Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Page 18
18
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 T^V
fjölskyldumál
Þriðja árið
Það er oft sagt að þriðja árið sé
það erfiðasta í hjónabandinu þótt
það hafi aldrei verið vísindalega
sannað. Anna og Guðmundur, sem
litu inn hjá mér í vikunni sem leið,
höfðu lent í þessari „þriðja árs
þreytu“. Það lá reyndar vel á þeim.
„Við erum búin að búa hvort í sínu
lagi í hálft ár og núna viljum við
reyna aftur,“ sögðu þau. „Við hitt-
umst fyrir fjórum árum og urðum
strax rosalega ástfangin," sagði
Anna. „Þegar við vorum búin að
vera saman í eitt ár ákváðum við
að gifta okkur. Fyrst gekk allt rosa-
lega vel. Auðvitað komu upp ein-
hver smádeilumál en það var ekk-
ert sérstakt. Árið eftir giftinguna
eignuðumst við Jónu Pálu. Mér
fannst frábært að verða mamma þó
að fæðingin sjálf hafi verið erfið.
En Jóna Pála var góð, fékk engar
magakveisur, svaf vel og okkur
hafði aldrei liðið betur. Þetta varð
samt erfiðara hjá okkur eftir þvi
sem á leið. Ekki batnaði ástandið
þegar viö fluttum í hálfkláraða
íbúð. Guðmundur sá þá um allt, ég
gat lítið hjálpað honum.“ Guð-
mundur hélt áfram: „Þetta var
mjög erfiður tími hjá mér. Ég varð
að sjá um allan flutninginn, ganga
frá peningamálunum, gera íbúðina
i stand og skila þeirri gömlu. Um
leið hafði ég nóg að gera í vinn-
unni. Ég er trésmiður og við vor-
um komnir á eftir með skil á hús-
næði sem við vorum að vinna í,
þannig að það var mikil eftirvinna.
Þegcir ég kom heim úr vinnunni
var ég dauðþreyttur og við fórum
alltaf að rífast.“ „Já,“ sagði Anna,
„við vorum farin að rífast um allt,
oft algera smámuni. Ég þoldi ekki
hvernig hann gekk um heimilið og
hann var alltaf að rífast í mér út af
peningamálunum. Svo vorum við
með skítkast hvort út í annað.
Þetta var óþolandi ástand. Þegar
Guðmundur kom heim vildi hann
hvíla sig áður en hann byrjaði að
vinna í íbúðinni. Um helgar vildi
hann bara slappa af heima en ég
vildi fara meira út og hitta fólk. Og
við gátum aldrei talað um málið.
Þetta kom líka niður á kynlífinu.
Það var alltaf óþægileg spenna í
kringum það. Að lokum þoldi ég
ekki meira. Ég varð að komast út
úr þessu“ . Guðmundur var á sama
máli. Hann flutti í herbergi rétt hjá
þeim mæðgum og hjálpaði til með
Jónu Pálu. En svo fóru þau að fara
út saman aftur. Þau töluðu um það
sem hafði gengið á, töluðu tímun-
um saman og fundu að þau voru
jafnástfangin og áður. Þau höfðu
bara ýtt frá sér tilfinningunum á
erfiðu tímabili. Eins og vill verða
hjá mörgum ungum fjölskyldum
voru Anna og Guðmundur ekki
reiðubúin að takast á við vinnuá-
lagið sem fylgir því að stofna fjöl-
skyldu. Bam krefst umhyggju og
umsjónar foreldra sinna allan sóla-
hringinn. Margir átta sig ekki á
því fyrr en á reynir. Svo þarf að
borga alla reikningana, koma sér
þaki yfir höfuðið, standa sig í vinn-
unni o.s.frv.! Og þau sem áður voru
ein í heiminum, ung og ástfangin
Þórhallur Heimisson
og gátu gert það sem þau vildu,
þegar þau vildu. Á þessu tímabili í
lífinu er hætta á að þreyta hlaupi í
sambandið, enda álagið mikið.
Parið er afltaf þreytt , rífst jafnvel
um það hvort þeirra sé þreyttara!
Þegar svona er ástatt verður kyn-
lífið bara enn ein skyldukvöðin.
Spurningin er hvernig hægt sé að
standast þetta álag? Parið verður
Pariö verður aó lœra
aö taka frú tíma fyrir
sig. Ekki til þess endilega
að gera eitthvað stórt
heldur fyrst og fremst til
þess að fú nœði til aó
vera saman.
að læra að taka frá tíma fyrir sig.
Ekki til þess endilega að gera eitt-
hvað stórt heldur fyrst og fremst
til þess að fá næði til að vera sam-
an. Ef við gleymum sambandinu
okkar er hætta á að við lendum í
því sama og Anna og Guðmund-
ur. Þau lokuðu óþægindin innra
með sér en það leiddi til óánægju
og spennu í sambandinu og þau
voru alltaf að deila og nöldra. En
ef par er sammála um að deilur
og erfiðleikar séu til þess að
takast á við og leysa, og að það sé
á ábyrgð beggja að leysa þær þá
getur þetta tímabil, sem mörgum
er svo erfitt, orðið tfl þess að
styrkja sambúðina þegar fram i
sækir.
