Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Page 2
2 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 DV Fréttir Stjörnueyjaklasinn í Breiðafirði: Eyja betri en bréf - í banka, segir nágranni Kára og Sigurjóns í Efri-Langey „Ég mat stöðuna þannig að þetta væri betri fjárfesting en að eiga bréf í banka,“ sagöi Helgi Axelsson, kaupmaður í Virku, sem nýverið festi sér eyju í Breiðafirði á 12 millj- ónir króna og varð þar með ná- granni Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðenda í Amey og Kára Stefánssonar læknis í Hrapps- ey. „Með Efri-Langey fylgja að auki sex smærri eyjar en þama bjuggu menn blómlegu búi fram á miðjan sjötta áratuginn,“ sagði Helgi sem ásamt eiginkonu sinni, Guðfinnu Helgadóttur, ætlar að reisa sér hús í eynni og nytja hana. í Efri-Langey er mikið æðarvarp, þangsláttur, kræklingur auk þess sem eyjunni fylgir 60 faðma land- helgi. Möguleiki er að ganga út í eyjuna á fjöru frá Langeyjamesi: „Ekki má gleyma því að þama er ur sjálf og skyld- menni okkar,“ sagði Guðfinna Helgadótt- ir, sem eins og bóndi sinn lítur á Efri- Langey sem góða Kaupmannahjónin í Efri-Langey Helgi Axelsson og Guöfinna Helga- dóttir ætla aö stunda þangslátt og tína dún og krækling á 12 milljón króna eyju sinni í Breiðafiröi. náttúruleg höfn og vatnsuppspretta á tveimur stöðum. Þá er hvítur sandur í einni víkinni og fegurðin ólýsanleg. Eyjuna ætlum við að nota sem sumrdvalarstað fyrir okk- ^ttDVumg^S^oð. —>—*" fjárfestingu. Að sögn fasteignasala sem selt hafa eyjar í Breiðaflrði til einkaðila er eftirspum langt umfram framboð en menn binda vonir við áform bæj- aryfirvalda í Stykkishólmi um að setja eyjar í eigu sveitarfélgsins í sölu til að bæta stöðu bæjarsjóðs. Er þar um að ræða nokkrar minni eyj- ar á Breiðafirði. Þá em aðrir eyja- eigendur famir að hugsa sinn gang þar sem verð á eyjum í Breiðafirði hefur margfaldast á síðustu misser- um. Eins og fram hefur komið greiddi Sigurjón Sighvatsson 15 milljónir fyrir Arney og kaup- mannshjónin i Virku 12 milljónir fyrir Efri-Langey. Hvað Kári Stef- ánsson er tilbúinn til að greiða fyr- ir Hrappsey er hins vegar ekki ljóst, en eins og einn söluaðili komst að orði i DV í gær: „Ef Siguijón greiddi 15 milljónir fyrir Arney ætti Hrappsey að kosta 50 milljónir því hún er miklu stærri og merkilegri." -EIR Maður sem situr inni vegna láts konu: Neitaði fyrst að svara spurn- ingum lögreglu - og einnig fyrir dómi 23 ára karlmaður frá Suöurlandi, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna láts 21 árs konu við háhýsi í Engihjalla síðastliðinn laugardag, hefur ekki viðurkennt að hafa átt beinan þátt í að hún fór fram af tíundu hæð húss- ins. Maðurinn neitaði í fyrstu að tjá sig um málið við lögreglu og dómara. 1 vikunni hefur hann tjáð sig en ekki viðurkennt manndráp. Hinn granaði á talsverðan feril að baki hjá lögreglu - t.a.m. var honum bjargað úr Reykjavíkurhöfn 4. maí síðastliðinn og fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Á ár- unum 1995-6 var lögreglan með mál á hendur honum fyrir meinta afbrigði- lega hegðun við Hótel Selfoss og kyn- ferðismál sem fór til ríkissaksókn- ara. Ekki þóttu þó efni til að halda þessum málum áfram og ákæra. Hins vegar hefur hann hlotið tvo dóma á þessu og síöasta ári fyrir önnur brot en ekki alvarlegs eðlis. Þegar lögreglan i Kópavogi kom á vettvang við Engihjalla á laugardag- inn svaf hinn grunaði í herbergi í íbúð fólks sem hann þekkir. Hin látna lá á stétt með mikla áverka og virtist strax sem hún hefði fallið af efri