Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 46
54 -+ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 Helgarblað x>v Hellir Kokopellis Eins og sjá má er hellirinn bjartur og í alla staöi hinn vistlegasti Óhefðbundinn gisti- staður í Nýja-Mexíkó: * Helli breytt í hótelsvítu Eigi menn leið um Nýja-Mexíkó í sumar og séu orðnir þreyttir á hefð- bundnum hótelum geta þeir reynt nýstárlegan gististað rétt utan við borgina Farmington. Um er að ræða helli úr sandsteini sem jarðfræðing- urinn Bruce Black lét breyta í einn- ar svítu „hótel“ fyrir nokkrum árum. Hellirinn sem kenndur er við Kokopelli, guð hamingju í trú Navajo-indíána, er allur hinn glæsi- legasti. í honum miðjum er stór ^•ftringlaga setustofa og út frá henni liggja tvö herbergi. Gólf eru teppa- lögð sem myndar skemmtilega and- stæðu við hrjúfan sandsteininn á veggjum og gólfí. Húsgögn er í hefð- bundnum stíl Suðvesturrikjanna en þar að auki er hellirinn prýddur listaverkum og handverki Navajo- indíána. Eins og góðri svítu sæmir er hellirinn búinn öllum helstu þægindum, svo sem ískáp, nudd- potti, eldstæði og risastóru rúmi og þarf því ekki að væsa um mann inni nöturlegu berginu. (Byggt á National Geographic Traveler) Stærsta tjald landslns Markaöur verður haldinn í þessu stærsta tjaldi landsins síöar á mánuöinum. Ferðaþjónustan Lónkot við Málmeyjarsund: Gullni þríhyrningurinn og heiðin sumarhátíð Tequila- hraðlestin Tequila Express flytur hundruð Tequila-þyrstra farþega til bæjarins Tequila í Mexíkó í hverri viku. Ferðirnar hófust fyrir tveimur árum og hafa notið gríðarlegra vin- sælda. „Verið velkomin í lest vin- áttu og gleði“ er sagt við farþegana um leið og þeir koma um borð í lest- ina og eftir 20 mínútur er farið að veita drykkinn görótta, Tequila, _^sem er þjóðardrykkur í Mexíkó. Lagt er upp frá bænum Guadala- jara og farin 60 km leið til TequOa. Skemmtidagskrá er haldið uppi báðar leiðir en sagt er að þegar lest- in nálgast aftur brautarstöðina í Gualdalajara hafi partístemningin dofnað og timburmenn famir að segja til sín meðal farþega. Miðinn kostar 50 dollara og er Tequila eins og hver getur innibyrt innifalið í miðaverðinu og einnig hádegisverður í bænum Tequila. í hverja ferð komast 272 farþegar og drekka þeir að meðaltali 72 flösk- ur af Tequila i hverri ferð. Rúmlega 14.000 ferðamenn munu ferðast með lestinni árlega. *------------------------- Nettengd hót- elherbergi Intemetnotkun hefur aukíst gífur- lega á undanförnum ámm og nú er svo komið að stærri og fínni hótel í Bandaríkjunum hafa tekið upp á því að bjóða upp á Intemettengingu á herbergjum sínum. Er það gert til að koma til móts við þarfir hótelgesta en æ fleiri þeirra flnnst slíka þjón- ustu hafa skort á hótelum hingað til. Samkvæmt könnun sem gerð var í fyBandaríkjunum myndu 59 % þeirra sem ferðast í viðskiptaerindum kjósa að hafa nettengda tölvu í hverju her- bergi. Þó að fá hótel séu svo vel tækj- um búin geta gestir tengt fartölvur sínar Netinu á mörgum þeirra. Tenglamir era gjaman byggðir inn í síma eða borðlampa hótelherbergj- , anna en sums staöar má einnig frnna •--*þá í veitingasölum og jafnvel við sundlaugabakka hótela. Eyjasiglingar á Skagafirði eru meðal spennandi nýjunga sem Ferðaþjónustan Lónkot býður ferða- fólki f sumar. Siglingar hafa þó ver- ið stundaðar frá staðnum en í sum- ar verður fjölbreytni ferðanna