Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 41
UV LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 trímm 49 Fram undan... p Nóvember: 13. Stjörnuhlaup FH n Hefst kl. 13 við íþróttahúsið Kaplakrika, Hafnarfirði. Vega- lengdir, tímataka á öllum vega- lengdum og flokkaskipting, bæði kyn: 10 ára og yngri (600 m), 11-12 ára (1 km), 13-14 ára | (1,5 km), 15-18 ára (3 km), 19-39 ára, 40 ára og eldri (5 km). All- ir sem ljúka keppni fá verð- laun. Upplýsingar veitir Sigurð- ur Haraldsson í síma 565 1114. 20. Þokkabótarhlaupið n Hefst kl. 11 við líkamsræktar- stöðina Þokkabót. Vegalengd 10 km með tímatöku. Flokkaskipt- ing, bæði kyn: 39 ára og yngri, 40 ára og eldri. Skráning í af- greiðslu Þokkabótar fram að hlaupi. Verðlaun fyrb- 3 efstu sætin í hverjum flokki. Útdrátt- arverðlaun. Upplýsingar veitir Jón Halidórsson í s. 561 3535. Desember: 4. Álafosshlaup n Hefst við Álafoss-kvosina, Mosfellsbæ. Skráning á staðn- um og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 10.30. Vegalengdir: 3 km án tímatöku hefst kl. 13, 6 km hefst kl. 12.45 og 9 km hefst kl. 12.30 með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Upplýsingar gefur Hlynur Guömundsson í síma 566 8463. 31. Gamlárshlaup ÍR rn Hefst kl. 13 og skráning frá kl. ll. Vegalengd: 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 18 ára og yngri, 19-39 ára, ; 40-44 ára, 45-49 ára, 50-54 ára, 55-59 ára, 60 ára og eldri. Upp- lýsingar Kjartan Árnason í síma 587 2361 og Gunnar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31. Gamlárshlaup UFA n Hefst kl. 12 við Kompaníið (Dynheima) og skráning frá kl. 11-11.45. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipt- ing, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára (4 km), 16-39 ára (10 km), 40-49 ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Upplýsingar UFA, póst- hólf 385, 602 Akureyri. 31. Gamlárshlaup KKK n Hefst kl. 13 við Akratorg, Akranesi. Vegalengdir: 2 km, 5 km og 7 km. Upplýsingar Krist- inn Reimarsson í síma 431 2643. Þokkabótarhlaup fer fram 20. nóvember: Búist við góðri þátttöku Nýverið ákváðu áhugasamir aðil- ar hjá likamsræktarstöðinni Þokka- bót, að efna til Þokkabótarhlaups laugardaginn 20. nóvember næst- komandi. Vegalengdin sem hlaupin verður er 10 km en hlaupið flokkast sem tveggja stjömu. Hjá Þokkabót hefur verið starfræktur öflugur hlaupaklúbbur sem Oddgeir Ottesen veitir forstöðu og eflaust verða flest- ir úr þeim klúbbi meðal þátttakend- anna í hlaupinu. Heyrst hefur af áþuga margra annarra, enda er framboð af víðavangshlaupum á þessum tima ársins af frekar skorn- um skammti. Hlaupið verður ræst klukkan 11 um morguninn við líkamsræktar- stöðina Þokkabót í Frostaskjóli. Flokkaskipting er fyrir bæði kyn, 39 ára og yngri og 40 ára og eldri, en skráning i hlaupið er í afgreiðslu Þokkabótar fram að hlaupi. Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti i thokkabot@islandia.is . Veitt verða óvenjuglæsileg útdráttarverðlaun. Kippuhlaupið um helgina Hinu árlega Kippuhlaupi á vegum Félags maraþonhlaupara, sem áformað var að færi fram um síðustu helgi, var frestað um eina viku. Hlaupið fer fram í dag, laugardaginn 13. nóvember, og verður ræst klukkan 15. í við- tali við formann félagsins, Pétur Frantzson, var staðsetning og hlaupaleið ekki ákveðin þegar samtalið fór fram, en upplýsing- ar þar um eru veittar hjá Pétri fram til klukkan 13 í dag, ef haft er samband við símboða hans, 846 1756. -ÍS Meðal vinninga er ferð til London með Samvinnuferðum/Landsýn. Einnig líkamsræktarkort í Þokkabót og fæðubótarefni frá Leppin. Að venju verða einnig veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki (verðlaunapeningar). Frekari upplýsingar um hlaupið er hægt að nálgast hjá Jóni Halldórssyni í síma 561 3535. -ÍS New York-maraþonhlaupið er í hugum margra fremsta maraþon- hlaup ársins. Þátttaka í því hlaupi hefur um áraraðir verið með ólíkind- um og í hlaupinu í ár (því 30. í röð- inni) voru þeir rúmlega 30.000 talsins. Hlaupið fór fram um síðustu helgi og voru þar margir af þekktustu hlaup- urum heimsins meöal þátttakenda. Undanfarin ár hafa íslendingar oft verið meðal keppenda í þessu skemmtilega hlaupi. í ár voru þeir fjórir, allt karlmenn. íslensku keppendumir voru þeir Hjálmtýr Hafsteinsson, Eymundur Matthíasson, Þorsteinn Ágústsson og Stefán Stefánsson. Hjálmtýr Haf- steinsson, sem er 40 ára gamall, kom þeirra fyrstur í mark á tímanum 3:09:16 klst. Hjálmtýr kom í mark númer 1167 af um 30.000 keppendum. Eymundur, 38 ára, var númer 3.746 á tímanum 3:31:57 klst., Þorsteinn (25 ára) hljóp á tímanum 4:05:38 klst. og varð númer 12.201 og Stefán, sem er þeirra yngstur, 23 ára, hljóp í gegnum endalínuna að loknum 4:22:52 klst. og var númer 17.480 í röðinni. í karlaflokki voru margir frægir kappar og eigi færri en 18 þeirra höfðu afrekað að hlaupa þessa vega- lengd á innan við 2 klst. og 10 mínút- um. Miðað við þá staðreynd olli niður- staðan nokkrum vonbrigðum þó tím- ar fyrstu manna væru ágætir. Keníu- maðurinn Joseph Chebet kom fyrstur í mark á 2:09:14 klst., en hann tók ekki forystuna í hlaupinu fyrr en rétt und- ir lokin. Annar í mark í karlaflokki var Domingos Castro frá Portúgal, en aðeins munaði 6 sekúndum á tíma þeirra. Þriðji var Keníubúinn Shem Kororia, sem var á 2:09:32 klst. Svalt í veðri Nokkuð svalt var í veðri, aðeins um 8"C, og gæti það hafa ráðið nokkru um að ekki var gerð alvarleg atlaga að heimsmetinu í greininni. Bandaríkja- menn sjálfir urðu fyrir nokkrum von- brigðum með frammistöðu sinna manna. Fyrsti Bandaríkjamaðurinn í mark í karlaflokki, Dan Middleman, varð númer 26 í röðinni á tímanum 2:24:52 klst. og fyrsta konan, Kim GrifFm, f 12. sæti á 2:48:29 klst. í kvennaflokki gerðust þau óvæntu tíðindi að sigurvegari var Adriana Fernandez frá Mexíkó. Það er í fyrsta sinn sem kona frá Mexíkó vinnur sig- ur í meiri háttar borgarhlaupi. Fem- andez kom í mark á tímanum 2:25:05 sem er næstbesti tími sem náðst hefur í kvennaflokki í New York. Frekar var búist við því að ítalska konan Fi- acconi næði sigri í þessu hlaupi en hún hélt forystunni lengst af. Þegar Femandez tók fram úr Fiacconi á síð- ustu kílómetrunum varð þeirri taktinum og hafnaði að lokum í fjórðí sæti. -ÍS Keníubúinn Joseph Chebet fagnar Portúgalanum Domingos Castro en þeir náðu fyrsta og öðru sætinu í karlaflokki í New York maraþonhlaupinu um sfðustu helgi. Toronto-maraþon 17. október: Ágúst bætti tíma sinn um 5 mínútur Ágúst Kvaran er einn af þekktari hlaupumm landsins og tekur reglu- lega þátt í heilum maraþonkeppnum eða lengri