Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 JÖ"V 26 * ★ * tivaðan ertu? ic ic' í prófíl Jeantoine er listamannsnafnið hans og hér er hann við myndir sínar f Nönnukoti. Franskur listamaður: Missti líkama Krists í gólfið - ekta ítalskt heimilislíf Jean Antoine Posocco hefur búið á íslandi sl. 16 ár og á hér eiginkonu og þjú böm. Hann út- skrifaðist úr MHÍ árið 1989 og er starfandi listamaður í Meistara Jakob á Skólavörðustíg. Hann kennir eldri borgurum teikn- ingu og er forfallinn teikni- myndasögufíkill. Núna stendur yfir sýning á vatnslitamyndum eftir hann á kaffihúsinu Nönnu- koti í Hafnarfirði. „Ég er fæddur í Frakklandi árið 1961, í borginni Besancon. Þar bjó ég til ca 3 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Saint-Dizier og var þar í eitt ár, svo vorum við í Bo- urg St. Maurice í tvö ár og loksins settumst við að í Chambéry þegar ég var 6 ára. Foreldrar minir eru báðir ítalskir og heimilislífið sam- kvæmt því - sterkar tilfinningar og kaþólsk trú.“ Tannálfur í formi steins í Frakklandi er mikið um skóg- lendi og var Jean mikið i skógin- um rétt við heimili sitt. „Við bjuggum I blokk, þetta voru þrjár blokkir sem stóðu allar við sama torgið, tvær gular og ein græn. Ég bjó í annarri þeirri gulu og það var mikill rígur milli gulu krakkana og þeirra grænu. Aðal- skemmtunin fólst i þvi að fara út i skóg með allar spýtur sem hægt var að nálgast og byggja virki.“ „Einu sinni vorum við 10 úr hvorri blokk búin að byggja sitt hvort virkið, svo var háð stríð, ég hef verið um 8 ára. Það lá mikill undirbúningur að baki svona stríði: útbúa boga og örvar og espa alla upp. í einu stríði, þegar cillt var komið í háaloft, fékk ég stein beint í andlitið. Það foss- blæddi og ég hljóp heim. Þar tók mamma á móti mér og á sinn ítalska máta spurði hún hvað hefði gerst. Það kom í ljós að ég hafði misst tönn og því var ég drifinn beint til tannlæknis. Þetta var þó bara bamatönn en þetta situr fast í minningunni." Eldur og örvar „Einu sinni fórum við 5 félag- amir út að hjóla í leit að efni í örvar til að undirbúa stríð. Við fórum yfir akur sem V£ir ósleg- inn og hininn megin við hann fundum við tilvalið efni. Við fórum svo aftur inn á akurinn til að tálga og gera klárt en svo og lofuðum að segja engum frá at- burðinum. Ég fýlgdist með frétt- um i nokkra daga á eftir af ótta við að það kæmi eitthvað um þetta en svo var ekki og ég andaði léttar. Ég hef ekki leikið mér að eldi síðan þá.“ Kristur rúllaði eftir kirkjugólfinu Kaþólska uppeldið var strangt og var kirkjusókn talin sjálfsögð skylda. Þar vom hefðir í háveg- fannst okkur oddamir ekki nógu hvassir. Þá kveiktum við eld og brenndum oddana. Það var mjög þurrt á þessum árstíma og skyndilega breiddist eldurinn út. Strákarnir sem voru með mér reyndu að slökkva hann en ég var sallarólegur. Svo fór að við réðum ekki við neitt og þá tókum við til hjólanna og drifum okkur í burtu um og altarisganga fastur liður eftir fermingu. „Þegar ég var 10 ára var ég einu sinni á leið upp að altari og fyrir aftan mig í röðinni var afskaplega ljótur maður, að mati 10 ára drengs. Hann var hávaxinn og með stórt nef og ég átti í mestu vandræðum með mig, vitandi af honum þarna fyrir aftan mig. Svo varð það á endanum að ég skellti upp úr og maðurinn sló mig