Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. JÚNt 2000 Fréttir Baráttan um demantana í Sierra Leone: Demantar eru verstu óvinirnir Leitaö aö demöntum Þessi verkamaöur vinnur í opnum demantanámum um 200 kílómetra frá Freetown, höfuöborg Sierra Leone. Um leiö og menn leita aö demöntum stofna þeir sjálfum sér í hættu enda auöveldur skotspónn í átökum uppreisnarmanna, RUF, og stjórnarhers. Demantanáman stendur skammt frá átakasvæöunum. Átökin í Sierra Leone sýna okkur að Vesturveldunum hefur enn og aft- ur mistekist að ákvarða hvenær hern- aðarleg íhlutun er nauðsynleg og hvenær ekki. Þau sýna okkur enn fremur fram á mikilvægi þess að hald- ið sé utan um auðlindastjórnun á skynsamlegan hátt í stað þess, sem hingað til hefur einkennt mörg van- þróaðri ríki, að skæruliðar og aðrir glæpahópar vaði upp og fjármagni eigin starfsemi með því að taka þjóð- areigur á borð við náttúrlegar auð- lindir eignarhaldi. Um þetta geta ótal dæmi vitnað. Einkavæðing rússneska iðnaðarins, einkum olíuiðnaðar, þar sem auður- inn féll í hendur fárra, gerði m.a. Viktor Tsjernómyrdin, forsætisráð- herra í stjórnartíð Jeltsíns, að auðug- asta manni Rússlands. Kólumbísku glæpahringirnir, sem íjármagna glæp- astarfsemi með kóakíni hafa töglin og hagldirnar í stjórnkerfl landsins, þrátt fyrir aðdáunarverða baráttu lög- reglu og stjórnvalda við að snúa ferl- inu við, uppræta spillingu og koma meintum glæpamönnum á bak við lás og slá. Afríkuríkin eru engir eftirbátar í þessum efnum sem flest hver hafa litla reynslu af sjáifstjórn, hvað þá lýðræði. í Afríku er það þó ekki olía eða kóakín sem baráttan stendur um, heldur gimsteinar. Svart og hvítt í Afríku er að finna margar af auðg- ustu demantanámum heims. Flestir myndu ætla að slíkar námur ykju vel- megun landanna og tryggðu stöðug- leika ríkisstjórna. I Bots-wana, Suður- Afríku og Namibíu er þetta uppi á ten- ingnum og þar er haldið traustum tökum utan um demantanámur og þess gætt að auðurinn skili sér i þjóð- arbúið. í ríkjum á borð við Angola, Kongó og Sierra Leone skipta demantar einnig miklu en á móti kemur að þess- um ríkjum hefur ekki tekist sem skyldi að halda utan um auðlindastýr- ingu. Tala menn reyndar um svart og hvítt í þessum efnum og ljóst að átök undanfarinna ára hafa ekki orðið til að efla trú manna á að breyting sé i vændum. Glæpaflokkur varð að her Átökin í Sierra Leone að undan- íomu eru gott dæmi um hvernig græðgi og valdatafl gerspilltra ein- staklinga hafa áhrif á milljónir sak- lausra borgara. Átökin þar í landi eiga reyndar upptök sin árið 1991. Sameinaði upreisnarherinn, RUF, hóf starfsemi sína sama ár sem lítiU og óskipulagður glæpaflokkur. Til tíð- inda dró svo þegar RUF náði demanta- héruðum landsins á sitt vald. Glæpa- ílokkurinn auðgaðist skjótt og varð að uppreisnarher. En uppreisnarher í hvers þágu? Ekki fólksins í landinu, svo mikið er víst, enda þessum mönn- um lítið umhugað um framtíð eigin þjóðar. Uppreisnarherinn barðist sem sé fyrir eigin hagsmunum og fann sér fljótt leið til að selja gimsteina úr landi og fjármagna þannig vopnakaup og afla sér skotsilfurs. Viðskiptin beindust einkum að nágrannaríkinu Liberíu en einnig öðrum nálægum rikjum. Eins og ormur á gulli Níu árum síðar hefur ekkert breyst í Sierra Leone. Eftir sem áður stendur styrinn um demanta og eftir sem áður eru það uppreisnarmenn sem standa vörð um eigin hagmuni eins og ormur á gulli. Þeir höfðu frá því fyrir um ári unað sáttir við sinn hag og það sam- komulag sem gert var fyrir milli- göngu Breta og SÞ. um frið milli upp- reisnarhers og ríkisstjómar landsins. Uppreisnarmenn fengu sæti í rikis- stjórn og öldumar virtist vera að lægja þegar fulltrúar SÞ urðu