Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 20
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999
20 bókarkafli
--------
★ ★
Louisa Matthíasdóttir: Hús og kindur. 1982. Myndirnar eru úr bókinni.
Louisa virðist hins vegar hafa tek-
ið þessum viðbrigðum af venjulegu
æðruleysi. Hún hafði lært dönsku hjá
nunnunum í Landakoti og kunni að
sögn vel við Dani. Ekki hafði hún
heldur neitt út á kennsluna við Kun-
sthándværkerskolen að setja. Á öðru
ári fengu nemendur að teikna eftir
nöktum fyrirsætum, körlum og kon-
um - aðskilnaðarstefha í þágu vel-
sæmis hafði verið afnumin við
danska listaskóla á þriðja áratug ald-
arinnar - og er ekki að sjá að anató-
mísk teikning veíjist fyrir Louisu. í
skissum af konum sem hún hefur
haldið til haga frá þessum tíma er
líkamsbygging þeirra áberandi vold-
ug og heilleg en öll smáatriði eru lát-
in liggja milli hluta. Er freistandi að
sjá í þessum skissum Louisu ávæn-
ing af mannamyndunum sem hún
gerði síðar á ævinnt Það er hins veg-
ar í ýmiss konar auglýsinga- og
hönnunarverkefhum sem við skynj-
um vaxandi sjáifstraust hennar í
meðhöndlun lita.
í öllum tilfellum eru auglýsinga-
verkefni Louisu einfold í sniöum,
stílhrein og litrík. í ljósi síðari mál-
verka hennar af stíifærðu fólki og
dýrum í íslensku landslagi eru bók-
arkápur hennar frá þessum tíma sér-
staklega áhugaverðar. Þar teflir hún
iðulega saman flötum, dálítið
klossuðum mannverum - og dýrum -
í einum lit eða tveimur og flötu, lag-
skiptu landslagi. Sumar þessara
Louisa Matthíasdóttir
Um þessar mundir kemur út
stór og glœsileg bók um ævi
og feril listakonunnar Lou-
isu Matthíasdóttur sem fæddist í
Reykjavík áriö 1917 en hefur lengst
af búiö og starfaö í Bandaríkjunum.
Myndefni sín sœkir hún þó fyrst og
fremst til íslands, bœði í sveit og
borg. Ógleymanlegar eru myndir
hennar af íslensku sauöfé sem mega
heita vörumerki hennar. Margir
skrifa greinar um Louisu frá ýmsum
sjónarhornum í bókinni. Viö grípum
niöur í kafla Aöalsteins Ingólfsson-
ar, „Listakona í mótun".
„Ég þurfti aldrei að
segja að ág vilrii mála"
Við upphaf fjórða áratugarins
höfðu viðhorf til sjálfstæðrar listsköp-
unar kvenna tekið nokkrum breyting-
um. í þau skipti sem minnst er á
fyrstu listakonur íslendinga í nútíð,
listmálarana Kristínu Jónsdóttur og
Júlíönu Sveinsdóttur og Nínu Sæ-
mundsson myndhöggvara í dagblöð-
um, er þeim gert jafnhátt undir höfði
og starfsbræðrum þeirra.
Samt hlýtur næmi Matthíasar Ein-
arssonar læknis og Ellenar Johannes-
sen, konu hans, á þarfir Louisu að
hafa verið óvenjuleg á þeirra tíma
mælikvarða. Að því er hún segir sjálf
skynjuðu foreldrar hennar snemma,
jafnvel löngu áður en hún fermdist,
hvert hugur hennar stefndi. Ellen,
sem lært hafði að teikna á yngri árum
og var annáluð fyrir hannyrðir sínar,
hefur sennilega verið fljót að skynja
hvað bjó í yngri dóttur þeirra. „Ég
þurfti aldrei að segja að ég vildi mála,
þau sáu það strax, því ég var alltaf
að,“ sagði hún við þann sem þetta rit-
ar.
Upp frá því voru þau boöin og búin
að liðsinna dóttur sinni eftir bestu
getu. Með því fyrsta sem þau gerðu
var að senda Louisu í teiknitíma til
Tryggva Magnússonar, sem hún sótti
í tvo vetur. Sjáifur lét Matthías lækn-
ir ekki sitt eftir ljggja og sat fyrir hjá
Löúfsu- lönguni stundum þótt hann
væri störfum hlaðihh; „Hann-virtist-
alltaf hafa tíma fyrir mig,“ segir hún.
