Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 Helgarblað Sjónvarps- stjarna í vanda Leikkonan Yasmine Bleeth, sem er vel þekkt úr Baywatch-þáttunum, slapp með skrekkinn þegar hún og tveir félagar hennar voru nýlega gripin af lög- reglunni. Hóp- urinn hafði eitt kvöldinu á karaokebam- um Moomba á Manhattan en tóku leigubíl þegar fjöriö fór að dala. Leigubílstjór- inn baö einn félagann að losa sig við bjórdósina sem hann var meö í hendinni sem og hann gerði með fyrrgreindum afleiðing- um. Sem sagt hann kastaði bjór- dósinni út um gluggann og lenti hún í lögreglubíl sem var að keyra fram hjá. Lögreglan stöðvaði leigu- bílinn umsvifalaust og tók þann sem kastaöi dósinni með á lögreglu- stöðina. Bleeth tókst hins vegar aö kjafta sig út úr málunum og slapp með aðvörun. Stefán er mlkill maltaðdáandi og þegar hann var í náml í Edlnborg á sínum tíma var hann alltaf að blðja vinl og vandamenn á íslandi að senda sér malt og tópas. Nú geta Islendlngar erlendls hlns vegar bara loggað slg Inn á www.buynational.com og pantað vörurnar sjálfir. Brúðkaup á næstunni? Brad Pitt er þessa dagana að vinna við tökur á nýrri mynd í Mexíkó ásamt Júlíu Roberts. Því hefur hins vegar verið fleygt að Brad og unnusta hans, Jennifer Ani- ston, séu á leiðinni að ganga í það heilaga en talsmaður leikarans blæs á allt slíkt og segir að haxm hafi engan tíma til að standa í slíku akkúrat núna þar sem nóg sé aö gera hjá honum við gerð myndar- innar. Orðrómurinn virðist hins vegar vera sterkari á vinavængn- um, þ.e. hjá Jennifer Aniston og fé- lögum i Vinum. Samkvæmt heim- ildum áætla þau að hafa lítið og kósí brúðkaup einhvem tímann á næstunni en meira vitum við ekki. Hvað sem ööru líður eru flestir sam- mála um að hér sé á ferð hamingju- samt par sem hafi fundið ástina. Nýtt íslenskt netfyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á þjóðlegum vörum: Þjóðlegt þarfaþing - Islendingar erlendis eiga eftir að kætast Flestir íslenskir námsmenn er- lendis kannast við það að vera í tíma og ótíma að hringja til vina og vandamanna til þess að fá send- ar hinar og þessar íslensku vörur út til sín, eins og hangikjöt og páskaegg. Þetta mas þekkir Stefán P. Bustos vel af eigin raun en það er ástæðan fyrir því að hann hefur nú stofnaö fyrirtæki ásamt þeim Finnboga Alfreðssyni og Axnóri H. Amórssyni sem sérhæfir sig í sölu á íslenskum vörum í gegnum Net- ið. Fyrirtækið ber nafnið Buy National á íslandi og verður fyrsta netverslunin þess, sem heiti is- lenskt.is, formlega opnuð á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní. FJölbreytt úrval „Buynational.com mun sérhæfa sig í sölu á þjóðlegum vömm frá hinrnn ýmsu löndum en hingað til hefur verið erfitt að nálgast þessar vörur í gegnum Netið. Þetta eru hins vegar mjög eftirsóttar vörur," fullyröir Stefán. Undir buynational verður að finna fjölmörg dótturfyrirtæki sem munu sjá um rekstur netverslunar- innar í sínu heimalandi. Hægt verð- ur að leita að vörum fyrst eftir landi og síðan eftir mismunandi vöru- flokkum eins og mat, fatnaði, hesta- vörum, tómstundum, bílum og list, svo fátt eitt sé nefnt. „í íslensku versluninni verður m.a að finna tópas, malt og íslenskt kaffi. Einnig íslenskan fatnað, snyrtivörur og meira að segja alis- lenska bíla,“ segir Stefán fulllur eld- móðs og bætir viö aö það vanti ekki framboðið af íslenskum vörum til að setja á vefinn. íslenskur í meira lagi Þrátt fyrir að Stefán sé fæddur og uppalinn í Colorado í Bandaríkjun- um er hann meiri íslendingur en margir aðrir og sómir sér vel í fyr- irtæki sem selur þjóðlegar íslenskar vörur. Hann kom fyrst hingað til ís- lands á vegum bandaríska sjóhers- ins fyrir 14 árum og kynntist ís- lenskri eiginkonu sinni í herstöð- inni í Keflavík. „Island er alveg æðislegt land. Ég vil hvergi fremur búa en hér enda er þetta yndislegur staður til þess að ala böm upp á,“ segir Stefán en þau hjónin eiga tvær dætur. Eftir að hafa numið viðskiptafræði í Colorado fór Stefán einnig í mastersnám til Edinborgar og það var þar sem hugmyndin að fyrir- tækinu kviknaöi. Finnbogi og Am- ór voru nefnilega einnig í námi úti á sama tíma og Stefán. „Eins og svo margir íslenskir