Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 Helgarblað 1) Grafarvogur - ca 14 km Upphafsstaður fyrir þennan hring getur verið Korpúlfsstaðir þar sem góð bílastæði er að flnna. Þaðan er hjólað í Blikastaðakró sem er friðað strand- svæði með fjölbreyttu fuglalífi. Þaðan liggur hjólastígur að Geldinganesaf- leggjara en á þeirri leið er að finna sér- kennileg listaverk. Frá Rimaflöt er hjólastígur að Fjallkonuvegi. Þaðan eru Lokinhamrar og Leiðhamrar hjólaðir að Gufuneshöfða þar sem út- sýnið yfir Sundin er mjög fallegt. Strandstígur inn með Grafarvogi er síðan valinn, undir Gullinbrú og upp að íþróttasvæði Fíölnis. Þaðan liggur stígur með Langarima að Borgarvegi þar sem hjólað er fram hjá Borgar- holtsskóla, Mosveg og eins og leið ligg- ur að Korpúlfsstöðum. 2) Seltjamarneshringurinn - ca 11 km Upphafsstaður er Vesturbæjarlaug- in og þaðan er haldið að dælustöðinni við Faxaskjól sem er skemmtilegt mannvirki. Þar er tilvalið að stoppa og kíkja á útsýnispallinn. Síðan er haldið með fram ströndinni fram hjá Bakka- tjöm að hinu friðaða svæði við Gróttu og síðan er norðurströndin hjóluð til baka. Það er sannkölluð fuglaparadís á þessu svæði og ekki ólíklegt að skarf- ur, kría eöa tjaldur verði á vegi manns. 3) Laugardalur - Sund ca 10 km Hægt er að byija ferðina við Laugar- dalslaugina. Þaðan er Sundlaugaveg- Sumarið er tími reiðhjólanna: Sex skemmtilegar hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu - meðalmaður hjólar um 12 km á klukkustund með stoppum urinn hjólaður og farið í gegnum und- irgöng undir Sæbrautina þar sem við tekur stígur með stöndinni. Þar er Sig- uijónssafn að finna, heimili Hrafns Gunnlaugssonar og tóftir Lauganes- bæjar ásamt gömlum kirkjugarði þar sem talið er að Hallgerður langbrók sé grafin. Haldið er að Sundahöfn og í gegnum iðnaðarhverfið sem er rólegt að hjóla í á kvöldin. Á bakaleiðinni er hjólað í gegnum Laugardalinn og til- valið er að enda ferðina með sund- spretti í Laugardagslauginni. 4) Árbæjarhringurinn - ca 9 km Það er tilvalið að byija þennan hjólatúr við Árbæjarlaugina þar sem nóg er af bílastæðum og svo er heldur ekki amalegt að enda í heita pottinum. Hjólað er undir undirgöng á Vestur- landsvegi, niður að Vogi og að bryggju- svæðinu við Gullinbrú. Þaðan er hjólað með fram Elliðaánum á gamla Rafstöðvarveginn þar sem hægt er að heimsækja Rafstöðvarsafiiið. Einnig er hægt að taka smáútúrdúr úr hringnum og skoða garðinn hjá BM Vallá eða kíkja á Árbæjarsafnið. 5) Kópavogshringurinn Á þessari leiö eru opin svæði, gróðrarstöðvar og fjara. Upphafsstað- ur getur verið Víkingsheimilið í Foss- vogi. Þaðan er hjólað í gegnum svæði Skógræktarinnar, yfir brúna og að Nesti. Sæbóls- og Marbakkabraut eru síðan hjólaðar en þá tekur við stígur með fram ströndinni. Beygt er inn á Vesturvör og Bakkabraut en þar tekur við stígur sem liggur upp Kópavogsdal- inn. Þaðan er síðan hjólað í gegnum Smiðjuhverfið sem er mjög rólegt á kvöldin. 