Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 Fréttir Tónleikagestur útvegaði Elton John Benz og splæsti síðan á hann kaffi: Þróttarar neituðu Elton um kaffi - og aftóku að veita blönkum einkabílstjóranum 20 mínútna greiðslufrest „Elton var orðið kalt á sviðinu og bað Simon lífvörð sinn að út- vega sér kaffi. Simon hringdi í mig og spurði hvort ég gæti ekki bjarg- að málinu. Ég hélt það nú, en mál- ið reyndist flðknara en ég bjóst viö,“ segir Halldór Einarsson, einkabílstjóri Eltons Johns, á upp- stigningardag. „Kafflð var allt búið niðri þar sem Elton hafði aðstöðu þannig að ég hljóp upp til Þróttara með kaffl- könnu. Ég sagði að Elton John væri orðið kalt og vantaði hress- ingu og spurði hvort þeir gætu ekki hjálpað. Það var þarna kona sem hélt að það væri ekkert mál en var stoppuð af þegar önnur kona kom í spilið. Sú sagði að ef Elton John vantaði kaffi þá gæti hann borgað það sjálfur, Þróttarar færu ekki að splæsa á þann mann,“ seg- ir Halldór, sem þvi miður var ekki með krónu á sér. Halldór segir konuna í kaffi- sölunni hafa skýrt viðhorf sitt með frægum deilum Þróttara við tón- leikahaldarana. „Ég sagðist ekki taka þátt í þeim heldur aöeins vera að sinna þessum erlenda gesti. Ég bætti því við að mér fyndist frekar neyðarlegt að þurfa að læðast inn á sviðið þar sem Elton sæti frekar áberandi við flygilinn og þúsundir manna að horfa á hann og raunar ekki treysta mér til að draga vesk- ið upp úr rassvasanum á honum án þess að hann fipaðist. Og jafn- vel þó ég bæði um að mér sjálfum yrði treyst í 20 mínútur á meðan ég hlypi með kaffiö og útvegaði pening kom allt fyrir ekki,“ segir bílstjórinn, sem á þessu stigi var farinn að svipast um eftir utanað- komandi hjálp. „Ég fann loksins bjargvætt, Páll Magnússon, framkvæmdastjóra í Sundi ehf., sem átti leið þarna fram hjá og splæsti kaffi á Elton. Það skemmtilega er að Páll er tengdasonur Óla heitins í Olís og ég man ekki betur en að Olís hafa Bara aö skoða! DV-MYND JÚLlA IMSLAND Mörgum finnst spennandi aö ganga um kríuvarp og fylgjast meö hvaö þessi litli fugl er að- gangsharöur viö aö reka þá óvelkomnu burt. Þessar ungu dömur eru vel vígbúnar til aö fara um varpiö, bara til aö skoöa segja þær. Syngjandi sæll og glaður Elton John heillaöi áhorfendur á uppstigningardag en Þrótturum var ekki hlátur í huga þegar stjarnan baö um kaffibolla. mokað peningum á Þróttarana á sínum tima þegar þeir stóðu illa og tengdasonurinn heldur áfram að styrkja félagið á þennan hátt,“ seg- ir Hafldór og hlær að búskapar- háttum Þróttara. Þetta voru reynd- ar ekki einu afskipti Páls Magnús- sonar af dvöl Eltons Johns hér á landi því að sögn Halldórs hafi Páll milligöngu um að útvega Benzinn sem flutti goðið um grundir. Kaffið komst um siðir í hendur poppstjörnunnar. „Elton varð mjög kalt en hann var í óheyrilega góðu skapi og mjög hress. Þegar hann hljóp af sviðinu var ég búinn að hita bílinn upp I 26 gráðu hita og hann var mjög kátur með aö kom- ast í hlýjuna," segir Halldór. Syngjandi brandarkall Halldór ók með Elton þær stund- ir sem söngvarinn dvaldist í Reykjavik. Hann segir Elton hafa dáðst að Haflgrímskirkjutumi og spurt mikið um byggingar. Þá hafi land og þjóð borið á góma og Hall- dór þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að poppar- inn tryði því að íslendingar væru innan við 280 þúsund talsins. „Elton er alveg eiturhúmoristi og hann sneri mikið úr lagatitlun- um sínum og söng fyrstu línu úr lagi eftir því sem við átti. Þegar ég keyrði Elton frá stúkunni og upp að sviði lagði Simon hart að mér að keyra svolítið greitt og talaði svo mikið við mig á leiðinni að ég næstum keyrði fram hjá hliðinu. Ég þurfti því að bremsa hressUega og taka skarpa vinstri beygju. Þá söng Elton: „I’m a Rocket Man“ og bætti svo við: „You almost overs- hot“ og hló eins og vitlaus maður,“ segir einkabUstjórinn sem féU fyr- ir Elton John. „Ég hef aldrei verið gefinn fyrir persónudýrkun þó ég hafi aUtaf verið hrifinn af tónlistinni hans Eltons. En karakterinn oUi manni ekki vonbrigðum því hann reynd- ist feiknaskemmtflegur náungi. Ég veit um íslenskar smástjörnur sem rignir meira upp í neflð á,“ segir HaUdór Einarsson. -GAR Óvenjumikið af kríu - og Skúmur á flótta DV, HÓFN I HORNAFIRDI: Fyrstu kríurnar sem sjást á vorin koma í Ósland við Homaíjörð og þar hefur verið talsvert kríuvarp. í vor hefur veriö óvenjumikið af kríunni og lítur út fyrir mikið meira varp en