Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
Wðtel
55 *
Danshljómsveit
íslands n
KLAUSTRIÐ
A N N O M C M X C I X
Veitinga- og skemm tismSurinn Klíiustrið
Kutpparstíg 26 • Sími 552 6022
smáskór
S 'eláu mh í v/Pákafen
»leit.is
og þér munuð finna...
urinn er bara svo hrokafull dýrateg-
und að hann vill gína yfir öllu og
stjóma í staðinn fyrir að beygja sig
undir það sem er honum æðra.“
í Mannveiðihandbókinni, nýju
skáldsögunni, yfirgefur Dórhallur
konu og böm í borginni, fer til Salt-
eyrar tii að skrifa bók tii bjargar
mannkyninu. Hann er kominn með
hreint „ofnærni" fyrir tómleikanum
sem hann sér alls staðar en hefur
enga grein gert sér fyrir þeim áhrifum
sem mannlífið í borginni hefur haft á
hann sjálfan. Þegar upp er staðið hef-
ur hann kannski náð að bjarga sjálf-
um sér. Eftir dvölina á Salteyri hefur
hann öðlast nýja sýn á lífið og ákveð-
ur að fara aftur heim til að athuga
hvort konan og börnin vilja taka við
honum aftur.
/
Atti mér draum um fuiikomna
fjölskyldu
Sjálfur dvaldi ísak á Stokkseyri í
þrjá mánuði árið 1985, og gaf síðan út
ljóðabókina „Stokkseyri" nokkrum
árum seinna. Þetta voru ólgutímar
sem hjónaband hans stóð ekki af sér,
þótt ekki kæmi til skilnaðar fyrr en
snemma á þessum áratug. Þá voru
dætumar orðnar tvær. í lokakafla
Játningasögunnar veltir ísak því fyrir
sér hvort hann hafi hrakið fjölskyld-
una frá sér fyrir Guð. „Valið stóð ekki
miili Guðs og konunnar," segir hann
þegar hann er spurður hvort hann sé
þeirrar skoðunar að hann hafi fómað
fjölskyldunni fyrir þessa miklu trúar-
upplifun. „Við skildum einfaldlega,
eins og svo margir aðrir. Á þeim tima
sem ég var að skrifa Játningasöguna,
fannst mér ég hins vegar hafa hrakið
hana frá mér vegna þess að ég hefði
verið svo ákafur í trúnni. Ég hafði
mikla sektarkennd. Mér fannst rangt
að skilja og vildi það alls ekki. Mér
fannst það glæpur gagnvart börnun-
um. Ég hafði alltaf átt mér draum um
fullkomna fiölskyldu þar sem allt var
öraggt. Kannski átti ég mér þann
draum vegna þess að ég kom úr svo
sundraðri fiölskyldu. Það vora allir út
um allt.“
En þótt fiölskyldan flytti í sundur,
hafði ísak ekki tapað henni. Tengslin
við dætumar hafa alla tíð verið sterk.
„Þar hjálpaðist tvennt að; þær bjuggu
hér í hverfinu og komu mikið til mín
eftir skóla og við foreldramir höfum
haldið vináttunni. Núna hafa þær ver-
ið í Svíþjóð í þrjú ár vegna þess að
mamma þeirra er þar í framhalds-
námi í sagnfræði, en koma til mín í
sumar og búa hjá mér á meðan
mamman lýkur náminu.“
módernísku, þá er ein fiallstór þögn
um Guð. Það má ekki minnast á hann.
Mér fmnst það lýsa óþolandi hroka.
Mér finnst þessi þögn grunsamleg,
vegna þess að nútímamaðurinn gefur
sig út fyrir að vera svo hlutlaus, svo
vísindalega þenkjandi. Ef hann vill
rísa undir því, hlýtur hann að tala um
Guð eins og hvað annað. Jafnvel þótt
hann áliti að Guð sé ekki til hlýtur að
mega ræða það. Ef við viljum vera
hlutlaus og leita sannleikans í allar
áttir, hljótum við að ræða Guð.
