Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 *JO"V
útlönd
| stuttar fréttír
Verðbólga upp
Hátt olíuverð mun hleypa
I verðbólgunni upp á Vesturlönd-
um á næstu mánuðum en breyt-
1 ing verður síðari hluta næsta
í árs, að mati sérfræðínga hjá al-
; ■ þjóðlegu fjármálafyrirtæki.
Pútín í forsetaframboð
I Vladimir Pútín, forsætisráð-
staðfesti á ný í
gær að hann
hygðist bjóða
sig fram í for-
setakosningun-
um á næsta ári
þrátt fyrir
orðróm um að
hann væri ekki
lengur uppá-
1 haldsframbjóöandi Kremlar. í ný-
■ legri fylgiskönnun kváðust 29
[■ prósent kjósa Pútín yrðu forseta-
i kosningar í dag.
Bannað fyrir konur
Franskar konur segja að veit-
ingastaðurinn Le Fouquet’s sé
eins og aftan úr miðöldum þar
sem konum er bannaður aðgang-
ur aö staönum án fylgdar karl-
manna.
12 ára fangelsi
Fjórir félagar Falun Gong-
hreyfingarinnar í Kína hafa ver-
iö dæmdir í allt að 12 ára fang-
elsi.
Flugræningi laus
Norsk yfirvöld ætla brátt að
láta lausa Souhailu Andrawes,
palestínskan flugræningja, sem
afplánað hefur helming af 12 ára
fangelsisdómi. Souhaila tók þátt í
flugráni í Sómalíu 1977.
Viðræðum frestað
Bandaríski sáttasemjarinn Ge-
orge Mitchell fyrirskipaði í gær
hlé á friðarvið-
ræðunum á N-
írlandi þar til í
næstu viku.
Kvaðst Mitchell
hafa beðið
deiluaðila að
taka sér hvíld
um helgina og
íhuga þær mikilvægu ákvarðanir
sem taka þurfi. Rétt áður hafði
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, beðið deiluaðila að gefast
ekki upp.
Sprengjuvélar til Kúbu
Rússar íhuga nú að senda
I sprengjuflugvélar, sem geta borið
t kjamorkuvopn, til Kúbu og Ví-
etnams á næsta ári.
J Kókaínkóngar grunaðir
1 Yfirvöld í Kólumbíu hafa heit-
I ið því að vísa úr landi öllum
| flkniefnasölum sem kunna að
\ hafa átt þátt í sprengjuárásinni í
j Bogota á fimmtudaginn.
Flugvélar saknað
Flugvél Sameinuöu þjóöanna
hvarf í gær af radarskjám rétt
norður af Pristina í Kosovo. 24
vom um borð í flugvélinni.
Sakaruppgjöf
Abdurrahman Wahid, nýr for-
seti Indónesíu, staðfesti í gær að
hann myndi
veita Suharto,
fyrrverandi for-
seta Indónesíu,
sakaruppgjöf
eftir að réttað
hefur verið yfir
honum vegna
spillingar.
Suharto fær sakarappgjöf þar
sem hann var forseti en ekki aðr-
ir ættingjar hans.
'
Motmæla Haider
Um 20 þúsund Austurríkis-
% menn gengu um götur Vínar-
í borgar í gær til að mótmæla
P hægrisinnaða stjórnmálamann-
| inum Jörg Haider. Fyrr um dag-
j: inn hafði Haider beðið gyðinga
I afsökunar á að hafa lofað ýmsa
| stjórnarhætti nasista. Frelsis-
1 flokkur Haiders varð í öðra sæti
j; i nýafstöðnum kosningum.
Varnarmálaráðherra Rússa:
Bandaríkin vilja
ráða í Kákasus
Igor Sergejev, varnarmálaráð-
herra Rússlands, þótti í gær nota
kaldastriðsorðalag þegar hann sak-
aði bandarísk yfirvöld um að vilja
veikja Rússland og ná yfirráðum á
Norður-Kákasussvæðinu. Tsjetsjen-
ía, sem Rússar hafa gert árásir á
undanfarnar vikur, er á Norður-
Kákasussvæðinu og liggur að Ge-
orgíu.
