Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 28
28
%akamá[_________________________x>v
Myrtur þegar hann var að
skipta um dekk á bílnum
Bill Cosby og eiginkona hans, Camille, á leið frá heimili sínu í New York til Los Angeles þar sem sonur þeirra var
myrtur fyrir þremur árum.
Ennis Cosby var fyrirmynd millj-
óna ungra Bandaríkjamanna. Enn-
is, sem var sonur hins heimsfræga
sjónvarpsmanns BiIIs Cosbys, hefði
getað lifað áhyggjulausu lifi án þess
að afla sér menntunar. En Ennis
vildi haga lífi sínu öðruvísi. Eftir
áralanga baráttu við lesblindu lauk
hann námi með framúrskarandi ár-
angri frá Moorhouse-háskólanum í
Atlanta og fékk starf sem kennari
fyrir afvegaleidd börn i New York.
í janúar 1997, þegar Ennis var
nýorðinn 27 ára, fékk hann tækifæri
til framhaldsnáms við háskólann í
Los Angeles. Faðir hans var ákaf-
lega stoltur. „Ég er ekkert hrifinn af
því að benda á strákurinn sé fyrir-
mynd ungra blökkumanna í Banda-
ríkjunum. En úr þvi að það er nú
tilfellið..." sagði Bill Cosby um þess-
ar mundir.
Sjálfur naut Bill Cosby gífurlegr-
ar hyllli vegna sjónvarpsþátta
sinna. Hann var auðugur maður og
gaf árlega stórar fjárhæðir til góð-
gerðarmála.
Buguð af sorg
En þann 16. janúar 1997 hrundi
tilvera hans. Við æfingu á sjón-
varpsþætti var Bill Cosby kallaður í
simann. Náinn vinur færði honum
hörmulega frétt: Ennis var látinn.
Hann hafði verið skotinn til bana í
Los Angeles. Hann hafði fundist við
hlið Mercedesbifreiðar sinnar viö
fjölfarinn þjóðveg. Ennis hafði aug-
sýnilega verið að skipta um dekk á
bílnum sínum þegar hann hafði ver-
ið skotinn i höfuðið.
Bill Cosby og eiginkona hans,
Camille, voru buguð af sorg. Það
voru líka þeir nemendur sem Ennis
hafði starfað meö í New York. Þing-
maðurinn Charles Rangel sagði í
sjónvarpi að það væri ekki bara
Cosbyfjölskyldan sem hefði misst
son heldur öll Bandaríkin.
En hvers vegna hafði morðið ver-
ið framið? Lögreglustjóri Los Angel-
es, Willie Williams, gekk út frá þvi
að um ránmorð væri að ræða og
morðinginn hefði af tilviljun átt leið
þarna um.
En lögreglan hafði þegar vitni að
morðinu, Stephanie Crane. Hún var
47 ára gömul og handritahöfundur.
Hún sagði að Ennis Cosby hefði
hringt og beðið hana um að koma til
að aðstoða hann. Hún bjó í um 10
mínútna akstursleið frá staðnum
þar sem Ennis var staddur og ók
strax af staö. Ennis hafði beðið
Stephanie um að lýsa svæðið með
ljósunum á bíl hennar á meðan
hann skipti um dekk.
Grunsamlegur náungi
Hún var rétt komin á staðinn þegar
hún sá grunsamlegan mann nálgast
Ennis Cosby. „Ég varð dauðhræddi og
flýtti mér í burtu,“ sagði Stephanie.
En hún sneri aftur stuttu seinna og
fann þá Ennis Cosby í blóði sínu við
hlið bílsins. Engir aðrir voru nálægir.
Lögreglunni var strax gert viðvart.
Stephanie Crane sagði frá því að hún
hefði hitt Ennis Cosby á samkomu í
vikunni áður. Hún kvað manninn,
sem hún sá við bílinn, hafa veriö hvít-
an, hávaxinn, um tvítugt og með
prjónahúfu á höfðinu.
Það ruglaði lögregluna í ríminu að
ekkert hafði verið fjarlægt úr bíl Enn-
is Cosbys. Hann var með 500 dollara í
vasa sínum og því þótti ljóst að ekki
væri um ránmorð að ræða. Hinsvegar
þótti ekki líklegt að morðinginn hefði
þekkt fómarlamb sitt. Ennis Cosby
var nýfluttur til Los Angeles og þekkti
engan í borginni.
