Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 32
32 Helgarblað LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 I>V Bylting í íslensku leikhúsi: Risinn er fæddur - Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags íslands, byrjaði 12 ára að stýra leikhúsi. Hann stýrir nýstofnuðu leikhúsi sem mun veita Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi harða samkeppni. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags íslands Magnús og félagar segiast ætla að veita stóru leikhúsunum haröa og verö- skuldaöa samkeppni enda geti þeir samanlagt státaö af ámóta fjölda áhorf- enda á góðu ári eins og hvort hinna stóru leikhúsa um sig. Magnús Geir Þórðarson hefur aldrei viljað vinna annars staðar en í leikhúsinu. Hann segist fyrst muna eftir sér í leikhúsi á einhverri sýningu sem hann man ekki hvað heitir. „Ég man bara eftir því að það gerðist neðansjávar. Ég man eftir fiskum á sundi, skærum litum og því að ég var pínulítið hræddur." Magnús er 26 ára gamall leikhús- stjóri Leikfélags íslands. Leikfélag fslands er sex ára fyrirtæki sem í vikunni stækkaði talsvert þegar það sameinaðist Flugfélaginu Lofti, sem rekið hefur leikstarfsemi í Loftkast- alanum, og Hljóðsetningu, fyrirtæk- is í eigu nokkurra leikara sem hef- ur verið mjög umsvifamikið í hljóð- setningu á kvikmyndum og sjón- varpsefni og hefur einnig framleitt mikið af bamaefni fyrir sjónvarp. Við samruna þessara þriggja fyr- irtækja verður til atvinnuleikhús sem hefur yfir að ráða tveimur sýn- ingarsölum. Annar er í Iðnó og rúmar 160 manns og hinn er í Loft- kastalanum og rúmar 410 manns. Auk þess að reka leikhús með tveimur sölum mun Leikfélag ís- lands tal- og hljóðsetja teiknimynd- ir, kvikmyndir og auglýsingar og framleiða sjónvarpsefni. Við þetta má síðan bæta að Loftkastalinn leggur með í samstarflð 50% hlut sinn í kvikmyndaveri við Seljaveg sem hann á ásamt íslensku kvik- myndasamsteypunni. Þaö sem við getum „Það má segja að í hnotskurn felist möguleikar okkar og kraftur ekki í því sem við eigum heldur í því sem við getum,“ segir Magnús, sem verður leikhússtjóri félagsins, en Stefán Hjörleifsson verður fram- kvæmdastjóri og Hallur Helgason starfandi stjórnarformaður. Hallur mun stýra þróunarvinnu sem fyrir- tækið ætlar út í með það fyrir aug- um að auka framleiðslu efnis fyrir sjónvarp og aðra rafræna miðla. Magnús verður listrænn stjóm- andi yflr leiklistarstarfseminni sem fer fram bæði í Iðnó og Loftkastal- anum. Hann mun skipuleggja verk- efnaval, ráða listamenn og yfirleitt bera listræna ábyrgð á því sem fram fer undir merkjum félagsins. „Við sjáum reyndar þegar ávinn- ing af sameiningunni þar sem Shakespeare eins og hann leggur sig er þegar fluttur yflr í Loftkastalann, enda sýningin búin að sprengja af sér öll bönd.“ Samkvœmt bestu heim- ildum DV er mestur dhugi á samstarfi við Benedikt Erlingsson og Halldóru Geirharðsdótt- ur sem bœði hafa átt þátt í mjög vinsœlum sýningum félagsins. Hilmir Sncer Guðnason hefur starfað mikið með Flugfélaginu Lofti og er mikill áhugi á frekara samstarfi við hann. Einnig má telja fullvíst að hluthafar í Leikfélag- inu verði viljugir að leggja því lið með list- rœnum kröftum sínum. Frá Lofti kemur Baltasar Kormákur inn en í hópi hluthafa Hljóð- setningar eru þungavigt- armenn úr hópi leikara eins ogjóhann Sigurð- arson, Sigurður Sigur- jónsson og Öm Ámason. En hver er stefna Magnúsar sem leikhússtjóra? „Það má kannski segja að verk- efnaval Leikfélags íslands eins og það birtist i Iðnó í vetur sé nálægt þeirri stefnu sem ég vil reka en áherslur munu að sjálfsögðu breyt- ast við sameininguna. Það byggist á þeim grunni sem Flugfélagið Loftur og Leikfélagið hafa skapað. Við munum reka leikhús sem spannar allt litrófið, allt frá hugljúfum gam- anleikritum upp í kraftmikla söng- leiki og yfir í áleitin dramatísk verk. Við viljum segja fólki sögu í leikhúsinu og snerta við hjarta þess, hvort sem er til gráts eða hlát- urs. Við viljum fá til samstarfs við okkur bestu listamenn þjóðarinnar og höfða til sem flestra með metnað- arfullri dagskrá. Við teljum að eftirspurn eftir af- þreyingu sé vaxandi, enda frítími fólks að aukast. Við sjáum vaxtar- möguleika í sjónvarpinu, því þar vill fólk fá íslenskt skemmtiefni, og þessari eftirspurn viljum við geta svarað." Ferill Magnúsar Eins og áður sagði var Magnús aðeins 12 ára gamall orðinn leikhús- stjóri í Gamanleikhúsinu sem setti upp nokkrar sýningar og fór meðal annars í leikferðir til útlanda. Síðan lá leið Magnúsar í Menntaskólann í Reykjavík þar sem leiklistarstarf stendur traustum fótum í Herra- nótt. Magnús var reyndar aðeins einu sinni þátttakandi í Herranótt meðan hann var í skólanum því hann gegndi embætti Inspector scholae sem tók mikinn tíma. Magn- ús hefur hins vegar leikstýrt upp- setningum Herranætur oftar en einu sinni. Hugur Magnúsar stóð aldrei til neins annars en að verða leikstjóri eða leikhússtjóri og eftir stúdents- próf fór hann og lærði leikstjórn og leikhúsfræði í Old Vic Theatre School í Bristol í Englandi. Eftir heimkomuna réðst hann til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem að- stoðarmaður þáverandi leikhús- stjóra, Sigurðar Hróarssonar. „Það varð mér afar lærdómsríkur tími og ég lærði margt af Sigurði og dvölinni í Borgarleikhúsinu." V““-4 ’( V 111 i' : 'i % Ya pri1 ^ « W ig * ij 1 Z f j P||! . 'M Magnús fékk ungur ólæknandi leikhúsdellu. Hann varð 12 ára gamall leikhússtjórl Gamanleikhússins sem hann stofnaöi sjálfur Gamanleikhúsiö setti upp nokkrar sýningar og fór í leikferöir til útlanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.