Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 58
66 Tilvera LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 DV lí f iö ítalskur látbragðsleikur í Salnum: í Af listmálara- fjölskyldu ’ Sýningin Af listmálarafjöl- i skyldu verður opnuð í Hafnarborg í dag. Sýndar eru myndir Louisu Matthiasdóttur, eiginmanns henn- ar, Leland Bell, og dóttur þeirra, , Temmu Bell. Louisa er velþekktur og virtur listamaður bæði hérlend- ' ! isogí Bandaríkjunum þar sem hún hefur átt heima í 55 ár. Færri íslendingar þekkja Leland Bell , sem einnig var virtur listmálari og kennari og Temmu Bell, dóttur þeirra, sem á að baki gifturíkan myndlistarferil. i Sýning þessarar miklu listmál- ■ arafjölskyldu í Hafnarborg er hald- ! > in í tengslum við útkomu veglegrar ! bókar um Louisu Matthíasdóttur. ’ Klassík ■ KRISTtNN SIQMUNPtSON 06 I SJEFNIB I BORGARLEIKHUSINU Krlst- > inn Sigmundsson syngur með Karla- kómum Stefni á tónleikum í Borgarleik- húsinu í dag, kl. 14. Efnisskráin er fjöl- breytt að vanda en tekur mið af sjó- mannadeginum á morgun. Því verða sjó- mannalög í aðalhlutverki á þessum tón- leikum. Kabarett ■ SJÓMANNADAGSHÓF Á BRQAD- WAY Guðmundur Hallvarðsson, for- maður sjómannadagsráðs, setur sjó- : mannadagshóf á Broadway. Einnig mun Ámi M. Matthiesen ráðherra flytja ávarp. Bee-Gees-sýningin verð- ur flutt fyrir gesti auk þess sem Jó- hann Öm og Petra sýna dansatriði. Á eftir verða verðlaunaafhendingar. ■ FÍFLASKIPIÐ VH) REYKJAVÍKUR- HÓFN Fíflaskipið er velþekktur fjöl- listahópur sem ferðast á eldgömlu skipi um heimshöfin til að skemmta fólki. Hingað kemur listafólkið á veg- um menningarborgarinnar og verður með sýningar við skipshlið á Mið- bakka kl. 15. •* Opnanir________________________ ■ VEGGURINN í GALLERÍ@HLEMMUR Vegna mikillar eftirspurnar eftir sýn- ingarplássi hafa sýningastjórar hjá Gallerí@hlemmur ákveðið að hefja sýningar á vegg í skrifstofurými stað- arins. Fyrsti myndlistarmaðurinn til að sýna þar er Sonja Georgsdóttir. ■ GALLERÍ LIST Myndlistarmaður- inn Erlingur Jón Valgarðsson (EIli) opnar sýningu í Gallerf List, Skip- holti 50 d, kl. 15. Á sýningunni verða málverk og skúlptúrar. Sýningin nefnist Helga jörð. Um sýninguna segir listamaðurinn: „Jörðin á skilið virðingu, auðmýkt og aðdáun. Gjöfult . líf hennar, fegurð, dulúð og máttur lætur engan ósnortinn. Til að heiðra hana fyrir gjafir hennar og líf, og ekki síst að sýna henni auðmýkt og virð- ingu, hef ég unnið málverk og skúlpt- úra sem sýna tilbrigði hennar í litum, formum og áferð.“ Sýningunni lýkur 18. júní. ■ UST i yóSAFOSSI í dag verður opnuð sýningin List í orkustöðvum. Sýningin er á tveimur orkustöðvum Landsvirkjunar: Ljósafossi við Sogn- ið og Laxárstöð í Aðaldal. Opnunin á Ljósafossi er i dag, kl. 14, og stendur _ t. til 15. september. ■ RÁÐHÚSIÐ í dag verður opnuð sýning á dúkristum með Reykjavík sem meginþema. Myndirnar eru eftir Ágúst Bjamason og stendur hún til 13. júní. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is. Gamanleikur án orða - leikið við áhorfendur „Ég hef leikið fyrir fólk af öllu tagi. En eitt hef ég lært, þegar við hlæjum verðum við öll eins. Viö verðum eins og börn, það ljómar af okkur. Ég elska það þegar við köst- um af okkur grimunni og hlæjum saman.“ Þetta segir italski lát- bragðsleikarinn Paolo Nani sem nú er staddur á íslandi en sýningar hans eru hluti af Listahátið í Reykjavík 2000. Nani er fæddur i Ferrara og áður en hann hóf að starfa sjálfstætt lék hann með argentínskum leikflokki í ein 12 ár. Síðustu ár hefur hann sýnt víða um Evrópu og jafnan hlotið einróma lof. Nú er komið að því að íslendingar fái að berja verk hans augum. Sýning hans, Bréfið, vann evr- ópsku gamanleikverðlaunin í Frankfurt árið 1994. Bréfið tekur u.