Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Qupperneq 16
i6 theygarðshornið
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 T>V
Er pólitíska spillingin hiá öryrkjum?
Þegar voldugasti stjómmála-
maður landsins hafði sýnt þjóð
sinni með eftirminnilegum hætti
mikilfengleik valds síns með því
að fá prest rekinn sem ritara
nefndar fyrir smásögu hlaut hann
eftir svo frægan sigur að skima
vandlega í kringum sig eftir verð-
ugum andstæðingi sem hann
mætti reyna afl sitt við. Fyrir hon-
um varð Öryrkjabandalagið.
Tildrög árásar Davíðs Oddsson-
ar á samtök öryrkja eru þau að
fyrir síðustu kosningar vöktu þau
með eftirminnilegum hætti athygli
á því að ísland hefur gengið lengst
vestrænna ríkja í því að tekju-
tengja örorkubætur með þeim af-
leiðingum að kjör öryrkja eru hér
bágari en forsvaranlegt er. Þetta
var gert með ýmsum hætti, enda
bandalagið með óvenju skeleggan
og ódeigan talsmann, Garðar
Sverrisson. Meðal annars voru
birtar auglýsingar. í þeim vitnaði
bandalagið til orða valinkunnra
manna um þessi efni, svo sem
biskups yfir íslandi og ritstjóra
Morgunblaðsins, auk annarra sem
kynnst hafa kjörum öryrkja hér á
landi vegna starfa sinna. Þessar
auglýsingar Öryrkjabandalagsins
eru nú í málflutningi forsætisráö-
herra landsins orðnar að sérlegum
fjárstuðningi við Samfylkinguna.
Formaður Sjálfstæðisflokksins -
maðurinn sem tekur við leyndum
íjárframlögum sem engmn koma
við hversu há eru, frá aðilum sem
engum koma við hverjir eru, sem
síðan fara inn á bankareikninga
sem engum koma við hvar eru -
lýsir Öryrkjabandalaginu sem
stæðisflokksins opinberaðist sá
skilningur að stjómmálaflokkar
séu í stefnu sinni og málflutningi á
einhvern hátt skuldbundnir þeim
sem styrkja starf þeirra. Þetta er
athyglisvert.
Alit einu sér maður árásir Dav-
íðs á Baug og Bónusveldið í nýju
ljósi. Hafi Baugsmenn látið fé af
„Hafi Baugsmenn lát-
ið fé af hendi rakna
fyrir síðustu kosning-
ar í sjóði Sjálfstœðis-
flokksins þá myndi
maður œtla að sið-
frœði Davíös Odds-
sonar meinaði honum
að halda uppi árás-
um á þá. “
hendi rakna fyrir síðustu kosning-
ar í sjóði Sjálfstæðisflokksins þá
myndi maður ætla að siðfræði
Davíðs Oddssonar meinaði honum
að halda uppi árásum á þá. Því
hlýtur maður að draga þá ályktun
að þeir hafi látið undir höfuð leggj-
ast að borga sinn hlut í kosninga-
baráttunni síðustu og sé nú refsað
fyrir það. Hið sama hlýtur að gilda
um Jón Ólafsson. Og séra Öm
Bárður Jónsson hlýtur nú að eygja
úrræði til að stilla geð ráðherrans
virkar.
Það var þegar hann minnti á að
íslensk erfðagreining styrkti kosn-
ingabaráttu Samfylkingarinnar og
spurði um leið hvort það geti talist
siðlegt að eftir kosningar hafl ýms-
ir þingmenn þess sama flokks unn-
ið gegn hagsmunum fyrirtækisins.
í þessum orðum formanns Sjálf-
helstu upp-
sprettu póli-
tfskrar spiil-
ingar í land-
inu.
Önsum
þessu ekki.
Umræðan á
ekki að snúast
um þetta. Ráð-
herrann hlýtur
að hafa eitt-
hvað að fela
því að umræð-
an snýst um
það hvort gera
eigi fjárreiður
flokkanna op-
inberar - það
er að segja að
flokkamir
greini frá því
hvaðan stærstu
fjárframlögin
til þeirra
koma. Þessu er
Davíð Oddsson
andvígur.
