Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 Helgarblað I>V Það er sætt að vera ljótur - stórt nef, lítill rass og stór ístra. Þetta geta verið kostir fremur en gallar Courtney Thorne-Smith gerir það gott bæöi í leik og starfi. Thorne- Smith gengur í það heilaga „Ally McBeaT, stjarnan Courtn- ey Thome-Smith, er búin að trú- lofast kærastanum Andrew Conrad. Planið er að leikkonan og kærast- inn verði pússuö saman i október samkvæmt fréttum frá blaðinu People. Thome-Smith hitti Conrad fyrir rúmum þremur árum, eða rétt eftir að hún og hennar fyrrverandi kærasti, Andrew Shue, voru hætt saman. Shue og Thome-Smith höfðu leikið kærustupar í sjón- varpsseríunni Melrose Place og vom af mörgum álitin hið full- komna par, bæði í einkalífinu og á skjánum. Það er hins vegar ekki bara brúð- kaup sem Thome-Smith hefur að hugsa um þessa dagana. Eftir að hún hætti í hlutverki Georgíu i Aliy McBeal-þáttunum hefur tilboðum frá hinum ýmsu sjónvarpsstöðvum rignt yfir hana. SjónvarpsstjamEm vinnur einnig sem fyrirsæta fyrir snyrtivöruframleiðandann Almay. Heygarðshornið Gamalt máltæki segir að ekki sé öll fegurð í andliti fólgin. Fegrunar- aðgerðir af ýmsu tagi fara mjög í vöxt en enn sem komið er eru kon- ur mun fleiri í hópi þeirra sem láta laga á sér nefnið, stækka brjóstin og dæla koUageni í varirnir. Karlmenn hafa verið mun tregari tU að láta dytta að útliti sínu þó þeir hafi án efa oft grátið sig i svefn yfír fjöl- mörgum útlitsgöUum ekki síður en konur. Nú berast góðar fréttir utan úr heimi um að margt það sem álit- ið hefur verið lýti á karlmönnum finnist konum í rauninni einkar að- laðandi og sætt. Það er nefnUega sætt að vera ljótur. Risastórt nef Skarpir andlitsdrættir gera karl- menn greindarlegri og ákveðnari. Stórt nef og bústið getur látið konur halda að aðrir útstæðir líkamshlut- ar séu álika þreknir og trýnið. „Það er karlhormón sem gerir það að verkum að nef karla er stærra en kvenna og því eðlUegt að þeim fmnist það sérlega karlmann- legt,“ segir Joel Wade, bandarískur sálfræðiprófessor. Aðeins örfáum konum eldri en 14 ára finnst lítil nef sæt á karlmönnum. Þvert á móti gerir það karlmenn yfirleitt kven- lega sem fæstum körlum finnst eft- irsóknarvert. Samvaxnar augabrúnir Vissulega gefa samvaxnar auga- brúnir karlmönnum svolítið frum- stætt yfirbragð en hins vegar gefur það tU kynna ákveðið sjáifstraust að leyfa þeim að vaxa viUtum. SkUa- boðin sem konur lesa út úr þessum útlitsgaUa er að maður sem ekki er of upptekinn af eigin útliti og það likar konum vel. Svo gefa sam- brýndir menn af sér valdsmannslegt yfirbragð og ákveðið sem mörgum konum feUur vel í geð. Örótt andlit Að vera með ör í andliti gefur tU kynna ævintýralegt lífemi. Ör bera menn sem eru tibúnir til að berjast fyrir konur til að verja heiður þeirra og það vekur alltaf hrifningu. Konum fmnast andlitsör vera sér- lega kynæsandi og þreytast aldrei á því að strjúka fingrunum eftir þeim og láta segja sér söguna af því Gérard Depardieu er ekki beinlínis smáfríður Hann er til dæmis meö gríöarlega stórt nef. Sérfræöingar fullyröa aö slíkur rani falli mörgum konum afar vel ígeö