námsmenn erlend- is voram við alltaf að hringja heim til þess að fá sent íslenskt sælgæti og hangikjöt á hátíöisdögum og þannig kviknaði hugmyndin að þjóðlegu netversluninni," útskýrir Stefán sem er bjartsýnn á að íslend- ingar erlendis, sem og önnur þjóð- albrot sem ekki em í heimalandi sínu, eigi eftir að taka síðunni fagn- andi. -snæ Kamfíló Að undanfórnu hefur vel meinandi fólk verið í því að gera könnun á því hvort matvæli sem eru á boðstólum í verslunum landsmanna séu bráðdrepandi eða bara léttmenguð. Reglulega er gerð rannsókn á ketfarsinu í kjötbúðunum og nú er ekki lengur að því spurt hvort saurgerlar séu í farsinu heldur hvaö margar miljónir saurgerla séu í hverju grammi af þessum veislu- kosti. Sú var tíðin, ef ég man rétt, að ekki þótti æskilegt að hafa mikinn mannaskít í því sem á boðstólum var í kjötbúðum, en ég fæ ekki betur séð en að þetta hafi breyst. Líklega telur kjötvinnslan í landinu æskilegt að meltingin hefjist á fyrsta vinnslustigi framleiðslunnar, haldi svo áfram í ketborði verslananna og að með þessu sé ómakið tekið af innyflum neyt- enda. í nýafstaðinni könnun á kjúklingiun brá til þeirra stórtíðinda að campylobacter - almennt kallaður „kamfiló“ - var út- breiddari í kjúklingum en menn hafði áður grunað og í sumum fúglanna var meiri óþverri en talist gat heilsusamlegt. Semsagt ekkert smáræði. Nú er það auðvitað svo að afkomu mat- vælaframleiðenda er ógnað ef framleiðsla þeirra er ekki étin. Þess vegna hlýtur það aö vera meginmarkmið þeirra sem um hollustuhætti fialla að gera skaðlaus þau matvæli sem innihalda taugaveiki.salmon- ellu, campylobacter eða aðra sýkingu háskalega eða banvæna. Nú er lausnin endanlega fundin. Leyfilegt verður semsagt í framtíðinni að hafa á boðstólum í matvöruverslunum sýkta kjúklinga ef þeir eru bara frystir. Komið hefur til tals að merkja þá sér- staklega sem kamfiló-kjúklinga og hafa á þeim prentaða viðvönm einsog á sígar- ettupökkum: „Innihaldið getur valdið al- varlegum innantökum, heilaskaða eða jafnvel dauða. Varist að þíða kjúklinginn." Því hefur lengi verið haldið fram hér- lendis, og sjálfsagt með gildum rökum, að af misjöfnu þrífist börnin best. Heilsufar íslensku þjóðarinnar hefur margoft verið reifað og rannsakað og nið- urstaöan jafnan orðið sú að íslendingar séu yfirleitt við betri heilsu en annað fólk og liggur beinast við, að dómi sérfræð- inga, að ætla að frábært heilsufar þjóðar- innar sé því að þakka að hérlendis venjast neytendur því frá blautu barnsbeini að éta sýktan og saurgerlamengaðan mat. Það er semsagt plagsiður á íslandi að éta skít og sjálfsagt tæplega við hæfi að hrófla við þeim matarvenjum. Mönnum er enn í minni uppistandið sem varð vestur á fjörðum þegar yfirdýra- læknirinn ætlaði að loka sláturhúsi þar út af mengun í vatnsbólinu en athugaði ekki að frambjóðendur í kjördæminu eiga til- veru sína á þingi undir Vestfirðingum. Þá var það að einn þingmaðurinn sagði þessi fleygu orð: - Það þarf ekki að skipta um vatn. Það þarf að skipta um yfirdýralækni. Annars eigum við neytendur ekki að vera aö skipta okkur af þessu. Þegar hefur verið sýnt framá að af mis- jöfnu þrífast bömin best og það er léttspennandi áhættuþáttur þegar fariö er í skírnarveislu fermingu eða brúðkaup hvort maður verður lasinn, fárveikur eða lifir af og hvort matareitr- unin stafi af tífusi, salmonellu eða ein- hveiju gúmmúlaði í kjúklingunum, Sem betur fer á þetta sér allt eðlilega or- sök. Þetta er bara sóðaskapur. Sú var tíðin á íslandi að það þótti hin versta fúlmennska að bjóða fólki uppá skemmdan mat sem olli matareitrun. Egill Skallagrimsson kyngdi því ekki þegjandi og hijóðalaust þegar hann fékk matareitrun í veislunni hjá Ármóði bónda heldur gerði sér lítið fyrir, ældi uppí gest- gjafann, hjó af honum skeggið og krækti úr honum augað. Nú er öldin önnur. Matvælaframleiðendur hafa brugðist hart og drengilega við. Lausnin er fundin. Frysta bara kamfíló- kjúklinginn og selja hann á viðráðanlegu verði. Neytandinn efnir svo til veislu, drekkur í sig kjark þíðir fuglinn og svo er kamfíló- kjúklingurinn étinn uppá von og óvon. Flosi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.