Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 DV
48*
★
II
Disney's
Magic Artist.
Læröu aö teikna
^yneö Mikka
mús.
Rallkappar á ferð
og flugi
Helgina 22.-24. október lögðu
nokkrir rallkappar í ferð til Noregs
og Svíþjóðar með það fyrir augum
að skoða og jafnvel festa kaup á rall-
bíl. Margir öflugir bílar urðu á vegi
þeirra og mikið þótti þeim koma til
rallmenningar frænda okkar í
norðri. Það voru íslandsmeistaram-
ir í eindrifsflokki, Daníel Sigurðar-
son og Sunneva Lind Ólafsdóttir,
sem voru í fararbroddi og höfðu þau
með sér til liðsinnis og ráðlegginga
Þorstein Pál Sverrisson, sem er vel
þekktur í rallheiminum, og Fylki A.
Jónsson krónukrossmeistara ásamt
Marian Sigurðssyni og Jóni Þór
Jónssyni, keppendum í Norðdekk-
flokknum 1999. Daníel og Sunneva
hafa verið að leita sér að nýjum bíl
til að hefja meistaraslaginn á næsta
ári og var búið að bjóða þeim gríð-
arlega öflugan bíl frá „Toyota Team
Sweden" sem nú átti að taka til
kostanna.
Lagt var upp á fostudagsmorgun
til Óslóar og þar í borg heimsóttar
helstu rallverslanir og staðir og svo
var haldið á verkstæði Gundersen
Motorsport. Þar á bæ blasti viö
mörg fögur sjónin, s.s. heiðgulur og
glansandi Seat Ibiza Kit Car, bill
sem er draumur allra sem til
þekkja. Eftir að hafa grandskoðað
gripinn var spurt um verðið á trylli-
tækinu. Eitthvað stóð á svari en
þegar það kom þá gengu allir eitt
skref aftur á bak: Þrjátíu milljónir,
takk fyrir! Við hættmn að vera
hissa á áhyggjum eiganda bílsinns
sem var búinn að standa vörð yfir
okkur allan tímann.
Gundersen Motorsport er einnig
með útgerð á N-Group Subaru-lið-
inu í Noregi. Þetta eru minna
breyttar Imprezur en bíll feðganna,
þ.e. „aðeins" 260 hestöfl og 360 nm i
tog. Liðið gerir út þrjár svona
Imprezur og sér um alla þjónustu og
rekstur en Shell í Noregi er stærsti
styrktaraðilinn hjá þeim. Kvöddu
þessir herramenn okkur með alls
kyns vamingi og voru menn alsæl-
ir.
Nú var haldið til Uppsala í Sví-
þjóð þar sem GT-Four Toyotan var.
Eldsnemma á laugardagsmorgun
vorum við sótt og farið með okkur á
búgarð i nágrenninu þar sem höfuð-
stöðvar Dick Wicksells Motorsport
eru. Byrjað var á því að opna bíl-
skúrinn og þar var þessi óhemju öfl-
ugi bíll í allri sinni dýrð. Það kom
heimamönnum greinilega á óvart
þegar við tókum upp vinnugalla og
byrjuðum að grandskoða bílinn,
vopnuð myndavélum og óskiljan-
legu tungumáli. Eftir að við höfðum
fullvissað okkur um að allt væri
eins og lofað hafði verið var farið að
reynsluaka gripnum. Niðurstöður
akstursins voru á þessa leið: Daníel
sttmdi: „hvur ands..., kinnamar
fóm aftur í.“ Þorsteinn Páll var
heillaður: „Langöflugasti bíll sem ég
hef keyrt.“ Sunneva Lind var aftur
á móti hin rólegasta og vakti aðdá-
un Svíanna fyrir sterkar taugar þeg-
ar þeir þeystu með hana um sænskt
skóglendi á öðru hundraðinu.
Toyotan, sem er vel yfir 300 hestöfl-
in og með tog upp á 560 nm, ætti að
vera fær í flestan sjó hér heima á ís-
landi. Hún var smíðuð árið 1996 fyr-
ir Diedier Auriol sem er, eins og
kunnugt er, mjög framarlega í
heimsmeistarakeppninni í ralli.
Ekki ómerkari menn en Tomas Rad-
ström og Mats Thorzelius notuðu
bilinn á ánmum 1997-98, með góð-
um árangri, og núverandi eigandi,
Dick Wicksell, varð annar í sænsku
meistarakeppninni í ár. Allur bún-
aður bílsins er í Al-ástandi og að
miklu leyti er hann byggður upp
eins og Toyota Corolla Carloz Sainz,
margfalds heimsmeistara. Það verð-
m* enn meiri lyftistöng fyrir ís-
lenska rallheiminn ef næst að fjár-
magna kaup á þessum bíl.
í einni hliðarskemmu búgarðsins
fundust forláta bílar og mótorhjól
en Wicksefl er margfaldur meistari
í motokrossi og rallíkrossi. 520 hest-
afla Audi Quattro vakti athygli okk-
ar en á þessum bíl keppti Wicksell í
síðustu Evrópukeppni í rallíkrossi
og hafnaði í sjöunda sæti. Þessi bíll
er 2,6 sekúndur frá 0-100 km á klst.
og geri aðrir betur.