eins og fleiri „útlitsgallar“. hvemig örið varð tU. Þess vegna er best að eiga skemmtUega sögu um það á takteinum, jafnvel þótt það sé síðan maður datt af vegasaltinu þeg- ar maður var fimm ára. Stór ístra Þótt þrekleg ístra sé aUa jafna ekki mjög eftirsótt þá er ákveðinn hluti kvenna sem fellur fyrir því sem þær kaUa „bangsatýpuna“ með- al karlmanna. „Bangsar“ em oftar en ekki þreknir eða feitir og það vekur traust og gefur tU kynna að viðkomandi sé enginn meinlæta- maður heldur njóti lífsins lystisemda tU hins ítrasta og kæri sig koUóttan um nokkur aukakUó. Lítlll rass Margar konur kjósa stinnan og fagurlega mótaðan rass á karlmönn- um en grindhoraðir rasslausir karl- ar vekja upp verndartUfinningu hjá mörgum konum sem gerir þá aðlað- andi. Ef karlinn er mjög horaður er léttara fyrir hann að vera ofan á í rúminu og konur sem eru í stöðug- um megrunarkúrum finnst yfirleitt aðlaðandi að hafa magurt fólk í kringum sig. Að vera lítill Mörgum karlmönnum frnnst það hræðUegt hlutskipti að vera stuttur i annan endann. Margir telja að konur vUji að karlinn sé að minnsta kosti höfðinu hærri. Þetta er ekki rétt því smávaxnar konur vUja oft frekar karlmenn sem eru á hæð við þær eða að minnsta kosti ekki mjög mikið stærri. Smávaxnir menn ættu því aUs ekki að örvænta þvi mörg- um konum finnst sætt að vera lítiU. Auk þess bæta smávaxnir menn upp smæð sína með mikUl ákefð á öðrum sviðum. Sléttur skalli Það er enginn skaUi eins óskap- lega áberandi og hárkoUa. Karl- menn sem gráta sig í svefn vegna hármissi ættu ekki að gera það því nær öUum konum finnst skaUi vera sjarmerandi. Þar fyrir utan vita Uestar konur að framleiðsla karl- hormóns veldur mestu um hárlos og þannig gefur skaUi tU kynna mikla karlmennsku. SkaUi fylgir aldri og aldri fylgir vald og ábyrgð sem hríf- ur margar konur. Þetta er ekki flott Að lokum er rétt að minna á nokkra hluti sem engum konum finnst vera aðlaðandi, alveg sama hvaða karlmann þeir prýða. IUa klipptar og stórar táneglur eru hræðUeg sjón sem fæla hvaða konu sem er í burtu. Heimskulegur hárvöxtur í andliti finnst konum yfirleitt óaðlaðandi. Þetta á við um hökutoppa og Uestar gerðir yfirskeggja. Gular og skakkar tennur hrífa enga konu. Loðnar tær þar sem myndarlegur hárbrúskur situr á hverri tá er sér- lega ógeðfeUt og konum fmnst slík- ar tær sóðalegar og fráhrindandi. Tagi í hnakkanum er einhver misskUdasta björgunaraðgerð gegn skaUa og aldri sem karlmönnum hefur lengi dottið í hug. Konum fmnst tagl vera haUærislegt og aula- legt. PÁÁ (Byggt á Men’s Health) 1:1 lilllp Nýtt Tyrkjarán Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. Nokkrar manneskjur voru hand- teknar á Akureyri í vikunni. Af fréttum að dæma virðast sakargiftir hafa verið þær að selja Akureyring- um vonda myndlist með óhóflegri álagningu. Fólkið hafði keypt mynd- ir í Hong Kong fyrir rúmlega tvö- hundruð krónur stykkið en gekk síðan í hús á Akureyri og bauð bæj- arbúum myndimar á sex, sjö þús- und stykkið. Þetta voru útlending- ar. Þetta voru meira að segja arabar. Og ein finnsk stúlka. Þetta var enn eitt áfallið fyrir meint listvit þjóðarinnar. Enn stendur