Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Side 46
54 -+ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 Helgarblað x>v Hellir Kokopellis Eins og sjá má er hellirinn bjartur og í alla staöi hinn vistlegasti Óhefðbundinn gisti- staður í Nýja-Mexíkó: * Helli breytt í hótelsvítu Eigi menn leið um Nýja-Mexíkó í sumar og séu orðnir þreyttir á hefð- bundnum hótelum geta þeir reynt nýstárlegan gististað rétt utan við borgina Farmington. Um er að ræða helli úr sandsteini sem jarðfræðing- urinn Bruce Black lét breyta í einn- ar svítu „hótel“ fyrir nokkrum árum. Hellirinn sem kenndur er við Kokopelli, guð hamingju í trú Navajo-indíána, er allur hinn glæsi- legasti. í honum miðjum er stór ^•ftringlaga setustofa og út frá henni liggja tvö herbergi. Gólf eru teppa- lögð sem myndar skemmtilega and- stæðu við hrjúfan sandsteininn á veggjum og gólfí. Húsgögn er í hefð- bundnum stíl Suðvesturrikjanna en þar að auki er hellirinn prýddur listaverkum og handverki Navajo- indíána. Eins og góðri svítu sæmir er hellirinn búinn öllum helstu þægindum, svo sem ískáp, nudd- potti, eldstæði og risastóru rúmi og þarf því ekki að væsa um mann inni nöturlegu berginu. (Byggt á National Geographic Traveler) Stærsta tjald landslns Markaöur verður haldinn í þessu stærsta tjaldi landsins síöar á mánuöinum. Ferðaþjónustan Lónkot við Málmeyjarsund: Gullni þríhyrningurinn og heiðin sumarhátíð Tequila- hraðlestin Tequila Express flytur hundruð Tequila-þyrstra farþega til bæjarins Tequila í Mexíkó í hverri viku. Ferðirnar hófust fyrir tveimur árum og hafa notið gríðarlegra vin- sælda. „Verið velkomin í lest vin- áttu og gleði“ er sagt við farþegana um leið og þeir koma um borð í lest- ina og eftir 20 mínútur er farið að veita drykkinn görótta, Tequila, _^sem er þjóðardrykkur í Mexíkó. Lagt er upp frá bænum Guadala- jara og farin 60 km leið til TequOa. Skemmtidagskrá er haldið uppi báðar leiðir en sagt er að þegar lest- in nálgast aftur brautarstöðina í Gualdalajara hafi partístemningin dofnað og timburmenn famir að segja til sín meðal farþega. Miðinn kostar 50 dollara og er Tequila eins og hver getur innibyrt innifalið í miðaverðinu og einnig hádegisverður í bænum Tequila. í hverja ferð komast 272 farþegar og drekka þeir að meðaltali 72 flösk- ur af Tequila i hverri ferð. Rúmlega 14.000 ferðamenn munu ferðast með lestinni árlega. *------------------------- Nettengd hót- elherbergi Intemetnotkun hefur aukíst gífur- lega á undanförnum ámm og nú er svo komið að stærri og fínni hótel í Bandaríkjunum hafa tekið upp á því að bjóða upp á Intemettengingu á herbergjum sínum. Er það gert til að koma til móts við þarfir hótelgesta en æ fleiri þeirra flnnst slíka þjón- ustu hafa skort á hótelum hingað til. Samkvæmt könnun sem gerð var í fyBandaríkjunum myndu 59 % þeirra sem ferðast í viðskiptaerindum kjósa að hafa nettengda tölvu í hverju her- bergi. Þó að fá hótel séu svo vel tækj- um búin geta gestir tengt fartölvur sínar Netinu á mörgum þeirra. Tenglamir era gjaman byggðir inn í síma eða borðlampa hótelherbergj- , anna en sums staöar má einnig frnna •--*þá í veitingasölum og jafnvel við sundlaugabakka hótela. Eyjasiglingar á Skagafirði eru meðal spennandi nýjunga sem Ferðaþjónustan Lónkot býður ferða- fólki f sumar. Siglingar hafa þó ver- ið stundaðar frá staðnum en í sum- ar verður fjölbreytni