Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Page 50
58 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 I>V Tilvera SJóbátar Oasís Family, 2ja manna Breidd: 67 cm Lengd: 4,90 m Efni: Polyethylene (HDPE) Botn: V-laga Fylgihlutir: Teygjur fyrir farangur Oasis er mjög hentugur í stuttar sem langar ferðir, bæði á sjó og vötnum, og er hannaður með það í huga að hvorki þurfi stýri né skegg. Verð: 78.900 Caribe 2, 2ja manna Breidd: 71 cm Lengd: 4,61 m Efni: Polyethylene (HDPE) Fylgihlutir: Teygjur fyrir farangur, stallur fyrir áttavita og líflína. Caribe 2 er stööugur og hraðskreiður vegna sérstakrar hönnunar á botni og kili og ekki þörf á stýri né skeggi. Verð: 69.800 Mariner: Breidd: 65 cm Lengd: 4,40 m Efni: Fiberglass Botn: V-laga Fylgihlutir. Stallur fyrir áttavita og pumpu. Farangursgeymsla, lok úr fibenglas, hannaður þannig að hvorki þurfi stýri né skegg. Verð: 62.300 Navigator: Breidd: 60 cm Lengd: 4,61 m Efni: Polyethylene (HDPE) Botn: V-laga Fylgihlutir: Stallur fyrir áttavita og teygjur fyrir farangur. Geymsluhólf tvö, fremra er 38 litra og það aftara 90 lltra, þarf ekki stýri né skegg. Verð: 58.600 Kayak Sport Sióbáfar - Sfraumvatnsbátar - Kanóar - Aukahíufir - Sérpanfanir Sfrauinvafiíisbáter Mephisto: Breidd: 64 cm Lengd: 2,22 m Þyngd: 16kg Efni: Polyethylene Mephisto er hannaður fyrir erfiðleikagráðu 2-5. Verð: 62.900 Compact: Breidd: 60 cm Lengd: 3,54 m Þyngd: 24 kg Efni: Polyethylene Compact er hannaður fyrir erfiðleikagráðu 3-4 Verð: 41.600 Indy: Burðargeta: 300 kg Lengd: 4,60 m Þyngd: 38 kg Efni: Polyethylene með frauð á milli ytra og innra lags. Indy er hannaður með mlkinn stöðugleika í huga, er 3ja sæta, miðsæti má auðveldlega fjariægja, einfaldan búnað er hægt að fá til að koma fyrir utanborösmótor. Verð: 77.200 Point K1 S: Breidd: 57 cm Lengd: 5,25 m Efni: Fiberglass Botn: V-laga Fylgihlutir: Skegg og lifllna. Point K1 S er mjög vinsæll meðal ræðara. Ávalur skrokkurinn og samsetning hans við stillanlegt skeggið gera hann að einstaklega liprum og þægilegum kajak. Verð: 149.600 Point K1 R: Breidd: 57 cm Lengd: 5,25 m Efni: Fiberglass Botn: V-laga Fylgihlutir: Stýri og liflína Point K1 R er mjög lipur og hraðskreiður kajak sem skilar slnu vel við erfiðustu aðstæður og þvf er hann vinsæll meðalkröfuhörðustu ræðaranna. Verð: 154.600 fiUfeL’UHeÓUI' -Hjálmar - Flotbelgir I stefni og skut - Björgunarvesti - Svuntur PVC eða neopran -Árar - Aukafestingar og teygjur fyrir farangur - Festingar fyrir líflínu - Púði fyrir mjóhrygg - Vatnsþéttir PVC geymslupokar - Vatnsþétt PVC-hulstur fyrir GSM/NMT farsima - Lúffurfyrirárar, PVC eða neopran - Björgunarlínur - Yfirbreiösla úr PVC yfir sætisop til varnar ryki og bleytu. B.J. Trading, heildverslun, Bíldshöfða 16, bakhús. Sími 587 1600 Veffang: www.kayak.is Netfang: bj.trading@kayak.is Stuttmyndadagar um helgina Komin er löng hefö fyrir Stutt- myndadögum sem Ingibjörg Stefáns- dóttir leikkona setur kl. 18.20 I dag. Tjamarbíó verður þó opnað gestum þegar kl. 17.30. Valdar hafa verið um þrjátíu íslenskar myndir til þátttöku í keppninni þar sem veitt eru góð verðlaun fyrir þrjár bestu myndim- ar, auk þess sem áhorfendur velja mynd sem hlýtur sérstök aukaverð- laun. Það er Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir sem afhendir verðlaunin en dómnefnd skipa Ólafur H. Torfason kvikmyndagagnrýnandi, Þorfmnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs íslands, Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaöur og Bjöm Æ. Norðfjörð, kvikmyndagagnrýnandi