Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 66
LAUGARDAGUR 13. NOVEMBER 1999 Lífið er fallegt W) Er lífið virkilega svona fallegt? Að giftast eða giftast ekki! *74 myndbönd k •k'k'k'k Seint á fjórða áratugnum kolfellur Guido (Roberto Benigni) fyrir Doru (Nicoletta Braschi). Með kostuleg- um aðferðum tekst honum að ávinna sér ást hennar og eignast þau soninn Giosué (Giorgio Cantarini) ekki löngu síðar. Lifið blasir við fjölskyldunni allt þar til grimmd styrjaldarinnar setur mark sitt á þau. Roberto Benigni er ljóslega ekki einungis stórgóður leikari því hann hefur magnaða stjórn á því sjónarspili sem myndin er. Það er einnig á fárra færi að gera jafn harmrænum atburði og Helfórinni skil með jafn tragíkómískum hætti og raun ber vitni. Það er margt til í því að „Auschwitz" verði ekki tjáð með orðum og Benigni gerir það svo sem ekki hér, né með öðrum meðulum kvikmyndalistarinnar. Einfaldlega vegna þess að lífið (sérstaklega í útrým- ingarbúðum geri ég ráð fyrir) er ekki jafnfallegt og titill myndar hans held- ur fram (sem fyrir mér er ekki írónískur heldur fulltrúi þeirrar rómantísku sýnar að mitt í aliri grimmdinni sé fegurðina að fmna i lífinu sjálfu). Það dregur þó ekki úr gildi myndarinnar enda kann það að vera hlutverk list- arinnar að fegra grimmd og miskunnarleysi tilverunnar. Ennfremur er þessi nálgun miklu áhrifameiri en t.d. tilfmningaþrútin og háalvarleg hetjusaga Spielbergs um Schindler, þótt varast beri að gera grín að öOu saman. Benigni er alveg á mörkunum. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Roberto Benigni. Aðalhlutverk: Roberto Benigni, Nicoletta Braschi og Giorgio Cantarini. ítölsk , 1997. Lengd: 116 mín. Öllum leyfð.-bæn Godmoney Listrænn metnaður kkk Nathan er ungur New York-búi sem eftir mikinn harmleik fær sig fullsaddan af glæp- um og dópi og ákveður að flytjast til vesturstrandar- innar. Þar endar hann í rólyndislegu úthverfi, leigir herbergi og fær sér vinnu. Eftir að hann missir vinn- una lendir hann í miklum peningavandræðum og neyðist til að leita ásjár hjá ungum og upprennandi flkniefnasala í hverfinu. Eftir það er ekki aftur snúið. Það er ansi mikill metnaður í þessari dramat- isku, eiginlega mini-epísku örlagasögu um ungan mann sem á fáa kosti og virðist nánast dæmdur til að hljóta ill örlög. Táknrænar draumsenur, slitrótt minningaskot og vandlega ígrunduð kvikmyndataka bera vott um listrænan metnað. Ekki tekst þeim nú að skapa neitt meistaraverk, þrátt fyrir hástemmdar tilvitnanir á myndbandskápunni, en myndin er athyglisverð og nógu áhugaverð til að forðast að vera langdregin þrátt fyrir hæga atburðarás. Svo er millistéttarúthverfisumhverfið skemmti- legt tilbrigði við krimmadramastefið, sem oftast fer fram í fátækrahverf- um stórborga í slíkum kvikmyndum. