Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 Djúpstæðar deilur um prestshjónin í Önundarfirði: Skrattanum skemmt Vandamál innan veggja þjóðkirkj- unnar virðast seint ætla endi að taka. Á undanfórnum árum hefur fjöldi fólks yf- irgefið þessa stofnun beinlínis vegna uppákoma sem ekki eru taldar samrým- ast kristilegu hugarfari. Nefna má ýmis mál í því sambandi en nú eru það árekstrar í Holtssókn í Önundarfirði. Deila má um hvort prestamir sjálflr séu alltaf sökudólgar í því sem á þá er borið. Kannski eru þeir bara misskildir húmoristar eða píslarvottar á röngum stað á röngum tíma. Séra Gunnar Bjömsson er litríkur persónuleiki með litrikan starfsferil að baki en ekki verður það af honum skaf- ið að sellóleikari er hann góður. Sömu leiðis má segja það um eiginkonu hans frú Ágústu Ágústsdóttur að rödd hefúr hún fagra og þekkingu til að beita henni. Ekki þarf heldur að efast um aö þau hjón hafi ætlað sér að gera vel þeg- ar þau fluttu í sveitasælu í skjóli ön- firskra fjalla. Þessir kostir prestshjónanna i Holti virðast þó hafa dugað skammt til að mynda gott samband við íbúa Önundar- fjarðar. Þvert á móti virðist metnaður prestshjóna á listasviðinu hafa átt sinn þátt í að skapa tortryggni íbúanna gagn- vart þeim sem nú hefúr snúist upp í hreina andúð. Þó freistandi sé að grípa þá skýringu á lofti að öfund og minnimáttarkennt gagnvart hinum listfengu prestshjónum sé höfúðorsök vandans þá skýrir það ekki allt, enda eiga Önfirðingar marga metnaðarfúlla og suma mjög vel liðtæka einstaklinga á tónlistarsviðinu. Prests- hjónin era þó sögð hafa látið orð falla um listahæfileika safnaðarbama sem greinilega verða ekki fyrirgefm. Samt hafa þau þvertekið fyrir að hafa styggt kór Flateyrarkirkju, svo dæmi sé tekið. Sóknamefnd þessa fáménna safnaðar sendi erindi til biskups með beiðni um að hann tæki á því leiðindamáli sem komið var upp í Holtssókn. Biskup velti málinu fyrir sér í hedt ár án þess að komast að niðurstöðu. Þá tók við ný nefnd sem heitir „úrskurðamefnd þjóð- kirkjunnar" og var ætlað það hlutverk að taka á vandamálum sem upp koma. Nefiid þessi hefúr nú skilað af sér og svo virðist sem það verkfæri sem hún átti að vera sé vita gagnslaust. Þrátt fyrir að kæraatriði sólmarbama gagnvart prestshjónunum í Holti virðist í flestum atriðum tekin gild hjá nefndinni þá ger- ist samt ekkert. Málið er nú aftur kom- ið á borð biskups og sóknarböm halda áfram að leysa sóknarbönd og sækja mörg hver þjónustu í önnur prestaköll. Séra Gunnar Bjömsson tók við emb- ætti sóknarprests í HoltsprestakaUi árið 1989. Fyrstu árin virtist aUt í lukkunnar velstandi og samskipti við sóknarböm ágæt. Þegar frá líður virðist sem sam- band prests og sóknarbama hafi smám saman fariö stirðnandi og ef marka má orð sóknarbama þá er það ekki síst samskipti við prestsfrana í sambandi við tónlistarstarfið sem er talin orsökin. Þegar hörmungar snjóflóðanna á Flat- eyri dundu yfir árið 1995 var svo komið að það var ekki sálusorgari Holtspresta- kaUs sem íbúar leituðu tU heldur prest- ar annarra sókna í nágrannabyggðum. Á síðasta ári hvarf sr. Gunnar tU afleys- ingastarfa á Selfossi við góðan orðstír um nokkurra mánaða