Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 1 iV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk„ Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hæstiréttur yfirstéttarinnar Þegar meirihluti Hæstaréttar sýknaði háskólaprófess- or af kæru um gróft kynferðisofbeldi gegn dóttur hans, voru dómararnir að gæta hagsmuna yfirstéttarbróður síns. Þeir létu orð hans standa gegn orði dótturinnar og hirtu ekki um framburð annarra vitna. Sjaldan hafa atvik verið eins ljós í sifjaspellsmáli og í þessu. Þriðju aðilar báru vitni um afbrotin, svo að meiri- hluti Hæstaréttar þurfti ekki að velja milli vitnisburðar prófessorsins og dóttur hans. Hann gat tekið mark á framburði vitna, en kaus að gera það ekki. Röksemdafærsla verjanda prófessorsins til varnar meirihluta Hæstaréttar eftir niðurstöðuna, er bull og þvæla, því að hann einangrar málið við orð eins gegn orði annars. Sú einfóldun gefur ranga mynd af málinu í heild. Árásimar á Hæstarétt voru því sjálfsagðar. Hæstiréttur hefur almennt ekki verið í góðum málum, síðan hinn sami verjandi skrifaði skammabók um dóm- stólinn. Hann hefur hvað eftir annað verið sneyptur af betri og æðri dómstólum úti í heimi. Og nú síðast er hann frægur af að hafa sýknað Kio Briggs. Svo ógeðfellur er Hæstiréttur, að fyrir þremur árum kvað hann upp málamyndadóm yfir margföldum nauðgara og gaf honum stóran afslátt út á, að hann hefði á nauðgunartímanum skaffað fómardýrinu mat og hús- næði. Slíkir dómarar eru tæpast með réttu ráði. Þegar Hæstiréttur ýtir lýsingum vitna út af borðinu og talar um prófessorinn sem einhvem einfaldan og skaðlít- inn gluggagægi, er hann að misþyrma staðreyndum málsins. Engin skýring er á því önnur en sú, að prófess- orinn sé of fínn pappír til að hljóta kynóradóm. Hér verður ekki farið út í lýsingar vitna á ógeðslegum háttum og atferli prófessorsins, sem er skjólstæðingur meirihluta Hæstaréttar, því að þær eru ekki prenthæfar. Hið sama má raunar segja um sannleikann um meiri- hluta Hæstaréttar, að hann er ekki prenthæfur. Því er hér í þessum leiðara aðeins fjallað almennum og fjarlægum orðum um þá staðreynd, að Hæstiréttur hefur til varnar þekktum yfirstéttarmanni nauðgað stúlkunni andlega ofan á þá líkamlegu nauðgun, sem hún hefur mátt þola af hálfu föður síns. Meirihluti Hæstaréttar hefur nauðgað fleirum en dótt- ur prófessorsins með stuðningi sínum við prófessorinn. Með dóminum hefur verið hindrað, að fleiri sifjaspell verði kærð hér á landi. Hæstiréttur hefur sagt, að ekki hafi neina þýðingu að kæra slík mál. Með því að taka mál, þar sem atvik voru óvenjulega skýr, og láta það leiða til sýknunar, er Hæstiréttur að segja öllum þeim, sem á eftir hefðu viljað koma, að leið laga og réttar sé ekki kleif þolendum stórbrotamanna á sviði sifjaspells. Þeir verði að leita annarra leiða. Staða íslenzkra sifjaspellsmála hefur hingað til verið þannig, að tíundi hluti þeirra hefur verið kærður og tí- undi hluti kærðra mála endað með sakfellingu. Það er um það bil einn hundraðasti raunverulegra sifjaspella. Nú mun þetta hlutfall lækka niður í 0,0%. Hæstiréttur hefur frá öndverðu verið hallur undir yf- irvöldin í landinu og yfirstéttina. Sýknudómur meiri- hlutans í sifjaspellsmálinu er einfalt dæmi um, að Hæsti- réttur fer meiri silkihönzkum um prófessora en börn. Hæstiréttur er tæki í höndum yfirstéttarinnar. Dómur meirihluta Hæstaréttar í sifjaspellsmáli pró- fessorsins er svo fráleitur, að hann verður ekki skýrður á annan hátt en sem einföld hagsmunagæzla. Jónas Kristjánsson Þýsk valdastefna? Eftir að