Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
36 helgarviðtal
' 'w ik
Nálastungur með leyfi landlæknis:
Austur og vestur mæ
kínverskur prófessor gerir tilraunir með íslenskum læknum á Heilsustofnun NLFI í Hveragerði
Nálastungur, líkar þeim sem kín-
verskir læknar hafa stundað í rúm
2000 ár, hafa á sér yfírbragð skottu-
lækninga og hjáfræða í vitund
margra. Að jafnaði leggjast vestræn-
ir læknar og heilbrigðisyfirvöld
frekar gegn slíku kukli en til eru
undantekningar. Á heilsuhælinu í
Hveragerði er nýlega hafin tilraun
með nálastungumeðferð sem á að
vara í heilt ár. Þar vinna saman ís-
lenskir læknar með leyfi landlækn-
isembættisins og kínverskur pró-
fessor í nálastungum. DV skrapp
austur þar sem menn voru á nálum.
„Okkar markmið er í sem stystu
máli að kynna þessa kínversku
læknisfræði fyrir íslenskum lækn-
um og fræðast um hana sjálfir. í þvi
skyni fengum við hingað til lands
prófessor Hu Minghai frá Tianjin-
læknaskólanum í Kína sem er mjög
framarlega á sínu sviði. Hann mun
starfa mjög náið meö okkur næsta
árið og við munum gera tilraunir
með nálastungur sem verkjameð-
ferð,“ sagði Guðmundur Bjömsson,
yfirlæknir á Heilsustofnun Náttúru-
lækningafélags íslands í Hvera-
gerði, en þar hefur Hu Minghai nú
starfað um nokkurra vikna skeið.
„Markmið með samstarfi okkar
er að komast að þvi hver áhrif hefð-
bundnar kínverskar nálastungur
hafa á sársauka í því umhverfi sem
við störfum í. Þess vegna verður
nálastungum beitt hér á ákveðinn
hóp sjúklinga sem hluta af annarri
meðferð. Hér er fjöldi sjúklinga
hverju sinni sem eru í endurhæf-
ingu eða meðferð við vöðvabólgu,
brjósklosi og bakmeinum og álags-
meiðslum af ýmsu tagi. Það era
einkum þessir sjúklingar sem þjást
oft af miklum verkjum sem munu fá
þessa meöferð. Markmiðið er að
þeim líði betur og þurfi minna á
verkjalyfjum að halda en nálastung-
umar virðast bæði draga úr bólgum
og sársauka og hækka sársauka-
þröskuld sjúklinganna."
Guðmundur sagði að niöurstöð-
umar yrðu siðan kynntar en unnið
væri út frá þeirri tilgátu að nála-
stungur hefðu jákvæð áhrif í þá átt
að draga úr verkjum.
Nálastungur fara þannig fram að
3-A sentímetra löngum hárfinum
nálum er stungið í líkama sjúklings
á ákveðnum punktum. Það fer eftir
eðli sjúkdóms hvaða punktar eru
ertir. Nálamar em látnar vera í
sjúklingnum 20-30 mínútur í senn
og annað veifið er þeim snúið eftir
kúnstarinnar reglum.
„Við veljum þá sjúklinga hér sem
taka þátt í tilrauninni og það gekk
mjög vel að fá sjálfboðaliða. Það em
síðan notuð hefðbundin spuminga-
próf til að mæla hver áhrif meðferð-
in hefur á verkina."
Ráðherra kemur
í heimsókn
Forsaga málsins, að sögn Guð-
mundar og Áma Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra stofnunarinnar,
var sú að Ólafur Egilsson sendi-
herra hafði'áhuga á því að efla sam-
starf íslands og Kína á sviði heil-
brigðismála. Það leiddi síðan til
þess aö þegar ráðherra heilbrigðis-
mála í Kína var í opinberri heim-
sókn á íslandi kom hann í heim-
sókn á heilsustofnunina i Hvera-
gerði. Þetta var allt með ráðum gert
því mönnum þótti réttilega að
heilsuhælið gæti verið góður vett-
vangur fyrir samstarf milli land-
anna um óhefðbundnar lækningar.
Síðar kom boð frá kínverskri rík-
isstofnun, Sinopharm, sem annast
allan útflutning og innflutning á því
sem varðar kínversk heilbrigðismál
og sjúkrastofnanir. Sinopharm vildi
fá íslendinga í heimsókn til ráðgjaf-
ar um það hvemig best yrði komið
á fót heilsuhælum í Kína sem líkt-
ust því sem ráðherrann hafði séð í
Hveragerði. Það varð úr að Ámi og
Guðmundur reistu austur til Kína í
nokkurs konar kynnisferð.
„Við sáum margt fróðlegt i þess-
ari för þótt við gætum ef til vill ekki
ráðlagt þeim mjög mikið. Við sáum
fáar stofnanir sem hentuðu undir
líka starfsemi og hér fer fram og
verulegur ágalli er að þá vantar
heitt vatn og gufur sem hér nýtast
mjög vel sem hluti meðferðar."
