, þegar undir-
búningur hlutafjáraukningarinnar
stóð yfir, var Netverk gert að
bresku fyrirtæki að forminu til og
er skráð í Bretlandi.
“Það var gert í fyrsta lagi að
kröfu erlendra fjárfesta sem voru
órólegir yfir því að leggja fé í ís-
lenskt fyrirtæki þar sem lagaum-
hverfi og reglur eru ólíkar því sem
þeir þekktu. í öðru lagi auðveldar
þetta fyrirhugaða skráningu á er-
lendum markaði og gerir okkur
auðvelt að fá enn meira hlutafé."
Þetta þýðir í framkvæmd að höf-
uðstöðvamar eru í Bretlandi en við
Skúlagötu er rannsóknar- og þróun-
ardeild.
Þá vantaði eitthvað til
þess að selja
Eitt fyrsta verk Netverksmanna
þegar aukið hlutafé kom inn var að
kaupa breskt tölvufyrirtæki sem hét
RedBox og hafði fjárfest sem svarar
50 mannáram í rannsóknir og þró-
un hugbúnaðar sem auðveldar
gagnaflutning og samskipti í GSM-
umhverfi.
'^Þetta.fyrirtæki hlaut lík örlög og
mörg önnur á þessum vettvangi.
Það lagði alla áherslu á þróunar-
vinnu og rannsóknir en kom aldrei
fram með girnilega söluvöra. Það
var okkar happ hjá Netverki hve
fljótt við voram tilbúnir með áþreif-
anlega vöru sem markaðurinn vildi
gjaman kaupa. Samskipti um gervi-
hnetti era flókin og mjög dýr og því
er markaðurinn tilbúinn að borga
hátt verð fyrir góða vöra sem auð-
veldar samskiptin og dregur úr
kostnaði. GSM-umhverfið er í sjálfu
sér flókið en ekki eins flókið og
gervihnattasamskiptin og verðið er
lægra. RedBox-menn voru að vinna
á áþekkum markaði og við og við
erum nú þegar famir að markaðs-
setja Phonestar sem er hliðstæða
Marstar en hannað fyrir GSM-um-
hverfi. Það gátum við með þvl að
eignast RedBox og þá þekkingu sem
þar var til.“
Netverk greiddi fyrir RedBox að
hluta til með hlutabréfum og verðið
var hagstætt að sögn Holbergs sem
vill þó ekki gefa það upp.
Holberg hættir
sem forstjóri
Þegar Netverk var skráð í Bret-
landi og stórir hópar erlendra hlut-
hafa komu inn lét Holberg af starfi
framkvæmdastjóra og gerðist
stjómarformaður.
“Það má segja að við höfum gert
þetta i tveimur atrennum. Fyrst var
Dave Allan ráðinn sem forstjóri en
hann reyndist ekki eins vel og von-
ir höfðu staðið til og því var aftur
skipt um í forystusveitinni. John
Huckle var ráðinn forstjóri en hann
vinnur mjög náið með Ingólfi Hjör-
leifssyni, sem við réðum til dkkar
frá Ericsson í Svíþjóð, og Hrafhkeli
Gíslasyni sem stýrir hugbúnaðar-
deild okkar.“
Holberg segir að þær lausnir sem
Netverk hefur fundið í gagnaflutn-
ingum séu ekki enn undir einka-
leyfi en fyrirtækið eigi þó höfundar-
rétt á þeim.
“RedBox var búið að sækja um
einkaleyfi á ýmsum lausnum sinum
í Bandaríkjunum og ég geri ráð fyr-
ir að það verði gert fyrir okkar hug-
búnað einnig. Það getur verið nauð-
synlegt til vemdar á nýjum mörk-
uðum.“
Heillaður af eldflaugum
Holberg á að baki að mörgu leyti
mjög óvenjulegan feril, hvort sem
litið er til náms hans eða viðfangs-
efna. Hann fæddist í Vestmannaeyj-
um árið 1954 en fluttist tíu ára gam-
all til Reykjavíkur. Hann á þrjár
hálfsystur en móðir hans lést þegar
hann var mánaðargamall og hann
er alinn upp hjá afa sínum og
ömmu.
“Ég hafði alla tíð mikinn áhuga á
raungreinum og var t.d. heillaður af
eldflaugum allt frá 12 ára aldri og
gerði miklar tilraunir með þær.
Þetta grúsk ásamt ýmsu flkti í raf-
eindatækjum átti hug minn allan.“
Holberg settist á skólabekk í
Menntaskólanum í Hamrahlíð þeg-
ar fram liðu stundir og var mjög
áhugasamur um
allt sem laut að
raungreinum
en hirti lítt um
nám t.d. í
dönsku og
þýsku og öðr-
um fögum sem
vöktu ekki
áhuga hans.
Hann var pottur-
inn og pannan í
vísindafélagi sém
starfaði við skólann
á þessum tíma og vet-
urinn 1970-71 smíðaði
vísindafélagið, undir for-
ystu hans og eftir hans
hönnun, eldflaug. Hér var ekki
um neitt smásmíði að ræða því
eldflaugin var fimm metrar á lengd
og vó 150 kíló. Að vísu segir sjónar-
vottur úr hópi almennra nemenda
sem blaðamaður ræddi við að flaug-
in hafi verið „svona hnéhá“ en það
sýnir hve minnið blekkir.
Fyrsti apríl
Snemma um vorið var flaugin
flutt á fyrirhugaðan skotstað austar-
lega í Þrengslum og nemendur í
Hamrahlíð fjölmenntu á staðinn í
nokkrum rútum. Eldflaugarskotið
fór út um þúfur því flaugin vildi
ekki á loft.
“Við hönnunina var gert ráð fyr-
ir að nota ákveðna gerð af föstu
eldsneyti sem reyndist of dýrt þegar
til átti að taka. Þvi var gripið til
þess ráðs að kaupa ódýrara elds-
neyti og því fór sem fór. Mig minn-
ir að flaugin hafi lyfst eitthvað svo-
lítið en það var allt og sumt.“