Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 Fréttir I>V Allt á öörum endanum vegna brotthvarfs Björns Grétars: Stríðsfæðing verkalýðsrisa Hafi á stundum verið ólga innan Verkamannasambands íslands er óhætt að taka þannig til orða að þar sé nú allt í háalofti og fullkomin óvissa ríkjandi um framtiðina, og hverjar málalyktir verði við samein- ingu Verkamannasambandsins, Landssambands iðnverkafólks og Þjónustusambandsins sem á að eiga sér staö í haust. Til verður mikiil verkalýðsrisi en eins og fyrri daginn virðist ætla að ganga erfíðlega fyrir forustuna að sýna samstöðu og halda friðinn þannig að nýja sambandið geti farið af stað í einingu og af styrk. Það má með sanni segja að fæðing hins nýja risa sé stríðsfæðing sem allt eins gæti endað með fósturláti. Sú óeining og valdabarátta sem kom- in er upp á yfirborðið er af mörgum talin einkennandi fyrir þá óeiningu sem um árabil verið einn skæðasti óvinur verkalýðsins á íslandi. Brotthvarf Bjöm Grétars Sveins- sonar úr formannsstóli Verkamanna- sambandsins, eða brottrekstur eins og réttara er að kalla það, hefur nú sett allt á annan endann. Og eins og fyrri daginn segja sumir ósatt þegar leitað er upplýsinga um það sem gerðist. Til stóö að stofna nýja verkalýðs- sambandið nú í vor en ýmissa hluta vegna var ákveðið að fresta því til haustsins. Björn Grétar veiktist snemma árs þegar kjarasamninga- málin voru að fara í fullan gang og tók ekki nema að litlu leyti þátt í gerð kjarasamnings. Þegar samnings- gerðinni var lokið hermir sagan að hann hafi rætt það við „sína menn“ að næsta stórverkefni væri stofnun nýja sambandsins. Er hann sagður hafa lýst því yflr að hann vildi hraða þeirri vinnu og vilja taka þátt í henni en jafnfram sagt að yrði ekki sátt um sig sem formann nýja sambandsins myndi hann víkja I haust. Mikið „plottað" Greinilegt er að mikið hefur verið „plottað" innan forustu verkalýðsins á síðustu vikum þvi þegar Björn Grétar hitti félaga sína í upphafi vik- unnar og vildi fara að ræða við þá um vinnuna fram undan tilkynnti Hervar Gunnarsson, varaformaður hans, honum að hans krafta og vinnuframlags við sameiningu sam- bandanna þriggja væri ekki óskað, hann ætti að hætta störfum og við hann yrði gerður starfslokasamning- ur. Það vekur óneitanlega athygli að þessi ákvörðun var ekki rædd innan framkvæmdastjómar VMSÍ en þar eru 11 fulltrúar. Fullyrt er með rök- um að þeir sem hafi samþykkt „plott- ið“ um brotthvarf Björns Grétars hafi verið „flóamennimir" Kristján Gunnarsson af Suðurnesjum, Sigurð- p A 1 1 / Sigurður Hervar Bessason Gunnarsson Landsbyggöar- Var framkvæmda- menn segja stjórastaöa nýja margir hverjir aö sambandsins hann sé eini „gulrótin"? „Flóamaöurinn“ sem sátt gæti náðst um sem formann nýja sambandsins. ur T. Sigurðsson, Hafnarfirði, og Sig- urður Bessason, Reykjavík, og þeir hafi fengið í lið með sér Hervar Gunnarsson, Akranesi, Sigurð Ingv- arsson, forseta Alþýðusambands Austfjarða, og Bjöm Snæbjömsson, Akureyri. Sjálfsagt er að vekja athygli á að Björn Snæbjörnsson hefur neitað þessu sem „kjaftæði". Aðrir í fram- kvæmdastjórninni eru Pétur Sigurðsson, ísafirði, Aðalsteinn Baldursson, Húsavík, og Einar Karlsson, Stykkishólmi, en Aðal- steinn mótmælti vinnubrögðun- um fyrir hönd þeirra þriggja. Þá eru ótalin þau Ragna Larsen á Selfossi, sem fullyrt er aö hafi stutt Björn Grétar, og Bjöm Grét- ar sjálfur sem á sæti í fram- kvæmdastjórninni. Hafi þeir sem komu því lið leiðar að Björn Grétar hætti sem for- mað- ur VMSÍ veriö búnir að tryggja meirihluta fyrir því í framkvæmda- stjóminni. Stenst fullyrðingin hér að framan um það hveijir stóðu að því. Siguröur í formannsstól? Því hefur verið haldið á lofti að stuðnings Hervars Gunnarssonar hafi verið aflað með loforði um að hann yrði formaður nýja sambands- ins. Sé svo er hins vegar morgunljóst að um hann mun ekki nást samstaða. „Það kemur aldrei tO greina að styðja Hervar eftir það sem á undan er gengiö,“ sagði viömælandi DV. Reyndar er listinn stuttur yfir þá sem hugsanlega gæti náðst eining um í formannssætið. Ekki verður einhugur um Kristján Gunnarsson á Suðumesjum en hann hefur um