Maðurinn er svo hrokafullur
Hvers vegna heldurðu að rithöfund-
ar hafi forðast að fialla um Guö og
trúna?
„Ég held að þetta sé fyrst og fremst
lært. Það þykir ekki gáfúlegt, heldur
heimskulegt, sem er undarlegt vegna
þess að þetta barn sem er í listamann-
inum og gefur honum ósvikna mynd
af heiminum, ætti ekki að vera feimið
að leita Guðs.
Ef við skoðum þetta pólitiskt í þeim
vinstri straumum sem bárust til
landsins fyrr á öldinni, þá er ekkert
pláss fyrir Guð í þeirri heimsmynd.
Enda er fólk dálítið soltið. Þetta á ekki
bara við um rithöfunda, heldur sjáum
við þetta alls staðar, til dæmis í erfða-
fræðinni. Maðurinn vill verða sinn
eiginn Guð. Það er ekkert langt í það
að enginn þurfi að deyja. Við verðum
bara bólusett við dauðanum. Maður-
inn vill stjórna öllu og í dag lítur út
fyrir að honum muni takast það en
vonandi tekst það ekki.
Okkur er ekkert ætlað að gera þetta
og viðbrögðin verða þau að fólk fer að
leita aftur í þessa náttúrulegu trú.
Þetta er ekki heldur bara bundið við
vinstri stefnu, vegna þess að kapítal-
isminn gerir ekki ráð fyrir Guði held-
st. 19-24
Verð 3.890
...yfir 300.000 íslenskar vefsíður.
Ég held að samfélagið færist stöðugt í þá átt að maðurinn dýrki sjálfan sig meira og meira og þá útilokar hann sífellt
meira það sem honum er æðra.
Skrifa um nútíma sem er að
verða meiri og meiri sýndar-
veruleiki
ur. En ég held að fólk sé orðið þreytt
á honum og hafi verið það lengi og sé
þess vegna í auknum mæli að leita að
einhverju sem er manninum æðra.
Við höfum gert lífið svo flókið en
það er ekki flókið, heldur einfalt. Mað-
Þegar ísak er spurður hvað taki við
hjá honum næst, segir hann: „Mig
langar til að taka meirapróf og fara að
keyra strætó. Það er svo venjulegt og
mig langar til að gera eitthvað venju-
legt,“ en svo dregur hann í land og
bætir við: „Nei, ætli ég fari ekki að
skrifa eitthvað meira. Ég hef verið að
vinna í tveimur handritum, ljóða-
handriti og sögu. Ég hef unnið í þeim
jöfnum höndum og veit ekki enn
hvort verður ofan á.“
Þú dvaldir á Stokkseyri og skrifað-
ir ljóðabók um þorpið. Mannveiði-
handbókin gerist á Salteyri. Eru
tengsl þama?
„Það er skyldleiki á milli þeirra en
þetta er samt ekki sama þorpið og sag-
an fiallar ekki um Stokkseyri. Þetta er
saga um mann sem leitar í þetta þorp
til að fá næði til að hugsa."
Þú ert ekki að boða að lífið sé betra
úti á landi.
„Nei, það vona ég ekki. Það segir
sig þó sjálft að tengsl okkar við nátt-
úruna hljóti að vera sterkari úti á
landi heldur en hér í Reykjavík. Ég er
bara að reyna að skrifa um nútíma
sem er alltaf að verða meiri og meiri r-
sýndarveruleiki. Ég held að eitthvað í
okkur trúi því að ef við getum smíðað
okkar eigin heim og stjómað honum
frá A til Ö, þá séum við örugg. Það er
hins vegar alger misskilningur.
Þegar öllu er á botninn hvolft erum
við öll að leita að hamingju og friði.
Ég held að ég hafi skrifað þessa bók
með þá trú í huga. Ég held að ég hafi
verið að skrifa bók sem mig langaði
sjálfan til að lesa.“
-sús
FILTTEPPI
frá 275 kr./m2
C
ÓDÝRI MARKAÐURINN
KNARRARVOGI 4 • S: 568 1190
l ÁLFABORGARHÚSINU J
Veðrjð
<