Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Side 6
6
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
Útlönd
DV
Stoltenberg myndar nýja stjórn í Noregi:
Umhverfisverndarsinnar
mótmæltu viö höllina
Jens Stoltenberg var reiðubúinn
til baráttu þegar hann kom af fundi
Haralds Noregskonungs í gær. Stolt-
enberg hafði fengið umboð til
stjórnarmyndunar og kvaðst ætla
að ræða við þingflokksformenn.
„Gangi allt að óskum ætti að vera
mögulegt að ljúka stjórnarmyndun í
næstu viku,“ sagði Stoltenberg.
En það var ekki bara Stoltenberg
sem var reiðubúinn til baráttu. Þeg-
ar Stoltenberg kom út í hallargarð-
inn beið hans fjöldi mótmælenda frá
umhverfisvemdarsamtökum sem
lýstu yfir andúð sinni á stefnu hans
í umhverfismálum. Mótmælendur
bám spjöld með áletrununum gegn
gasorkuverum. Margir umhverfis-
verndarsinna létu þau orð falla að
baráttunni væri ekki lokið. Áður
hafði umhverfisverndarsimiinn
Frederik Hauge lýst yfir óánægju
sinni með nýja forsætisráðherrann.
„Stoltenberg er nú augljóslega
skítugasti strákurinn í bekknum.
Það verður gaslykt af honum í mörg
ár,“ sagði Hauge í útvarpsviðtali.
Jens Stoltenberg
Jens Stoltenberg nýtur ekki mikils trausts kjósenda. Aöeins 29 prósent telja
aö hann veröi betri forsætisráðherra en Bondevik.
Ríkisstjórn Kjells Magnes
Bondeviks sagði af sér vegna þess
að norska stórþingið hvatti hana á
fimmtudagskvöld til að samþykkja
byggingu loftmengandi gasorku-
vera.
í gær var talið að Thorbjern Jag-
land, leiðtogi Verkamannaflokks-
ins, yrði nýr utanrikisráðherra.
Hann er sagður hafa áhuga á emb-
ættinu en vildi þó ekki tjá sig um
það í gær.
Ekki lítur út fyrir að kjósendur
hafi mikla trú á verðandi stjóm
Jens Stoltenbergs. Samkvæmt skoð-
anakönnun norska blaðsins Dag-
bladet telja 29 prósent kjósenda að
Stoltenberg verði verri forsætisráð-
herra en Kjell Magne Bondevik. Að-
eins 19 prósent voru þeirrar skoðun-
ar að Jens Stoltenberg yrði betri
forsætisráðherra. 42 prósent kjós-
enda höfðu ekki skoðun á hæfni
Stoltenbergs.
Takist Stoltenberg, sem er 40 ára,
að mynda stjórn verður hann yngsti
forsætisráðherra Noregs hingað til.
Stuttar fréttir
Flytur til New York
Rithöfundurinn
Salman Rushdie
ætlar að flytja til
ástkonu sinnar í
New York. Ástkon-
an, Padma Laks-
hmi, er 29 ára fyrir-
sæta, leikkona og
höfundur mat-
reiðslubókar. Rushdie, sem er 53
ára, er enn kvæntur þriðju eigin-
konu sinni sem hann á 2 ára son
með. Bretar spara nú þær 140 millj-
ónir króna sem það hefur kostaö að
gæta Rushdies á ári.
Sjúklingar fá hasspillur
Krabbameinssjúklingar á sjúkra-
húsum í Árósum fá hasspillur til að
draga úr ógleði. Hasspillurnar eru
gefnar þegar venjuleg lyf duga ekki
við ógleðinni sem getur verið mikil.
Ekki fórnarlamb njósna
Heimildarmenn innan NATO
sögðu í gær að bandaríska Stealth-
flugvélin hefði ekki verið skotin
niður af Serbum vegna leka innan
samtakanna.
Ellefu ára telpa
í Svíþjóð kæfð
með biblíu
Ellefu ára stúlka í Skogás sunnan
við Stokkhólm í Svíþjóð var kæfð
með biblíu aðfaranótt aðfangadags.
Áður hafði telpunni og 12 ára stjúp-
bróður hennar verið misþyrmt í
margar klukkustundir. Honum
tókst að flýja kvalara sína.
41 árs gamail maður, 36 ára kona
og 21 árs systir hennar koma fýrir
rétt á mánudaginn vegna morðsins.
Þremenningamir kváðust telja að
bömin væm haldin iilum öndum.
Húsmóðirin á heiiriilinu var stöðugt
kvefuð og kenndi iilum öndum í
bömunum um. Faðirinn taldi at-
vinnuleysi sitt stafa af sömu orsök-
um.
Bömin, sem talið er að séu mun-
aðarlaus, komu til Svíþjóðar frá
Kongó í september í fyrra. Þau
bjuggu í leiguíbúð hjá þremenning-
unum. Konumar em systur móður
drengsins.
Babitsky
Rússneski fréttamaöurinn Babitsky
hvarf í þrjár vikur eftir dularfull
fangaskipti.
Babitsky veit
ekki hvort hann
er ákærður
Aðstoðardómsmálaráðherra Rúss-
lands sagði í gær að rússneski
fréttamaðurinn Andrei Babitsky
hefði verið ákærður fyrir að hjálpa
uppreisnarmönnum í Tsjetsjeníu.