áður hefur verið í Ós- landi og á stærra svæði en áður. Bjöm Amarson á Höfn, sem fylgist vel með fuglunum, segir að fjöldi annarra farfugla sé svipaður og ver- ið hefur. Færri skúmar en áður sjást núna þegar ekið er eftir þjóð- veginum um Breiðamerkursand og segir Bjöm skýringuna á því vera að undanfarin vor hafi mikið verið rænt af eggjum sem voru nálægt veginum og nú er skúmurinn farinn að verpa á miklu stærra svæði, al- veg með ströndinni austur í Lón. -Júlía Imsland DV-MYND ÞOK Alþjóðamiðstöð nýbúa? Ein þeirra hugmynda sem nú eru til skoöunar um framtíö hússins Esjubergs, Þingholtsstræti 29, er aö nýbúar fái hús- ið undir alþjóöamiðstöð. Þingholtsstrætis 29: Nýbúar fái Borgarbókasafn Þeirri hugmynd hefur nú verið varpað fram innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar að Þingholtsstræti 29, sem Borgarbókasafnið flytur úr í sumar, muni framvegis hýsa áform- aða alþjóðamiðstöð fyrir nýbúa. Hug- myndinni mun hafa verið komið óformlega á framfæri við sameigin- lega nefnd Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar sem ætlað er að fjalla um samstarf um þjónustu við nýbúa. Sú nefnd hefur hins vegar enn ekki tekið tU starfa og m.a. er enn óljóst hvort ríkið muni tilnefna fuUtrúa sinn í nefndina. Snjólaug Stefánsdóttir, sem mun leiða nefndarstarfið, segir ákvörðun um það hvort af starfsemi alþjóðamið- stöðvarinnar verði, og þá hvar hún verður tU húsa, verða tekna í sumar. Hún segir að leitað sé að hentugu húsi sem sé 500 til 600 fermetrar að flatar- máli. Breytt yfirbragð nýbúamiðstöðvar „Við höfum helst verið að hugleiða hús í miðbæ Reykjavikm: en erum ekki með neitt sérstakt hús í huga. Þingholtsstræti 29 mtmdi henta vel en ég hef ekki heyrt að það standi okkur sérstaklega tU boða. Það væri hins vegar gleðUegt ef svo væri því þetta er faUegt hús,“ segir Snjólaug. Núverandi miðstöð nýbúa er í Skerjafirði og er alfarið á hendi Reykjavíkurborgar. Hugmyndin mun vera sú að breyta hlutverki miðstöðv- arinnar þannig að hún hafi fremur á sér yfirbragð menningar og lista, í dúr við Norræna húsið, fremur en ímynd miðstöðvar félagslegrar þjón- ustu. Þótt Þingholtsstræti 29 sé aðeins 474 fermetrar og því við neðri mörk áðumefnds stærðarramma ætti hið tignarlega hús engu að síður að að geta ljáð alþjóðamiðstöð nýbúa þann virðuleikablæ sem talið er að starf- semi hennar beri að hafa. -GAR Loksins hlýnar Gert er ráð fyrir S og SV 5-8 m/s. og skýjuðu veðri um landiö sunnan- og vestanvert en yfirleitt léttskýjað norðaustan til. Hiti 5-15 stig, hlýjast norðaustanlands. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 23.37 24.00 Sólarupprás á morgun 03.15 02.20 Síódeglsflóð 19.05 23.38 Árdeglsflóð á morgun 23.37 12.04 Skýringar á veðurtáknum 10%____________________hiti -3.0° i metrum & sekOmtu >'FROST * *'>-VINDÁTT VINDSTYRKUR HEIDSKÍRT m> jD: O lÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ w ö RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA w P EUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA á mgwi’gciiini Hiti 6 til 16 stig Suðlæg átt á sunnudag, 5-8 m/s og skýjaö sunnan- og vestanlands, en bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast norðaustan til. Hæg suðlæg átt og bjartvlðrl en þykknar upp með vaxandl suðaustanátt suðvestanlands. Suðaustan 10-15 m/s undlr kvöld >viójuá3g£nir lUUlfcHtNílfeftfHi.? t Vindur: 'iT' 5-10 m/t ’ Vindur: 5-10 mM Hiti 6°tii 15° Hiti 7° «117° Suðaustlæg átt, 5-10 m/s. Vætusamt, elnkum sunnanlands og fremur hlýtt. Litur út fyrlr norðaustlæga átt með vætu, en þurrt að mestu suðvestanlands. AKUREYRI skýjað 7 BERGSTAÐIR snjóél 2 BOLUNGARVÍK skýjað 3 EGILSSTAÐIR 5 KIRKJUBÆJARKL. hálfskýjað 7 KEFLAVÍK skýjaö 5 RAUFARHÖFN skýjað 4 REYKJAVÍK skýjað 5 STÓRHÖFÐI skýjað 5 BERGEN súld 8 HELSINKI rigning 11 KAUPMANNAHÖFN alskýjað 16 OSLÓ skýjað 14 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN skúrir 9 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjað 15 ALGARVE heiðskirt 25 AMSTERDAM skýjað 18 BARCELONA BERLÍN léttskýjaö 27 CHICAGO hálfskýjað 17 DUBUN súld 11 HAUFAX skýjað 14 FRANKFURT léttskýjað 25 HAMBORG skýjað 22 JAN MAYEN haglél -2 LONDON alskýjað 17 LÚXEMBORG skýjað 23 MALLORCA léttskýjaö 28 MONTREAL alskýjað 14 NARSSARSSUAQ rigning 10 NEWYORK heiðskírt 24 ORLANDO þokumóða 23 PARÍS léttskýjaö 25 VÍN skýjað 23 WASHINGTON þokumóða 23 WINNIPEG helðskírt 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.