Berlínarmúrinn féll bjuggust margir við því að Þjóð- verjar færu að láta meira til sín taka á alþjóðavettvangi og freistast til að losna undan þeim skorðum sem ósigur þeirra i seinni heims- styrjöldinni og þarfir risaveldanna í kalda stríðinu settu þeim. Þessir spádómar hafa ekki ræst: Þjóðverj- ar hafa ekki sýnt tilhneigingu til að líta á sig sem stórveldi eða gert til- raun til að ná pólitískri forræðis- stöðu í Evrópu í krafti efnahags- styrkleika síns. Þau grundvallar- markmið sem einkennt hafa utan- ríkisstefnu (Vestur-)Þjóðverja síð- an á 6. áratugnum eru enn í fullu gildi og byggjast á tvennu: að hafa náið samband við Frakka vegna Evrópusamstarfsins og Bandaríkja- menn vegna NATO. En það sem hef- ur breyst á síðustu árum er að Þjóð- verjar hafa tekið á sig mun víðtæk- ari skuldbindingar í vestrænu hemaðarsamstarfi, eins og þátttaka þeirra í aðgerðum Atlantshafs- bandalagsins í Bosníu, og þó einkum Kosovo, sýnir. Spumingin er sú hvort hér er um þáttaskil eða frá- vik í utanríkisstefnunni að ræða. Blendin viðbrögð Þegar Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari, setti fram áætlun í tíu liðum um sameiningu þýsku ríkj- anna eftir fall Berlínarmúrsins mæltist hún misvel fyrir. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, fór ekki leynt með andstöðu sina og tókst meira að segja fá Francois Mitterrand, forseta Frakklands, á sitt band um tíma. Afstaða Thatcher var í fullu samræmi við þá útbreiddu bresku „sögu- skoðun" að reynslan af nasismanum sýndi að skipt- ing Þýskalands væri Þjóðverjum sjálfum fyrir bestu. Ef þýsku ríkin yrðu sameinuð mundi Þýska- land taka upp landvinningastefnu. Viðkvæðið var að Þjóðverjar mundu notfæra sér efnahagsstyrk- leika sinn í pólitísku skyni. Frakkar hugsuðu á svipuðum nótum enda þótt þeir færu hljóðar með það. Þeir vildu koma í veg fyrir tvíræði í Evrópu sem reist væri á bandarísku forræði í öryggismál- um og þýsku forræði í efnahagsmálum. Bandaríkja- menn veittu hins vegar áætlun Kohls fullan stuðn- ing. Sovétmenn stóðu heldur ekki í veginum, enda vildi Míkhail Gorbat- sjov sovétleiðtogi binda enda á kalda stríðið. Þegar Frakkar áttuðu sig á því að sameining Þýskalands væri óum- flýjanleg ákváðu þeir að láta af andstöðu sinni. Þessum aðdrag- anda að sameiningu þýsku ríkjanna hafa Þjóðverjar ekki gleymt. Þeir lita svo á að Gor- batsjov og George Bush Bandaríkjaforseti hafi komið málinu í höfn. Þjóðverjar erfa það ekki við Frakka að þeir skyldu hafa hikað á ör- lagastundu, enda mundi það stefna sam- vinnu þeirra í Evrópu- sambandinu í hættu, en þeir eru mjög gagn- rýnir á þátt Breta, og þá sérstaklega Margar- et Thatcher. Aukið sjálfstraust í upphafi áratugarins voru Þýska- land og Japan fyrirmyndir annarra þjóða í efnahagsmálum.og það mátti greina aukið sjálfsöryggi í utanríkis- stefnu Þjóðverja. Hér ber vitaskuid hæst Maastricht-samkomulagið sem endurspeglaði hugmyndir Þjóðverja um aukið vægi Evrópusamvinnunnar með því m.a. að koma á sameiginleg- um gjaldmiðli og sjálfstæðum öryggis- armi. Þjóðverjar höfðu einnig frum- kvæði að því að viðurkenna Slóveníu og Króatíu á árunum 1991-1992, eftir að Júgóslavía liðaðist í sundur. Þessi ákvörðun var mjög umdeild, enda mátti færa rök að því að hún hefði kynt undir þjóðemisátökin á þessu svæði. Hún benti þó til þess að Þjóð- verjar vildu marka sjálfstæðari stefnu í utanríkismálum. Á þessum tíma var einnig talið líklegt að Þjóðverjar fengju aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í sam- ræmi við efnahagsstyrk sinn. Á árunum 1993-1995 breyttust allar þær forsendur sem lágu þessum áherslu- breytingum til grundvallar. Efnahagsniðursveiflan, kostnaðurinn við uppbyggingu austurhlutans og að- gerðaleysi Evrópusambandsins í Bosníu-deilunni drógu mátt úr utanriídsstefnu Þýskalands og veiktu ímynd þess sem efnahagsstórveldis.