Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 I>V Helgarblað Peter vildi að móðir hans yrði hamingjusöm: Myrti vegna ástar á móður sinni Morðið hafði verið óvenjulega grimmilegt. Sieglinde Reissner, sem var 56 ára, hafði fyrst verið pyntuð með sterkum rafmagnsstraumi. Það gátu réttarlæknar séð á líkama henn- ar. Því næst hafði hún verið barin með hnefum og bitlausu áhaldi. Þess sáust merki á öllum líkamanum en einkum á andlitinu. Lokst hafði hún verið kyrkt með belti. Hún hafði verið myrt í svefnher- berginu sínu. Marion dóttir hennar hafði fundið nakið og blóðugt líkið og þurfti áfallahjálp á eftir. Með aðstoð eiginmanns hinnar látnu, Klaus Reissners, sem var 56 ára, gat lögregl- an staðfest að einnig reiðufé og skart- gripum að verðmæti um 400 þúsund islenskra króna hafði einnig verið stolið. Lögreglan leit því strax á málið sem ránmorð. Spor í snjónum Eiginkonan Sieglinde Reissner mátti ekki heyra minnst á skilnaö. hamingjusöm. Ég þekkti ekki mann- inn því hún hafði ekki sagt mér frá honum. En hann bauð mér að borði þeirra og mér geðjaðist fljótt vel að honum. Einkum vegna þess hversu mikið hann gladdi móður mína.“ Vináttan við hinn geðþekka mann, sem gladdi móður Halverscheid svo mikið, átti eftir að verða örlagarík. „í upphafl töluðum við mikið um móður mína. Hann vildi vita allt um hana. Hann vildi vita um uppáhalds- réttina hennar, hvað hún las, hvers konar fótum hún vOdi ganga í og hvort henni þætti gaman að feröast. Ég sagði honum allt sem mér kom í hug. Ég sagði einnig frá þremur mis- heppnuðum hjónaböndum og hann var sammála mér um að henni væri vorkunn. En hann myndi ekki leyfa að nokkurt slæmt kæmi fyrir hana á ný. Ég varð ánægður að heyra það.“ Brotist hafði verið inn í einbýlis- húsið í ríkismannahverfinu í bænum Baindt norðan við Bodenvatn aðfara- nótt 1. desember. Það hafði snjóað nokkrum dögum áður og lögreglan fann mörg spor í snjónum. Rannsókn- arlögreglan treysti því að sporin myndu leiða hana til morðingjans. Eftir ítarlega rannsókn beindist grun- urinn fljótt að 32 ára gömlum manni, Peter Halverscheid. Nokkur sporanna í snjónum í kringum hús Reissner- hjónanna pössuðu alveg við skóna hans. En það var enn margt óljóst í sam- bandi við Halverscheid. Hvers vegna hafði hann ákveðið að brjótast inn í hús Reissners. Það voru margar aðrar glæsivillur i Baindt. Ekki höföu verið unnar skemmdir á húsgögnum i vill- unni. Halverscheid hafði sem sagt vit- að hvar peningarnir og skartgripirnir voru. En hvaðan hafði hann þá vit- neskju? Þekkti hann meira til Reissnerfjölskyldunnar en hann vildi vera láta? Voru tengsl á milli Hal- verscheids, sem var atvinnulaus, og ríkismannsins Klaus Reissners? Brotnaöi loks niöur Tíu menn í rannsókn- arlögreglunni í Ravens- burg voru látnir í mál- ið. Eftir margra sólar- hringa þreytandi yfir- heyrslur brotnaði Halverscheid loksins niður og játaði á sig morðið. Og hann greindi frá hrylli- legri sögu. Það var-ást hans á sinni eigin móð- ur sem hafði gert hann að morðingja. „Móðir min skildi við fyrsta maninn sinn (fóður minn) þeg- ar ég var fjögurra ára. Því næst giftist hún her- manni en hjónaband þeirra varaði aðeins í þrjú ár. Þá urðum við aft- ur ein. Eftir að ég hafði gegnt herþjónustu í þrjú Morðinginn Peter Halverscheid myrti til aö gleöja móöur sína. ár flutti ég heim til móður minnar. Þá var hún skilin í þriðja sinn og ég gat séð á henni að skilnaðamir þrír höfðu gengið nærri henni. Ég elska móður mína afar heitt og mér fannst sárt að sjá hana þjást. Ég gerði allt sem ég gat til að auðvelda henni lífið en það kom fyrst að gagni þegar hún hitti fjóröa manninn sinn.