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Darren Doane. Aðalhlutverk: Rick Rodney, Bobby Field og Christi Allen. Bandarísk, 1999. Lengd: 95 mín. Bönnuð inn- an 16 ára. -PJ Forces of Nature kk Flugvélin er lögð af stað með Ben (Ben Affleck, hvað man maðurinn ekki nafnið sitt) innanborðs á leið til sinnar heittelskuðu sem hann ætlar að giftast daginn eftir. Vélin kemst þó aldrei á loft því lítill ástarfugl villist inn í hreyfil hennar. Pilti verður á að „bjarga" sætisfélaga sín- um frá borði. Stúlkan sú (Sandra Bullock) lætur hann ekki í friði efth það og krefst þess að fylgja honum á áfangastað. Líkt og þokki hennar væri ekki nægur til að trufla giftingarstemninguna lýsh önnur hver persóna fyrir honum vankostum hjónabandsins. Eitthvað er Sandra Bullock að reyna að breyta ímynd sinni eilítið í Forces of Nature. Framan af er hún óvenju djörf í aflri hegðan en er á líður mynd- ina sjáum við að undh hijúfu yfhborðinu býr gamla góða Sandra, sem bregst hvorki áhorfendum né persónum myndarinnar. Annars er Forces of Nature nokkuð óvenjuleg fyrh rómantíska mynd af þessu tagi. Atburðarás- in er slihótt og samansett úr nokkrum næsta samhengislausum sviðsetning- um. Sumar hverjar skemmtilegar og frumlegar aðrar vandræðalegar og jafn- vel leiðinlegar. Kostulegar aukapersónur setja ennfremur svip á myndina og skyggja reyndar nokkuð á stjömumar tvær. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Bronwen Hughes. Aðalhlutverk: Sandra Bullock og Ben Affleck. Bandarísk, 1999. Lengd: 102 mín. Öllum leyfð .-bæn Wildly Available Það er eins og leikstjórinn hafi logið því í framleiðendur að hann ætlaði að gera eró- tískan spennutrylli, en hafl ákveðið að gera skiln- aðardrama i staðinn. Það er mikið af nekt, klúra orðbragði og afbrigðilegu kynlífi í myndinni, en það vhkar aflt saman fremur aukreitis við kjama sögunnar um miðaldra mann sem fellur fyrh ungri og fallegri konu og þarf að gera upp á milli hennar og fjölskyldu sinnar. í þessu tilviki vill svo til að unga og failega konan stundar ýmislegt óvenjulegt sem hún kynn- h fyrir karlinum. Allt saman vissulega athyglisvert, en eins og áður sagði, þjónar söguþræðinum ekki mikið. Hins vegar er þetta óvanalega vel hugsað og raunsæ mynd að flestu leyti, og tekur á ýmsum tilfinninga- vandamálum af þó nokkurri dýpt, og forðast að búa til stereótýpur eða taka eindregna afstöðu með einni persónu fremur en annarri. Þessi vit- ræna nálgun vegur upp á móti ótrúverðugri byrjun og daufum leikuram, þannig að hægt er að líta á myndina sem umhugsunarvert og vel þolan- lega unnið tilfmningadrama. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Michael Nolin. Aðalhlutverk: Kristoffer Tabori, Jennifer Sommerfield og Jane Kaczmarek. Bandarísk, 1996. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Erótískt tilfinningadrama Sandra Bullock lífgar upp á daginn Upphafsár Sandra Bullock (f. 1964) var ekki orðin há í loftinu þegar hún steig fyrst á svið. Móðh hennar var nokk- uð virt óperasöngkona og kom það oft í hlut dótturinnar að fylla bama- skara sviðsins. Ef marka má menntaskólaár hennar er ímyndin á hvíta tjaldinu ekki ýkja fjarri raun- veruleikanum. Hún var ekki aðeins vel liðin klappstýra heldur talin af bekkjarfélögum sínum öðrum lík- legri tfl að lífga upp á tilvera þeirra (á engilsaxnesku hljóðar útnefning- in „Most Likely to Brighten Your Day“. Næst skref á menntabraut- inni var leiklistardeild Háskóla East Carolina þar sem hún þoldi við allt til ársins 