hæðum hússins. Þegar málið var kannað nánar fannst veski á stigapalli eldvarnar- stiga á 10. hæð hússins. Veskið reyndist hafa verið í eigu hinnar látnu. Fljótlega var rætt við íbúa hússins - m.a. þann húsráðanda sem hýsti hinn grunaða. Kom þá i ljós að ungi maðurinn hafði hringt dyra- bjöllu klukkan um tuttugu mínútur fyrir átta um morguninn og óskað eftir að fá að koma inn með stúlku - húsráðandi kvaðst reyndar ekki hafa séð umrædda stúlku. Húsráðandi sagði unga manninn hafa verið lítið eitt ölvaðan en kurteisan. Hann synj- aði honum um að fá að koma inn með stúlkuna og fór hann við svo búið. Rúmri hálfri klukkustund síðar kom hinn granaði aftur í íbúðina - þá segir húsráðandi hann hafa verið gjörbreyttan - hann hafi strunsað inn í íbúðina, ekki sagt orð, verið pirraður og litið út eins og eitthvað hefði komið fyrir. Hann lagðist síðan til svefns í herbergi í íbúðinni. Stuttu síðar kom lögreglan og handtók hann. Þegar lögreglan yfirheyrði mann- inn neitaði hann að svara spurning- um. Sama máli gegndi þegar hann var færður fyrir dómara í Hafnar- firði. Maðurinn fékkst síðan úrskurð- aður í 12 daga gæsluvarðhald. Úr- skurðurinn var ekki kæröur. Hinn granaði hefur samkvæmt upplýsing- um DV tjáð sig meira en í byrjun. Þó er ljóst að rannsókn málsins er hvergi nærri nálægt lokastigi. -Ótt Neyðarkall úr þremur bönkum Viðvörunarbjöllur í þremur bönkum í Reykjavík fóra í gang nær samtimis í gær og ollu miklum viðbúnaði lögreglu: „Við tökum þetta alltaf alvarlega enda gæti verið um bankarán eða eitthvað annað alvarlegt að ræða,“ sagði varðstjóri lögreglunnar í gær- kvöldi eftir útköllin. Viövörunar- bjöllur í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í Skeifunni hringdu vegna mistaka starfsmanns. Skömmu siðar gullu við bjöllur úr Sparisjóði Vélstjóra og þær voru ekki fyrr þagnaðar en neyðarbjöllur í Seðlabankanum fóru í gang. í báð- um tilvikum var um kerfisbilun aö ræða. -EIR „ Selfoss: ee Arangurslaus leit í Olfusá Leit var haldið áfram í gær í og við Ölfusá að manninum sem féll í ána á fimmtudagsmorgun- inn. Leitað var niöur eftir ánni. Að sögn lögreglu á Selfossi bar leitin eng- an árangur í gær en henni verður haldið áfram um helgina ef þarf. Reynt var að kafa í ána í gær en það bar engan árang- ur, enda áin erfið viðureignar, mikill straumur, botninn grýttur og víða hraunbrúnir. -NH Aflaskipstjórinn Símon Jónsson, skipstjóri á Örfirisey RE, þakkaöi góöu skipi og áhöfn þann mikla afla sem þeir fengu á Reykjaneshrygg á 39 dögum. Gríðarleg veiði í úthafskarfanum á Reykjaneshrygg: Hver mettúr- inn af öðrum Mokveiði hefur verið á Reykjaneshrygg að undan- fórnu en nú streyma skipin í land fyrir með hvern mettúrinn af öðrum. Flestir togarar verða í landi á sjó- mannadaginn sem er á sunnudag. Frystitogarinn örfirisey RE kom á fimmtudags- kvöldið til Reykjavíkur eft- ir 39 daga úthald á Reykja- neshrygg og var afrakstur- inn rúm 1600 tonn af út- hafskarfa. Samkvæmt heimildum DV mun aflaverðmætið vera rúmar 127 millj- ónir í skilaverði og útreiknast það sem 1,27 milljón króna hásetahlut í hásetahlut. Símon Jónsson, skipstjóri á örfirisey, kveðst mjög ánægður með túrinn: „Það er minnsta málið að veiða aflann því þetta byggist allt á mann- skapnum. Þetta er búinn að vera mjög erfiður túr og strákamir eiga afraksturinn skilinn,“ segir Símon. Að sögn Símonar er frystigeta Örfiriseyjarinnar takmörkuð en skipið þrátt fyrir það gott og kraft- mikið og það skýri að nokkru góðan árangur. 