fyrir vikið. Mér brá auðvitað en vissi líka að ég hafði gert rangt. Þegar ég kom svo loksins að altarinu var ég svo stressaður að ég missti oblátuna í gólfið. Hún rúllaði und- ir bekk og ég hljóp á eftir og náði henni. Mér fannst þetta hræðilegt því þetta er tákn fyrir líkama Krists og því taldi ég mig hafa gert alveg hræðilega mikið af mér. Þegar ég hugsa um þetta eft- ir á held ég samt að ég hefði ör- ugglega mátt fá aðra. Þetta hefur kannski verið aðferð Guðs til að auðmýkja mig fyrir framan alla fýrir að hlæja að manninum. Ég lærði af þessu að taka tillit til annarra og dæma ekki.“ Fákunnátta í ensku varð til þess að hann lærði íslensku Jean telur að uppeldið nálægt skóglendinu hafi virkjað imyndunarafl hans mikið. Sem bam var hann hlédrægur og mik- ið upptekinn af eigin hugsunum. Hann skrifaði fyrstu teikni- myndasöguna þegar hann var 10 ára en strax að þvi loknu fundu hann og félagar hans bílhræ sem átti hug hans allan um skeið. Þar léku þeir í bílstjóraleik og þegar það ævintýri var úti fór hann strax aftur að teikna. Hann gat ekki teiknað í skólan- um því þar var agi mikill og sleg- ið á putta nemenda sem ekki sinntu námi. Hann man sérstak- lega eftir ströngum enskukennara sem varð til þess að hann lærði aldrei ensku. Þetta telur hann hafa bjargað sér við komuna til íslands þar sem hann varð að gjöra svo vel að læra íslensku strax. -KT Hann heitir Birgir Örn Steinar! son og vinnur fyrir húsaleig- unni með því að afgreiða í plötuverslim í miðbænum, skril ar í Undirtóna og er viðloðandi nýtt blað sem heitir 24/7. Hann er einnig í hljómsveitinni Maus sem var að gefa út slna 4. breið skífu sem heitir „f þessi sek- úndubrot sem ég flýt“. Þeir „Mausarar“ eiga eftir að koma landsmönnum á óvart þann 20. nóvember nk. en þá frumsýna þeir myndband sitt í stutt- myndaformi, í samvinnu við Landsímann, í bíóhúsum borg- arinnar. Fullt nafn: Birgir Öm Steinars- son. Fæðingardagur og ár: 17. maí 1976. Y Maki: Lena Viderö. Börn: Ekki svo ég viti til. Skemmtilegast: Að skapa. Leiðinlegast: Að slóra. Uppáhaldsmatur: Öll grænmetis- | buff á Grænum kosti. Uppáhaldsdrykkur: 7up og vatn. Fallegasta manneskja (fyrir utan maka): Ég segi Danni trommari Maus eftir að hafa séð hann í g-string. Fallegasta röddin: Tom Waits (ú karlaríkinu) og Stina Nordenstí (í kvennarikinu). Uppáhaldslíkamshluti: Mjaðmir Hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni: Andvigur. Með hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eyða nótt? Yoko ' Tsjuno. Uppáhaldsleikari: Jón Gnarr. Uppáhaldstónlistarmaöur: MausJ er mín uppáhaldshljómsveit. Sætasti stjómmálamaður: Steingrímur J. Sigfús-J son. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Nýjasta tækni og vísindi. Leiðinlegasta auglýsingin: TanJ kremsauglýsingin gegn tannhold bólgu. Leiðinlegasta kvikmyndin: NeJ er ekkert svar. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: i urjón Kjartansson í fóstbræðrun Uppáhaldsskemmtistaður: í heimahúsi í góðu partíi. Besta „pikk-öpp“-línan: Ég kja ekki frá hemaðarleyndarmálum..J Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór? „Því eldri sem við verðum gerumst við vitr-j ari og vitlausari á sama tíma.“ Eitthvað að lokum: Lifið heil, ogj takk fyrir mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.