ára- bil verið harðasti andstæðingur Bjöms Grétars innan Verkamanna- sambandsins og „Bjöms Grétars- armurinn" myndi aldrei styðja hann. k Aöal- rÍRto steinn Baldursson, sem hefur verið talsmaður landsbyggðarinnar, er ekki talinn koma til greina þótt ekki væri nema vegna þess aö hann átti það til í vetur að „tala til“ Flóabanda- lagsmanna þegar þeir klufu sig frá Verkamannasambandinu. Svona er hægt að halda áfram og ræða um ein- staklinga eins og Sigurður T. í Hafn- arfirði, Vestfjarðajarlinn Pétur Sig., Sigurð Ingvarsson á Austfjörðum, Bjöm Snæbjörnsson á Akureyri og Guðmund Þ. Jónsson Iðjumann í Reykjavík. Um engan þessara manna verður samstaða. Þetta leiðir til þess að menn staldra við nafn Sigurðar Bessason- ar, verðandi formann Eflingar í Reykjavík. Það hefur vakið athygli að þrátt fyrir að ljóst hafi verið í tals- verðan tíma að hann tæki við stærsta verkalýðsfélagi landsins hef- ur hann haldið sig nokkuð til hlés og ekki komið nálægt neinum þeim illindum sem verið hafa milli fylk- inga. Þetta er talið styðja það að Sig- urði sé ætlað formannssætið í nýja sambandinu. Hann er sagður mjög hæfur til starfsins, hafi reynslu og sé almennt vel liðinn. „Sigurður er eini maðurinn úr forustuliði Flóabanda- lagsions sem ég sé að einhver sam- staða geti orðið um, aðrir koma þar ekki til greina. Sigurður er ljósið í myrkrinu," segir einn af forustu- mönnum verkalýðsins á landsbyggð- inni. Þegar vakin er athygli á að Sig- urður sé aö taka við formannsstöð- unni hjá Eflingu sem sé ærið starf er bent á að leysa megi málin með nýju skipulagi, t.d því að nýja sam- bandið ráði fram- A sjúkrabeði Þegar Björn Grétar varð vinnufær var honum tilkynnt að starfskrafta hans innan Verkamannasambandsins væri ekki óskaö. kvæmdastjóra. Og þá kemur nafn Hervars aftur upp á borðið. Einn við- mælandi DV sagði að þetta gæti ver- ið „plottið" og framkvæmdastjóra- staðan gulrótin sem lögð var fyrir Hervar. Þrir möguleikar helstir Landsbyggðarforustan er hins veg- ar öskuill og gjörsamlega óvíst að hún hyggi á samleið með Flóabanda- laginu og þeim sem stóðu að brott- hvarfi Björns Grétars. Margir for- menn verkalýðsfélags vítt og breitt um landið hafa í alvöru rætt það að hittast á næstunni og ræða þá stöðu sem upp er komin. „Það getur í raun- inni allt gerst. Málin gætu þróast Höröur Kristjánsson blaðamaður þannig að þeir sem beittu valdníðsl- unni gegn Bimi Grétari fari fram með valdi og við myndum hanga með af gömlum vana. Það gæti líka farið þannig að við á landsbyggðinni hreinlega klyfum okkur frá þessu. Þriðji kosturinn er að menn geti sam- einast um Sigurð Bessason sem for- mann og sliðrað sverðin. Sennilega er þaö eina leiðin ef friður á að ríkja," sagði einn viðmælenda okkar. Hann, eins og aðrir sem rætt hefur verið við, hafa kosið að tjá sig ekki undir nafni en þó verið til- búnir að ræða málin. Það seg- ir mönn- um ýmis- legt. Sem fyrr sitja „smá- kóng- arnir“ víða og þeir vilja hafa sína stóla trausta. Það er varla hættandi á að fórna þeim á þann hátt að segja eitt- hvað opinberlega um þá sem völdin hafa, Flóabandalagsmenn og þá sem með þeim stóðu að því að koma Birni Grétari frá völdum. Næstu dagar og vikur gætu hins veg- ar orðið spennandi á þessum vett- vangi og draga mun tO tíðinda. -gk HEILSUDYNURNAR Nýtt efni sem upphaflega var] NASA sem mótvægi á þeim þrýstingi s geimfarar verða fyrir við geimskot. Aðlagast að Ifkainshita Vöfðabóiga Liðagikt Kviðslit Bakverkir Kjjnmð v/kktm\ jirábær ný mré é Jieitsudýmim og mfimtgmhetimm Verðdœmi: Amerísku heilsudýnumar Visco-Medicott 90 cm m/botni 54.400. Chiropractic eða Visco Medicott Queen 89.900. King 119.900 Visco-Medicott 90 cm m/Rafmagnsbotm 87.900. At~k.r ^ElLSUNNAR veG Gin viðurkenndasta lieilsudýna i lieimi Ein mest selda heilsudýna á landinu Chiroproctic eru einu heilsudýnumar sem eru þróaðar og viðurkendar af amerísku og kanadísku kírópraktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópractorar mæla því þar á meðal þeir íslensku. Listhúsinu Laugardal, 2 2 3 3 Dalsbraut 1, Akureyri, sírrti 461 1150 www.svefnogheiIsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.