þ.b. 80 mínúcur í flutningi og er ætlað öllum aldurshópum. Þar sem sýningin hefur verið á fjölunum í meira og minna sex ár var Nani spurður hvort ekki væri komin ákveðin þreyta í hann. Hann sagði svo ekki vera. „Auðvitað koma lægðir og hæðir en þetta er alltaf gaman, svo lengi sem ég get gefið af mér. Ég geri mér aldrei neinar væntingar og geng inn á sviðið með opnum huga. Hver sýn- ing er einstök og engin lík annarri. Ég reyni að gleyma sýningu um leið og henni er lokið til að bera hana ekki saman við þá næstu.“ Aðspurð- ur hvort hann fyndi mun á áhorf- endahópum eftir því hvar í heimin- um hann sýndi sagði hann svo ekki vera, a.m.k. væri munurinn ekki mikill. „Samt var svolítið skrýtið að sýna í Noregi og á Grænlandi,“ seg- ir Nani. Leikur að endurtekningu er kjarni sýningarinnar. Áhorfendur sjá sama atriöið endurtekið á 15 mismunandi vegu sem leikarinn tjá- ir af mikilii færni og hugmynda- auðgi; aftur á bak, sem vestra, án handa o.s.frv. Þeir sem misstu af Látbragðsleikarfnn Paolo Nani Ég skemmti mér nefnilega líka. Og þaö sem heillar mig er samspil áhorfanda og leikara, þaö er eins og leikur og reglurnar eru einfaldar. “ sýningunni í Salnum í gær komast í tvær sýningar, kl. 14 og 20. þann 6. og 7. júní nk. kl. 20. dag kl. 17 eða á morgun en þá eru Nani sýnir einnig á Akureyri -HH Sumarstarfsemi Árbæjarsafns hófst á uppstigningardag: Þjóðleg skemmtun ryrir alla fjölskylduna Sumarstarfið i Árbæjarsafni hófst á uppstigningardag. Gömlu húsin eru nú opin á nýjan leik, leiðsögu- mennimir klæðast búningum sín- um og handverksfólkið tekur til við störf sín. Mikið verður um að vera á safninu í allt sumar og dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt á menn- ingarári. Ný sýning sem nefnist Saga bygg- ingatækninnar er opin i Kjöthús- inu. Þar er leitast við að gera sögu byggingatækninnar skil á einum stað. Sýnd eru gömul verkfæri, byggingahlutar húsa og handverk byggingariðngreina. Sýningin er samstarfsverkefni Árbæjarsafns, Menntafélags byggingariðnaðarins og Eftirmenntunar rafiðna og er á dagskrá Reykjavíkur - menningar- borgar Evrópu árið 2000. í safninu er einnig ný sögusýning sem nefnist Saga Reykjavikur - frá býli til borgar. Á morgun er mikið um að vera í safninu. í baðstofunni verður tó- vinna og roðskógerð, netahnýtingar verða við Nýlendu, gullsmiður að störfum við Suðurgötu og leikfanga- sýning í Komhúsi. Ný verslun með listhandverki verður opnuð í Líkn en þar er selt íslenskt gæðahand- verk. í Líkn er einnig bókastofa þar sem gestir geta tyllt sér og flett í bók og er það einnig nýjung í starfsemi safnsins. Kaffihlaðborð verður í Dillonshúsi og hestamir eru komn- ir á svæðið. Daglegt líf á árum áður / Árbæjarsafni er leitast viö aö draga upp lifandi mynd af lífi fólks á fyrri tíö. í tengslum við sýninguna um sögu Reykjavikur koma félagar úr víkingafélaginu Rimmugíg i heim- sókn í safnið á morgun kl. 14 og sýna bardagalistir vikinganna. Einnig verða eftirlíkingar áhalda og verkfæra til sýnis. Gestir fá tæki- færi til að skjóta af boga. Árbæjarsafn verður opið í sumar á laugardögum og sunnudögum frá 10-18 og þriðjudaga til fostudaga frá 9-17. Á mánudögum verður Árbær- inn opinn frá 11-16. Aðgangseyrir er sem fyrr 400 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn að 18 ára aldri og eldri bogara. -SS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.