skeið. LítU samráð virðist að sögn sókn- amefndarmanna hafa verið um þá gjörð á miUi prests og safnað- ar og varð það enn tU að þyngja brún þeirra safhaðarmeðlima sem töldu fram hjá sér gengið. í þessu máli hafa ýmsar sögur um prestshjónin fengið vængi og orðrómur um eitt og annað legið í loftinu. Fátt staðfest hefur þó komið upp á yfirborð- ið annað en að deUur prests og kannski ekki síður prestsfrúar við kirkjukórinn á Flateyri og sóknamefiid hafi leitt tU þess að bæði kór og organistinn í Holti hættu að mæta tU messugjörðar. Eitt hefúr gjaman verið nefnt í þessu sambandi en það era orð sem sr. Gunn- ar átti að hafa látið falla í margfrægri páskamessu árið 1994 og lofað að biðjast afsökunar á en ekki efiit. Ámi Brynjólfsson, formaður sóknar- nefndar Holtssóknar, segir að í þefrri messu hafi sr. Gunnar m.a. hnýtt í lífs- hætti unglinga með tUvitnunum í Biblí- una sem fólki þótti aUs ekki við hæfi. Þá hafi hann reynt að gefa mynd af af- stöðu sveitafólks tU listafólks með dæmisögu um sjálfan sig sem var eitthvað á þessa leið: Hann hafi sem bam farið í sveit og eitt af því fyrsta sem hann sá í sveitinni var þegar kettlingum sem fólkið vUdi losa sig við var drekkt í hlandforinni. Um kvöldið þegar hann svo settist tU borðs með heimUisfóUónu var kjötkássa í matinn. Myndin af kettlingunum deyj- andi í hlandforinni var þá enn skýr i huga hans og missti hann því matarlyst- ina er hann sá kássuna á borðinu. Eftir matinn var farið í Qósið og bóndi spurði stráksa hvað pabbi hans starf- aði (Bjöm R. Einarsson hljómlistarmaður). Þá svaraði strákurinn Gunnar því til að hann spilaði nú í hljómsveit. Þá hnussaði mikið í bónda sem þótti lítið tU koma og við það missti hann fólsku tennumar út úr sér í flórinn. Ekki varð bónda þó meira um en svo að hann fálmaði eftir tönnunum og stakk þeim upp í sig að nýju. Ámi segir að þegar hér var komið sögu í páskamessugjörð sr. Gunnars, hafi söfnuðinum, sem ffest var bænda- fólk úr Önundarfirði, þótt nóg komið. Vart væri hægt að mæla sterkari móðg- unarorð í garð sóknarbama og það í sjálfri páskamessunni. Gerðu sumir sig þá líklega tU að ganga á dyr. Eftir messu var sr. Gunnari að sögn veitt ofanígjöf og orð prests fyrir því að í næstu messu bæðist hann afsökunar á orðum sínum í téðri páskamessu. Munu aUmargir úr hópi sóknarbama hafa mætt tU næstu messu beinlínis í þeim tUgangi að hlýða á afsökunarorð Holtsklerks. Eitthvað mun hafa farið minna fyrir afsökunar- beiðninni en fólk gerði ráð fyrir og þá tók raunverulega steininn úr. Þetta þótti sóknarbömum svik og ekki væri lengur hægt að treysta presti sem stæði ekki við orð sín. Eftir þetta dró ört úr aðsókn sóknarbama að messugjörð sr. Gunnars. Árni Brynjólfsson sagði að fyrsta árið sitt i Holti hefði Gunnar þjónað farsæl- lega og aUt gengið vel. Síðan tók við prestskosning þar sem sóknarböm sem höfðu gott eitt af þeim hjónum að segja, kusu séra Gunnar og vUdu gefa honum í raun tækifæri tU að hefja nýtt líf. Þá var búið að vera á allra vörum vanda- mál hans í Fríkirkjusöfhuðinum í Reykjavík sem endaði með því að sókn- ameftid lét skipta um skrár og bókstaf- lega læsti prest sinn úti. Ámi segir að eftir að