6) Breiðhottshringurinn - ca 8 km Hringurinn byijar við Breiðholts- laug. Þaðan er hjólað að Fella- og Hóla- kirkju, með fram Elliðaánum og að Reykjanesbraut. Þaðan liggur leiðin upp í Mjódd og með fram Skógarseli þar sem stígar í gegnum Seljahverfið eru valdir. Á leiðinni eru m.a. gróöur- sæl svæði, gott útsýni, tjöm, menning- armiðstöðin í Gerðubergi og gróðrar- stöð. Björn Finnsson er í Fjallahjólaklúbbnum og fer allra sinna ferða á reiðhjóli: Bíllaus í 50 ár - býður almenningi að hjóla með sér á kvöldin. „Já, það er satt, ég hef aldrei átt bíl nema eitt sumar,“ segir hinn 50 ára gamli hjólreiðamaður Bjöm Finnsson sem er virkur meðlimur i Fjallahjóla- klúbbnum, félagi áhugamanna um hjólreiðar. Félagið, sem er 11 ára gam- alt, skipuleggur m.a. ýmsar hjólaferð- ir og námskeið og berst fyrir réttind- um hjólafólks. Síðustu fimm sumur hefur Björn séð um að skipuleggja hjólatúra á kvöldin fyrir höfuðborgar- búa og þetta sumar verður hans sjötta í þeirri sjálfboðavinnu. Ferðirnar eru farnar á hverju þriðjudagskvöldi frá skiptistöðinni í Mjóddinni á slaginu átta. „Þessar ferðir eru ætlaðar öllum þeim sem hafa gaman af því að hjóla. Það kostar ekkert að vera með og maður þarf ekki að skrá sig. Það er bara að mæta,“ segir Björn sem tekur það þó skýrt fram að hann vilji að þátttakendur séu með hjálma. Nagladekk á veturna Sjálfur fer Bjöm allra sinna ferða hjólandi, allan ársins hring. „Á vet- uma set ég bara nagladekkin á,“ seg- ir Bjöm sem hefur alloft komist í hann krappan í umferðinni. „Maður er náttúrlega oft að hjóla í þungri um- ferð þar sem ekki em komnir hjóla- stígar út um alla borg. Það var síðast keyrt á mig í nóvember," segir Björn sem slapp þá með skrekkinn. Að hans sögn em það helst merk- Heilsubót með hjól við fót hjartað skjótar herðir, endurmótar innra rót og eflir gleðiferðir. Bœtir kjöjin, býður fjör með bömin úti að hjóla. Fögur tjörnin, fugl og stör, frískleg för um holt og hóla. -Björn Rnnsson ingar á hjólastígum og aðstaða til þess að leggja frá sér hjól sem er ábótavant í Reykjavík. Einnig vantar góða hjóla- stíga sem tengja bæjarfélögin saman. „Það vantar sárlega reiðhjóla-statíf sem hægt er að læsa hjólin við,“ kvartar Björn. Ef menn kjósa að fjár- festa í góðu hjóli fram yfir bíl, eins og Björn, geta menn hvergi lagt þessi dým hjól frá sér þegar þeir eru á ferð- inni, nema þá helst að hlekkja þau við ljósastaura úti á götu. Rúllandi rómantík í Fjallahjólaklúbbnum er mjög breiður hópur fólks á öllum aldri sem á það sameiginlegt að hafa gaman af því að hjóla. „Það er algengur mis- skilningur að maður verði að eiga Qailahjól til þess að geta tekið þátt í starfsemi kiúbbsins," segir Bjöm og útlistar hversu góður félagsskapur klúbburinn sé. Þar kynnist fólk og ein gifting sé t.d. klúbbnum að þakka. En ef maöur kann ekki aó hjóla, get- ur maóur þá lœrt þaó hjá ykkur? „Við höfum aldrei fengið þannig beiðni inn á borð til okkar þannig að við höfum aldrei haldið nein byrj- endanámskeið. Ef fullorðinn maður kæmi hins vegar til mín og vildi læra að hjóla myndi ég taka pedalana af hjólinu og láta hann hlaupa með því pedalalausu svo hann næði jafnvæg- inu áður en hann byrjaði aö stíga hjól- ið,“ segir Björn og heldur því fram að þetta sé besta aðferðin til að kenna fólki að hjóla. -snæ Vlltu hjóla með þessum manni? Björn er stjórnarformaöur Fjallahjólaklúbbsins sem stendur fyrir alls kon- ar hjólaferöum og berst fyrir réttindum hjólreiöamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.