Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 20
20 Helgarblað LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 I>V Kraftaverkalyf á markaði - dauðvona viðskiptavinir borga hvað sem er fyrir lyf sem enginn veit hvort virka Það hafa lengi staðið deilur milli hefðbundinna vísindamanna og áhangenda óhefðbundinna lækningaaðferða af ýmsu tagi um áhrifamátt náttúrulyfja og ýmissa óhefðbimdinna lækningaaðferða. Hér mætti nefna dæmi eins og nálastungur af ýmsu tagi, jurtalyf, dulrænar lækningar og fyrirbæn- ir, svo fátt eitt sé nefnt. Hinir íhaldssömu stað- hæfa að meðan ekki sé sannað eftir hefðbundn- um vísindaleg- um aðferðum að ginseng, lúpína, nálastungur og fyrirbænir hrífi sé ekki hægt að taka mark á þeim sem lækn- ingaðferðum. Mótmælendur segja að lyf og fyrirbæri geti vel hrifið þótt ekkert sé vís- indalega sannað og bera oftast fyrir sig per- sónulega vitnis- burði frá ein- stökum sjúkling- um en slíkar reynslusögur telja hefðbundin vísindi nákvæm- lega einskis virði. Oft kristallast þessi styr í ýms- um fæðubótarefnum og náttúru- lyfjum sem sölumenn vilja koma á markað en yfirvöld eru treg til að veita hefðbundin leyfi fyrir og fer þar Lyfjaeftirlit ríkisins fremst í flokki. Strangar reglur eru um það meö hvaða hætti má auglýsa lyf og fæðubótarefni og hvar. Afleiðingin er sú að umfangsmikil neðanjarð- arstarfsemi er i gangi með við- skipti á slíkum efnum. Orðspor kraftaverkalyfja Sum fæðubótarefni og náttúru- lyf hafa á sér dularfullt orðspor sem berst frá manni til manns. Það eru ákveðin efni á markaðn- um sem sagt er að lækni ýmsa sjúkdóma sem hefðbundin lækna- vísindi ráða lítt eða ekki við. Þetta eru efni sem eiga að geta læknað krabbamein, sykursýki, liðagigt og psoriasis fyrir utan minni háttar kvifla eins og fyrirtíðaspennu, svefntruflanir, meltingaróreiðu, vöðvabólgu og þess háttar. Á þeim óljósa neðanjarðarmark- aði, þar sem kraftaverkalyf eru seld, eru kaupendumir oft haldnir erfiðum sjúkdómum og eru tilbún- ir til að greiða það sem sýnist vera ósanngjamt og hátt verð fyrir lyf sem læknavísindin vilja ekki við- urkenna. DV er kunnugt um fólk sem, eft- ir að hafa fengið staðfestingu á að það væri haldið krabbameini, fór hringinn um hinn óopinbera lyfja- markað og keypti lyf og fæðubót- arefni fyrir tugi þúsunda króna. Sá sem telur sig dauðvona er til i að reyna nánast hvað sem er til að fá bata og hirðir þá lítt um rök og viðurkenningar læknavísinda. Kraftaverkasafinn frá Tahltl fyrir 4500 kr. lítrann Fyrir einu og hálfu ári var farið DV er kunnugt um fólk sem, eftir að hafa fengið staðfestingu á að það vceri haldið krabbameini, fór hring- inn um hinn óopinbera lyfjamarkað og keypti lyf og fœðubótarefhi fyrir tugi þúsunda króna. Sá sem telur sig dauðvona er til í að reyna nánast hvað sem er til að fá bata og hirðir þá lítt um rök og viðurkenningar lceknavísinda. að flytja til íslands ávaxtasafa frá Tahiti sem heitir Noni-safi eða Noni juice. Þessi safl er fluttur inn sem ávaxtasafi, sem hann óum- deilanlega er, en seldur sem al- hliða hressingarmeðal og krabba- meinslyf jöfnum höndum. Lyfjaeft- irlit ríkisins hefur ekkert skipt sér af innflutningi Noni. „Við