Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 I>V Tilvera SJóbátar Oasís Family, 2ja manna Breidd: 67 cm Lengd: 4,90 m Efni: Polyethylene (HDPE) Botn: V-laga Fylgihlutir: Teygjur fyrir farangur Oasis er mjög hentugur í stuttar sem langar ferðir, bæði á sjó og vötnum, og er hannaður með það í huga að hvorki þurfi stýri né skegg. Verð: 78.900 Caribe 2, 2ja manna Breidd: 71 cm Lengd: 4,61 m Efni: Polyethylene (HDPE) Fylgihlutir: Teygjur fyrir farangur, stallur fyrir áttavita og líflína. Caribe 2 er stööugur og hraðskreiður vegna sérstakrar hönnunar á botni og kili og ekki þörf á stýri né skeggi. Verð: 69.800 Mariner: Breidd: 65 cm Lengd: 4,40 m Efni: Fiberglass Botn: V-laga Fylgihlutir. Stallur fyrir áttavita og pumpu. Farangursgeymsla, lok úr fibenglas, hannaður þannig að hvorki þurfi stýri né skegg. Verð: 62.300 Navigator: Breidd: 60 cm Lengd: 4,61 m Efni: Polyethylene (HDPE) Botn: V-laga Fylgihlutir: Stallur fyrir áttavita og teygjur fyrir farangur. Geymsluhólf tvö, fremra er 38 litra og það aftara 90 lltra, þarf ekki stýri né skegg. Verð: 58.600 Kayak Sport Sióbáfar - Sfraumvatnsbátar - Kanóar - Aukahíufir - Sérpanfanir Sfrauinvafiíisbáter Mephisto: Breidd: 64 cm Lengd: 2,22 m Þyngd: 16kg Efni: Polyethylene Mephisto er hannaður fyrir erfiðleikagráðu 2-5. Verð: 62.900 Compact: Breidd: 60 cm Lengd: 3,54 m Þyngd: 24 kg Efni: Polyethylene Compact er hannaður fyrir erfiðleikagráðu 3-4 Verð: 41.600 Indy: Burðargeta: 300 kg Lengd: 4,60 m Þyngd: 38 kg Efni: Polyethylene með frauð á milli ytra og innra lags. Indy er hannaður með mlkinn stöðugleika í huga, er 3ja sæta, miðsæti má auðveldlega fjariægja, einfaldan búnað er hægt að fá til að koma fyrir utanborösmótor. Verð: 77.200 Point K1 S: Breidd: 57 cm Lengd: 5,25 m Efni: Fiberglass Botn: V-laga Fylgihlutir: Skegg og lifllna. Point K1 S er mjög vinsæll meðal ræðara. Ávalur skrokkurinn og samsetning hans við stillanlegt skeggið gera hann að einstaklega liprum og þægilegum kajak. Verð: 149.600 Point K1 R: Breidd: 57 cm Lengd: 5,25 m Efni: Fiberglass Botn: V-laga Fylgihlutir: Stýri og liflína Point K1 R er mjög lipur og hraðskreiður kajak sem skilar slnu vel við erfiðustu aðstæður og þvf er hann vinsæll meðalkröfuhörðustu ræðaranna. Verð: 154.600 fiUfeL’UHeÓUI' -Hjálmar - Flotbelgir I stefni og skut - Björgunarvesti - Svuntur PVC eða neopran -Árar - Aukafestingar og teygjur fyrir farangur - Festingar fyrir líflínu - Púði fyrir mjóhrygg - Vatnsþéttir PVC geymslupokar - Vatnsþétt PVC-hulstur fyrir GSM/NMT farsima - Lúffurfyrirárar, PVC eða neopran - Björgunarlínur - Yfirbreiösla úr PVC yfir sætisop til varnar ryki og bleytu. B.J. Trading, heildverslun, Bíldshöfða 16, bakhús. Sími 587 1600 Veffang: www.kayak.is Netfang: bj.trading@kayak.is Stuttmyndadagar um helgina Komin er löng hefö fyrir Stutt- myndadögum sem Ingibjörg Stefáns- dóttir leikkona setur kl. 18.20 I dag. Tjamarbíó verður þó opnað gestum þegar kl. 17.30. Valdar hafa verið um þrjátíu íslenskar myndir til þátttöku í keppninni þar sem veitt eru góð verðlaun fyrir þrjár bestu myndim- ar, auk þess sem áhorfendur velja mynd sem hlýtur sérstök aukaverð- laun. Það er Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir sem afhendir verðlaunin en dómnefnd skipa Ólafur H. Torfason kvikmyndagagnrýnandi, Þorfmnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs íslands, Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaöur og Bjöm Æ. Norðfjörð, kvikmyndagagnrýnandi á DV. Auk íslensku myndanna verða