Héraðið er ekki langt frá Kaspía-
hafi þar sem era miklar olíulindir
og gas í jörðu.
Mikilvæg olíuleiðsla liggur um
Tsjetsjeníu frá Kaspíahafi til
Svartahafs en hún er ekki lengur
undir yfirráðum Rússa. Frá hrani
Sovétríkjanna 1991 hafa ríkin við
Kaspíahaf reynt að tryggja sjálf-
stæði sitt með þvi að leita nýrra
leiða til oliuflutninga. Bandaríkin
hafa veitt þeim mikinn stuðning í
þeirri viðleitni.
í ræðu á herforingjafundi í gær
Sergejev ásamt Borfs Jeltsín Rúss-
landsforseta. Símamynd Reuter
sagði Sergejev að mikill óstöðug-
leiki hefði ríkt á árinu sem væri að
líða vegna nýrrar „eftirkaldastríðs-
stefnu“ og stríösins gegn
Júgóslavíu. Aðalsökudólgamir
væra Bandaríkin og NATO.
Þrýstingur á Rússa vegna stríðs-
reksturs þeirra í Tsjetsjeníu fer nú
vaxandi. Búist er við að árásir
Rússa verði eitt helsta umræðuefnið
á leiðtogafundi Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í Ist-
anbul í næstu viku. Rússar segjast
vera að uppræta starfsemi hryðju-
verkamanna og að aðgerðimar séu
innanrikismál. Utanríkisráðherra
Rússlands, Igor Ivanov, hafnaði í
gær boði ÖSE um aðstoð við lausn á
deilunni.
Rússneska kirkjan lýsti í gær yfir
stuðningi við hemaðaraðgerðir
Rússa í Tsjetsjeníu. Kirkjunnar
menn báðu þó um að óbreyttum
borgurum yrði hlíft.
Um fjögur þúsund tvíburapör söfnuðust í gær saman í Taipei í Taívan. Tllgangurinn var að halda stærsta fund
tvíbura til þessa og komast þar með í heimsmetabók Guinness. Hér má sjá hluta þátttakenda. Sfmamynd Reuter
Flugskeytaárásir gegn
Bandaríkjamönnum
Sex flugskeytum var í gær skotið
að byggingum Bandaríkjanna og
Sameinuðu þjóðanna í Islamabad í
Pakistan. Að minnsta kosti einn
særðist í árásunum, að sögn pakist-
önsku lögreglunnar. Allt benti til
þess að um samræmdar aðgerðir
væri að ræða.
Flugskeytunum var skotið frá bíl-
um sem kviknaði síðan í. Þess
vegna héldu yfirvöld fyrst að um
bílasprengjur hefði verið að ræða.
Einn bílanna sprakk þar sem hon-
um hafði verið lagt nálægt háhýsi
með mörgum skrifstofum Samein-
uðu þjóðanna.
Árásimar vora gerðar tveimur
dögum áður en viðskiptabann
Bandaríkjanna gegn Afganistan tek-
ur gildi.
Viðskiptabanninu er beint gegn
Talebönum þar sem þeir vilja ekki
framselja hryðjuverkamanninn
Flugskeytum var skotið frá bifreið-
um sem sfðan kviknaði í.
Símamynd Reuter
Usama bin Ladin. Hann er meðal
annars grunaður mn að bera ábyrgð
á sprengjuárásunum gegn banda-
rísku sendiráðunum í Tanzaníu og
Kenýa. Alls létu 224 lífið í þeim
árásum.
Viðskiptabannið hefur valdið gif-
urlegum mótmælum. í Kandahar
söfnuðust 50 þúsund manns saman
síðastliðinn miðvikudag og köstuðu
grjóti að skrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna.
