Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 21
21 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 DV heiminum í janúar síöastliðnum. Þaö þýðir að í 17 löndum er salan í kringum tvo milljarða íslenskra króna á mánuði. Birklaskan góða Annað mjög vinsælt efni, sem sagt er að geti læknað krabbamein og fleiri erfiða kvilla fyrir utan að auka almenna vellíðan og styrkja ónæmiskerfið, er birkiaska. Birki- askan er búin að vera á markaði lengur en Noni-safinn og hefur leyfi Lyfjaeftirlitsins. Askan er seld í hylkjum og kosta 120 stykki tæpar 2000 krónur í Lyfju. Taka skal 4 stykki á dag og er því mán- aðarskammtur í einu glasi. Selma Kristiansen leikskóla- kennari og Helgi Kristjánsson sagnfræðingur eru mikilvirkustu innflytjendur á birkiösku tii lands- ins og fjölmargir kjósa að versla beint við þau á lægra verði. Selma sagðist í samtali við DV ekkert vilja tjá sig um þennan innflutn- ing eða virkni birkiöskunnar og taldi slíka umræðu kalla á óþæg- indi frá Lyfjaeftirlitinu. í ljósriti sem þau hjón dreifðu var fullyrt ýmislegt um virkni öskunnar sem Lyfjaeftirlitið var alls ekki sátt við. Starfsmaður Lyfju taldi hins vegar ekkert leyndarmál í samtali við DV að krabbameinssjúklingar keyptu mikið af birkiösku og sala á henni færi vaxandi. Á Vísir.is á Netinu er að finna eftirfarandi fróðleik um birkiösku þar sem lyfjafræðingur svarar spumingum lesenda: „Varðandi lækningamátt birki- ösku er lítið hægt að fullyrða. Notkunin byggir á reynslusögum einstaklinga sem segja að neysla birkiösku hafi læknað ólíklegustu sjúkdóma t.d. bjúg, gigt og jafnvel krabbamein. Hingað til virðast engar skipulagðar rannsóknir á áhrifum birkisösku hafa verið gerðar og nánari upplýsingar um hana virðast ekki aðgengilegar. Það er ekki útilokað að birkiaska hafi einhver áhrif en að taka reynslusögunum bókstaflega er fullbjartsýnt." Við þetta má síðan bæta því að flestir sem kaupa inn á þessum „dauðvona" markaði leita til Æv- ars Jóhannessonar í Kópavogi sem árum saman hefur lagað seyði úr lúpinurótum og gefiö krabba- meinssjúklingum. Seyðið góða á það sameiginlegt með öðrum skottulækningum að ekkert hefur verið sannað með viðurkenndum aðferðum um virkni þess. Það hef- ur hins vegar þá sérstöðu að það er ekki selt heldur gefið og getur því varla flokkast með þeim efnum sem hér eru til umfjöllunar nema að mjög litlu leyti þar sem hvatinn að dreifingu þess er ekki gróða- von. Fólk veröur aó gá aó sér „Fólk verður að gá að sér. Það virðast margir hafa ofurtrú á nátt- úrulyfjum sem geta haft varasam- ar aukaverkanir og milliverkanir. Þeir sem hafa verið að selja þessa birkiösku hafa sett fram ýmsar mjög hæpnar staðhæfingar um lækningamátt hennar sem við höf- um gert athugasemdir við,“ sagði Guðrún S. Eyjólfsdóttir, forstöðu- maður Lyfjaeftirlits ríkisins, I samtali við DV. „Birkiaskan er seld sem fæðu- bótarefni og ekkert athugavert viö þaö meðan því er ekki haldið fram að hún lækni sjúkdóma eða komi i veg fyrir þá.“ Guðrún sagði að Lyfjaeftirlitið hefði ekki fjallað um Noni-safann og kvaðst lítið vita um hann um- fram að hann væri ávaxtasafi. Hún sagðist að vísu hafa séð plögg um safann sem sölumenn dreifðu nafnlaust til viðtakenda og þar hefði verið haldið fram mjög vafasömum hlutum um lækninga- mátt safans, „Mér finnst alveg með ólíkind- um ef fólk er tilbúið til aö kasta peningum í að kaupa safa eins og þennan fyrir þetta verð.“ -PÁÁ Helgarblað Sviðsljós ::áíkSm Saman á klósettið Leonardo Di Caprio hefur verið orðaður við margar og ekki laust við að þessi fyrrum sjarmör og kvenna- gull sé að breytast í skvapholda saur- lífissegg. Um daginn greindum við m.a. frá því að hann og Bruce Willis væru drykkjufélagar miklir og nú síð- ast sást til hans á skemmtistað þar sem hann hreinlega sturtaði í sig tequilaskotunum. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að Gróa á Leiti vill meina að hann og Nicole Appleton úr hljóm- sveitinni All Saints hafi lokað sig saman inni á baðherbergi í miðju teiti. En hvað hefur Nicole um málið að segja? „Við gerðum ekkert af okk- ur,“ sagði söngkonan í viðtali við Independent. „Einhver hefur skáldað þetta upp af því að ég var á staðnum. Það er mjög hentugt. Hann var að tala við mig og við skáluðum í tequila. Það næsta sem ég frétti er að blöðin birta stríðsfyrirsagnir þar sem segir að ég hafi verið með honum á klósett- inu,“ segir Nicole, sakleysið uppmál- að, og vill hvorki kannast við klósett- ið né Leo. Utanborðsmótorar YAMAHA Stærðir: 2-250 Hö. Gangvissir, öruggir og endingargóðir YAMAHA fijapcafiis Sfmi 568 1044 I ALLTÁ EINUM STAÐ 10 Alyssur k,499 10 Stjúpur „399 Blandaðir lifir 10 Fjólur „499 10 Flauelsblóm „499 laugardag og sunnudag Upplýsingasími: 5800 500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.