Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 TT>V heygarðshornið Utanríkisstefna í hnotskurn Steingrímur Hermannsson var að rifia upp á dögunum í Útvarpinu þegar fundum hans og Reagans bar saman á leiðtogafundinum um árið - og áður hefur þessi frásögn Stein- gríms ratað inn í umtalaða ævisögu hins dularfulla Bandaríkjaforseta. Þetta er ansi góð saga. Svona var hún nokkurn veginn, minnir mig: Steingrímur sat með Reagan á Bessastöðum og var að reyna að halda uppi samræðum. Byrjaði á að láta í ljós von um að vel færi um menn, það væri ekkert sem skorti þótt undirbúningstími hefði verið af skomum skammti og þar fram eftir götunum: var sem sé að fiska eftir skyldubundnu hrósi um dugn- að íslendinga. Hann fékk engin við- brögð, ekkert svar, bara tóman svip, bara pass við how do you like Iceland. Síðan lætur Steingrímur í ljós von um að þessi fundur eigi eft- ir að skila árangri. Ekkert svar, engin viðbrögð, fullkomið tómlæti. Ekki er Steingrímur af baki dottinn og gerist nú svo djarfur að láta í ljós þá von sína að leiðtogamir taki sérstaklega tii umræðu þá vá sem hljótist af ferðum kjamorkukafbáta um heimshöfin en það mál snerti íslendinga alveg sérstaklega því eitt slys geti lagt afkomu þjóðarinn- ar I rúst. Þá er eins og Ronald Reagan ranki loksins við sér. Það kemur blik í fjarræn augu hans, hann fer með höndina í jakkavasann og dregur þar upp miða og les af mið- anum: Flugleiðir fá lendingarleyfi í Boston. Fréttamenn ræða við Steingrím Hermannsson vegna leiðtogafundar 1986. Hann hefur áreiðanlega ekki verið með minnismiða í vasanum við þetta tæklfæri. Eins og allar fyndnar sögur er þetta mjög sorgleg saga. Um hvað er hún? Hún er kannski um kölkun, alzheimer-sjúkdóm á frumstigi, og þá væri hún vissulega afar sorgleg. En í rauninni er þetta ekki saga um Ronald Reagan. Þetta er saga um ís- lendinga. Þetta er saga um samskipti íslendinga og Bandaríkjamanna á þessari öld - og þetta er mjög sorgleg saga. Mennimir sem stjómuðu utanrík- isstefnu Bandarikjanna á þessum tíma hafa látið Reagan hafa minnismiða til að styðjast við í sam- tali sínu við forsætisráðherra ís- lands. Slíkt er ekki undarlegt og þarf ekki að hafa verið sökum kölkunar Reagans því yfirleitt eru Bandaríkja- menn, og þar á meðal bandarískir ráðamenn, gersamlega fákunnandi um önnur lönd, svo áhugalausir um þau að þeir vita naumast hvað ráða- menn stærstu landa heita. Þannig lenti Georg Bush yngri, sem margt bendir til að verði næsti forseti Bandaríkjanna, um daginn í óvæntu prófi í sjónvarpsþætti þar sem hann stóð á gati í öllu sem viðkom utan- ríkismálum. Það sem hefur staðið á þessum minnismiðum er miklu merkilegra. Það er líklegt að forsetinn hafi verið búinn undir fundinn með Steingrími á þann veg að embættismennimir hafa sagt við hann: Láttu hann bara masa og safnaðu kröftum en ef hann fer að vera með eitthvert múður þá skaltu bara segja honum að Flugleið- ir fái lendingarleyfi í Boston - senni- lega hefur í hinum jakkavasanum verið miði um íslenska aðalverktaka eða eitthvert fisksölufyrirtækið. Svo þegar fundurinn er farinn af stað og íslenski ráðherrann hefur látið dæl- una ganga um nokkra hrið kemur allt í einu þar máli hans að hann er farinn að impra á einhverju óþægi- legu, einhverju sem hann á ekkert með að vera að skipta sér af - ferð kafbáta um Atlantshafið - og þá rifj- ast upp fyrir Reagan að það var eitt- hvað sem ____________________________ hann átti að segja við ís- lendinginn ef hann væri með múður: hvað var það nú aftur? Lát- um okkur sjá - já! Flugleið- ir fá lending- arleyfi í Boston. Eins og allar fyndnar sögur er þetta mjög sorgleg saga. Um hvaó er hún? Hún er kannski um kölkun, alzheimer-sjúkdóm á frum- stigi, og þá vœri hún vissu- lega afar sorgleg. En í-raun- inni er þetta ekki saga um Ronald Reagan. Þetta er saga um íslendinga. hefur hann reiknað með ______________________ að samtalinu væri lokið. Ráðherrann islenski héldi sig á mottunni, enda búið að leiða honum fyrir sjónir hvar hans staður væri: búið að stinga upp í hann dúsu. Keyptur. Svona, vertu úti og leiktu þér. Guðmundur Andri Thorsson Þessi saga sýnir íslenska utan- ríkisstefnu í hnotskum eins og ___________________ hún hefur ver- ið rekin frá striðslokum og fram á þennan dag og gildir þá einu hvort við stjómvöl- inn vom svo- nefndar vinstri stjómir eða hægri stjómir. Bandarískir ráðamenn höfðu drjúga reynslu af því að sannfæring