Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2000, Blaðsíða 30
30
fólk
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 JjV
Sigvaldi J. Kárason er eftirsóttur klippari. Hann hefur klippt að meira eöa minna leyti um sjö íslenskar kvikmyndir. Sumar hafa ekki verið sýndar enn. Aðrar, eins og Englar alheimsins, ganga lát-
laust. DV-mynd Pjetur
vil ekki smitast af handrítinu
- 26 ára klippari er sá allra eftirsóttasti
„Þegar ég 'sest niður og geri fyrsta
grófklipp af kvikmynd vil ég ekki hafa
lesið handritið. Mér finnst nóg að sjá
myndefnið og setja það saman í fyrstu
atrennu án þess að smitast af handrit-
inu.“
Þannig lýsir Sigvaldi J. Kárason
klippari vinnubrögðum sínum í sam-
'tali við DV.
í gærkvöld var frumsýnd kvik-
myndin Fíaskó, frumraun Ragnars
Bragasonar leikstjóra. Þetta er gam-
ansamur harmleikur um leitina að
ástinni í Reykjavík nútímans þar sem
þrjár sögur rekja sig saman í þéttri
fléttu.
„Mér finnst hún frábær. Mér flnnst
hún sýna að íslensk kvikmyndagerð
er af mjög háum standard þrátt fyrir
litla peninga. Hér er verið að gera
mjög góða hluti og áhugamennskan
sem einkenndi íslenskar kvikmyndir
framan af er algerlega horfin.“
Engar afsakanir
að vera byrjandi
„Hér er að mínu viti kominn leik-
stjóri sem virkilega kann að vinna
með fólki og gera góða hluti úr sínum
hugmyndum. Það sem er skemmtilegt
við þetta verkefni er að þetta er fyrsta
myndin sem ZiK Zak framleiðir,
frumraun leikstjórans, fyrsta myndin
sem ég klippi í fullri lengd og fyrsta
myndin sem Ágúst Jakobsson tekur í
fullri lengd og fyrsta myndin sem
Barði Jóhannsson semur tónlist við.
En það notar þetta enginn sem afsök-
un fyrir því að gera ekki eins vel og
raun ber vitni.“
Sigvaldi ólst upp í Breiðholtinu og
fékk snemma ódrepandi áhuga á kvik-
myndagerð.
„Það má segja að áhuginn hafi
kviknað fyrir alvöru í litlu kjallara-
herbergi í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti þar sem við skólafélagarnir
lékum okkur oft við að gera stuttar
kvikmyndir sem voru sýndar innan
skólans. Þarna varð ég staðráðinn í
því að fást við þetta sem ævistarf."
Sigvaldi er aðeins 26 ára gamall en
hefur sett flngrafór sín á ótrúlega
margar kvikmyndir þrátt fyrir það.
Fíaskó er fyrsta myndin sem hann
klippir en hann klippti einnig Engla
alheimsins sem Friðrik Þór Friðriks-
son gerði og er að slá gömul og ný aö-
sóknarmet íslenskra kvikmynda.
„Það var afar skemmtilegt verkefni
sem einkenndist af því að Friðrik
hafði skýra sýn á það sem hann vildi
fá. Það má eiginlega segja að sú mynd
hafi verið klippt í tökunum því það
var ekki svo mikið sem ég þurfti að
gera. Friðrik kom aldrei inn í klippi-
herbergið meðan ég var að vinna.“
Duglegur að klippa
Sigvaldi vann fyrsta grófklipp af
kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar,
Myrkrahöfðingjanum, en sleppti svo
hendinni af því verkefni og gróf-
klippti einnig tyrknesk/islenska kvik-
mynd sem heitir Split og flallar um
baráttu Sophiu Hansen. Hann klippti
kvikmynd Jóhanns Sigmarssonar,
Óskaböm þjóðarinnar, sem enn hefur
ekki verið sýnd, hann er nær búinn
að klippa 101 Reykjavík, frumraun
Baltasars Kormáks sem kvikmynda-
leikstjóra sem enn hefur ekki verið
frumsýnd, og er um þessar mundir að
setjast við að klippa Gemsa, kvik-
mynd Mikaels Torfasonar sem er í
framleiðslu og vinnslu hjá ZikZak.
Eins og þetta sé ekki nóg mun hann
líka klippa Ikingut, sem er næsta
mynd íslensku kvikmyndasam-
steypunnar, og Villiljós sem er sér-
stætt verkefni í framleiðslu hjá
ZikZak og eru flmm sögur í einni
mynd, gerðar af jafnmörgum ungum
leikstjóram. Þeir eru Ragnar Braga-
son, Dagur Kári Pétursson, Inga Lísa
Middleton, Ásgrímur Sverrisson og
Einar Þór Daníelsson.
„Ég hef ekki sagt nei við neinn enn
þá. Mér flnnst þetta óskaplega
skemmtilegt starf. Þetta er eins og að
fást við risastórt púsluspil með tug-
þúsundum stykkja og sjá það allt
ganga upp.“
Margir vita lítt um hvað starf klipp-
arans snýst en það er í stuttu máli það
verkefni að taka allt efni sem tekið
hefur verið i eina kvikmynd, sem get-
ur verið á bilinu 12-50 tímar að heild-
arlengd, og klippa það niður i 1,5 til 2
klukkustunda langa kvikmynd. Við
þetta starf lokar klipparinn sig af í
sínu klippiherbergi og venjulega kem-
ur leikstjóri myndarinnar lítið að
verkinu fyrr en fyrsta grófklipp er
komið saman.
