Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 32
Allir karlmenn sem sóttu hverfiskrána voru á einu máli um að George Tyler væri stórkostlegur maður. Þeir nefndu hann Glaða garpinn. Hann sagði stöðugt skemmtilegar sögur og var hrókur alls fagnaðar. Og væri hann með nóg fé á sér bauð hann félögum sín- um gjaman í glas. Þau voru því mörg kvöldin sem hann og félagar hans sátu saman yfir bjórkrúsum á kránni. Þá varð það ekki til að draga úr vinsældum Glaða garpsins að hann átti íbúðarpramma á skipa- skurðinum í Colchester og þangað bauð hann oft félögum sínum og þá var drukkið og dansað. Hin hliðin Þetta var sú hlið sem sneri að félögum Ge- orges. En öðru máli gegndi á heimili hans. George, sem var fjörutíu og fimm ára er hér var komið sögu, var erf- iður maður heima fyrir, svo ekki sé meira sagt. Konan hans og dóttir þekktu ekki Glaða garpinn. Þær nefndu heimil- isfoðurinn Skrímslið, því í samskiptum sínum við mæðgurnar var hann stutt- ur í spuna, of- beldisfullur og gersamlega óútreiknanleg- ur. George átti gæludýr en þau voru nokkuð sér- stök. Hann átti hvorki hunda né ketti heldur kóngulær og slöngur. Og stundum mátti halda að helsta skemmt- un hans á heimil- inu væri að sjá hve kona hans og dóttir hræddust þessi frekar óhugn- anlegu dýr. Ekki bætti það ástandið á heimil- inu að George var atvinnulaus. Hann var á bótum. Þær runnu ein- göngu i hans vasa en þar eð kona hans og dóttur unnu báðar sýndi hann lítinn áhuga á að fá sér starf og sótti fé í þeirra vasa til þess að geta átt góðar stundir á kránni með félögunum. Á skrá hjá lögreglunni Lögreglunni var kunnugt um margt í fari Georges Tyler. Alloft hafði komið fyrir að hún hafði ver- ið kvödd á heimiliö eftir að til átaka kom þar. Eftir að Glaði garpurinn hafði slegið ungaii lögregluþjón niö- ur við eitt slíkt tækifæri fóru aldrei færri en þrír vel sterkir lögreglu- þjónar heim til hans ef mæðgurnar gerðu boð eftir vörðum laganna til að stilla til friðar. Þá bárust lögregl- unni oft kvartanir frá nágrönnum fjölskyldunnar sem fóru eitt sinn fram á að henni yrði fundinn nýr samastaður svo ró gæti komist á. Af því hafði þó ekki orðið er kom að því atviki sem hér er sagt frá. Það gerðist í september 1985. Þær mæðgur, Kathleen, sem var fjörutíu og tveggja ára, og Karen, nítján ára, höfðu verið mjög kvíðn- ar allan síðari hluta dags. I hádeg- inu hafði George komið heim með miklum látum og heimtað alla pen- inga í húsinu. Hann sagðist ætla út að drekka því sér hefði verið sagt að konan hans, Kathleen, hefði haldið fram hjá sér. Einn félaga hans á kránni hefði sagt honum það. Geor- ge hirti það fé sem hann fann og hvarf svo á braut. Kviðu heimkomunni Hvort Tyler trúði því í raun að konan hans hefði tekið fram hjá honum eða notaði aðeins söguna til þess að komast yfir peninga til að mæðgur að öðru leyti og var haft á orði að það væri sem hann vildi eigna sér þær með öllu. Árásin <■ Eftir langa bið heyrðu þær Kathleen og Karen að George var að koma heim. Nú myndi hann vera drukkinn og æstur og vafalaust vilja gera upp sakimar. Þær heyrðu hann opna útidymar og ganga inn fyrir. í smástund virti hann konu sína fyrir sér en svo réðst hann á hana og hrinti henni til hliðar. Þá sneri hann sér að Karen, en hún sá sitt óvænna og hljóp út úr húsinu. En hún var ekki komin langt þegar hún heyrði móður sína æpa. Um leið gerði Karen sér ljóst að hún var enn með hníf í vasa sínum, en hann hafði hún notað í eldhúsinu fyrr um daginn. Hún sneri við og fór aftur inn í húsið. Það var eins og faðir hennar hefði séð fyrir að hún myndi snúa aftur. Hann beið hennar á bak við hurð og kastaði sér yfir hana með sigurhrópi. Svo sló hann hana niður með hnefahöggi og tók hana háls- taki. Karen fann að hert var að hálsin- um. Hún teygði sig í vasann, tók fram hnífinn og rak hann í síðu fóð- ur sína. En það nægði ekki til að hann sleppti takinu á hálsi hennar. Þá kom Kathleen dóttur sinni til hjálpar og dró hinn særða eigin- mann sinn frá Karen sem barðist um af öllum kröftum. Frekari átök Karen. fara með á krána kom aldrei fram. En það var staðreynd að hann hafði haft stór orð um það sem hann myndi gera þeim mæðgum þegar hann kæmi heim aftur. Þá skyldu þær