megum ekkert auglýsa og segjum engum að þetta lækni eitt eða neitt. Við höldum fundi með fólki og segjum þeim frá áhrifum safans og það eru allir mjög ánægð- ir,“ sagði Árni Þór Árnason, sjúkranuddari á Akureyri, sem er aðalumboðsmað- ur Noni-safans á íslandi. Safinn er seldur eftir svip- uðu píramídakerfi og Herbalife-vör- umar sem margir kannast við. Þeir sem vilja komast í safann setja sig í samband við næsta umboðs- mann sem aftur kaupir af sínum umboðsmanni og þeir sem vilja ger- ast sölumenn verða að kaupa að minnsta kosti 4 lítra í mánuði. Hver litri kostar 4.500 krónur, til neytandans. 1000 lítrar á mánuði Ámi sagði við DV að 700 til 1000 lítrar kæmu til landsins í hverjum mánuði. Það þýðir að íslenskir neytendur eru að kaupa krafta- verkasafann fyrir 3-A,5 milljónir í mánuði hverjum. Neytandinn skal taka inn eina únsu eða 30 grömm af safanum á •HF.TARY SUPIT Noni-djús er það vinsælasta á markaönum í dag Noni er unninn úr plöntunni Morinda Citrifolia sem vex villt á Suðurhafseyjum og í Ástralíu. Safinn er svo bragðvondur að uppistaöan í drykknum er hefðbundinn ávaxtasafi. Þetta er selt eftir píramídakerfi líkt og Herbalife og hver flaska kostar 4.500 krónur. Orðsporið segir að safinn geti laeknað krabbamein. Blrkiaskan er seld í hylkjum og kostar mánaðarskammtur tæpar 2000 krónur Seljendur halda því fram að askan getl læknaö krabbamein. dag og skal halda því áfram eigi skemur en 3-6 mánuði ef menn vilja ná góðum árangri. Þótt Ámi vilji ekkert segja um lækningamátt Noni þá fylgir það orðspor safanum að hann lækni sjúkdóma eins og krabba- mein og hindri æxlisvöxt og lagi margvíslega smærri kvilla og auki vellíðan. „Þetta styrkir ónæmiskerflð með sérstökum efnum,“ sagði Ámi. Kristlaug Pálsdóttir, sölu- maður á Húsa- vik, sagði að margir krabbameinssjúklingar tækju Scifann inn og yrði gott af honum og sumir hefðu fengið full- an bata. Tveir milljarðar á mánuöí Jurtin, sem saflnn er unninn úr, heitir Morinda Citrifolia og vex villt á nokkrum Suðurhafseyjum, Ámi sagði við DV að 700 til 1000 lítrar kcemu til landsins í hverjum mónuði. Það þýðir að ís- lenskir neytendur eru að kaupa kraftaverka- safann fyrir 3-4,5 milljónir í mánuði hverjum. Neytandinn skál taka inn eina únsu eða 30 grömm af safanum á dag og skal halda því áfram eigi skemur en 3-6 mánuði ef menn vilja ná góðum árangri. Indónesíu og Ástralíu. Sölu- menn segja að íbúamir hafl um aldir notað hana í lækningaskyni en almenn sala hófst ekki fyrr en um 1996 og hefur breiðst út um heiminn með píramídakerfi og er í dag seld í 17 löndum. Ávöxtur- inn af morinda- runnanum verður um 10 sentímetr- ar í þvermál og af honum er svo stæk lykt og rammt bragð að hans er ekki neytt nema í neyð. Þess vegna er uppi- staðan í Noni- safanum, sem seldur er hérlend- is, hefðbundinn ávaxtasafl sem er blandaður í birgðastöð í Hollandi. Á Netinu má lesa margt um Noni en sérstaklega er lögð áhersla á þau viðskiptatækifæri sem felast í því að taka þátt í að selja það. Morinda-fyrirtækið, sem Ámi er umboðsmaður fyrir á ís- landi, segist hafa selt Noni-safa fyrir 27 milljónir dollara í öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.