“ Þessi maður var milljónamæring- urinn Klaus Reissner. Móðirin hló og var hamingjusöm „Ég hitti hann fyrst á veitingastað í Ravensburg. Mér til undr- unar sat móðir mín ásamt karl- manni veitinga- staðnum og hún hló og ég gat séð að hún var Matti ekki heyra minnst a skilnað Peter Halverscheid fékk að heyra fleira frá kærasta móður sinnar, nefnilega að hann væri þreyttur á konunni sinni. Klaus Reissner hafði verið kvæntur Sieglinde í 33 ár og hann hafði þegar orðið þreyttur á henni fyrir mörgum ámm og viljað skilja. Hún hafði orðið alveg vitlaus og hótað honum öllu illu þó svo að hann gerði ekki annað en að hugsa um skilnað. „Það verður engu tauti við hana komið," sagði Reissner við son ást- konu sinnar. „Þú hlýtur að skilja að konan mín stendur i vegi fyrir því að ég geti gert eitthvað í alvöru fyrir móður þina. Þess vegna verður að ryðja henni úr vegi á einhvern hátt.“ Það skildi Halverscheid vel en hann þorði ekki að hugsa hugsunina til enda. Það gerði hins vegar Klaus Reissner. Hann sagði: „Þetta er aðeins spuming um hvernig best er að drepa hana. Ég gæti auðvitað sent hana í frí til Alpanna eða til Mallorka og látið einhvern, til dæmis þig, fara á eftir henni og hrinda henni fram af kletti. Við gætum einnig sett straum á hana í baðkerinu eða...“ Þeir sátu og ræddu fyrirhugað morð á veitingastað. Reissner bauð síðan syni ástkonu sinnar heim til sín svo að hann gæti skoðað sig um á staðnum þar sem fremja ætti morðið. „Hann mældi lengd snúrunn- ar á hárþurrkunni til að sjá hvort hún næði að innstung- inni. Ég átti að fleygja hár- þurrkunni, þegar búið var að stinga henni í samband, niður í vatnið þegar konan hans var í baði,“ sagði Halverscheid. Næstum daglega með nýjar morðhugmyndir Klaus Reissner kom næstum því daglega með nýjar hugmyndir um hvemig myrða ætti eiginkonu hans. „Hann talaði um að eitthvert kvöld- ið, þegar það væri orðið dimmt, væri hægt að aka á hana og síðan aka yfir hana fram og aftur þar til hún væri orðin að klessu. En hann féll fljótt frá þeirri hugmynd því að konan hans fór svo sjaldan út ein og aldrei á kvöldin. Hann stakk einnig upp á að hægt væri að sviðsetja eldsvoða því að konan hans reykti svo hræðilega mikið í rúminu. Eiginmaðurinn Klaus Reissner, í miöið, með verjendum sínum. Hann neitaöi öllum sakargiftum. Astkonan Allt snerist um ástkonuna, Elly Wehking, sem hér er á leiöinni í dómsal meö frænku slnni. „Halverscheid hafði sem sagt vitað hvar peningarnir og skart- gripirnir voru. En hvað- an hafði hann þá vit- neskju? Þekkti hann meira til Reissnersfjöl- skyldunnar en hann vildi vera láta?“ Glæsivillan Hús Reissnerhjónanna þar sem moröiö var framiö. Dag nokkurn, þegar Klaus virtist þurrausinn af morðhugmyndum, sagði hann við Halverscheid að hon- um væri alveg sama um hvernig morðið væri framið bara að það yrði framið fljótt. Peter Halverscheid hafði útvegað sér mann sem var fús til að aðstoða hann við morðið á Sieglinde Reissner. Reissner hafði sjálfur stungið upp á aðstoðarmanni. „Hugsaðu þér, ef eitt- hvað skyldi fara úrskeiðis og þú misstir kjarkinn á síðustu stundu. Þá væri betra að vera ekki einn að verki." Peningar höfðu heldur ekki skipt máli og þegar nokkrum dögum síðar greiddi Reissner atvinnuinnbrots- þjófi, Holger Domfeld, sem hafði sam- þykkt að aðstoða við morðið, fyrsta hluta blóðpeninganna, um 400 þúsund íslenskra króna. Afganginn, um 1,5 milljónir, ætlaði hann að greiða þegar búið væri að fremja ódæðisverkið. Reissner stóð við orð sín en hvorki leigumorðinginn né sonur ástkonunn- ar fengu tíma eða tækifæri til að njóta blóðpeninganna. Lögreglan komst nefnilega í spilið. Við réttarhöldin neitaði Klaus Reissner allri aðild að morðinu. Holger Dornfeld visaði einnig öllum sakargiftum á bug. Sá eini, sem talaði, var Peter Hal- verscheid. Hann talaði fyrir þá alla þrjá. Hann sagði svo nákvæmlega frá að kviðdómurinn í Ravensburg var ekki í nokkrum vafa. Þeir voru allir þrír dæmdir í lífstíðarfangelsi. Dauði bankamanns páfans ítalski fjármálamaðurinn Roberto Calvi fannst hengdur undir brú í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.