Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 31
JL>V LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 tibókarkafli 3. sjá hver vinnur!" skrifar hún ákveð- in. Annie Leifs til Jóns Leifs, Rehbrúcke 12.3. 1935. Frumflutningur í meðallagi Ljónshjarta bar hún í brjósti. Ótta- laus eins og ljónynjan frá Júda barð- ist hún fyrir tilveru fjölskyldunnar og því að koma manninum sínum á framfæri. Fyrr yrði líklega hún sjálf, sem var fædd gyðingur, sökuð um að hafa átt samskipti við nasista en arískur eiginmaður hennar sem var bundinn í báða skó í Reykjavík. Reyndar skorti mann hennar þá hæfi- leika sem hún hafði til að heilla aðra að koma málum áleiðis og færa rök irvara. Frumflutningurinn vakti að hans sögn „mikla hrifningu hjá áheyrendum" en var „sjálfur í meðal- lagi“. Vegur Jóns Leifs varð aldrei meiri í Þýskalandi en þennan apr- íldag 1935. í Wiesbaden sá Jón loks aftur draumadísina Ursulu Lentrodt og lagði ónærgætna tillögu fyrir Annie: „Hún leikur 20. maí í Berlín og verð- ur í Neubabelsberg frá því í kringum 8. maí. Vilt þú kynnast henni? - ef við verðum aðeins góðir kunningjar eins og fram að þessu?“ Jón Leifs til Annie, Wiesbaden 23.4.1935. Fulltrúi íslands í Wiesbaden Endurfundimir urðu þó alls ekki jafn ástríðuþrungnir og Jón hafði vonast tfl: „U.L. hitti ég öðru hverju; hún einbeitir sér aðeins að starfmu og virðist ekki hafa mikinn áhuga á karlmönnum, er í vinfengi við Schuricht og dvelst á sama hóteli og hann. Ég er búinn að bjóða henni tfl okkar, vonandi kemur hún. Tilfmn- ingar mínar eru óbreyttar þótt þær séu ekki lengur jafn óraunverulegar. Hvemig líst þér á að við fönun að sofa hvort í sínu lagi, ef þú telur það vera betra fyrir þig?“ Jón Leifs tO Annie, Wiesbaden 27.4.1935. í blindri sjálfhverfu sinni kom Jón ekki auga á blákaldar staðreyndirnar. Sú sem hjarta hans þráði var upptek- in, tilfinningar hennar beindust í aðra átt. í símtali hefur Ursula Lentrodt sjálf rakið sína sögu af þess- um atburðum: Ursula Lentrodt í Berlín, símtal 3.1.1998. Góður vinur hennar hafði ekið henni i bifreið tO Wiesbaden en orðið eftir á hótelinu þegar hún fór á tón- leika Carls Schurichts á tónlistarhá- tíðinni í Hamborg í júní 1934. Jón Leifs dvaldist á hinu nýtískulega Hot- el Vier Jahrzeiten sem fuOtrúi ís- lands í boði Fastaráðsins. Hann hafði einnig fengið miða á tónleika Schurichts sem haldnir vom í Kur- haus. Þeim var síðan báðum boðið í samkvæmi eftir tónleikana. Schuricht settist þétt við hlið ljós- hærða hörpuleikarans og fór illa að ráði sínu, hann heOti niður víni á ljósbláu blússuna hennar og dökkbláa pflsið og kynnti hana sem „bróður- dóttur Hermanns Görings", sem henni fannst bæði ófyndið og óþægi- legt. Hún vissi ekki að þetta væri haft í flimtingum þarna í borginni og að Göring ætti í raun og veru bróður í Wiesbaden sem var forstöðumaður augndefldar sjúkrahússins. í morgunsárið gengu þeir sem vom í samkvæminu upp á Neroberg tfl að horfa á sólarupprásina og Carl Schuricht fékk Ursulu Lentrodt þá með sér afsíðis. Það varð upphaflð að stuttu ástarsambandi og ævflangri vináttu. SkOnaður hans við þriðju eiginkonuna, sem var hoOensk, stóð þá fyrir dymm. Þetta kvöld hafði Ursula Lentrodt ekki augun af Schuricht. Hann var mjög hrífandi maður og átti eftir að sýna mikið hugrekki á dögum Þriðja ríkisins. Hún var svo heiduð af þess- um manni, sem var meira en helm- ingi eldri en hún, að hún tók ekki einu sinni eftir þögla og föla íslend- ingnum í sumarfötunum sem áttu ida við. Hún vissi enn síður hvemig hon- um var innanbijósts. í bréfunum tO Jón Leifs við heimkomuna. Passamynd frá 1946. fyrir máli sínu. Ástæðan fyrir því að Jón gerði hlé á starfí sínu í Reykjavík eftir aðeins tvo mánuði var sú að fmmflytja átti orgelkonsert hans á Norrænum tón- listardögum í Wiesbaden 