Lögreglan fékk nú óvænta aðstoð.
Hið alræmda slúðurblað National
Enquirer hét 100 þúsund dollurum
þeim sem gæti gefið upplýsingar um
morðingjann.
Nokkrum dögum seinna gaf maður
sig fram og fullyrti að hann vissi hver
morðinginn væri. Maðurinn sagði vin
sinn hafa haft hug á að kaupa byssu
og komist í samband við mann, Mike
að nafni. Sá hefði viljað selja byssu.
Taugaóstyrkur byssusali
„Við hittum Mike,“ sagði maðurinn
sem ekki vildi láta nafns síns getið.
„Ég tók eftir því að Mike var mjög
taugaóstyrkur. Hann bað okkur um
að hitta sig við götu nálægt Los Ang-
eles-ánni. Við lögðum bílnum við fjöl-
býlishús. Ég varð eftir í bílnum en fé-
lagi minn og Mike hurfu inn í nokkra
runna. Ég heyrði Mike segja frá því
að hann væri nýbúinn að skjóta svart-
an strák og að ekki væri fjallað um
annað í sjónvarpinu. Mike sagði að
hann yrði að láta sig hverfa um hríð.
Hann fann ekki byssuna sem hann
kvaðst hafa falið i runnunum ásamt
prjónahúfu. Honum datt í hug að
byssan hefði ef til vill dottið í ána.
Maöurinn, sem hafði gefið sig fram
við slúðurblaðið, greindi frá því að
þeir hefðu síðan ekið að heimili
Mikes. Félagarnir voru vissir um að
Mike hlyti að vera morðingi Ennis
Cosbys. Hann hafði greinilega veriö
undir áhrifum krakks og vís til alls.
Lögreglan var heppnari
National Enquirer lét lögregluna
vita af vitnisburði mannsins. Lögregl-
an fór á staðinn þar sem Mike hafði
árangurslaust leitað að vopni sínu.
Hún var heppnari en hann og fann
skammbyssuna, vafða inn í prjóna-
húfu. Rannsókn sýndi að þetta var
byssan sem Ennis hafði verið skotinn
til bana með.
Þann 12. mars 1997 handtók lögregl-
an Mikhail Markhasev, 18 ára inn-
flytjanda frá Úkraínu, vegna morðsins
á Énnis Cosby. Fyrir rétti viður-
kenndi Markhasev að hafa einnig
Ennis Cosby sigraðist á lesblindu
sinni og kenndi afvegaleiddum
börnum og unglingum.
skotið til bana skólavörð þegar hann
var 16 ára. Hann hafði þá verið félagi
í mexíkósku götugengi.
Verjandi hans benti á að Mark-
hasev hefði lent í slæmum félagsskap
og hefði leiðst út í heróínneyslu.
Markhasev var engu að síður fundinn
sekur um morð að yfirlögðu ráði og
dæmdur til dauða. Hann bíður nú ör-
laga sinna á dauðaganginu í San
Quentin-fangelsinu. Hópur lögmanna
vinnur að því að fá dauðadóminum
hnekkt.
Bill Cosby lýsti því yfir að það hefði
verið léttir að fá að vita að morðing-
inn hefði fundist og aö hann gæti ekki
framið fleiri voðaverk.
„Mér hefur verið sagt að Mikhail sé
fínn og vel gefinn piltur sem hafi bara ;
aldrei fengið tækifæri til þess að sýna
það,“ sagði sjónvarpsmaðurinn
heimsfrægi.
Bill Cosby lét þessi orð um
morðingja sonar síns ekki nægja.
Hann stofnaði sjóð í nafni sonar síns
til aðstoðar afvegaleiddum börnum
innflytjenda.
„Ef við getum hjálpað öðrum frá
sams konar örlögum og Mikhail
Markhasev hlaut hefur Ennis ekki
lifað til einskis," sagði Bill Cosby.
Lögreglan i Los Angeles setti upp vegatálma á moröstaönum.
Mikhail Markasev lenti f slæmum félagsskap og leiddist út í fíknefnaneyslu.