Leiðtogi Talebana, Mohammed
Omar, sagði í gær að árásimar í
Pakistan væra samsæri til að eyði-
leggja sambandið milli Talebana og
Pakistans og auka spennuna milli
Talebana og Bandaríkjanna.
Talebanar fullyrða að Usama bin
Ladin, sem er sádiarabískur millj-
arðamæringur, sé saklaus og vilja
því ekki framselja hann.
John Kennedy
fleygði Carolyn
Besette út
Tveimur dögum áður en John
Kennedy, eiginkona hans Caro-
lyn Bessette og systir hennar lét-
ust í flugslysi í júlí síðastliðnum
hafði hann
rekið konu
sína að heim-
an. Þetta kem-
ur fram í grein
Anette Wither-
idge í blaðinu
Daily Mail.
Kennedy á að
hafa hrópaði í síma á skrifstofu
sinni að nú væri nóg komið. „Þú
hefur gengið of langt. Pakkaðu
saman dótinu þínu og láttu þig
hverfa úr lífi minu.“
Fjölmiðlar höfðu oft greint frá
hjónabandsvandræðum Kenn-
edys. Fullyrt er að Carolyn hafi
verið kókaínþræll sem ekki
hafði sængað með manni sínum
í eitt og hálft ár. Heimildarmað-
ur greinarhöfundar er náinn
vinur Kennedys sem ekki vill
láta nafns síns getið. Kennedy
var hins vegan ékki ótrúr konu
sinni. x
Refsað fyrir að
leggja starfs-
menn í einelti
Það kostar nú dönsk íyrirtæki
peninga að fara illa með starfs-
menn sína. Nokkur dönsk sveit-
arfélög era hætt að endurgreiða
sjúkradagpeninga eigi fyrirtæk-
in sjálf sök á veikindum starfs-
manna. Það á einkum við þegar
starfsmaöurinn verður veikur
vegna hins sálræns álags á
vinnustaö.
í Vejen hefur þetta fyrirkomu-
lag verið í tvö ár. Hafi sveitarfé-
lagið grun um aö veikindin stafi
af slæmu andrúmslofti á
vinnustað er læknir beðinn að
kanna málið. Staðfesti hann gran-
inn og segi jafnframt að viðkom-
andi geti starfað í öðru fyrirtæki
er fyrirtækinu neitað um endur-
<i greiðslu vegna veikind-anna. Af-
j! staða sveitarfelaganna hefúr vak-
j ið mikla reiöi hjá danska vinnu-
veitendasambandinu.
ESB dagsetti
! samninga aftur
||í tímann
í miðri kreppunni sem neyddi
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, ESB, tfl að segja af
sér í mars síðastliðnum var
svindlað með peninga. Málið
þykir svo alvarlegt aö endur-
skoöendur ESB geta ekki sam-
þykkt reikninga síðasta árs.
í skýrslu fyrir árið 1998 kemur
fram að samningar, sem ekki
vora undirritaðir fyrr en í byrj-
un þessa árs, vora dagsettir aft-
ur í tímann til aö svo liti út að
þeir hefðu verið gerðir í fyrra.
Margar dularfullar upphæðir
era bókfærðar 31. desember 1998
en þann dag var lokað og slökkt
hjá framkvæmdastjóminni eins
| og á flestum öðrum skrifstofum.
ráðs við NATO
Bandaríkjamenn gerðu ýmsar
J árásir gegn Serbum í
Kosovostríðinu án samráðs við
önnur aðildarríki NATO, að því
; er kemur fram i skýrslu franska
| hersins. B-2 Stealth-sprengjuvél-
! j arnar, B-52-sprengjuvélarnar eða
F-117 vélarnar vora ekki undir
! eftirliti NATO.
Franskur flotaforingi frá
flugvélamóðurskipinu le Foch
segir að bandaríski flotinn hafi
greint skipum bandamanna í
1 grenndinni frá árásum með
I Tomahawk-flugskeyti aðeins
1 nokkrum mínútum áður en þær
? voru geröar.
Gerðu árásir í
Kosovo án sam-