meiri en áður. Að sögn Ólafs Jónssonar í Lónkoti verða þrenns konar ferðir í boði og ber fyrst að nefna Gullna þríhyminginn en það er fjögurra stunda sigling þar sem siglt er hjá Þórðarhöfða, þaðan í Drangey þar sem ferðafólk fer í land og að lokum er farið í Málmey. „Náttúrufegurð er afar mikil á þessum slóðum og ef heppnin er með er aldrei að vita nema farþegar sjái hvali í ferðinni. Fuglalíf er mikið og fjölbreytt auk þess sem náttúrulifsskoðun almennt í eyjunum er mjög skemmtileg," segir Ólafur um siglingamar. Einnig er hægt að fara í styttri siglingar til annað hvort Málmeyjar eða Drangeyjar. Sjónarspil Dagskráin í Lónkoti í sumar er fjölbreytt sem endranær og hver at- burðurinn mun reka anan. Um hvítasunnuhelgina munu Ásatrúar- menn staldra við i Lónkoti og halda sumarhátíð að heiðnum sið. „Þeir eru á hringferð um landið og ætla að heiðra okkur með heimsókn á hvítasunnudag. Þeir munu kveikja elda í tilefni árþúsundamótanna og setja niður geysistóran stuðlabergs- stein sem helgaður verður land- námi hér i Lónkoti. Við búum svo vel að hér er eitt elsta landnám landsins en það var Þórður Bjarnar- son sem nam hér land um 900 og við hann er Þórðarhöfði kenndur. Ef vonir standa til verður þetta heilmikið sjónarspil hjá þeim ása- trúarmönnum og svo endum við kvöldið eins og sannir íslendingar og efnum til dansleikjar," segir Ólafur. Hefðbundin ferðaþjónusta er rek- in í Lónkoti og þar er auk tjald- stæða að finna til dæmis sveitagist- ingu í uppgerðum fjárhúsum. Á staðnum er að fmna gallerí kennt við flakkarann Sölva Helgason og þar eru haldnar listsýningar yfir sumartímann. í sumar er m.a. ráð- gert að halda sýningar á verkum Lár, Sigurrósar Stefánsdóttur, svo Ragnheiðar Jónsdóttur, Ragnars eitthvað sé nefnt. Helgir staðir eru vinsælir í ár: Aldrei fleiri pílagrímar - 2000 ár frá fæðingu frelsarans í tilefni þess að 2000 ár eru liðin frá fæðingu Krists munu kristnir menn flykkjast á helga staði viða um heim í sumar. Jóhaimes Páll páfi hefur sjálfur hvatt kaþólikka til að minnast tímamótanna með því að leggjast í pilagrímsferð eða aðra andlega reisu og er búist við því að milljónir svari kalli hans. Vegna yf- irvofandi aukningar phagríma hafa yfirvöld á helgum stöðum um Eillan heim tekið við sér og lagt út í víð- tækar framkvæmdir. Byggingar og minnismerki Vatíkansins hafa til dæmis fengið andlitslyftingu og ýmis söfn í Róm sem hafa verið lengi lokuð hafa opnað dyr sínar á ný. Þá eru nýyfirstaðnar endurbæt- ur á freskunum í lofti basiliku heilags Fransiskusar í borginni Ferðamenn við Péturskirkjuna í Róm Yfirvöld í Rómaborg búast viö gífurlegri aukningu pílagríma í ár og hafa því gert viöeigandi ráöstafanir. Assisi á Ítalíu, en þær skemmdust mikið í jarðskjálfta fyrir tveimur árum. Ekki er undirbúningurinn minni í ísrael en þar er búist við að fjöldi pílagríma muni slá öll met í ár. Nú þegar hefur orðið 12% aukning ferðamanna og eru 60% þeirra kristnir menn sem vilja heimsækja staðina þar sem frelsarinn lifði og starfaöi. Alls er búist við að um 13 milljón gestir sæki landið helga heim á timabilinu frá desember 1999 til janúar 2001. Miklum fjármunum hefur verið variö í uppbyggingar- starf, meðal annars í Nasaret, heimaborg Jesú, auk þess sem hót- elherbergjum um allt land hefur verið fjölgað til muna. -EÖJ 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.