Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmi&lun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstobarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti XI, 105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjáisrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff,is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Kristnihátíð í gíslingu Ríkiskirkjan hefði betur gengið hóflegar fram í hrok- anum, þegar hún gerði þúsund ára kristnihald á íslandi að lúterskri innansveitarhátíð með rækilegri stétta- skiptingu kirkjudeilda, þar sem mönnum er visað til vistar eftir því, hvar í flokki þeir standa. Ríkiskirkja okkar kom hvergi að friðsamri og hag- nýtri kristnitöku íslendinga fyrir árþúsundi. Hún kom ekki til sögunnar fyrr en hálfri sjöttu öld siðar, þegar hún ruddist til valda í landinu með aftökum og grip- deildum í skjóli erlends vopnavalds. Ef haldin væri þúsund ára kristnihátíð á eðlilegan hátt, mundi kaþólska kirkjan skipa annað öndvegið, því að hún vann það afrek að kristna þjóðina nánast baráttulaust á nánast einum degi fyrir þúsund árum og að láta ekki hné fylgja kviði í sigurvímunni. Hitt öndvegið mundi ásatrúarsöfnuðurinn skipa, því að forverar hans áttu meginþátt í að búa til sátt, sem hélt almennum friði í landinu á tíma mestu hugmynda- hvarfa íslandssögunnar. Aðild ásatrúar mundi minna á sáttina, sem varð um þessi fyrri siðaskipti. Hafa má til marks um, að fólk er almennt fylgjandi söguskoðun af þessu tagi, að sjaldan er minnzt þeirra Marteins biskups Einarssonar og Daða Guðmundsson- ar í Snóksdal, en þeim mun meiri hetjur eru Þorgeir Ljósvetningagoði og Jón biskup Arason. íslenzka ríkiskirkjan býr hins vegar í eigin hugar- heimi með fremur lítilli aðild þjóðarinnar, en í skjóli rentunnar frá hinu opinbera. Ef ríkisaurunum væri kippt undan lúterskunni, yrði hún ekki fyrirferðar- meiri í þjóðlífinu en aðrir söfnuðir í landinu. Um siðferðilega stöðu lúterskunnar í kirkjusögu kristninnar þarf ekki að segja margt annað en að benda á, að í fyrra játaði hún skriflega í sögufrægu samkomu- lagi, að enginn ágreiningur væri um kennisetningar milli hennar og kaþólskunnar. Lúterskan kom til sögunnar á siðferðilega erfiðu tímabili í sögu kaþólskunnar og var studd til valda í norðanverðri Evrópu í skjóli veraldlegra foringja, sem ágirntust eignir kirkjunnar og sölsuðu þær undir sig. Þannig kynntust íslendingar lúterskunni. Hinar sögulegu staðreyndir málsins gefa ekki tilefni til neins hroka af hálfu biskupsstofu. Miklu fremur ættu þær að vera ríkiskirkjunni tilefni til lítillætis, þar sem hún samþykkti og staðfesti smæð sína í hinu stóra samhengi kristnitökunnar og kristnisögunnar. Ríkiskirkjan hefur tekið kristnihátíð í gíslingu í samræmi við veraldarsýn, þar sem biskupsstofa er í sjöunda himni og öðrum skipað út frá henni i lægri og óvirðulegri himnum, sumum vísað til Hestagjár eða í Skógarhóla og sumir látnir greiða salemisgjald. Samkvæmt þessari sjálfhverfu veraldarsýn lútersku rikiskirkjunnar eru Krossinn og hommar í neðsta og lé- legasta himninum í Hestagjá og ásatrúarmönnum vísað út fyrir tíma og endimörk himnanna, þar sem Skógar- hólar leika hlutverk eins konar forgarðs helvítis. Niðurstaðan er, að haldin verður eins konar lútersk innansveitarhátíð í sumar, en engin þúsund ára kristnihátíð. Ríkiskirkjan hefur rænt hátíðinni og gert hana að engu, rétt eins og hún rændi þjóðarauðnum fyrir hálfri fimmtu öld og flutti hann úr landi. Arftakar Þorgeirs Ljósvetningagoða og Jóns Arason- ar eiga meira erindi á þúsund ára kristnihátíð heldur en arfakar Daða í Snóksdal og Marteins biskups. Jónas Kristjánsson Kínaveldi opnast til vesturs Það gleymist stundum þegar menn velta vöngum yflr endalokum Sovét- ríkjanna, og kalda stríðsins þar með, að Bandaríkin eru ekki eina risaveldið í heiminum. Kína, heimkynni Qórð- ungs mannkyns, er líka risaveldi. Það hefur gífurlegur hagvöxtur síðustu ára i Kína undirstrikað. Sumum nágranna- ríkjum Kína stendur ógn af því hve Kínverjum vex fiskur um hrygg. Ekki eru allir jafnsáttir við „Kínavæðingu" Austur-Asíu. Bandarikjamenn hafa hins vegar löngum sóst eftir viðskipt- um við Kínverja. Allt frá því að Nixon fór í sína frægu ferð að hitta Mao for- mann hefur Bandaríkjastjóm reynt eft- ir megni að halda viðskiptatengslum við Kínverja þó að þeir hafi jafnan ver- ið tregir í taumi. Fyrir rúmri viku samþykkti neðri deild Bandaríkjaþings að taka upp var- anleg viðskiptatengsl við Kína en hing- að til hefur þingið þurft að framlengja löggjöf um það efni árlega. Búið er að gera víðtæka samninga um niðurfell- ingu tolla á bandarískum vöram i Kína, þeir lækka um allt að tvo