sr. Gunnar hlaut kosningu hafi smátt og smátt farið að hiaðast upp vandamál sem Ámi segir að nú séu komin í algjöran hnút. Sóknarböndin leyst Björgvin Sveinsson, bóndi i Innri Hjarðardal og sóknar- bam Holtssóknar, segir að málið hafi aldrei átt að ganga svona langt. FóUc hafi ekki vUj- að opinbera ásakanir á hendur prestinum en vegna stirðleika í samskiptum hafi sóknarböm vUjað að presturinn yrði flutt- ur tU og veitt starf í öðra brauði, þegjandi og hljóðalaust. Hann segir að mikU kergja sé vegna úrræðaleysis og getuleysis úrskurðar- nefndar og því séu ásakanir nú að brjótast upp á yffrborðið sem aldrei hafi átti að verða. Björg- vin segir að það sé nú yf- irlýst stefna hjá sóknar- bömum að leysa sóknar- bönd og segja sig úr sókn- inni ef biskup leysi ekki mál- ið hið fyrsta. Séra Gunnar Bjömsson viU sem fyrr ekki tjá sig opin- berlega um þessi mál en víst er að þau hjón telja Ula að sér vegið og að ósekju. Frá sjónarhóli sr. Gunnars má trúlega Uta á svokaUaðan úrskurð úrskurðar- nefndar þjóðkirkjunnar sem hálfgerðan brandara. Þar era mörg orð sett á blað án þess að þau hafi sýnUegan tUgang, annan en að gera þetta sorglega mál að opinbera skemmtiefni. Neftidin getur ekki gert það sem málshefjendur virðast hafa verið að biðja um, þ.e. að flytja sr. Gunnar tU í starfi. Biskup íslands virðist heldur ekki geta tekið á þessu og í raun era aU- ir að segja - ekki benda á mig. Á meðan er skrattanum verulega skemmt. Athygli vekur að biskup telur sig þurfa að setja á laggimar úrskurðar- nefhd í skjóU laga tU að taka á siðamál- um kirkjunnar í stað siðanefndar presta. Samkvæmt heimUdum blaðsins nýtur sr. Gunnar þrátt fyrir aUt tals- verðs stuðnings innan prestastéttarinn- ar þó hljótt fari. Sömu heimUdir fúU- yrða að innan kirkjunnar sjálfrar sé ólga sem hljóti að koma upp á yfirborð- ið fyrr eða síðar. Yfirlýsing sr. Gunnars „Nýlega hafa fjölmiðlar fjaUað um skýrslu úrskurðamefndar þjóðkirkj- unnar varðandi kvartanir nokkurra sóknarbama minna í HoltsprestakaUi. Vegna þessarar umfjöhunar vU ég vekja athygU á að þama er ekki um neinn úr- skurð að ræða nema varðandi það að ég hafi ekki gerst brotlegur í starfi mínu. Að öðra leyti er þama um aUitarlega skýrslu að ræða þar sem raktar era meintar ávirðingar mínar sem ekki eru sannaðar, né að ég hafi yfirleitt játað þeim. Taldi ég það utan við starfssvið nefhdarinnar að rekja sögusagnir er ég sat fúndi hennar og svaraði þeim sem minnst. Álít ég að Ula sæmi það emb- ætti minu að skattyrðast við sóknar- bömin frammi fyrir slíkri nefhd, hvað þá opinberlega. Einnig tel ég sitthvað það sem fram hefur verið fært í álits- gerð nefndarinnar henni vart sæmandi, eins og t.d. það, sem þar er vikið að einkalífi mínu. Nú mun ég taka mér tima tU að íhuga hvort áfrýja skuli þessari niðurstöðu nefndarinnar tU áfrýjunamefndar þjóð- kirkjunnar. Fremur kysi ég að gera það ekki, enda vU ég helst fá næði tU að verja kröftum mínum í þágu þjónust- unnar hér á komandi tíð. Ef aðrir aðUar málsins láta nú ekki kyrrt liggja af eðli- legum sáttavUja kann þó að reynast nauðsynlegt að ég fái tækifæri tU að skýra vandlega fyrir ábyrgum aðUum málavöxtu aUa og samstarf mitt