á DV. Auk íslensku myndanna verða sýndar um tuttugu erlendar myndir og er mikill fengur að þeim. Þá flytja þrír kvikmyndagerðarmenn fyrir- lestra en þeir era Óskar Jónasson leikstjóri, Sigvaldi J. Kárason klipp- ari og Ingvar E. Sigurðsson leikari. Af kynningu á myndunum má ráða að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi, hvort sem um er að ræða innlendar eða er- lendar myndir. Allir kvikmyndaá- hugamenn em að sjálfsögðu hvattir til að mæta. Það er ekki nema einu sinni á ári að þeir komast i tæri við slíkan stuttmyndafjölda. Fram- kvæmdastjóri Stuttmyndadaga í Reykjavik er að þessu sinni Rebekka Sylvía Ragnarsdóttir en þeir Jóhann Sigmarsson og Júlíus Kemp eru sem fyrr í stjórn þeirra. bantJagagnrýrn B£ AUTIFUL PEOPLE Beautiful People ★ ★Á Bosnísk London Tveir menn koma auga hvor á ann- an í strætisvagni í London og byrja umsvifalaust að slást. Þannig byrjar myndin Beautifúl People sem er eins konar smásagnasafn þar sem sögum- ar hafa tengingu 1 Bosníustríðinu. Mennimir tveir vora nágrannar i Bosníu og eiga óuppgerðar sakir. Fyrrverandi hermaður verður ást- fanginn af hjúkrunarkonu, fréttamað- ur tekur strlðið inn á sálina og ung hjón biðja lækni um að drepa bamið þeirra þvi að konan varð þunguð eft- ir að vera nauðgað af óvinahermönn- um. Eina sagan sem lengst af virðist enga tengingu hafa við Bosníu er af knattspymubullum á leið á landsleik en Bosnía á heldur betur eftir að koma við sögu þar á óvæntan hátt. Leikstjórinn reynir þama að koma inn á flest það sem vakið hef- ur athygli varðandi átökin í gömlu Júgóslavíu. Þetta eru ágætlega unn- ar sögur en bæta reyndar litlu við það sem maður las í blöðunum á sín- um tíma, fyrir utan ágæta innsýn I hvemig stríðið snerti breskan al- menning. Sagan af fótboltabullunum inniheldur skemmtilega fléttu, þó ólíkindaleg sé, en hún endar í afar ótrúverðugri fantasíu um góða eðlið í mannskepnunni. Það er ýmislegt athyglisvert að finna I þessari mynd en hana skortir sterkan heildarsvip. Útgefandi: Myndform: Leikstjóri: Jasmin Dizdar. Leikarar: Of margir til aö telja upp en enginn frægur. Bresk, 1999. Lengd: 107 mín. Bönnuö innan 16 ára. -PJ Myndbnnd Hrein hörmung Það eru fáar myndir alvondar. Jafnvel í verstu myndum er oftast eitthvað sem vel er gert, eitthvað sem hægt er að benda á til að segja sjálf- um sér að það hafl ekki verið algjör tímasóun að horfa á myndina. Full Blast er ein af þessum fáu myndum sem em eins lélegar og leiðinlegar og hugsast getur. Það er bókstaflega ekkert gott við þessa mynd. Full Blast gerist á einum degi í næturklúbbi þar sem tónleikar fara fram um kvöldið. Tvö sett af hand- rukkurum era á ferli, annað á eftir einni söngkonunni, hitt á eftir stráknum sem rekur staðinn. Þar að auki eru tvö glæpagengi á staðnum að gera upp sakir. Upphafsatriðið gefur forsmekkinn af því sem koma skal með aumkunar- verðri stælingu á Pulp Fiction. Myndin spilast eins og illa gefið af- kvæmi þeirrar myndar og Detroit Rock City. Handritið er ömurlegt og ekki ein einasta persóna í myndinni hið minnsta áhugaverð - eintómar klisjur á ferðinni. Hvað leikhópinn varðar þá er hanh svo lélegur að fyrrverandi klámstjarnan Traci Lords kemur ekkert illa út í samanburði við hina leikarana. Sem betur fer kemur það afar sjaldan fyrir að maður neyðist til að sitja undir svona hörmung. Utgefandi: Skífan. Leikstjórl: Eric Mintz. Aðalhlutverk: David Carradine og Traci Lords. Bandarísk, 1997. Lengd: 90 mín. Bönnuö innan 16 ára. -PJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.