þriðju þegar samningar landanna taka gildi. Kinverjar munu einnig leyfa margvís- lega atvinnustarfsemi Bandaríkja- manna i Kína. Þessi ákvörðun þingsins er mikill sigur fyrir Clinton Bandarikjaforseta en hann barðist hatrammlega fyrir því að afla málinu fylgis þrátt fyrir umtals- verða andstöðu í eigin flokki. Aðeins 64 demókratar greiddu atkvæði með tillögunni á endanum en 173 repúblikanar. Öldungadeild þingsins á enn eftir að greiða atkvæði en fullvíst er talið að þar verði tillagan samþykkt. Andstæðingar standa saman Það er merkilegur söfnuður sem hef- ur fylkt sér gegn þvi að samið verði um varanleg viðskiptatengsl Kína og Bandaríkjanna. Þar eru samankomnir hörðustu íhaldsmenn bandarískra stjómmála, svo sem öldungadeildar- þingmaðurinn Jesse Helms sem hefur heitið því að berjast gegn samningum við Kína með öllum tiltækum ráðum. í hópi andstæðinganna eru einnig bar- áttumenn fyrir mannréttindum og ýmsir hópar fólks á vinstri væng stjórnmálanna. Mest munar þó um andstöðu bandarískra verkalýðsfélaga, en nokkur stærstu verkalýðsfélaganna í landinu hafa barist gegn viðskipta- samningum við Kina með kjafti og klóm. Röksemdir þessara hópa eru af tvennum toga. Talsmenn bandariskra verkamanna og starfsmanna í iðnaði telja að með samningum við Kína hljóti flótti framleiðslufyrirtækja frá Bandaríkjunum að aukast um allan helming. Störfúm heima fyrir muni halda áfram að fækka á meðan fram- leiðendur notfæri sér í auknum mæli ódýrt vinnuafl í Kína. Hinir benda einkum á hina hörmu- legu stöðu mannréttindamála í Kína. Bandarikjastjórn hefur haldið því fram að eðlileg viðskipti við Kína og aðgang- ur Kínverja að Alþjóðaviðskiptastofn- uninni muni auðvelda vestrænum rikj- um að hafa áhrif á þróun mannrétt- indamála i Kina. En margir efast um að slík tengsl séu á milli viðskipta og mannréttinda. Hnattvæðing á kostnað mann- réttinda Varanlegur viðskiptasamningur Bandaríkjanna og Kina snýst um margt annað en viðskipti. Það er engin leið fyrir Bandaríkjamenn að koma í veg fyrir að Kínverjar skapi sér yfir- burðastöðu I Austur-Asíu og þá er betra að tengsl ríkjanna séu vinsam- leg. Samningurinn, og þó einkum vænt- anleg aðild Kínverja að Alþjóðavið- skiptastofnuninni, er eitt skref í hnatt- væðingu viðskipta og sýnir líka ákveð- ið einkenni hnattvæðingarinnar: Hún snýst fyrst og fremst um viðskipti og markaði. Hitt sem á að koma í kjölfar- ið er vonarpeningur. Og þar er kannski komið að kjarna málsins um mannréttindi. Sú röksemd hefur heyrst oft á undanfórnum árum að ekkert komi út úr því að beita þvingunum eða hótunum til að knýja kínversk stjóravöld til að breyta hátt- um sínum. Betra sé að beita vinsam- legum fortölum eftir því sem hægt er og eiga sem mest viðskipti og sam- skipti við Kínverja. En þessi skoðun verður innantómari eftir því sem hags- munimir af viðskiptum verða meiri. Bandaríkjaþing ákvað að skipa sér- staka nefnd til að fylgjast með mann- réttindamálum í Kína og gefa þinginu reglulega skýrslur. En ekkert er kveð- ið á um hvernig þingið muni meta eða bregðast við slíkum skýrslum. Sú ályktun virðist óumflýjanleg að með því að opna Kínverjum dymar að Alþjóðaviðskiptastofhuninni með var- anlegum viðskiptasamningi séu mann- réttindamál í raun gerð að aukaatriði. Hvers vegna skyldu eðlileg viðskipta- tengsl Kínverja við umheiminn verða til þess að draga úr harðstjórn í Kína? Eru dæmi um að slíkt hafi gerst ann- ars staðar? Það eru viðskipti sem mestu máli skipta i hinni miklu hnatt- væðingu sem nú fer fram og heimur- inn getur einfaldlega ekki leyft sér að halda Kína utan hennar. Það má gera ráð fyrir að stjómvöld í öðrum ríkjum þar sem mannréttindi hafa verið lltils virt geti dregið nokkum lærdóm af þessu. Þetta á ekki síst við um Rússland. Rússar hafa að undanfómu gefið mjög greinilega til kynna að þeir vilji stuðla að áfram- haldandi efnahagslegum umbótum á meðan þeir geti farið sínu fram gagn- vart þegnum sínum. Rétt eins og Kin- verjar ætla sér ekki að slaka neitt á klónni í Tíbet munu Rússar ekki líða uppsteyt í Kákasus eða annars staðar í rikinu þar sem krafist er aukinnar sjálfstjórnar. Hlutverk alþjóðlegra samtaka á borð við Amnesty International og Rauða krossinn hlýtur að aukast ef ríki heims hafna aðferðum útilokunar og efnahagsþvingana til að stuðla að auknum mannréttindum. En þó að slík samtök vinni víða gott starf er vandséð að þau geti orðið það afl sem dugar til að knýja fram verulegar breytingar á stjórnarháttum. Deilið með okkur hugsjónum ykkarstuðlið að hagvexti aðhyllist sanngirni... ...þegar þið yfirgefið þessa helgu sali! .fyrsta skrefí markaðsvœðingunni! i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.