Landlæknir veitti leyfi
Afrakstur ferðarinnar var marg-
þættur en þó helstur sá að Sinopharm
tók að sér að útvega heilsuhælinu sér-
fræðing á sviði nálastungulækninga
og senda hann til íslands í ársdvöl en
fleira sem vannst í ferðinni á eftir að
kynna síðar. Það tók nokkum tíma að
finna einhvem sem væri nógu vel
mæltur á enska tungu til að bera
hróður kínverskra vísinda um heim-
inn en það tókst í Hu Minghai. Ming-
hai hafði ekki áður komið út fyrir
landamæri Kína og ísland er því eina
landið sem hann hefur heimsótt utan
heimalands síns ef frá er talin stutt
viðdvöl á Kastrup-flugvelli í Kaup-
mannahöfn.
„Við sóttum um leyfi til land-
læknisembættisins til þess að fá
Minghai til starfa hérlendis í eitt ár.
Embættið veitti leyfið góðfúslega og
við erum afskaplega ánægðir með
stuðninginn og viðtökurnar sem er-
indi okkar fékk. Best þætti okkur ef
eiginkona hans og sonur gætu kom-
ið í heimsókn."
Saknar fjölskyldunnar
Hu Minghai á eiginkonu og níu
ára gamlan son austur í Beijing en
konan hans er lyfjafræðingur. Hu
saknar þeirra ákaflega mikið en
meðan tölvusamband er ekki komið
á með kínverskum táknum verða
bréfaskriftir að nægja. Kona Hu á
ekki heimangengt vegna skólagöngu
sonarins en ferðafrelsi Kínverja er
háð ströngum reglum eins og kunn-
ugt er.
„Mér finnst landið fallegt," segir
Hu Minghai á bjagaðri ensku. „Það
er veörið sem mér finnst ekki eins
fallegt. Ég er vanari því að sumrin
séu mjög heit og veturnir heima era
mjög kaldir, allt að 10 stiga frost en
það rignir ekki svona oft.“
Að sögn Guömundar leggur pró-
fessor Hu sig mjög fram um að verk-
efnið gangi eins vel og kostur er.
„Hann hefur afskaplega góða nær-
vera og nær ótrúlega vel til sjúkling-
anna þótt munnleg samskipti viö þá
séu takmörkuð enn sem komið er.“
Hann vinnur mikið, stundar lík-
amsrækt, s.s. hlaup og gönguferðir,
og hefur einu sinni farið með starfs-
félögum sínum í Kringluna.
„Ég er ekki viss um að hann hafi
trúað öllu sem fyrir augu bar þcu:,“
segir Guðmundur. „Meiri undrun-
arsvip hef ég sjaldan séð.“
Læknar almennt íhalds-
samir
Guðmundur hefur í sjö ár verið
yfirlæknir heilsuhælisins í Hvera-
gerði en hann sérhæfði sig í endur-
hæfingarlækningum og rekstri
heilsuhæla og segist ávallt hafa haft
mikinn áhuga á óhefðbundnum
lækningum i líkingu við nálastung-
ur. Guðmundur var í tvö ár formað-
ur Læknafélags íslands svo hann
þekkir vel viðhorf starfsbræðra
sinna til þessara fræða.
„Almennt má segja að þeir sem
stunda hefðbundnar lækningar á
Vesturlöndum séu varkárir og
íhaldssamir í garð þessara fræða og
þar era íslenskir læknar engin und-
antekning. Það er inngróin vísinda-
leg nálgun að vilja sjá sannaðar nið-
urstöður úr mörgum prófunum
áður en ráðum er beitt við sjúkling-
inn og ekkert nema gott um það að
segja.
Það er hins vegar staðreynd
máls að nokkur munur er á nála-
stungum eins og þær eru stundað-
ar á Vesturlöndum og þeim sem
stundaðar eru í Kína. Á Vestur-
löndum eru menn að stinga í
áreitispunkta í taugaendum,
„trigger points", og þetta era sömu
punktamir og era notaðir í Kína
en þeir nota fleiri punkta, aðrar
aðferðir og kalla hlutina stundum
öðrum nöfnum og tengja sínar
nálastungur við heildrænar kenn-
ingar sínar um Yin og Yang.“
Fúskarar skapa fordóma
. Guðmundur segir að það sé
einnig staðreynd að margir aðilar
stundi nálastungur og menntun
þeirra og reynsla sé mjög mismun-
andi.
„Það er alls ekki hættulaust að
stunda nálastungur og sumir þeirra
sem hafa fengist við þetta hafa kom-
ið hálfgerðu óorði á þær og vakið
fordóma og tortryggni hefðbund-
inna lækna.“
Guðmundur segir að meðal þess
sem prófessor Minghai ætlar að
gera í samvinnu við heilsuhælið sé
að halda fyrirlestra og námskeið um
nálastungur fyrir íslenska lækna.
„Þannig má segja að markmiðið
með komu hans sé ekki aðeins að
draga úr verkjum hjá sjúklingunum
heldur einnig að reyna að draga úr
fordómum meðal lækna.