26. aprO. Loksins! Raddskráin að konsertinum hafði verið prentuð tveimur ámm fyrr og um hana höfðu faflið vinsam- leg orð í blöðum. PáO ísólfsson hafði snemma hætt við að leika einleik í konsertinum, haustið 1931, en eftir- maður hans sem aðstoöarorgedeikari í Tómasarkirkjunni, Gúnther Ramin, hafði fengið nóturnar. Sjá áritað ein- tak í Statens Musiksamlingar í Stokk- hólmi. Hann hafði einnig verið nemandi TeichmúOers. Nefnt hafði verið að flytjendur yrðu Alfred Sittard, WO- helm Furtwángler og Fílharmóníu- sveit Berlínar. Að lokum tók enn einn nemandi úr meistaratímunum hjá TeichmiUler og Straube að sér að flytja verkið, sem kannski er hið erf- iðasta sem samið hefur verið fyrir orgel. Það var Bæjarinn Kurt Utz (1901-1974) sem hafði verið skipaður orgedeikari í Marktkirche í Wies- baden. Jón þekkti hann ekki, en það gerði PáO ísólfsson. Frumkvæðið að því að fá Kurt Utz tO að leika konsert- inn virðist hafa verið tekið í Wies- baden. Sjá Jón Leifs til Annie, Reykjavík 11.3.1935. Hljómsveitarstjóri heOsulindar- hljómsveitarinnar þar, Carl Schuricht, var um þær mundir ráð- inn að Berlínarútvarpinu og stað- gengfll hans var Dr. Helmuth Thier- felder. Gunnar Gunnarsson rithöfundur átti að halda vígsluræðuna á Norræn- um tónlistardögum í Wiesbaden, en hann var á íslandi og Jón þurfti að hlaupa í skarðið með skömmum fyr- bræðslurör Islensk framleiðsla iso 2000 Tilboð 42 kr/m. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Annie Leifs, kona Jóns, í Leipzig 1921. hennar, sem því miður eru glötuð, virðist Jón ekki heldur hafa tjáð henni innstu tilfinningar sínar. Skuggalegur maður Það var líklega eftir frumraun Ursulu Lentrodt í Bechsteins-salnum í Berlín að Jón Leifs bauðst tfl að fylgja henni á brautarstöðina. Á Ba- hnhof Zoo reyndi hann allt í einu að kyssa hana. Þessi skyndilega áreitni kom flatt upp á hana og gerði hana smeyka: „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, var undrandi, hneyksluð. Hann var skuggalegur maður, ógn- vekjandi, þungbúinn, gleðivana, lok- aður. Mér þótti hann ekki aðlaðandi. Þótt Schuricht væri miklu eldri að árum virtist Jón Leifs einhvem veg- inn vera gamall maður.“ Ursula Lentrodt í Berlín, símtal 3.1.1998. Ursula Lentrodt starfaði tímabund- ið í Mainz og Bad Nauheim í átta vik- ur en settist haustið 1935 að í Ruhleben í Berlín. Kynnin við Jón héldu áfram en urðu ekki nánari. Ursula man eftir því að þau hafi geng- ið saman á götu og Jón hafi þá ráðið henni að lesa mikið, einkum ævisög- ur tónskálda. Það var sama lesefni og hann sjálfur pældi í gegnum þegar hann vann hjá Ríkisútvarpinu í Reykjavik. Ursula kom aldrei í húsið í Rehbrúcke og hún lék aldrei nætur- ljóðið fyrir hörpu. Jón hélt áfram að skrifa Ursulu bréf löngu eftir stríð. Sjálf getur hún þess tfl hvað í fari hennar hafi vakið áhuga hans. Hún var unga fagra frjálsa konan sem hafði tfl að bera aflt það sem á skorti í aðkrepptri tfl- veru tónskáldsins, hún var opinská, lífsglöð og laus við áhyggjur og þunga ábyrgð. Ástkonan var því engin og aflt tóm- ar gridur og ímyndanir. Þó urðu kynnin af þessari konu upphaflð að því að Jón fór að taka sér meira frelsi. Það færðist í aukana þegar hann fór tfl Islands 6. júlí 1934. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. nóvember 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 - 36. útdráttur 1. flokki 1990 - 33. útdráttur 2. flokki 1990 - 32. útdráttur 2. flokki 1991 - 30. útdráttur 3. flokki 1992 - 25. útdráttur 2. flokki 1993 - 21. útdráttur 2. flokki 1994 - 18. útdráttur 3. flokki 1994 - 17. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu Laugardaginn 13. nóvember. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. íbúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 I Fax 569 6800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.