Hvers vegna?
Sjálfur gerði
hann í ræðu
sinni á Alþingi
grein fyrir hugmyndum sínum um
tengsl slíkra fjárframlaga og
stefnu flokkanna - alveg óvart
ljóstraði hann því upp hvað í húfi
er og veitti okkur landsmönnum
óvænta innsýn í skilning sinn á
samspili stjórnmála og viðskipta-
hagsmuna. Við fengum að sjá
hvernig Sjálfstæðisflokkurinn
_£__* *-L_m______1_____u
Guðmundur Andri Thorsson
í sinn garð: hann fer einfaldlega i
hverjum mánuði með tíund af
kaupinu sínu til Kjartans Gunn-
arssonar.
* * *
Þetta var merkileg ræða. Og
verður sennilega kennd í stjórn-
málafræðikúrsum víða um lönd
þegar frám líða stundir. Kannski
að pólitísk hugsun Leiðtogans
Mikla hafi risið hæst á ferli hans
þegar kom að því að útskýra að
málefni Kristilega demókrata-
flokksins í Þýskalandi komi okk-
ur hér ekki hót við. Hvers vegna?
Vegna þess að reglur voru brotn-
ar þar í landi - sem vissulega sé
spilling - en þessar reglur séu
hins vegar ekki við lýði hér á
landi. Og engar reglur því brotn-
ar. Og allt í lagi að fara sínu fram.
Og með öllu óþarft að fara að setja
slíkar reglur. Þær yrðu bara
brotnar - og þá sætum við uppi
með spillingu.
Magurílífi
Hættvii annan umgang
- Ragnar Stefánsson jarieilisfræðingur lýsir deginum þegar Hekla byrjaði að gjósa
Laugardagurinn 26. febúar, þeg-
ar Hekla gaus, byrjaði dálítið leti-
lega en meö hefðbundnum hætti.
Fjölskyldan fór í vikutiltektina
skömmu fyrir hádegið. íbúðinni er
skipt í fjóra hluta og sérhver fjöl-
skyldumeðlimur sér um sinn
hluta, samkvæmt fyrir fram
ákveðnum reglum. Svo drifum við
hjónin okkur í heimsókn til pabba
míns á Sunnuveginum og sátum
þar og kjöftuðum. Honum er illa
við að keyra bíl í snjónum og slóst
því i fór með okkur inn í Hagkaup
í Skeifunni til að gera vikuinn-
kaupin.
Hætt við að panta
annan umgang
Eftir rápið í búðinni settumst
við inn á veitingahús í nágrenn-
inu til að hvíla lúin bein. Pabbi og
Ingibjörg fengu sér bjór en ég fékk
mér te. Upp úr kl. 5 hringdi svo
GSM-sími Veðurstofunnar sem ég
var með í vasanum. Þetta var Páll
Einarsson sem sagðist sjá smá-
skjálfta á sírita frá jarðskjálfta-
nema sem er þar sem heitir Litla-
Hekla í vesturhlíðum Heklu sjálfr-
ar. Hann hafði komið upp á Raun-
vísindastofnun. til að skipta um
pappír á síritunum. Hann taldi lík-
legt að skjálftarnir ættu upptök í
Heklu, og hugsanlega væri gos í
aðsigi.
Ég sagðist mundu drífa mig upp
á Veðurstofu til að skoða málið
betur. Það var hætt við að panta
annan umgang en gengið frá
reikningnum. Ég hringdi á spá-
deild Veðurstofunnar og bað að-
stoðarfólkið þar að fylgjast vel
með tölvuskjá sem þar er og sýnir
jarðskjálftahreyfingar frá stöðvum
um allt land. Sjálfvirkt viðvörun-
arkerfl Veðurstofunnar, sem gefur
merki ef skjálftar á ákveðnum
stöðum verða meiri en venjulega,
var ekki farið að gefa merki. Það
gat verið eðlilegt þar sem næsti
mælir í landsneti Veðurstofunnar
er í Haukadal, suður af Heklu, enn
lengra frá Heklutoppi en Litla-
Hekla.
