Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 29
29 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Hver er grafinn hvar? - DV skoðar legstaði nokkurra frægra manna og dýra Hér liggur Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri, þingmaöur og athafnamaður, grafinn í garöinum bak viö Alþingishúsiö Hann vildi láta jarðsettja sig hér í garðinum sem má heita handaverk hans. Annar mjög frœgur hestur var Trigger, sem kúrekinn knái og söng- elski, Roy Rogers, þeysti á um grundir og skóga. Trigger er ásamt Bullet, tryggum hundi Rogers, grafinn í garði Dale Evans Museum t Victor- ville í Kalifomíu. sem fylgdi honum 1 margar orust- ur, hét Marengo. Napoleon sat á Marengo í orrustunni við Austerlitz 1805 og reið honum í herforinni til Moskvu 1812. Eftir orrustuna við Waterloo var Mar- engo handsamaður af Englending- um, fluttur til Englands og notaður til undaneldis. Beinagrind hans er til sýnis í National Army-safninu í Chelsea í Englandi. Þeir sem hafa sérstakan áhuga á þvi að heimsækja grafir frægra manna og dýra á ferðalögum sín- um erlendis ættu að kynna sér gagnabankann www. findagra- ve.com áður en lagt er af stað. -PÁÁ Það er stundum sagt að Netið sé einhver merkasta uppspretta einskis nýtra upplýsinga sem nú- tímafólk hefur aðgang að. Þar er meðal annars að finna einkar fróð- legan vef sem skráir hinstu leg- staði frægs fólks viða um heim. Þetta er ítarlegur gagnabanki sem getur verið afar fræðandi og skemmtilegt að rölta um en hann er að finna undir slóðinni: www. fmdagrave.com. Alls eru 2,5 milljónir manna og dýra í grunninum og við grípum af handahófi niður í flokk þekktra glæpamanna og misindismanna og lítum á nokkra legstaði. Einn íslendingur Að sjálfsögðu byrjum við á því að athuga hvort legstaðar eins- hvers íslendings sé getið í téðum grunni. Aðeins einn íslendingur er nefndur þar og það er Tryggvi Gunnarsson. Og hver var Tryggvi Gunnarsson? Jú, hann var þing- maður, bankastjóri og athafnamað- ur sem fæddist 1835 og dó 1917. Hann lét talsvert til sín taka á sinni tíð og fékk mynd af sér á pen- ingaseðil en góðlegt andlit hans prýddi lengi 100 króna seðil sem eldri kynslóðir muna eftir. Tryggvi skipulagði og bjó til garðinn bak Lee Harvey Oswáld, sem myrtijohn F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, 1963, mun vera grafinn í Rose Hill Memorial Park í Forth Worth í Texas. Óstaðfestar sögur herma að líki hans hafi verið stolið, það síðan fundist aftur í Oklahoma og verið flutt í ómerktan reit undir nafhinu „William Boho“. við Alþingis- húsið og þegar hann lést var hann grafinn þar en ekki í kirkjugarði. Það er hægt að skoða minnis- merki á legstað hans í garðin- um. En lítum á fleiri. Frægir glæpamenn Ma Barker er þekktasti glæpaforingi kvenkyns sem uppi var í Am- eríku. Hún er grafin í Willi- ams Cemetery í Welch í Okla- homa. Clyde Bar- row, helming- urinn af Bonnie og Clyde, liggur í Westem Heights Cemet- ery í Dallas í Texas. John Booth Wilkes, sem myrti Abraham Lincoln, er jarðaður í Green Mount Cemetery í Baltimore í Maryland. A1 Capone, einn frægasti glæpaforingi Ameriku, liggur í Mount Carmel-garðinum í Hillside í Illinois. Jeffrey Dahmer er meðal þekkt- ustu raðmorðingja í Ameríku. Hann lést í fangelsi, var brenndur og foreldrar hans sem höfðu skilið fengu sinn helminginn hvor. Lee Harvey Oswald, sem myrti John F. Kennedy, forseta Banda- rikjanna, 1963, mun vera grafinn í Rose Hill Memorial Park í Forth Worth í Texas. Óstaðfestar sögur herma aö líki hans hafi verið Napóleon Frakklandskeisari átti sér uppáhaldshest sem hét Marengo, Sá er varðveittur á safni í Chelsea. stolið, það síðan fundist aftur í Oklahoma og verið flutt í ómerkt- an reit undir nafninu „William Bobo“. Hjónin Ethel og Júlíus Rosen- berg voru tekin af lífi í Bandaríkj- unum árið 1953 fyrir njósnir. Mik- ið hefur verð deilt um sök þeirra eða sakleysi fyrr og nú. Þau eru grafin í Wellwood-kirkjugarðinum í Farmingdale á Long Island. Jack Ruby sem varð frægur fyr- ir að myrða Lee Harvey Oswald í höndum lögreglunnar skömmu eft- ir morðið á Kennedy er grafmn í Westlawn-kirkjugarðinum í Chicago í Illmois. Hvar ertu, Sámur minn? Nú getur meira en verið að les- endum fmnist það heldur drunga- leg umfjöllun að horfa einungis til legstaða þekktra óbótamanna. Reynum að hressa þetta við og lít- um á legstaði nokkurra þekktra dýra eða gæludýra en ferfætlingar fá alveg sérstakan flokk í umrædd- um gagnagrunni um legstaði. Eins og fyrri daginn er fátt um íslensk dæmi en allmargar sagnir eru um að hestamenn hafi látið heygja eft- irlætisgæðinga sína á sérstökum stöðum heima í túni. Þannig mun Sóti, gæðingur Gríms Thomsens, skálds og Bessastaðabónda, vera heygður í túninu á Bessastöðum. Annar mjög frægur hestur var Trigger, sem kúrekinn knái og söngelski, Roy Rogers, þeysti á um grundir og skóga. Trigger er ásamt Bullet, tryggum hundi Rogers, grafmn í garði Dale Evans Muse- um í Victorville í Kalifomíu. Annar frægur söngvari var Jim Reeves sem söng mörg vinsæl lög á sjötta áratugnum. Hann átti hund- inn Cheyenne sem er grafinn í Jim Reeves Memorial Park í Galloway í Texas. Checkers hét hundur Richards Nixons sem aldrei sneri baki við húsbónda sínum, ólikt mörgum öðrum. Checkers er grafinn í Bide- A-Wee-garðinum í Wantagh í New York. Uppáhaldshestur Napóleons, notaðirbílar www.brimborg.is «B»brimborgar 5"^ MMC Lancer 1,3, 05/96 ssk., 4 d., silfur, ek. 51 þ. km, fr.dr.Verð 960.000. Daihatsu Move 850,10/98 ssk., 5 d., vínr., ek. 20 þús. km, framdrif. Verð 730.000. Tilboð 630.000. Subaru Legacy 2,0, 04/99 ssk., 5 d„ vínr., ek. 18 þús. km, 4x4. Verð 1.970.000. G, brimborg Reykjavlk • Akureyrl Opið laugardaga 11-16 Ford Ranger 4.0, 06/93 5 g„ 2 d„ vínr., ek. 125 þ. km, 4x4. Verð 890.000. Tilboð 770.000. Daihatsu Gran Move 1,5, 07/97 5 g„ 5 d„ Ijósgr., ek. 46 þ. km, fr.dr. Verð 880.000. Suzuki Vitara 1,6, nóv. '98, 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 28 þús. km, 4x4. Verð 1.345.000. VW Golf 1,8, 09/92 5 g„ 3 d„ r„ ek. 82 þús. km, framdrif. Verð 590.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.