Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 3. JÚNl 2000 Útlönd Göran Persson Hefur reynslu af viðræöum ísraela og Palestínumanna. Persson tekur þátt í umræðum Göran Persson, forsætisráöherra Svíþjóðar, mun fljúga til Miðaustur- landa á morgun og reyna að miðla málum í deilum ísraela og Palest- ínumanna. Þessi óvænta ákvörðun var staðfest af sænska forsætisráðu- neytinu í gær. Persson þykir hafa reynslu af málefnum Miðausturlanda og í síð- asta mánuði skipulagði ráðuneyti hans leynilegar viðræður milli ísra- ela og Palestínumanna í Sviþjóð. Persson mun í ferðinni ræða við Ehud Barak, forsætisráðherra ísra- els, og Yasser Arafat, forseta Palest- ínu. „Hann er ekki að fara sem mála- miðlari. Það er ekki rétta orðið - heldur mun frekar sem þátttakandi í viðræðunum," sagði talsmaður forsætisráðherrans. Þrjátíu ár í 2ja fermetra klefa Nýlega leystu yfirvöld á Norður- Spáni mann úr ánauð sem hafði ver- ið lokaður inni í eldhúsi móður sinn- ar í 30 ár. Móðirin, sem 91 árs, hafði lokað geðsjúkan son sinn inni, sem er 72 ára, svo að hann myndi ekki strjúka að því er hún segir sjálf frá. Móðirin var sextug þegar hún ákvað að loka son sinn inni i 2ja fer- metra klefa án hurðar. Konan múr- aði manninn inni en skildi eftir gat nógu stórt þannig að hún gæti gefið honum að borða og eins til að hann gæti gert þarfir sínar og komið úrgangnum jafn óðum til móðurinn- ar. Móðirin á þá ósk heitasta að fá son sinn aftur. Hlnnar sögulegu stundar mlnnst 340 þúsund mönnum bjargaö 60 ár frá ævintýr- inu við Dunkirk Floti svokallaðra „lítilla skipa“ sigldi í gær frá hinum frægu hvitu klettum við Dover áleiðis yflr Erma- sund í tilefni af því að 60 ár eru liö- in síðan flotinn flutti 340.000 her- menn Bandamanna frá DUnkirk í Frakklandi. Þessi 58 skipa floti hugðist leggja í ferðina á fimmtudag en óhagstæðir vindar ollu því að fresta varð forinni um einn dag. Það var í júní 1940 að flotinn bjargaði hermönnunum frá því að lenda í klóm nasista. Flotinn samanstóð af fiskibátum og öðrum bátum í eigu óbreyttra borgara. Þrátt fyrir þetta hafa heyrst gagn- rýnisraddir sem segja hlut óbreyttra í björguninni stórlega ýkt- an. I>V Schröder gagnrýnir Clinton vegna eldflaugavarnarkerfis: Ógn við jafnvægi í afvopnunarmálum Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, varaði Bill Clinton við því í gær að Bandaríkjamenn settu upp eldflagavarnarkerfi og ógnuðu þannig jafnvæginu sem ríkt hefur í afvopnunarviðræðum stórveldanna síðastliðinn áratug. Þessi orð lét Schröder falla i Aachen í tilefni af því að Clinton voru veitt verðlaun fyrir framlag hans til friðar í Evr- ópu í stjómartíð sinni sem forseti Bandaríkjanna. Sagði Schröder að slíka ákvörðun þyrfti að leggja fyrir Atlantshafsbandalag NATO áður en af henni yrði. Schröder lét þó einnig í ljós ánægju sína með störf Clintons og sagði m.a.: „Bill Clinton getur litið tilbaka yfir kjörtímabil sín tvö sem forseti með stolti. Einn af ágætum forverum hans í starfi, Kennedy, vann eitt sinn hug og hjörtu þýsku þjóðarinnar með ógleymanlegri setningu þegar hann sagðist vera Blll Clinton Veitti friöarverðlaunum viötöku. „ein Berliner". BiU, með hollustu þinni ertu orðinn Evrópubúi," sagði Schröder í ræðu sinni. Þessi samkoma var liður í viku- langri heimsókn forsetans um Evr- ópu sem hófst í Portúgal. Clinton mun næst halda til Rússlands og hittir þá nýjan forseta Rússlands, Vladímír Pútín, í fyrsta sinn á rúss- neskri grundu. Margir hafa spurt sig hvernig samskipti nýs forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna muni lukkast eftir farsæflegt sam- starf Clintons og Jeltsíns síðastlið- inn áratug. Er fundi þeirra beðið með eftirvæntingu. Clinton sagði m.a. á fundinum í Aachen að lýðræði væri ekki full- komlega orðið að veruleika í Rúss- landi og að Vesturveldin yrðu að gera aflt sem í þeirra valdi stendur til að hjápa Rússum. Þrátt fyrir þessi orð er ljóst að Rússar munu ekki una við eldflaugavamarkerfið. Takk Clinton Clinton var í gær sæmdur friöaroröu