Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 64
FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 Á baki Ólafur Ragnar og Dorrit á hestbaki í Landsveit rétt áöur en forsetinn féll af baki og axlarbrotnaði. Stærsta hópreið íslandssögunnar: Forsetinn aftur á bak - við setningu Landsmóts „Það er mikill spenningur fyrir því að taka þátt í þessari mestu hópreið íslandssögunnar við setn- ingu Landsmótsins. Sérstaklega eru útlendingar spenntir fyrir að fá að vera með,“ sagði Haraldur Haralds- son framkvæmdstjóri og sá sem bor- ið hefur hita og þunga af undirbún- ingi Landsmóts hestamanna sem hefst í Víðidal í Reykjavík 4. júlí næstkomandi. Þá munu 2000 knapar ríða úr Víðidalnum og umhverfis Rauðavatn áður en Landsmótið verður sett af forseta íslands sem er ^vemdari mótsins. „Forsetinn mun ríða í farar- broddi en ég veit ekki enn hvort Dorrit veröur með,“ sagði Haraldur en þetta mun verða í fyrsta sinn sem Ólafur Ragnar Grímsson fer á hestbak eftir að hann féli af baki og axlarbrotnaði í Landsveit síðastliö- ið haust. „Þetta verður stórbrotinn reið og Fáksfélögum hefur veriö uppálagt að vera í bláum flíspeysum. Ónnur hestamannafélög ráða því sjálf hvemig félagar þeirra verða klædd- ir,“ sagði Haraldur Haraldsson sem býst við mikiili þátttöku. -EER Gæði og glæsileiki smoft (sólbaislofaj Grensásvegi 7, sími 533 3350. Bónaö í Foxhlll Gunnar Gunnarsson torfærukappi sýnir hér einum aðstoðarmanna sinna hvernig bóna eigi svo skíni eftir að torfæru- bíll hans var tekinn upp úr gámi í Foxhill í Swindon en þar taka íslendingar þátt í alþjóðlegu torfærumóti og ætla ekki að láta sitt eftir Hggja - heldur trylla til sigurs. Urriðafossvegur: Logandi landbún- aðartæki Lögreglan á Selfossi og slökkvilið voru kölluð út í gær vegna brennandi dráttarvélar á Urriðafossvegi. Þegar kviknaði í vélinni var ökumaður kom- inn út úr henni og því ekki í hættu. Slökkvilið kom og slökkti i. -NH Einkunnir skila sér í HÍ: Kennarar taka sig á „! kjölfar heimasíðu Stúd- entaráðs og um- flöllunar fjölmiðla virðast kennarar viö Háskóla ís- lands hafa tekið sig á og eru farnir að skila einkunn- um stúdenta," sagði Eirikur Jónsson, formaður Stúd- entaráðs, í samtali við DV í gær. „Þeir sem hvað lengst vom búnir að draga fætumar í þessu og voru komnir á „topp tíu“ listann okkar svokallaða eru flestir búnir að skila einkunnum inn til nemendaskrár. Umfjöllunin undan- fama daga hefur einnig orðið til þess að kennarar hafa jafnvel hringt hingað inn til okkar og farið fram á að þeir verði teknir af listanum. Það höfum við þó ekki gert nema um alvarleg veikindi sé um að ræða,“ bætti Eiríkur við. Slóð vefsíðunnar er www.shi.hi.is. -ÓRV Tékkneskur puttalingur sýnir hetjudáð í Vík í Mýrdal: Bjargaði fötluðu barni frá drukknun - með því að skera á bílbelti eftir bílveltu í sjó „Ég þakka snögg viðbrögð helst áhuga mínum á James Bond mynd- um. Ég gerði ekki annað en það sem býr í öllum - þetta voru bara eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður," sagði tékkneski ferðamaðurinn, Ondrej Konvalina, sem bjargaði fótluðu barni frá drukknun í sjónum í Reynisfjöru i Vík í Mýrdal eftir bílveltu í fyrra- kvöld. Ondrej skar á bílbelti fatlaða bamsins þegar sjórinn náði því upp í háls og bar í land. Áður hafði hann bjargað öðm bami af palli bilsins og að lokum bjargaði hann bílstjóranum: „Þeir voru að aka héma austur í Reynishverfisfjöru og óku svo neðar- lega