uppvís- ir að þeirri óskammfeilni að að reyna að afvopna uppreisnarmenn sem halda demantanámunum í norðri. Uppreisnarmenn svör'uðu fyrr sig, drápu fjóra fulltrúa þeirra, tóku nokk- ur hundruð manns í gíslingu og átök- in blossuðu upp að nýju. Ruslafötur fullar af útlimum Aðferðirnar sem uppreisnarmenn nota eru á sama tíma alræmdar og vörumerki þessara manna er að höggva hendurnar af fórnarlömbun- um. Þegar árásir þeirra náðu hámarki fyrir nokkrum vikum og upreisnar- menn reyndu að ná borginni Freetown á sitt vald sögðust skur- ðlæknar þar í borg ekki hafa undan að gera að sárum fólksins sem í flest- um tilvikum voru konur og börn. í ljósi kaldhæðni örlaganna fer því kannski best á að segja að demantar eru ekki bestu vinir kvenna á þessum slóðum og gildir það reyndar jafnt um alla íbúa ríkisins. í mörgum tilvikum þurfti að fjar- lægja limi sem ekki höfðu skorist al- veg af með illa brýndum sveðjum RUF-manna. Lýsingarnar voru væg- ast sagt hryllilegar þegar þeir sögðu frá því er þeir hentu heilu og hálfu útlimunum í ruslafötur sjúkrahúss- ins. Alls hafa rúmar 2 miiljónir manna flúið undan uppreisnarmönnum allan síðasta áratug og skyldi engan undra. Nú síðast flýðu tugir þúsunda þegar spurðist út að sveðjurnar væru aftur komnar á loft og hendur flygju. Nú síðast var það að frétta af átökunum í Sierra Leone að Foday Sankoh, leið- togi uppreisnarmanna, hefði verið handtekinn og hefur hann verið send- ur úr landi til að vernda hann en einnig svo að mögulegt sé að draga hann fyrir stríðsglæpadómstól. Mun þetta vera sameiginleg ákvörðun Vestur-Afríkuríkja en ágreiningur er um hvort Sankoh skuli dreginn til ábyrgðar eða ekki. Þeir sem eru því andsnúnir hafa einkum áhyggjur af því að stöðugleika landsins verði enn frekar ógnað ef Sankoh verður fund- inn sekur. De Beers, Sankoh og Taylor Sankoh hefur alltaf neitað því að kærleikar séu á milli hans og forseta Líberiu, Charles Taylors, hvað þá að hann leyfí að demantar fari í gegnum Líberíu til sölu erlendis. Engu að síð- ur er ljóst að misræmi er milli teoríu og praxíss. Ef útflutningur þessa litla ríkis er skoðaður kemur berlega í ljós að árs- útflutningur Líberíu nemur meira en 200-faldri þjóðarframleiðslu svo að mismunurinn hlýtur að liggja í demöntum. Suður-afriska samsteypan De Beers, sem ræður yfir tveimur þriðju hlutum af ölium óunnum demöntum sem til eru í heiminum, hefur sagt op- inberlega að demantar frá átakasvæð- um Afríku nemi ekki meira en 3 pró- sentum af heildarsölu. Margir hafa orðið til að mótmæla þessari fullyrðingu De Beers og þeirra á meðal er Christine Gordon, blaða- maður frá London og demantasér- fræðingur. Samkvæmt mati hennar komu um 10-15 prósent demanta frá átakasvæðum um miðjan tíunda ára- tuginn. Má ætla að sú tala hafi hækk- að eitthvað í ljósi þess að 11 prósenta söluaukning hefur orðið á sölu dem- anta á miili ára í Bandaríkjunum en heildarvelta De Beers nemur 56 milljörðum Bandaríkjadollara. Þetta gerist á sama tíma og Ameríkanar hafa sett skinna- og feldútflytjendum afarkosti og sniðgengið skinnavörur vegna iilrar meðferðar á dýrum. Á sama tíma eru demantakaupmenn ekki skyldugir að framvisa vottorði um uppruna steinanna og þannig vilja De Beers-menn hafa það áfram. Orsök og afleiöing Baráttan um demantana hefur haft hryllilegar afleiöingar í för meö sér þar sem uppreisnarmenn hafa höggviö útlimi af saklausum borgurum. Heimildir: N.Y. Times, Washington Post, Aftonposten, Int. Herald Tribune o.fl. Charles Taylor Forseti Líberíu, Charles Taylor, er náinn samstarfsmaður Foday Sankoh. Fullvíst þykir aö demöntum hafi veriö veitt í gegnum Líberíu frá Sierra Leone.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.