af borgarstjóra Aachen viö hátíölega athöfn fyrir vel unnin störf í þágu friðar í Evrópu. Þýskalandsförin er hluti af vikulangri Evrópuför forsetans. Stendur svart á hvítu hverjir eigi að fara Rikisstjóm Zimbabwe birti í gær lista yfir rúmlega 800 býli hvítra sem á að gera upptæk til viðbótar þeim sem þegar hafa verið tekin af hvítum fyrir mifligöngu uppgjafar- hermanna eða landtökumanna. Þá kom fram að þessi viðbótar land- taka ætti að fara fram á næstu þremur vikum eða áöur en efnt verður til kosninga í landinu. Háttsettur embættismaður sagði fréttastofu Reuters að í bígerð væri að prenta út og birta lista yfir nöfn þeirra sem kæmu til meö að verða fyrir barðinu á svörtum landtöku- mönnum Þá kom einnig fram aö ríkisstjómin hefði þegar árið 1998 látið gera lista með 841 býli sem ráð- gert var að taka frá hvítum. Búist er við því að listinn nái yf- ir um 1,2 milljón hektara jarðnæðis af þeim 6 mifljónum sem Mugabe Robert Mugabe Hvikar hvergi í landtökumálum. hyggst koma í hendur svatra áður en yfir lýkur. Ríkisstjómin hefur ítrekað bent á að býlin hafi á nýlendutímanum verið tekin af innfæddum og færð hvítum undir stjóm Breta. Það sé því Bretum í sjálfvald sett hvort þeir bæti erfingjum þeirra sem fengu landið á sinum tíma missinn. Kosningar verða í landinu 24. -25. júní og hefur ríkisstjórnin sam- þykkt frumvarp sem gerir henni kleift að taka lönd hvítra án þess að greiða nokkrar miskabætur. Nokkur af þeim býlum sem nefnd hafa verið á nafn eru í eigu De Beers sem ræður yfir 2/3 hlutum af öllum demantaforða heims en mikið hefur verið rætt að undafómu um pólitískan áhrifamátt demanta í ríkjum Afríku. Hingað tfl hefur ekk- ert heyrst frá forráðamönnum þess. Hafa enga áætlun |-----Fyrrum forseti J PóUands, Lech Wa- * ■ lesa, hefur gagn- ■ rýnt Evrópubanda- B M lagið harðlega fyrir B ffiS að vera ekki með Æ neina hefldstæða ■ ÆT Jglgj áætlun yfir það hvenær og hvemig þeir muni taka inn nýja meðlimi í sambandið og noti þess í stað um- bætur í innanlandsmálum sem af- sökun. Leitar að leigubílum Lögreglan i London sagðist í gær vera að leita að tveimur svörtum leigubifreiðum sem sáust við Hammersmidt-brúna skömmu áður en sprengja spakk þar á fimmtudag. Gíslar aðframkomnir Tuttugu og einum fanga er enn haldið í gislingu á FUippseyjum. Þeim hefur nú verið haldið í 41 dag og eru margir orðnir aðframkomn- ir. Einn gíslanna, Finninn Risto Mirco Vahanen, beindi orðum sín- um tU stjórnvalda þegar hann sagð- ist vonast tU þess að eitthvað yrði gert hið snarasta eUa væri hætt við að gíslar færu að svipta sig lífi. Drápu og gæddu sér á Fimm hundar, pitbuU terrier og fjórir af Staffordshire-kyni, rifu 86 ára gamla konu í sig í Nantes í Frakklandi á fimmtudag er hún var á heilsubótargöngu. Konan var svo Ula leikin eftir árásina að menn voru ekki vissir í fyrstu hvort fóm- arlambið væri karl eða kona. Réttindi innflytjenda Jóhannes PáU páfi annar sagði í sérstakri messu fyr- ir innflytjendur í Róm í gær að virða bæri sjónarmið og réttindi innflytj- enda um heim ail- an. „Því miður ríkja enn í veröldinni sjónarmið af- skiptarleysis og afneitunar. Þetta er komið tU af óréttlætanlegum ótta og sjálfsathygli sem samræmist hvorki kenningum kirkjunnar né Krists," safði Páfi m.a. Þungt haldinn Hinn heims- þekkti og háaldraði skemmtikraftur Bob Hope var flutt- ur á sjúkrahús í Kalifomíu í gær eft- ir að hafa fengið innvortis blæðing- ar. Hann er þungt haldinn en ástand hans stöðugt og líðan eftir atvikum. Hope er 97 ára gamaU. Tilræði viö Microsoft Sprenging skók höfuðstöðvar Microsoft í Suður-Afríku í gær. Eng- in slasaðist en lögregla vinnur að rannsókn málsins. Starfi í anda lýðræðisríkis Breska ríkisstjómin varaði hlut- aðeigandi við því að Fidjí-eyjum yrði sparkað úr bandalagi Samveld- isríkja ef deUuaðflar kæmu sér ekki saman um hver ætti að stjóma land- inu og störfuðu í anda lýðræðisrík- is sem kennir sig við stjómarskrá. Ríkin funda i London í vikunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.