yfir fár sökum þess að óvandaðir menn hafa árum saman komist upp með að selja auðtrúa fólki falsanir á undirskriftum lát- inna íslenskra málara á aðskiljan- legustu málverk, bæði danskra miðlungsmálara aldarinnar og eigin framleiðslu og hafa öll kurl fráleitt komið til grafar í því máli öllu. Og nú þetta: skran frá Hong Kong selt til að prýða stofur akureyskra góð- borgara. En samt er vandséð í hverju sök kaupmangaranna er í rauninni fólg- in, að þeir verðskuldi svo grimma refsingu að hneppast í varðhald. Skyldi það vera það athæfi að selja landsmönnum vonda myndlist á uppsprengdu verði? Kannski var það nokkur seinheppni að bera nið- ur á Akureyri, bænum sem fóstraði Kristínu Gunnlaugsdóttur, Sigurð Árna Sigurðsson og Þorvald Þor- steinsson svo nokkrir Akureyringar séu nefndir úr hópi fremstu mynd- listarmanna þjóðarinnar. Ekki þarf lengi að vera á Akureyri til að sjá að einmitt þar er myndskyn mun meira en víða annars staðar, um það vitna garðar þeirra og hús, þó að þeir hafi að vísu ratað i þá ógæfu að eyðileggja Ráðhústorgið. Hvað sem því líður þá hlýtur það að teljast til venjulegra mannrétt- inda að fá að reyna aö selja vondan vaming á því verði sem kaupendur eru reiðubúnir að gjalda, svo fremi að hann ógni ekki lifi og heilsu fólks teljandi. Um allt land er meira að segja látið óátalið að fólki sé selt eitthvert gospilluduft á ofsaverði Raunar hefur hvers kyns matvara flutt inn frá löndum þar sem evran hefur farið hríðlœkkandi hœkkað hér á landi í vanheilögu bandalagi heildsala og kaupmanna. sem á að lækna alla kvilla en getur valdið því að fólk leitar ekki til raunverulegra lækna með mein sín. Það ætti að vera mun skaðlegra at- hæfi en að selja mynda“kits“ frá Hong Kong. Það má líka leiða að því nokkrar líkur að slíkur myndakostur sé orð- inn gildur og viðurkenndur þáttur íslenskrar menningar. Sé listrænni blygðunarsemi Akureyringa svo of- boðið með slíkum kaupskap - má kannski vænta þess að lögreglu- menn frá Akureyri taki upp á því að ryðjast inn á heimili víða um land tU þess þess að gera upptæk í nafni laganna og almenns velsæmis myndimar af drengnum með tárið og sjómanninum með pípuna? Og er þess ef til vill skammt að bíða að fulltrúi fógeta mæti á allar mynd- listarsýningar til þess að aðgæta hvort hæfileikaleysi listamannsins kunni að vera refsivert? Var það kannski álagningin sem yfirvöldum á Akureyri ofbauð? Þá má nú margur fara að vara sig. Hér á landi kaupum við paprikur, sellerí og annað grænmeti sem í öllum sið- menntuðum löndum er hundódýrt með tollum sem miðast við Rolls Royce og annarri eins álagningu innflyljenda - enda grænmetisát hér talinn fortakslaus lúxus nokk- urra sérvitringa af ríkisstjóminni. Raunar hefur hvers kyns mat- vara flutt inn frá löndum þar sem evran hefur farið hríðlækkandi hækkað hér á landi í vanheilögu bandalagi heildsala og kaupmanna. Hér er með öðmm orðum dýrtíð, einfaldlega af þeim sökum að við kaupum vaminginn á yfirsprengdu verði - látum með öðrum orðum bjóða okkur hvaða verð sem er. Hver er þá sök þessara farand- sala? Þetta voru arabar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.