hlaupum. Ágúst er um þessar mundir búsettur í Kanada um nokkurra mánaða skeið og notar auðvitað tækifærið til að æfa og keppa. Sunnudaginn 17. október síð- astliðinn var haldiö Toronto-mara- þon í samnefndri borg og að sjálf- sögðu var Ágúst meðal keppenda. Ágúst náði þar mjög góðum tíma, hljóp á 3:08:43 klst. og bætti persónu- legan tíma sinn um nærfellt 5 mínút- ur. Besti tími hans áður var 3:13:38 klst. Keppendur sem luku hlaupinu voru 1842, en Ágúst var þar í 99. sæti. Árangurinn er enn betri, þegar tekið er tillit til þess að Ágúst kepp- ir í aldursflokknum 45-49 ára, en þar náði hann áttunda sæti af 171 alls. „Aðstæður allar vom eins og best verður á kosið. Hitinn var á bilinu 12-14°C, skýjað og örlítil gola,“ segir Ágúst. „Framkvæmd hlaupsins var til mikillar fyrirmyndar. Daginn fyrir hlaup var vegleg pastaveisla, glæsi- leg sölusýning á hlaupavörum og einnig fagleg ráðgjöf í ræðuformi. Götum á leiðinni var áð sjálfsögðu öllum lokað fyrir umferð og drykkj- arstöðvar með Gatorade og vatni voru fjölmargar. Hlaupaleiðin er talsvert hæðótt og um 300 metra hæðarmunur á hæsta og lægsta punkti. Hlaupið vannst á rúmlega 2:28 klst, en sigurvegari var heima- maður frá Kanada,“ segir Ágúst. -ÍS Islandsmót eldri og yngri spilara 1999 Frímann Stefánsson og Páll Þórs- son sigruðu með töluverðum yfir- burðum í flokki yngri spilara, með- an Björn Theodórsson og Gylfi Baldursson sigruðu í flokki (h)eldri spilara. Dræm þáttaka var í báðum flokk- um og brá keppnistjórinn, Jakob Kristinsson, á það ráð að sameina flokkana, til að bjarga málum við. Þegar svo er komið, er ljóst að fyrsta verk nýkjörinnar stjómar og for- seta Bridgesam- bands íslands hlýtur að verða mark- aðssetning og markaðsstarf. Að þáttaka sé sex pör í flokki yngri spilara og tíu pör í flokki (h)eldri spilara er al- gjörlega óviðunandi. Og það í fram- haldi af minnstu þáttöku i und- ankeppni íslandsmóts í tvímenn- ingskeppni. Það er eitthvað að og því verður stjómin að breyta. Röð og stig efstu paranna í þessu (blandaða) fslandsmóti var sem hér segir: 1. Frímann Stefánsson og Páll Þórs- son 143 (yngri) 2. Bjöm Theodórsson og Gylfi Bald- ursson 105 (eldri) 3. Sigfús Þórðarson og Gunnar Þórðarson 93 (eldri) 4. Guðmundur Gunnarsson og Bjarni Einarsson 78 (yngri) 5. Halldór Einarsson og Friðþjófur Einarsson 49 (eldri) 6. Daníel Már Sigurðsson og Heiðar Sigurjónsson 42 (yngri) 7. Ingvar Jónsson og Ari Már Ara- son 39 (yngri) 8. Ásmundur Pálsson og Sigtryggur Sigurðsson 30 (eldri) 9. Sigurbjöm Haraldsson og Guð- mundur Halldórsson 24 yngri Hin pörin fengu öll mínus skor. íslandsmeistararnir frá í fyrra, Ás- mundur og Sigtryggur, gekk vel í byrjun en gáfu eftir seinni daginn. Við skulum skoða eitt skipting- arspil frá mótinu. Gylfi Baldursson. N/0 * G7 V ÁD4 * 10973 * DG73 * Á108 * 9 * ÁKDG * 98654 * KD954 KG76532 * 4 * - Með Björn og Gylfa í n-s gengu sagnir á þessa leið: Norður Austnr pass pass redobl 2 lauf 4 hjörtu pass dobl pass pass pass Suður Vestur 1 hjarta dobl 2 spaðar 3lauf pass 5 lauf 5 þjörtu dobl pass Þaö var rétt ákvörðun hjá vestri að fara í fimm lauf, en hins vegar var doblið á fimm hjörtun heldur vafasamt. Enda hefði passið gefiö 10 stig, en doblið gaf út 10 stig. Stefán Guðjohnsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.