Skrifstofa ríkissaksóknara vísaði
þessu á bug. Babitsky flutti fréttir
frá Tsjetsjeníu á vegum Radio
Liberty og gramdist rússneskum
ráðamönnum fréttaflutningurinn.
Afhentu Rússar Tsjetsjenum
Babitsky í stað rússnesks herfor-
ingja sem hafði verið gripinn í
Tsjetsjeníu. Eftir fangaskiptin, sem
sættu alþjóðlegri gagnrýni, hvarf
Babitsky í þrjár vikur. Sjálfur
kvaðst Babitsky í gær ekkert vita
um ákæru gegn sér.
Sprengjuárás á Sri Lanka
Aö minnsta kosti 18 manns létu lífíö og 40 særöust þegar sprengia sprakk í Colombo á Sri Lanka /' gær. Sprengian
sprakk á aöalgötu aö þinghúsinu í borginni. Skothríð heyröist í kjölfar sprengingarinnar og fleygðu þá óttaslegnir
borgarbúar sér niöur. Lögreglan lokaöi götum í nágrenninu og varö þá mikil röskun á umferð.
Hætta við málshöfðun
gegn barnfóstrunni
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Cherie, eiginkona
hans, samþykktu í gær að falla frá
málshöföun gegn fyrrverandi bam-
fóstru sinni gegn því að hún
greindi alls ekki frá einkalifi fjöl-
skyldunnar.
Talsmaður breska forsætisráð-
herrans sagði að bamfóstran, Ros
Mark, hefði lofað Cherie Blair, sem
er lögfræðingur, að hún myndi
ekki veita upplýsingar um hagi
Blairhjónanna. Cherie Blair greip
til aðgerða siðastliðinn mánudag
til þess að vernda einkalíf fjöl-
skyldu sinnar og koma i veg fyrir
útgáfu endurminninga bamfóstr-
unnar. Siðastliðinn sunnudag
fengu Blairhjónin sett lögbann á
Cherie og Tony
Bresku forsætisráöherrahjónin hafa
samiö viö fyrrverandi barnfóstru sína.
breska blaðið Mail on Sunday sem
hugðist birta útdrátt úr bók bam-
fóstrunnar.
„Cherie Blair hefur samþykkt að
höfða ekki mál gegn fyrrverandi
bamfóstru sinni, Ros Mark,“ sagði
talsmaður forsætisráðherrans. Að
sögn talsmannins féllst barnfóstran
á að greina ekki frá neinum trúnað-
arupplýsingum um Cherie Blair og
fjölskyldu hennar. Bamfóstran mun
einnig hafa lofað að afhenda Blair-
hjónunum öll eintök af handriti
sínu sem hún hefur undir höndum.
Talsmaður forsætisráðherrans
sagði aö enn væri í undirbúningi
málshöfðun gegn útgefanda bókar
barnfóstrunnar og blaðinu Mail on
Sunday.
Lestarslys í London
Nær þrjátíu manns slösuðust þeg-
ar farþegalest ók á mannlausa kyrr-
stæða lest á Waterloo-járnbrautar-
stöðinni í London í gær.
Engar barnafyrirsætur
Yfirvöld í Lettlandi hafa bannað
fegurðarsamkeppnir fyrir yngri en
18 ára. Sams konar bann er í gildi
fyrir fyrirsætur.
Aznar spáð sigri á Spáni
Joaquín
leiðtoga sósíalista, sögðu þó í gær að
bilið milli þeirra færi minnkandi.
Samkvæmt skoðanakönnun síðast-
liðinn mánudag var fylgi Aznars 4-5
prósentustigum meira en fylgi Al-
munia.
Erbakan í fangelsi
Tyrkneskur dómstóll dæmdi í
gær fyrrverandi forsætisráðherra
Tyrklands og leiðtoga múslíma,
Necmettin Erbakan, í eins árs fang-
elsi. Var hann fundinn sekur um að
hvetja til hatursherferðar í ræðu
fyrir 6 árum.
Norðmanni rænt í Brussel
Norskum stjómarerindreka var
rænt er hann ætlaði að setja bensín
á bílinn sinn við Brussel á miðviku-
dagskvöld. Tveir vopnaðir menn
þvinguðu Norðmanninn í farang-
ursgeymsluna á bíl hans, óku hon-
um upp í sveit og misþyrmdu hon-
um. Þvinguðu árásarmennirnir
Norðmanninn til að gefa upp PIN-
númer á krítarkorti sínu. Norðmað-
urinn komst úr farangursgeymsl-
unni eftir 6 klukkustundir.
Lögmaður Sharifs myrtur
Einn verjenda Nawaz Sharifs,
fyrrverandi forsætisráðherra
Pakistans, var myrtur í gær.
Plastumslög gegn Haider
Námsmaður í Vín
hefur fundið nýja
leið til að sýna and-
stöðu gegn Jörg
Haider, leiðtoga
Frelsisflokksins í
Austurríki. Náms-
maðurinn selur
plastumslög utan um
vegabréf með áletr-
uninni „Ég kaus ekki þessa stjórn"
á 7 tungumálum.
r
I
I
I