við ákveðna aðUa í sóknamefhdum presta- kaUsins." * llíiilíilTi. líSsrsní»5Ur ii»íil“Tr«ÍlTITILITT -2riIfSöSÍJlTiiífÍÍJi • <y,T|*T<iiii“s«ím* fíl ilij* á $?Ua£ÍT)*w fi'miitt ssficuirr íií ■'r-i íciíi wM:s.. Li líifiriSM'fí'V). TU'fifr íiCiTlirsíCi. VW Polo 1400Í, árg. '99, ek. 9 þús. km, svartur, 5 g., 5 d., cen- trall., sumar/vetrardekk. Verð 1.150 þús. VW Vento GL 1800 '96, ek. 52 þús. km, grænn, 5 g., 4 d., cen- trall., topplúga, sumar/vetrardekk. Verð 1.150 þús. Nýr bíll - Mazda 323 LX Practical '99, ek. 0 km, hvítur, 5 g., 3 d., centrall. Verð 1.249 þús. Opið mánudaga 10 til 19, þriðjudaga-föstud. 9-19, laugard. 12-17. S ö I u m e n n: wiu.Orrru.rr'C.i.i r t irirr 0<+i[fl)rri!i;8)r^:#;*r»!r.. wlu.'ír’/.i'r > ’’ Fi ir*;pr;róljl,rC*t:-ir fe»rviSív.ir IV.'íirrí.iiíííS'.íi^. 'wiD'ftjurrr aíBía 'ibsa, 'Eur.*- isivuiuiiiirf!* rrif*.* ri'fiirr aíí.'j’ íCC ftwrrrr. 5ív:itc í ,*i*!j ’-ir . ^uiiusJiTiiiVíii “iMcir ,v BILAHOLLIN BÍLDSHÖFÐA 5 / SÍMI S67 4949 / FAX 567 4466 Löggild bflasala Honda CRV ‘98, ssk., grænn, ek., 33 þús. km. Verð 2.240 þús. Chevy Corvette '92, rauður, 6 g., m/öllu. V. 2.990 þús. Tilboð 2.690 þús. Daihatsu Applause Zi, 4wd, '91, 5 g., ek. 123 þús. km, vínr. V. 490 þús. Subaru Forester 2,0, st., '98, grænn, 5 g., ek. 1 þús. km. V. 2.250 þús. Subaru Legacy st., 2,0, '98, blár/grár, ssk., ek. 25 þús. km. V. 2.050 þús. Toyota HiLux ex-cab '88, blár, 5 g., ek. 160 þús. km, 35“ dekk. V. 690 þús. VW Polo '98, 3 d., blár, ssk., ek. 35 þús. km. V. 1.150 þús. Mazda 323 st. 4x4 '95, blár, 5 g., ek. 105 þús. km. V. 520 þús. Mazda 323 H/B 1300 '96, hvítur, 5 g., ek. 105 þús. km, langkeyrsla. V. 590 þús. Mazda 626 GLX hlaðbakur, '95, grænn, ssk., ek. 53 þús. km. V. 1.240 þús. MMC Lancer GLXi, árg. '92, grásans., 5 g., ek. 67 þús. km. V. 640 þús. Opel Vectra GL st. '98, st-grár, ek. 23 þús. km. V, 1.530 þús. Peugeot 405 GLX dísil '95, grár; 5 g., ek. 175 þús. km, langkeyrsla. V. 690 þús. Toppbíll. Toyota HiAce dísil, 4 wd, '96, hvítur, 5 g., ek. 87 þús. km. V. 1.590 þús. M. Benz 220 E '93, steingrár, ssk., ek. 81 þús. km. V. 2.020 þús. Fiat Barchetta '96, rauður, 5 g., ek. 56 þús. km, bflalán. V. 1.870 þús. Frábær sportbíll, vetrard., álf. o.fl. Toyota Land Cruiser VX dísil '92, ek. 169 þús. km, stgr+ar, ssk., 5 d.f álfelgur. Verð 2.590 þús. Toyota RAV4 '98, ek. 11 þús. km, grænn, 5 g., 5 d., rafdr. rúður, álfelgur. Verð 1.990 þús. Netfeng: www.bilahoiltn.is Toyota Corolla sedan Luna, árg. '99, ek. 13 þús. km, vínr., 5 g., 4 d., rafdr. rúður, centrall. Verð 1.260 þús. Toyota Avensis 2,0, árg. '98, ek. 37 þús. km, vínr., ssk., 4 d., ABS, rafdr. rúður, centrall., álf„ spoiler, litað gler, toppl. Verð 1.995 þús. M. Benz C200 Kompressor Elegance '97, ek. 38 þús. km, vínrauður, ssk., 4 d., ABS, rafdr. rúður, centrall., spoiler. Verð 2.890 þús. Cadillac sedan De Ville, árg. '94, ek. 92 þús. km, grænn, ssk., 4 d„ ABS, rafdr. rúður, álf„ spoil- er, litað gler, leður. Einn með öllu. Verð 2.950 þús. Mazda 626 GLX 2,0 '98, ek. 27 þús. km, gullsans., ssk„ 4 d„ ABS, rafdr. rúður, centrall., álf„ spoiler. Gullfallegur bfll. Verð 1.830 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.