„Þetta er auðvitað allt rækilega
merkt á hverja senu eftir kúnstarinn-
ar reglum en stundum missir maður
alveg þráðinn og hringir ráðalaus í
leikstjórann sem segir manni þá
venjulega að lesa handritið," segir
Sigvaldi og glottir.
Víldi ekki læra leikstjórn
Sigvaldi sótti fyrir þremur árum
um skóla í Bretlandi sem heitir NFTS,
eða National Film and Television
School, og lagði inn með sér stutta
kvikmynd, Rottur, sem hann hafði
leikstýrt og sett saman.
„Þessi mynd var alger draumur. Ég
fékk fína leikara með mér, bæði Karl
Guðmundsson, Rúrik Haraldsson, Er-
ling Gíslason, Jóhann G. Jóhannsson
og Ólaf Darra Ólafsson sem þarna
steig sín fyrstu skref sem kvikmynda-
leikari."
Það er kaldhæðnislegt en Sigvaldi
hefur ekki enn Iokið gerð þessarar
kvikmyndar sem skilaði honum inn í
þennan ágæta skóla.
Gríðarlega hörð samkeppni er um
skólavist i þessari menntastofnun
sem er ein sú virtasta á sínu sviði og
tekur við um 400 umsóknum árlega.
12 af þeim era kallaðir inn í Trekara
viðtal og síðan valdir 6 úr þeim hópi.
Sigvaldi var kallaður inn í viðtal og
þar sátu við borðið menn sem ráð-
lögðu honum að læra kvikmyndaleik-
stjórn.
„Ég hef sjálfsagt stuðað þessa
gömlu menn því ég sagði að það væri
ekki hægt að kenna leikstjóm. Annað-
hvort kynni maður að segja sögu eða
ekki. Ég vildi læra klippingu."
Þessir rosknu heiðursmenn þökk-
uðu hinum hrokafulla íslendingi fyrir
komuna og hann bjóst ekki frekar við
að heyra frá þeim aftur. Hann var
samt tekinn inn í skólann þetta ár en
hefur verið fremur laus við námið.
„Mér fannst eftir fyrsta árið að það
væri ekki verið að kenna mér mikið
og var farinn að leiðbeina öðrum
nemendum. Síðan hef ég haft svo mik-
ið að gera við klippingu hér heima að
ég hef mest lítið verið við námið. Ég
er samt skráður i skólann og fer alltaf
og sýni þeim það sem ég er að gera og
þeir hvetja mig áfram og taka þessu
fyrirkomulagi vel.“
Sigvaldi segir að það sé mikilvægt
fyrir hann í starfi að ná gððu sam-
starfi við leikstjórann sem hann er að
klippa fyrir þó hann vilji lítið af hon-
um vita meðan fyrsta samsetning fer
fram.
„Þetta er auðvitað barnið hans og
leikstjórinn hefur síðasta orðið. Sum-
ir frægir klipparar vinna eftir mottó-
inu: „My way or no way“ en ég er
ekki þannig. Þetta er samstarf sem
tekur 3-6 mánuði í allt og mikilvægt
að klipparinn sé leikstjóranum til
halds og trausts því oft fá þeir hálfgert
áfall þegar þeir sjá fyrsta klipp.
Sigvaldi segir að þó skólinn ytra
opni honum ýmsar dyr á alþjóðlegum
vettvangi vilji hann helst vinna við ís-
lenska kvikmyndagerð.
Lynch, Wenders
og Loach
„íslensk kvikmyndagerð er ein-
stök. Ég hafði Fíaskó með mér
utan um daginn og sýndi mönnum
hana og þeir héldu ekki vatni yfir
því hvað væri verið að gera hér
uppi á klakanum og spurðu bara
hvað hún hefði kostað margar
milljónir punda.
Það er gott að vera klippari við
góðar aðstæður úti með aðstoðar-
menn við hlið sér og mann sem
færir manni kafTi. í islensku kvik-
myndaveri er sennilega bæði
þröngt og kalt og rakt en það er
skemmtilegt."
Sigvaldi segist munu verða
áfram við námið þó starfið gefi lít-
il grið og hugsi sér að ljúka því. En
hverjir eru hans áhrifavaldar í
kvikmyndagerð?
„Ég er alæta á kvikmyndir og
horfi á bókstaflega allt. Þó finnst
mér að ég verði að nefna menn
eins og David Lynch, Wim Wend-
ers og Ken Loach sem kvikmynda-
gerðarmenn sem ég hef mikið dá-
læti á, en margir bandarískir leik-
stjórar eru einnig góðir.“
En hvað með íslenska kvik-
myndagerðarmenn? Er einhver
sérstakur sem skarar fram úr?
„Það væri ekki sanngjarnt af
mér að segja eitthvað um það. Ég á
vonandi eftir að vinna með þeim
öllum.“ -PÁÁ