Það var nánast fyrir tilviljun að
Louisa komst fyrst yfir liti. Eldri
bróðir hennar, Matthías, hafði fengið
litakassa að gjöf, og þegar hann
þreyttist á að fóndra með litina færði
hann systur sinni kassann. En fleira
varð til þess að vekja listáhuga Lou-
isu. Að sögn hennar átti Matthías
læknir gott úrval listaverkabóka sem
hann hafði keypt á ferðum sínum er-
lendis. Þessar bækur skoðaði Louisa
oftsinnis sem bam. Hún gefur því lít-
ið fyrir þá skoðun að á þessum árum
hafi íslendingar þurft að leggjast í
siglingar til að berja augum heimslist-
ina.
Matthías átti líka talsvert af mynd-
um eftir íslenska myndlistarmenn, til
dæmis Kjarval og Kristínu Jónsdótt-
ur, en þó mest eftir Jón Stefánsson.
Louisa man vel eftir myndum Jóns,
einkum stóru málverki af Esjunni
sem hékk á áberandi stað á heimilinu,
og segist enn hafa miklar mætur á
myndum hans. Nú verður ekki séð að
Louisa hafi þegið neitt af Jóni Stefáns-
syni sem máli skiptir, en þó er með
þeim listrænn skyldleiki. Bæði helg-
uðu sig myndlistinni af fágætri stað-
festu, bæði lögðu þau út frá veruleika
hlutanna fremur en kennisetningum -
að stórum hluta sýna myndir beggja
dýr, uppstillingar og borgarlandslag -
og bæði kappkostuðu að ydda form-
gerð mynda sinna til hins ýtrasta í
samræmi við „innri nauðsyn" þeirra.
Um leið eru þau Louisa og Jón afar
ólíkir listamenn. Jóni var málaralist-
in ekki í blóð borin; sérhver mynd
kostaði hann baráttu og hugarvil. Um
Louisu gegndi allt öðru máli því frá
fyrstu tið lék pentskúfurinn í höndum
hennar. Eða, eins og hún segir af
sinni bláeygu hreinskilni: „Mér
fannst ekkert erfitt að mála.“
I listiðnarskóla við
Breiðgötu
Eins og áður er sagt voru foreldrar
Louisu meira en fúsir að styðja hana
til myndlistamáms. En af eðlilegri
varfæmi vildu þeir tryggja að hún
gæti séð sér farborða með list sinni
og því mælti Matthías faðir hennar
með því að hún færi í nám í auglýs-
ingateikningu. „Ég sagði já, mér
fannst það góð hugmynd á þeim
tíma,“ segir Louisa.
Það varð að ráði að Louisa sótti
um inngöngu í Kunsthándvær-
kerskolen við Breiðgötu um haustið
1934. Ellen, móðir jjouisu, fór með
henni til Kaupmannahafiiar þar sem
hún fékk inni fyrir hana hjá fjöl-
skyldu sem foreldrar hennar þekktu.
Eftir því sem Matthías Johannnes-
sen, frændi hennar, segir annars
staðar hér i bókinni þótti það „yfir-
gengilegt fijálslyndi" af frú Ellen að
fara með dóttur sína unga til Kaup-
mannahafnar og skilja hana eftir hjá
vandalausum.
kápumynda Louisu gætu sem best
verið formyndir nokkurra síðari
málverka hennar.
Út af fyrir sig er eftirtektarvert
hve mörg þessara verkefna Louisu
eru af íslenskum toga. Hún gerir til-
lögur að kápumyndum fyrir íslensk-
ar þjóðsögur og ævintýri, Flateyjar-
bók, íslendingasögur og nútímasögu
frá Reykjavik. í mörgum þessara
verkefna örlar á þeirri sérstöku
kímnigáfu sem listakonan hefur til
að bera í rikmn mæli en allt of fáir
hafa kynnst. Nokkrar þjóðlífsmyndir
Louisu, meðal annars af hestamönn-
um á Þingvöllum og ungum smala í
seli, þóttu svo vandaðar að hún var
hvött til að bjóða helgarblaði Politi-
ken þær til kaups. Lét hún tilleiðast
og keypti blaðið þrjár þessara mynda
af henni og notaði sem forsíðumynd-
ir haustið 1936. Þótti myndbirting af
þessu tagi nokkur upphefð fyrir ung-
Uppstilling með pylsu, krukku og melónu. 1976. an iistnema. (Kaflinn er styttur.l