-Þetta leiddi til minnkandi stuðnings þýsks almennings við Evrópusamvinnuna, enda beindi efnahagssamdrátturinn sjónum manna að þeirri staðreynd að Þjóðverjar stæðu undir meginkostn- aði við rekstur Evrópusambandsins. Þjóðverjar létu Bandarikjamönnum eftir forystuhlutverk í Bosníu-deil- unni, hættu að knýja á um sjálfstæðan öryggisarm Evr- ópusambándsins og féllust á hugmyndir Clinton-stjórn- arinnar um að binda stækkun NATO við aðeins þrjú ríki en ekki funm eins og þeir höfðu upprunalega viljað. Á móti kom að Þjóðverjar ákváðu í fyrsta sinn frá stríðslokum að taka takmarkaðan þátt í hernaðaraðgerð- um NATO í Bosníu. Enn skýrara dæmi var vitaskuld full aðild Þjóðverja í loftárásum NATO á Júgóslaviu vegna Kosovo-deilunnar. Þeirri spumingu er enn ósvar- að hvort þessi afstaða leiðir til aukins sjálfstæðis í utan- ríkismálum þegar fram líða stundir eða hvort Þýskaland sé endanlega orðið „vestrænt" í þeim skilningi að Þjóð- verjar láti ekki lengur fortíðarvanda sinn standa í vegi fyrir samstöðu með bandalagsríkjum sínum. Um þessar mundir eru liðin tíu ár frá falli Berlínarmúrsins. Þjóðverjar hafa ekki sýnt því áhuga að taka að sér stórveldaskuldbindingar í alþjóðamálum á þessum ára- tug. Þó hafa orðið áherslubreytingar í utanríkisstefnu Þjóðverja eftir sameiningu þýsku ríkjanna. Erlend tíðindi Valur Ingimundarson skoðanir annarra Að meta kalda stríðið „Heitar umræður fara enn fram um hvort of : miklu hafi verið til kostað við að heyja kalda stríðið | og hvort of mikil áhætta hafi verið tekin. Sumir | spyrja hvort nokkuð hefði þurft að heyja það. Tíu ár I eru of skammur tími til að leggja mat á endanlegan dóm af þeirri stæröargráðu. En tíu ár eru ekki of 1 skammur tími til að gera að veruleika nýfengið ör- I yggi, tækifæri og sjálfsvirðingu sem hundruð millj- I óna manna í mörgum löndum fengu upp í hendurn- ; ar. Það er enn grundvallarstefna ríkja heimsins að | horfa á bak kalda stríðinu." j Úr forystugrein Washington Post 11. nóvember. Stöðvið stríðið „Það er kominn tími til að stöðva stríð Rússlands ; gegn Tsjetsjeníu. Það verður að gerast með íhlutun erlendis frá. Myndimir af deyjandi og flýjandi ' Tsjetsjenum grípa okkur. Rússar sjá þær ekki. Rúss- ; ar hætta ekki sjálfir árás sem þeir hófú vegna inn- ! anríkispólitískra hagsmunamála og sem frá fyrstu “ stundu hefur einkennst af lygum um tilgang og að- ferðir. Staða Tsjetsjeníu er pólitískt vandamál sem einungis er hægt að leysa með pólitískum samninga- viðræðum. Alþjóðleg Kákasusráðstefna gæti verið upphaflð. Það vilja Rússar enn ekki skilja. Önnur Evrópulönd mega ekki lengur þegja og samþykkja ofbeldið." Úr forystugrein Aftonbladet 12. nóvember. Skortur á samhæfingu „Ein af ástæðunum fyrir skorti á norrænni sam- hæfingu er sú staðreynd að ekkert landanna er að fullu aðili í NATO, Evrópusambandinu og Vestur- Evrópusambandinu. Þvert á móti er um ýmsar sam- setningar að ræða varðandi aðild að þessum sam- vinnusamtökum. Svíþjóð, sem er aðili að Evrópu- sambandinu en ekki að NATO, hefur annarra hags- muna að gæta en NATO-löndin Noregur og ísland. Hver sem niðurstaða viðræðnanna í Evrópusam- bandinu um varnarmálastefnu verður blasa ný vandamál við Noregi.“ Úr forystugrein Aftenposten 12. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.