Til stóð að fara á 150 bíla rafl-
keppni í nágrenni Örebro en ekki
vannst tími til þess og var því farið
út á hið rándýra næturlíf í Uppsala
um kvöldið. íslensk verðlagning á
öli má sín lítils þama en það vakti
einnig athygli okkar að hvert sem
við fórum komu heimamenn vel
fram við okkur og af virðingu. Það
Rallbíllinn sem skoðaður var í ferðinni, 7 milljón króna Toyota.
veiði
rikir greinilega allt annað hugarfar
varðandi rallíþróttina hjá frændum
okkar en hér heima.
Nú er bara að vona að þessir stór-
huga ökumenn nái að láta enda ná
saman og hlökkum við til að sjá þá
í keppni næsta sumar. Ferðalang-
amir vilja koma á framfæri þökk-
um til Dynjanda sem gallaði upp
mannskapinn í ferðina. -DS
Hrygningartíminn að
byrja fyrir alvöru
£ # DV efrlir t'1 teiknlsamkeppni
.__ meðal krakka á grunnskólaaldri.
Viðfangsefnið er jólakort DV
ogþurfainnsendarmyndir
f ov % ^ að vera í sterkum litum
0 og tengjast jólunum.
W Vinningsmyndin verður notuð sem jólakort DV1999.
^ #
Það kominn vetur og fáir á ferli við
Langhyl í Laxá á Ásum. Fyrir fáum
dögum var kalt en núna hefur hlýnað
verulega. Ég geng með fram hyljunum
og kiki eftir laxi, það er engin hreyf-
ing, ég geng því niður með hylnum.
Kannski er bara enginn fiskur í hyln-
um, jú, það hlýtur að vera. Allt í einu
sé ég hreyfingu við bakkann, tveir
laxar eru á ferðinni og annar er sýnu
stærri, það er hængur. Ég stoppa og
fylgist með þeim, þeir synda hiið við
hlið og láta mig alls ekki trufla sig.
Þeir eru orðnir legnir. Þeir synda ró-
lega eftir botninum og hrygnan hefur
augun við árbotninn, það er verið að
leita að heppilegum riðstað. Þau
synda neðar með hylnum, fram hjá
aðalveiðistaðnum í ánni, við skiltið
Umsjón
Gunnar Bender
•vcÆ *
evð\aun í boði fyrirjQ/ ,
BT
býður vinninga
Skilafrestur er til laugardagsins 20. nóvember nk.
Utanáskrift er: DV-jólakort, Þverholti 11, 105 Reykjavík
Teiknimyndin
vinsæla
Pöddulíf
meö íslensku tali
PlayStation
' leikjatölvan
með stýripinna
sem hristist í
ákveönum leikjum
og leikurinn
Hercules.
góða. Hrygnan hefur fundið riðstað-
inn, góðan malarbotn og byrjar að
grafa holu. Aflt í einu kemur annað
laxapar fram hjá og það stoppar ekki,
það hverfur neðar í hylinn, þetta eru
tveir 5 punda laxar. Þeir eru greini-
lega að leita sér að riðstað líka, hæng-
urinn stóri gerir sig líklegan til að
reka þá í burtu, þess þarf ekki, þeir
eru famir.
Ég sé að hrygnan gerir allt sem þarf
að gera til að undirbúa málið, hæng-
urinn fylgist með af athygli, hans tími
er greinilega ekki komin. Hrygningar-
staðurinn er greinilega tilbúinn og
allt fer á fleygiferð. Ég læt mig hverfa,
fjörið er byrjað fyrir alvöru, svæðið
sem þau völdu er allt á iöi og á eftir
að iða þegar líður á.
Látum laxinn eiga sig
Ég verð nú að segja að mér flnnst
þetta heldur manneskjulegra en taka
laxinn í net og fara með hann í eldis-
stöðina. Það skiptir miklu, að flskarn-
ir fái að gera hlutina sjálfir. I eldis-
stöðinni er flskurinn látinn bíða þang-
að til hann er tilbúinn, eða næstum
Björgvin Orn Ragnarsson með lax
úr Langhyl í Laxá á Ásum í haust, en
þessa dagana er tilhugalífið að
byrja í laxveiðiánum. Tími hænga og
hrygna er að hefjast, leikur þeirra
síðustu daga bendir allavega til
þess.
því, og þá er haflst handa við verkið.
Margar laxveiðiár eru reyndar
þannig að það verður að hjálpa þeim
og þá verður að gera þetta. En þetta
„kukl“ sem viðgengst í mörgum lax-
veiðiám mætti leggja af. Ám?ir eiga
samt að sjá um sig sjálfar. í fjölda
veiðiáa er ekkert átt við flskinn eins
og Haffjarðará í Hnappadal sem
dæmi. Fiskurinn fær að hrygna sjálf-
ur og enginn er að „fikta" i honum á
haustin. Hann fær að leika sinn leik í
hyljum árinnar og allir eru hressir,
fiskurinn kemur aftur í ána og veiði-
menn fá hann til að taka fluguna. Til
þess er leikurinn gerður.
Veiðieyrað
Það ætti að styttast í að það
skýrist hver fái Fnjóská í
Fnjóskadal, en þeir voru nokkrir
sem buðu í hana og sumir
þónokkuð hátt. Stangaveiðifélag
Reykjavíkur hefur leigt Gufu-
dalsá í Gufudal, en það hefur
verið iðið við að leigja veiðiár á
þessum slóðum. Nægir þar að
nefna Krossá á Skarðsströnd og
Fáskrúð í Dölum. Ein laxveiðiá,
Búðardalsá á Skarðsströnd, er
víst á lausu þessa dagana og hafa
einhveijir sýnt áhuga á að leigja
hana.