fá að vita hvar Davíð hefði keypt ölið. Þetta gerði biðina eftir heim- komu Georges enn erf- iðari og það bætti ekki úr skák að Kathleen vissi að maður hennar hafði fengið að heyra sann- leikann. Hún hafði haldið fram hjá honum. Og það var ekki nóg með það. Karen hafði kynnst ungum manni sem hún ætlaöi aö gift- ast. En hvorug þeirra mæögna hafði haft kjark til að gera hreint fyrir sínum dyrum af ótta við afleiðing- arnar. Þær voru vissar um að þær yrðu slæmar. Þannig hefði það eitt að Karen færi af heimilinu í för með sér aö laun hennar hættu að renna í fjölskyldusjóðinn og þannig yrði George af nokkru fé sem hann hafði til þessa getað notaö til eigin þarfa. Að lokum er þess að geta að hann virtist hafa mikla þörf fyrir þær Er hér var komið var þeim mæðg- um ljóst hve alvarleg staðan var. Eftir ofbeldið, drykkjuna og tillits- leysið undanfarin ár lá heimilsfaðir- inn í blóði sínu á gólfinu og af sár- inu mátti sjá að líf hans var í hættu. Það skipti þær því öllu að koma _________ honum sem fyrst á sjúkrahús. Það yrði síð- an að ráðast hverjar afleiðingamar yrðu eftir það sem nú hafði gerst. Kathleen hringdi á sjúkrabíl. Hann kom mjög fljótlega en þó Ge- orge væri hættulega særður lét hann það ekki koma í veg fyrir að hann reyndi að slást við sjúkralið- ana. Þeir komu honum þó á spítala en þá tók það sama við. George reyndi að slást við læknana og hjúkrunarfólkiö. Öll þessi áreynsla dró að sjálfsögðu enn frekar úr hon- um mátt og tveimur tímum eftir kom- una á spítalann var hann allur. Lögreglumenn komu til mæðgn- anna rétt eftir að sjúkraliðarnir höföu farið með George Tyler. Þær greindu frá því sem gerst hafði. Var því frá upp- hafi ljóst að málið myndu koma til kasta saksóknara- embættisins og þegar George dó lá fyrir að annað hvort yrði ákært fyrir manndráp eða morð. Líklegast þótti að um manndrápsákæru yrði að ræða því Karen haföi átt hendur sínar að verja. Þá þekkti lögreglan það vel til heimilisins að hún dró ekki í efa hvert ástandið hafði verið á heimilinu er til tíðindanna dró. Harður dómur Haft var eftir talsmönnum lög- LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 JjV reglunnar að þar á bæ hefði mönn- um þótt leitt að þurfa að standa að kæru á Karen. En hjá því varö ekki komist. En áður en saksóknari gat skotið málinu til dóms kom í ljós að Karen var ólétt og var því ákveðið að fresta réttarhöldunum þar til barniö fæddist. Flestir þeir sem þekktu til heimil- islífs Tylers-fjölskyldunnar bjuggust við því að Karen fengi skilorðsbund- inn dóm. Sú skoðun styrktist þegar kviödómur fann hana seka um manndráp en ekki morð. Hún hefði gripið til hnífsins vegna þess hve al- varlega henni hefði verið ógnað. Er kom að dómsuppkvaðingu tók dómarinn, McCowan, aðra stefnu en flestir höfðu vænst. Hann dæmdi Karen til fjögurra ára frelsissvipt- ingar og lét færa hana í Holloway- fangelsiö en það þykir með þeim verstu á Bretlandi, enda eru þar margar harösvíruðustu afbrotakon- ur landsins. inn í vasanum. Það kallaði aftur á þann dóm sem hún fengi nú. í þessu sambandi væri ekki hægt að taka tillit til að móðir hennar hefði kallað á hjálp. Þessi skýring varð umdeild. Margir tóku dóminum illa og málið fékk umfjöllun í blöðum. Bresk kvennasamtök létu það til sín taka og sendu frá sér mótmæli. Og í einkasamtölum viðurkenndu nokkrir hjá lögreglunni að hinn harði dómur yfir Karen hefði komið þeim á óvart. Niðurstaðan Mótmælin sem höfð voru uppi, ekki síst af hálfu kvennasamtak- anna og nágranna Tylers-fjölskyld- unnar, urðu til þess að yfirvöld gripu í taumana. Vera Karenar í Holloway-fangelsinu var stytt. Hún var flutt þaðan í opið kvennafang- elsi þar sem hún fékk að hafa barn sitt hjá sér. Næsta skref kvenna- samtakanna var að fá lög- menn á þeirra vegum til að sækja um náöun sem allra fyrst. Hún fékkst. Karen fékk því lausn og hóf nýtt líf með baminu, dótt- urinni Stacey, og bamsföður sínum. Skýringar og viðbrögð Dómarinn sagði að vísu að Karen hefði verið undir miklu álagi þegar hún beitti hnífn- um. En hún hefði gert sér grein fyrir því sem hún var að gera þegar hún sneri aftur til hússins með hníf- Stacey og unnusti Karenar. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.