í flæðarmálinu að annar helm- ingur bílsins nam við sjóinn. Þeir lentu svo í sandbleytu með þeim af- leiðingum að bíllinn kollsteyptist út í sjóinn," sagði Þórunn Edda Sveins- dóttir sem kom á slysstað og varð vitni að aðfórunum. „Tékkinn hafði setið á palli bílsins með bami en ann- að bam, fatlað, sat í framsæti, reyrt í bílbelti. í þann mund sem bíllinn valt stökk Tékkinn af pallinum og lenti í fjörunni. Fyrst bjargaði hann baminu sem setið hafði á pallinum og gekk síðan í að skera fatlaða bamið úr bíl- beltinu. Sjórinn náði því þá upp í háls,“ sagði Þórunn Edda sem gat ekki annað en dáðst að snarræði Tékkans. „Að lokum dró hann bíl- stjórann sjálfan á þurrt.“ Ondrej Konvalina var hinn róleg- asti eftir hetjudáð sína en hann hafði fengið far sem puttalingur á pallbiln- um og ætlað í Þórsmörk. Mál æxluð- ust hins vegar þannig að hann endaði í fjörunni í Vík i Mýrdal: „Eftir að ég hafði fengið far með pallbílnum lentum við bílstjórinn í svo djúpum samræðum að við vorum komnir til Víkur í Mýrdal áður en við vissum af. Bílferðin i fjörunni átti að vera góður endir á skemmtilegum bíltúr en þá þurfti að fara svona. Ég er feginn að ekki fór ver. Ég er þakk- látur almættinu fyrir að hafa bjargað börnunum og bilstjóranum," sagði Tékkinn sem hefur dvalið hér á landi frá í lok maí og hyggst ferðast um landið þar til hann heldur aftur til sins heima í lok þessa mánaðar. Ondrej Konvalina snýr sér þá aftur að námi sínu en hann er í doktorsnámi í sálarfræði við háskólann í Prag. -ÓRV/-EIR Hestalandsliö íslands vantar einvald: Leit að hrossum með stáltaugar - til aö halda uppi sóma landsins á Keflavíkurflugvelli „Það er ljóst að nauðsynlegt verður að finna hesta sem eru með sterkar taugar og styggjast ekki þegar á flug- völlinn er komið," segir Hákon Sigur- grímsson, deildarstjóri landbúnaðar- ráðuneytisins, um skipan fyrirhugaðs hestalandsliðs íslendinga. Á næstu vikum er reiknað með að skipað verði í svokallað hestalandslið sem ætlað er að taka á móti mætum gestum íslensku þjóðarinnar við komu þeirra á Keflavikurflugvöll. Hugmyndin að landsliðinu er runnin undan rifjum Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra og Hjálmars Ámasonar alþingismanns sem lögðu fram þingsályktunartillögu um málið og fengu samþykkta. Nokkurrar undrunar gætir vegna þess að enn bólar ekkert á landsliðinu. Að sögn Hákons stendur yfir leit að landsliðseinvaldi sem skipa mun í liöið og þjálfa það. „Við erum með einn i sigtinu núna sem mér þykir líklegur," segir Hákon og staðfestir að um áberandi aðila í hestaheiminum sé að ræða. Glæsileg móttaka Taugasterkustu hross landsins og færustu knaþar munu taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum jafnvel strax í júlí. Sigurbjörn Bárðarson kemur vafalaust við sögu þar. Fjármagn til landsliösins fæst að sögn Hákons með því að þeir aðilar sem nýta sér þjónustu liðsins muni greiða fyrir hana og gildir einu hvort um ráðuneyti eða annað er að ræða. Landsliðið mun, að hans sögn, verða skipað glæsilegum fulltrúum íslands úr röðum hesta og knapa en gert er ráð fyrir að kostnaöur við hverja sýn- ingu verði ekki undir 100 þúsund krónum. Hákon segir ekki vera langt í að göfugir ferðalangar hingað til lands verði þjónustunnar aðnjótandi. „Gangi allt upp getum við búist við að sjá landslið hestamanna á flugvellin- um strax í júlí,“ segir Hákon. -jtr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.