26 eru í áhöfn Örfiriseyjarinnar og er ljóst að það eru þreyttir en glaðir skipverjar sem njóta landlegunnar i Reykjavík næstu dagana en Örfiriseyin fer aftur út á miðvikudag. Samkvæmt upplýsing- um Fiskistofu heyrir við- líka afli og Örfiriseyin fékk til undantekninga og er þetta með allra hæstu túrum í úthafskarfa sem sést hafa. Nýlega landaði Margrét EA metafla af grálúðu á Akureyri en í gær voru nokkur skip að landa gríð- arlegum afla af úthafskarfa. Nokkur skip lönduðu úthafskarfa í Reykja- vík i gærdag. Víðir EA og Akureyr- in EA lönduðu hvor um sig rúmum 900 tonnum í gær en áður haföi Baldvin Þorsteinsson EA landað um 1200 tonnum af úthafskarfa. Þorsteinn Már Baldvinsson, út- gerðarstjóri Samherja hf., var ánægður með afrakstur sinna skipa. „Núna síðustu daga hafa 4 skip landað afla upp á rúmar 400 milljón- ir og við erum mjög sáttir við okkar hlut,“ segir Þorsteinn. -jtr Örfirisey RE með 137 milljónir Þorsteinn Már Baldvlnsson: 400 milljónir á land. Stuttar fréttir Árangursstjórnun Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar og Þórður Ásgeirsson Fiskistofustjóri undir- rituðu á föstudag samning um árangursstjórnun milli ráðuneytisins og stofnananna. Samningurinn tilgreinir m.a. helstu markmið stofnananna, áætlunar- gerðir og leiðir til að ná skilgreind- um markmiðum í samræmi við fjár- veitingar. Áfengisstuldur Brotist var inn í Kaffi Láru í Láru- húsi á Seyðisfirði í fyrrinótt. í frétt á Fréttavefnum.is kom fram að tölu- verðu magni af áfengi hafi verið stolið og lögregla hafi haft fjóra skipverja á aðkomubáti, sem lá við bryggju á Seyðisfirði, í haldi á föstudagsmorgun grunaða um verknaðinn. Skattaspjall —Geir H. Haarde sat a árlegum fundi 9 fiármálaráðherra m aðildarríkja Eystra- saltsráðsins sem 1 haldinn var í Tallin W 1. og 2. júní. Mikið gfe S var rætt um skatta- ^™ mál en hugmyndir eru uppi um að samræma skattlagn- ingu fiármagnstekna í aðildarríkj- um Evrópusambandsins. Einnig var rætt um fiölgun lífeyrisþega í lönd- unum og viðbrögð við því. Ólögmætt Fyrirhugaður flutningur Skrif- stofu jafnréttismála á landsbyggð- ina gengur gegn túlkun Hæstaréttar á stjómarskránni, að mati fram- kvæmdastjóra Bandalags háskóla- manna. RÚV greindi frá. Milli húsa Meginstarfsemi barnadeildar Landspítala Fossvogi verður flutt á Barnaspítala Hringsins í 5 vikur í sumar eða frá 15. júlí til 20. ágúst. Það er nýbreytni að flytja spítala- starfsemina þannig milli húsa á sumarleyfistíma en er nú kleift að gera eftir sameiningu sjúkrahús- anna í Reykjavík. Með því veröur samdráttur í þessari starfsemi minni en annars hefði orðið. Mbl.is greindi frá. Loftbyssusmygl Nokkrum ungum piltum frá Seyð- isfirði tókst að smygla þremur eða fiórum loftskammbyssum fram hjá tollvörðum þegar farþegciferjan Nor- ræna kom til Seyðisfiarðar í gær. Pilt- amir voru að koma úr skólaferðalagi frá Danmörku og höfðu skv. heimild- um límt byssumar á sig innan klæða. Fréttavefurinn greindi frá. Fíkniefni á Patró Lögreglan á Patreksfirði handtók fimm menn um átta leytið á fimmtudagskvöld. Þeir voru á leið frá Reykjavík til Patreksfiarðar með fikniefni og landa. Málið telst upp- lýst. RÚV greindi frá. „Kjaftstopp" Foreldrar þroska- heftra bama sögð- ust „kjaftstopp" vegna ummæla fé- lagsmálaráðherra á þá leið að ef þeir vildu ekki vista böm sín í Hrísey skyldu þau bara vera heima. Ráð- herra sagði að ef foreldramir vildu ekki senda böm sin til dvalar í Hrísey væri það „gott og vel“ að bömin yrðu áfram í foreldrahús- um. Bylgjan greindi frá. -HJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.