íslenskra ráðamanna væri Edltaf fól ef fjárhagslegir hagsmunir nokkurra íslenskra fyrirtækja væm í húfi. íslensk utanríkis- stefna snerist alltaf fyrst og fremst um Flugleiðir og fiskmangara. Aldrei um reisn. agur í lífi Dagur í lífi listaklúbbsstjóra: Steinbítur, gellur og Hundur í óskilum - Helga E. Jónsdóttir tekst á við listamenn, börn og barnabörn Ég vaknaði kl. 6, löngu á undan hringingu vekjaraklukkunnar við minninguna um hlátrasköllin írá áhorfendum í Þjóðleikhúskjallar- anum kvöldið áður. Hljómsveitin Hundur í óskilum hafði skemmt í Listaklúbbnum það kvöldið. Ég áttaði mig á því að ég hafði líklega ekki hlegið svona hjartanlega í langan tíma og kannski var það ástæðan fyrir að ég þurfti ekki lengri svefn. Ég naut kyrrðarinnar og tók tíu mínútna djúpa jógaönd- un, sem er á við tveggja tíma svefn að sögn jógafræðinnar. Þama í rúminu fór ég svo yfir það sem fyr- ir lá að koma í verk þennan dag. Meiri öndun Fyrst á dagskrá var meiri önd- un, Chi Kung hjá Gunnari Eyjólfs- syni uppi í Þjóðleikhúsi. Hlæja og anda, verra gæti það verið, hugs- aði ég, spratt svo á fætur, vakti unglingana, fékk mér vatnsglas og lýsisbelg meðan ég gluggaði í handrit að útvarpsleikriti sem ég er leikstjóri að og spái í hlutverka- skipun. Þegar klukkan var átta skaut ég krökkunum í Mennta- skólann. Veðrið var gott en tösk- umar þungar. Kom við í bakarí- inu, keypti rúnstykki og þegar ég kom heim var bóndinn tilbúinn með ítalskt gæðakaffi. Morgun- bollinn er bestur. Mætti á réttum tíma hjá Gunnari sem alltaf hefur miklu að miðla. Nýársnóttin undirbúin Spjallaði við kollegana í hálf- tíma yfir kaffibolla á eftir, síðan lá leiðin aftur heim á Bræðraborgar- stíg að undirbúa æfingu á Nýj- ársnóttinni sem ég stjóma leik- lestri á, þessu fyrsta verkefni Þjóð- leikhússins við opnunina 1950. Þetta er næsta verkefni Lista- klúbbsins sem verður á dagskrá nk. þriðjudag, 16. nóvember. Þurfti líka að hringja fáein símtöl út af hinu og öðru eins og gengur, til dæmis að biðja Grím Bjarnason ljósmyndara að koma á æfinguna seinna um daginn til að festa fríð- an hóp elstu leikara Þjóðleikhúss- ins á filmu. Menn og álfar lifna við Eftir að hafa fengið mér holla, japanska miso-súpu í hádegisverð var ég svo komin á æfmguna í Þjóðleikhúskjallarann klukkan eitt. Æfingin var skemmtileg. Per- sónur úr heimi manna og álfa lifn- uðu. Kl. 4, eftir að æfingunni lauk, fór ég með Tótu Sveins að finna búninga á hópinn í geymslu Þjóð- leikhússins við Skútuvog. Kl. 5 átti ég að vera á fundi með Maríunum hjá Þórunni Valdimarsdóttur, en það er félagsskapur sem stendur að stofhun Maríuseturs, þar sem konur geti notið kyrrðar og iðkað menntir. Amma og mamma Þetta breyttist því að sem ég var að leggja af stað í Fischersundið hringdi gemsinn minn. Það var Margrét, dóttir mín, sem átti aö vera á foreldrafundi með annað bamið og bað mig að sækja hitt i Tónmenntaskólann. Þar með varð ég af fúndinum með vinkonum mínum. Ekki í fyrsta skiptið sem bömin, og nú bamabömin, ganga fyrir. Ég rata býsna vel á gamla Franska spítalann því þangað hef ég ekið með börnin mín fjögur og hlustað á ungviðið leika á hin ýmsu hljóðfæri á óteljandi tónleik- um gegnum árin. Ömólfúr litli kom glaðbeittur út með sellóið sitt. Steinbítur og gellur Nú var klukkan farin að ganga sjö og ekki um annað að ræða en að geysast út á Nes að kaupa í matinn. Við dóttursonur minn keyptum steinbít, gellur, kartöfl- ur, brauð og grænmeti, hann fékk að velja eitthvað í eftirrétt og valdi kleinuhringi handa sér og systur sinni. „Þetta er ekki nammi, amma.“ Steinbíturinn og gellum- ar vora lostæti. Fullorðna fólkið og unglingamir fengu í eftirrétt fmnskan sjónvarpsþátt um sér- kennilega innkaupaferð banda- rískra karla að ná sér í eiginkonur í Rússlandi. Ég festist ekki oft fyr- ir framan „kassann" en í þetta sinn horfði ég til enda. Líka húsmáðir Dagur hinnar útivinnandi hús- móður var ekki liðinn. Eftir sjónk- ann skutlaði ég í eina þvottavél og að því loknu var ekki lengur und- an því vikist að semja fréttatil- kynningar til fjölmiðla vegna næstu dagskrár Listaklúbbsins, þ.e. leiklestrarins á Nýársnóttinni á þriójudagskvöldiö. Nú var komið miðnætti og kærkomið að leggjast út af, undirbúa nætursvefninn með slökun og djúpri öndun, svífa síðan á vit draumanna og algleym- isins til aö vakna næsta dag með jógakennslu og meiri öndun. Amen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.