sýndar um tuttugu erlendar myndir og er mikill fengur að þeim. Þá flytja þrír kvikmyndagerðarmenn fyrir- lestra en þeir era Óskar Jónasson leikstjóri, Sigvaldi J. Kárason klipp- ari og Ingvar E. Sigurðsson leikari. Af kynningu á myndunum má ráða að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi, hvort sem um er að ræða innlendar eða er- lendar myndir. Allir kvikmyndaá- hugamenn em að sjálfsögðu hvattir til að mæta. Það er ekki nema einu sinni á ári að þeir komast i tæri við slíkan stuttmyndafjölda. Fram- kvæmdastjóri Stuttmyndadaga í Reykjavik er að þessu sinni Rebekka Sylvía Ragnarsdóttir en þeir Jóhann Sigmarsson og Júlíus Kemp eru sem fyrr í stjórn þeirra. bantJagagnrýrn B£ AUTIFUL PEOPLE Beautiful People ★ ★Á Bosnísk London Tveir menn koma auga hvor á ann- an í strætisvagni í London og byrja umsvifalaust að slást. Þannig byrjar myndin Beautifúl People sem er eins konar smásagnasafn þar sem sögum- ar hafa tengingu 1 Bosníustríðinu. Mennimir tveir vora nágrannar i Bosníu og eiga óuppgerðar sakir. Fyrrverandi hermaður verður ást- fanginn af hjúkrunarkonu, fréttamað- ur tekur strlðið inn á sálina og ung hjón biðja lækni um að drepa bamið þeirra þvi að konan varð þunguð eft- ir að vera nauðgað af óvinahermönn- um. Eina sagan sem lengst af virðist enga tengingu hafa við Bosníu er af knattspymubullum á leið á landsleik en Bosnía á heldur betur eftir að koma við sögu þar á óvæntan hátt. Leikstjórinn reynir þama að koma inn á flest það sem vakið hef- ur athygli varðandi átökin í gömlu Júgóslavíu. Þetta eru ágætlega unn- ar sögur en bæta reyndar litlu við það sem maður las í blöðunum á sín- um tíma, fyrir utan ágæta innsýn I hvemig stríðið snerti breskan al- menning. Sagan af fótboltabullunum inniheldur skemmtilega fléttu, þó ólíkindaleg sé, en hún endar í afar ótrúverðugri fantasíu um góða eðlið í mannskepnunni. Það er ýmislegt athyglisvert að finna I þessari mynd en hana skortir sterkan heildarsvip. Útgefandi: Myndform: Leikstjóri: Jasmin Dizdar. Leikarar: Of margir til aö telja upp en enginn frægur. Bresk, 1999. Lengd: 107 mín. Bönnuö innan 16 ára. -PJ Myndbnnd Hrein hörmung Það eru fáar myndir alvondar. Jafnvel í verstu myndum er oftast eitthvað sem vel er gert, eitthvað sem hægt er að benda á til að segja sjálf- um sér að það hafl ekki verið algjör tímasóun að horfa á myndina. Full Blast er ein af þessum fáu myndum sem em eins lélegar og leiðinlegar og hugsast getur. Það er bókstaflega ekkert gott við þessa mynd. Full Blast gerist á einum degi í næturklúbbi þar sem tónleikar fara fram um kvöldið. Tvö sett af hand- rukkurum era á ferli, annað á eftir einni söngkonunni, hitt á eftir stráknum sem rekur staðinn. Þar að auki eru tvö glæpagengi á staðnum að gera upp sakir. Upphafsatriðið gefur forsmekkinn af því sem koma skal með aumkunar- verðri stælingu á Pulp Fiction. Myndin spilast eins og illa gefið af- kvæmi þeirrar myndar og Detroit Rock City. Handritið er ömurlegt og ekki ein einasta persóna í myndinni hið minnsta áhugaverð - eintómar klisjur á ferðinni. Hvað leikhópinn varðar þá er hanh svo lélegur að fyrrverandi klámstjarnan Traci Lords kemur ekkert illa út í samanburði við hina leikarana. Sem betur fer kemur það afar sjaldan fyrir að maður neyðist til að sitja undir svona hörmung. Utgefandi: Skífan. Leikstjórl: Eric Mintz. Aðalhlutverk: David Carradine og Traci Lords. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuö innan 16 ára. -PJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.