Gosaskan stórhættuleg
þotuhreyflum
Ég kom upp á Veðurstofu um kl.
hálfsex, rétt mátulega til að heyra
köll frá viðvörunartölvum. Viðvör-
un 5 í Heklu sögðu tölvurnar, en 5
er hæsta viðvörunarstig í þessu
kerfl. Ástæðan fyrir viðvöruninni
var að mælakerfið hafði staðsett
sjálfvirkt skjálfta af stærðinni 1
um 2 km frá Heklutoppi, á litlu
dýpi. Eftir að hafa skoðað þetta
smástund hringdi ég í bakvakt Al-
mannavama og sagði frá grun-
semdum okkar. Páll var þá þegar
búinn að hringja.
Hafþór, sem var bakvaktarmað-
ur hjá Almannavömum, hafði þeg-
ar gripið til fyrstu aðgerða að
heiman og ætlaði svo að drífa sig
niður í Almannavarnir. Ég hafði
síðan samband við Flugmála-
stjórn, bæði til að spyrjast fyrir
um hvort einhverjar flugvélar
væru nálægt Heklu og eins til aö
benda á að líklegt væri að Heklu-
gos væri í aðsigi og mikilvægt að
láta flugið vita hvað gæti verið í
aðsigi, enda gosaska stórhættuleg,
sérstaklega fyrir þotuhreyfla.
Ég fór upp á efstu hæð í veður-
stofuhúsinu til að hvetja til þess
að veðurfræðingur léti reikna út
líklega slóð gosösku ef gos kæmi
upp fljótlega. Ég bað líka um að
veðurradar Veðurstofunnar yrði
stilltur þannig að myndir bærust
þéttar því ljóst væri að gosmökk-
urinn, sem við reiknuðum með að
mundi fara upp í a.m.k. 10 km hæð
ef gos yrði, mundi sjást á veðurrat-
sjánni. Ég hringdi í Guðmund Haf-
steinsson, forstöðumanns spásviðs
Veðurstofunnar, og hann ætlaði að
drífa sig tii okkar og kalla til veð-
urfræðing á bakvakt.
Hringdi og sagði gosið
byrja eftir 20 mínútur
Ég beið síðan eftir því að sjá
hvort þenslumælir, sem er í bor-
holu í Sámsstaðamúla, skammt
norður af Búrfellsstöö, sýndi
merki um að gossprunga undir
Heklu væri farin að þenjast út,
hringdi í annan starfsmann jarð-
eðlissviðs til að biðja hann að
koma á vettvang og hafði samband
við Almannavarnir og Flugmála-
stjórn til að staðfesta að goslíkur
færu vaxandi.
Kl. 7 mínútur fyrir 6 hringdi ég
svo i Almannavarnir og sagði að
gos mundi örugglega byrja eftir
um það bil 20 mínútur, enda
þenslumælirinn í Sámsstaðamúl-
anum kominn á bullandi ferð og
farinn að sýna að gosrás Heklu
var að opnast. Benti ég á að mikl-
vægt væri að senda út tilkynningu
um þetta til almennings, m.a.
vegna þess að fólk gæti verið
þama á ferli. Gosið hófst svo kl. 17
mínútur yfir 6. Ríkissjónvarpið
kom svo upp á Veðurstofu með
tökubíi og ég var settur í beina út-
sendingu upp úr kl. 7.
Um áttaleytið var svo settur
fundur í vísindamannaráði Al-
mannavarna en þá voru komnir
þangað jarðfræðingar sem höföu
flogið að Heklu til að kanna gosið.
Sjónvarpið greip mig aftur í beina
útsendingu kl. 9. Skömmu fyrir 10
komst ég loksins í afmælisveisl-
una sem mér hafði verið boðið í
hjá vinkonu minni, Birnu Þórðar-
dóttur. Einhverjir afgangar vom
eftir af matnum. Þarna var fjöl-
mennt og glatt á hjalla og þarna
lauk þessum viðburðaríka degi.