ferðanna meiri en áður. Að sögn Ólafs Jónssonar í Lónkoti verða þrenns konar ferðir í boði og ber fyrst að nefna Gullna þríhyminginn en það er fjögurra stunda sigling þar sem siglt er hjá Þórðarhöfða, þaðan í Drangey þar sem ferðafólk fer í land og að lokum er farið í Málmey. „Náttúrufegurð er afar mikil á þessum slóðum og ef heppnin er með er aldrei að vita nema farþegar sjái hvali í ferðinni. Fuglalíf er mikið og fjölbreytt auk þess sem náttúrulifsskoðun almennt í eyjunum er mjög skemmtileg," segir Ólafur um siglingamar. Einnig er hægt að fara í styttri siglingar til annað hvort Málmeyjar eða Drangeyjar. Sjónarspil Dagskráin í Lónkoti í sumar er fjölbreytt sem endranær og hver at- burðurinn mun reka anan. Um hvítasunnuhelgina munu Ásatrúar- menn staldra við i Lónkoti og halda sumarhátíð að heiðnum sið. „Þeir eru á hringferð um landið og ætla að heiðra okkur með heimsókn á hvítasunnudag. Þeir munu kveikja elda í tilefni árþúsundamótanna og setja niður geysistóran stuðlabergs- stein sem helgaður verður land- námi hér i Lónkoti. Við búum svo vel að hér er eitt elsta landnám landsins en það var Þórður Bjarnar- son sem nam hér land um 900 og við hann er Þórðarhöfði kenndur. Ef vonir standa til verður þetta heilmikið sjónarspil hjá þeim ása- trúarmönnum og svo endum við kvöldið eins og sannir íslendingar og efnum til dansleikjar," segir Ólafur. Hefðbundin ferðaþjónusta er rek- in í Lónkoti og þar er auk tjald- stæða að finna til dæmis sveitagist- ingu í uppgerðum fjárhúsum. Á staðnum er að fmna gallerí kennt við flakkarann Sölva Helgason og þar eru haldnar listsýningar yfir sumartímann. í sumar er m.a. ráð- gert að halda sýningar á verkum Lár, Sigurrósar Stefánsdóttur, svo Ragnheiðar Jónsdóttur, Ragnars eitthvað sé nefnt. Helgir staðir eru vinsælir í ár: Aldrei fleiri pílagrímar - 2000 ár frá fæðingu frelsarans í tilefni þess að 2000 ár eru liðin frá fæðingu Krists munu kristnir menn flykkjast á helga staði viða um heim í sumar. Jóhaimes Páll páfi hefur sjálfur hvatt kaþólikka til að minnast tímamótanna með því að leggjast í pilagrímsferð eða aðra andlega reisu og er búist við því að milljónir svari kalli hans. Vegna yf- irvofandi aukningar phagríma hafa yfirvöld á helgum stöðum um Eillan heim tekið við sér og lagt út í víð- tækar framkvæmdir. Byggingar og minnismerki Vatíkansins hafa til dæmis fengið andlitslyftingu og ýmis söfn í Róm sem hafa verið lengi lokuð hafa opnað dyr sínar á ný. Þá eru nýyfirstaðnar endurbæt- ur á freskunum í lofti basiliku heilags Fransiskusar í borginni Ferðamenn við Péturskirkjuna í Róm Yfirvöld í Rómaborg búast viö gífurlegri aukningu pílagríma í ár og hafa því gert viöeigandi ráöstafanir. Assisi á Ítalíu, en þær skemmdust mikið í jarðskjálfta fyrir tveimur árum. Ekki er undirbúningurinn minni í ísrael en þar er búist við að fjöldi pílagríma muni slá öll met í ár. Nú þegar hefur orðið 12% aukning ferðamanna og eru 60% þeirra kristnir menn sem vilja heimsækja staðina þar sem frelsarinn lifði og starfaöi. Alls er búist við að um 13 milljón gestir sæki landið helga heim á timabilinu frá desember 1999 til janúar 2001. Miklum fjármunum hefur verið variö í uppbyggingar- starf, meðal annars í Nasaret, heimaborg Jesú, auk þess sem hót- elherbergjum um allt land hefur verið fjölgað til muna. -EÖJ 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.