1985. Þá gat frægðin einfaldlega ekki beðið lengur. Slegið í gegn Hún hélt til New York með aleig- una í Hondunni sinni. Hún sótti Vinsældir While You Were Sleeping (1995) staðfestu þetta en hún var helsta aðdráttarafl myndarinnar. Fyrh næsta stóra hlutverk hennar hafði launatékkinn tútnað rækilega, en það var lögfræðidramað A Time to Kill (1996). Meint ástarsamband hennar og aðalkarlleikarans Matt- hew McConaughey vakti þó litlu minni athygli en myndin. Er það jú eitt helsta einkenni kvikmynda- stjama. Síðustu ár hefur þó allt gengið á aftur- fótunum hjá ljúflingnum henni Söndra. Speed 2 (1997) kolféll og myndirnar In ' ' Love and War (1997), Hope Floats (1998), Practical Magic (1998) og Forces of Nature (1999) eru lítt eftir- minnilegar. Mig grunar að Bufl- ock þurfi að skipta rækilega um hlutverk ef hún á að kom- ast i gegnum þessa lægð. Leika gegn ímyndinni. Getið þið ímyndað ykk- ur hvers lags áfall það væri að komast að því að hún Sandra okkar væri sið- spillt tál- kvendi? - BÆN Sandra Bullock og Matthew McCon- aughey í „A Time to Kill“. tíma til hins virta leiklistarkennara Sanford Meisner og vann sér inn fyrh þeim sem gengilbeina. Næstu þrjú árin miðaði henni lítt en árið 1988 vakti frammistaða hennar í leikritinu No Time Flat nokkra at- hygli. í framhaldi fékk hún umboðs- mann sem kom henni í sjónvarps- þáttinn Bionic Showdown: The Six Million Dollar Man and the Bionic Woman og vora næstu hlutverk hennar ekki síður skrautleg. Var fyrsta stóra hlutverk hennar á hvíta tjaldinu engin undantekning, en myndin Love Potion No. 9 (1991) virtist ekkert gott boða fyrh feril hennar. Engu að síður fékk hún fjölda aukahlutverka næstu tvö árin en Sandra datt loks í lukkupottinn árið 1993 er hún lék aðalkvenhlut- verkið á móti Sylvester Stallone í Demolition Man. Heillaði hún marg- an áhorfandann með frammistöðu sinni en mikilvægasti aðdáandi hennar var þó framleiðandinn Joel Silver. Myndbandalisti vikunnar Vikan 2. - 8. nóvember SCTI FYRRI VIKA VIKUR k LISTA TITILL IÍTGEF. TEG. 1 1 2 Ariintonraod HftkAlshóA Spema 2 4 4 Civilactioa CICMjwfljöfld Spenna 3 2 3 8mm ‘ Skffan J Spenna 4 3 1 Ausun rowers u íí Gaoun 5 5 1 Message in a botile Wantcr Hyndir Drama 6 Kt 7 Whoaml Skífan Spena 7 i 6 f 2 Payback Warner Mynfr Spenna 8 9 1 Tbe deep end oT ihe ocean :|í Skifan Ðrama 9 7 2 At first sight WanwrHynár Drama lð 10 6 Existenz Myudfonn Speona 11 8 5 She's all that J1 Skrfan ] Gaman 12 13 4 Patcb Adams CIC Myndböml Caman 13 12 8 Waking Ned Bergvík Gaman 14 11 4 Shakespesre ia love ! CIC Myre&öod Gaman 15 14 3 Varisty blues Jj CIC Myndbönd Drama 16 15 1 200cigarettes Káskáiabtó Gaman 17 NÝ I 7 Jack Frest J' Warner Myndir J Gaman 18 17 3 Festen Háskólabw Drama 19 NÝ 5 Orphans Im|A Gamao , 20 16 8 10 be horae fof Cbririmas SAM Myodbðod Gaman Rífandi vinsældir Það var nefnilega Silver sem benti Jan De Bont, leikstjóra Speed (1994), á Söndru og réð hana á móti Keanu Reeves þrátt fyrh andstöðu fjölmargra annarra aðstandenda myndarinnar. Gríðarlegar vinsæld- h Speed gerðu Bullock að einni helstu stjömu tíunda áratugarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.