Þórhaflur Heimisson
<nm breytingar
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur er
að gáð kemur í ljós að á myndinni
til hægri hefúr fimm atriðum ver-
ið breytt.
Finnir þú
þessi
fimm at-
riði
skaltu
merkja
við þau
með
krossi á
myndinni til hægri og senda okk-
ur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigur-
vegaranna.
1. verölaun:
United-sími með
símanúmerabirti frá
Sjónvarpsmiðstöðmni,
Síðumúla 2,
að verðmæti kr. 6.990.
2. verðlaun:
Tvasr Orvalsbækur að verðmæti
kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og
Kólibrísúpan eftir David Parry og
Patrick Withrow.
Vinningarnir veróa sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm
breytingar? 557
c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík
Finnur þú fimm breytingar? 558
BRETLAND
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Tom Clancy: Rainbow Six.
2. Danielle Steel: The Klone and I.
3. Dlck Francis: Field of Thirteen.
4. Ruth Rendell: A Sight for Sore
Eyes.
5. Sebastian Faulks: Charlotte Grey.
6. James Patterson: When the Wind
Blows.
7. Elvi Rhodes: Spring Music.
8. Charlotte Bingham: The Kissing
Garden.
9. Nicholas Evans: The Loop.
10. Jane Green: Mr Maybe.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Amanda Foreman: Georgina,
Duchess of Devonshire.
2. Chris Stewart: Driving over
lemons.
3. Tony Adams o.fl.: Addicted.
4. Anthony Beevor: Stalingrad.
5. Frank McCourt: Angela’s Ashes.
6. Bill Bryson: Notes from a Small
Island.
7. John Gray: Men Are from Mars,
Women Are from Venus.
8. Richard Branson: Losing My
Virginity.
9. Slmon Winchester: The Surgeon
of Crowthorne.
10. Tony Hawks: Around Ireland with
a Fridge.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Dick Francis: Second Wind.
2. Thomas Harris: Hannibal.
3. Danielie Steel: Granny Dan.
4-Roddy Doyle: A Star Called Henry.
5. Penny Vincenzi: Almost a Crime.
6. Ruth Rendell: Harm Done.
7. lain Banks: The Business.
8. Jill Cooper: Score!
9. Kathy Reichs: Death Du Jour.
10. Elizabeth George: In Pursuit of
the Proper Sinner.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Alex Ferguson: Managing My Life.
2. John Humphrys: Devil's Advocate.
3. Simon Singh: The Code Book.
4. Bob Howitt: Graham Henry;
Supercoach.
5. Brian Keenan o.fl.: Between
Extremes.
6. Lenny McLean: The Guv'nor.
(Byggt á The Sunday Times)
BANDARÍKIN
SKÁLDSÖGUR - KIUUR:
1. Anita Shreve: The Pilot’s Wife.
2. Tom Ciancy: Rainbow Six.
3. Penelope Fitzgerald: The Blue
Flower.
4. Arthur Golden: Memoirs of a
Geisha.
5 Judy Blume: Summer Sisters.
6. Patricia Cornwell: Point of Origin.
7. Rebecca Wells: Divine Secrets of
the Ya-Ya Sisterhood.
8. Margaret Truman: Murder at
Watergate.
9. Sidney Sheldon: Tell Me Your
Dreams.
10. Tami Hoag: Still Waters.
RIT ALM. EÐLIS - KIUUR:
1. Robert C. Atkins: Dr. Atkins' New
Diet Revolution.
2. Frank McCourt: Angela’s Ashes.
3. John Berendt: Midnight in the
Garden of Good and Evil.
4. Mlchael R. Eades o.fl.: Protein
Power.
5. John E. Samo: Healing Back Pain.
6. Jared Diamond: Guns, Germs and
Steel.
7. Sebastian Junger: The Perfect
Storm.
8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves.
9. William L. Ury: Getting Past No.
10. Gary Zukav: The Seat of the
Soul.
INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR:
1. Patricia Cornwell: Black Notice.
2. Thomas Harris: Hannibal.
3. Melissa Bank: The Giri’s Guide to
Hunting and Rshing.
4. Jeffery Deaver: The Devil’s
Teardrop.
5. Tim F. LaHaye: Assasins.
6. Catherine Coulter: The Edge.
INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS:
1. Suzanne Somers: Suzanne.
Somers'Get Skinny on Fabulous
Food.
2. Mitch Albom: Tuesdays with
Morrie.
3. Christopher Andersen: Bill and
Hillary: The Marriage.
4. Bill Philips: Body for Life.
5. H. Leighton Steward o.fl.: Sugar
Busters.
6. Sally Bedell Smith: Diana, in
Search of Herself.
(Byggt á The Washlngton Post)